Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993
21
E R L E N T
Femínistar eru svo bældir og
hafa afskræmt svo ímyndina af
karlmanninum að þeir skynja
ekki „erótíkina eða skemmtunina
sem karlmenn fá út úr nauðgun-
um, sérstaklega þann bráðsmit-
andi unað sem fylgir hópnauðg-
un“.
Svona talar og skrifar konan
sem hefur tekist að umhverfa um-
ræðu um kvenréttindi og jafnrétt-
ismál í Bandaríkjunum á nokkr-
um mánuðum. Fólk elskar hana
eða hatar — og elskar að hata
hana, enda setur hún ffam sjónar-
mið sem enginn hefur haft döng-
un í sér til að lýsa opinberlega. Og
það eru ekki bara skoðanir henn-
ar sem stuða fólk. Það er stíllinn
líka. Hún kann varla að nota
aukasetningar. „En“ og „kannski“
eru ekki til í orðaforða hennar.
Hún skrifar og talar eins og vél-
byssa, skammast og svívirðir,
hneykslar og móðgar. Það þola
hana fáir nema í nokkrar mínútur
í einu. En hún nýtur þessa alls til
hins ýtrasta.
Hún heitir Camille Paglia og
hefur gefið út tvær bækur undan-
farið: Sexual Personae: Art and
Decadence from Nefertiti to Em-
ily Dickinson og Sex, Art, and
American Culture, sem er reynd-
ar samsafn greina og ritdóma í
kjölfar fyrri bókarinnar. Paglia
segist vera að bjarga femínisman-
um frá hinni dauðu hendi
kvennaffæðanna eins og þau hafa
verið iðkuð síðustu ár. Femínist-
amir vilja gera karlmenn að kon-
um, segir hún, bæla náttúrlegan
kraft sem í þeim býr og á að fá út-
rás. Hún undirbyggir röksemdir
sínar jafnt með tilvísunum í gríska
goðafræði og poppkúltúr samtím-
ans. Hún dýrkar kyngleði Mad-
onnu og þá mjúkklámbylgju sem
hefur gengið yfir ungkúltúr Vest-
urlanda. Kjami kenninga hennar
er karlmennskan, „mesti sköpun-
arkraftur mannkynssögunnar",
og þau lögmál sem leiðir af nátt-
úrlegum mun á milli kynjanna.
Konur þurfa að uppgötva nátt-
úrulegt kynhlutverk og um leið
viðurkenna eðli karlmannsins. I
stuttu máli: „Boys will be boys,
and girls have to live with it.“
KARLMENN UNDIR OKI
KVENNA
Þetta er náttúrlega sprengiefhi
inn í kvenréttindaumræðuna eins
og hún hefur birst í bandarískri
akademíu. Meginþráður í henni
hefur verið þjóðfélagsgerðin og
hvernig hún mótar samband
kynjanna, kynhlutverkin og
valdahlutföll milli kynja. Með
greiningu á uppbyggingu samfé-
lagsins (feðraveldinu) hafa femín-
istar viljað finna rætur misréttis
og um leið vænlegar leiðir til úr-
bóta.
Paglia hafnar þessu. Samfélags-
gerðin ræður ekki nema að litlu
leyti samskiptum og örlögum
kynjanna, segir hún. Það er nátt-
úran, hormónin, þróunarsaga
kynjanna frá upphafi og verka-
skiptingin sem af henni leiðir.
Karlmenn eru að eðlisfari skap-
andi aðilinn, sá kraftmikli og hug-
myndaríki, ofbeldishneigðir veiði-
menn. Og vandinn við borgar-
samfélag nútímans er ekki feðra-
veldið, heldur mæðraveldi sem
kúgar karlmenn og bannar þeim
að haga sér eins og náttúran býð-
ur þeim.
„Karlmenn losna aldrei undan
oki kvenna. Fyrst eru það mæður
þeirra og síðan eiginkonurnar.
Árum saman hef ég horff upp á
miðaldra eiginkonur með eigin-
mennina í eftirdragi í verslunar-
miðstöðvum sem banna þeim
meira að segja að fá sér pylsu.“
Brútal kynferðislosti karl-
mannsins er aðalsköpunarkraftur
mannkynssögunnar, segir Paglia.
Bæling hans er einn helsti vand-
inn við nútímasamfélagið: „Einu
sinni var til heimur karlmannsins
og heimur konunnar. Nú eru
samskipti kynjanna orðin svo ná-
in og hversdagsleg að þau þekkja
hvort annað of vel. Þar með hafa
þau misst töfrana og aðdráttarafl-
ið.“ Hommar eru þeir einu sem
enn setja karlmennskuna á þann
stall sem henni sæmir, með dýrk-
un og upphafningu karlmannsins
sem kynveru.
ÁHÆTTA SEM KONUR
VERÐA AÐ SÆTTA SIG VIÐ
Það eru skoðanir Paglia um
jafrirétti og kynlíf sem hafa valdið
mestu fjaðrafoki. Þetta tvennt —
jafnrétti og kynlíf - er nefnilega
næstum því andstæður í hennar
augum. Karlmenn eru eðli máls-
ins samkvæmt árásargjamari aðil-
inn og Paglia er sérstaklega illa við
hugtakið „date rape“ — kunn-
ingjanauðgun eða stefnumóta-
nauðgun — sem bandarískir fem-
ínistar hafa gert að alvarlegu um-
ræðuefhi síðustu misserin.
Hún segir að konur verði að
gera sér grein fyrir að slíkt fram-
ferði geti verið eðlilegur hluti til-
hugalífsins — áhætta sem einfald-
lega fýlgi því að vera kona. „Kona
sem þiggur heimboð karlmanns á
að vita hvað hún er að gera. Það
liggur beinlínis í loftinu að þau
sofi saman. Náttúran gerir eigin-
lega kröfu um það.“
Hún bætir við að konur eigi
ekki bara að fordæma heldur
skilja hvað það er sem fær karl-
menn til að nauðga — og segist
þá eiga við nauðgun sem kynferð-
isglæp, en ekki ofbeldisglæp. Ef
konur loka augunum fyrir kraftin-
um og veiðiiundinni sem eru karl-
manninum náttúruleg loka þær
um leið á möguleikann á því að
skilja karlmanninn —- og það er
forsenda þess að samband kynj-
anna verði eðlilegt.
Þetta er allt forvitnilegra í ljósi
þess að Paglia er lesbía eða var
það þangað til fyrir áratug eða
svo. „Það var af því að ég þoldi
ekki karlmenn," segir hún. Nú er
hún „óviss“ um eigin kynferðis-
kenndir.
„NAUÐGUN ER EKKI TIL“
Bandarískir femínistar hafa
eðlilega brugðist við skoðunum
Camille Paglia af fyllstu hörku,
ekki síst vegna þess hversu auð-
velt hún á með að koma þeim á
ffamfæri og hversu vel þeim virð-
ist tekið, þrátt fyrir alhæfingamar
og róttæknina. Þar hittir Paglia
líklega á þann veika punkt að um-
ræða um málefni kynjanna hefur
verið tiltölulega einöngruð í aka-
demíu yfirstéttarskólanna. Fræði-
mennskan hefur að töluverðu
leyti misst tengslin við almenning
og þess vegna kemst Paglia upp
með að gagnrýna af meiri hörku
en ella.
Dæmi um þetta er margívitnuð
setning hennar um að nauðganir
séu í raun ekki til. Þama er Paglia
að snúa út úr þeirri kenningu
heimspekinganna Andreu
Dworkin og Catharine McKinn-
on að kynjamisrétti sé svo rótgró-
ið í samfélaginu að hugtökin
„samþykki" og „jafnræði“ séu
merkingarlaus eða merkingarh'til.
Þess vegna, segja þær stöllur, er
erfitt að draga mörkin á milli
nauðgunar og kynlífs yfirleitt.
Það eru hugmyndir af þessu
tagi sem gefa Camille Paglia næg
tilefni til að rífa í sig flest af því
sem voru þó orðnar viðteknar
hugmyndir í jafnréttisumræð-
unni. Og í andrúmslofii og menn-
ingarumhverfi þar sem dýrkun
kynlífs í öllum sínum margbreyti-
leika virðist fara vaxandi fær hún
góð viðbrögð við því sem fyrir fá-
um ámm hefði verið kallað ótrú-
legt afturhald og þröngsýni.
Karl Th. Birgisson
Risasamningar stórstirnanna
Þeir em ekk-
ert smotterí,
samningamir
sem skæmstu
stjörnunum í
skemmtana-
bransanum tekst að gera við
stóm útgáfufyrirtækin. Þannig
samdi Michael Jackson við
Sony um útgáfu sex platna og
gerð kvikmyndar með honum í
aðalhlutverki. Kappinn fékk
rúma fjóra milljarða fyrir sinn
snúð. Reyndar er Michael Jack-
son ekki sá eini í
fjölskyldunni
semþénarvel.
Systirhans, Ja-
net Jackson,
hefur gert samn- '
ing við Virgin Records upp á tvo
og hálfan milljarð, sem felur í sér
gerð þriggja platna. Madonna
hefur samið við
Time Warner.
Samingurinn fel-
ur í sér sjö plötur
ájafnmörgum
árumoghefur
söngkonan tæpa
íjóra milljarða
upp úr krafsinu.
Hrollvekjurithöf-
undurinn
Stephen King fær tvo og hálfan
milljarð frá bókaforlaginu Viking
Penguin fyrir fjórar Juyllingssög-
ur. Blökkukonan Oprah Winfrey,
einn vinsælasti þáttarstjórnand-
inn íbandarísku sjónvarpi, fær
einnig tvo og hálfan milljarð í
árslaun frá King World fyrir The
Oprah Winfrey
Show. Jaclc
Nicholson hef-
ur algjöra sér-
stöðu meðal
bandarískra
leikara og sá getur ekki kvartað
undan auraleysi, því hann fékk
rúmar 300 milljónir fyrir að leika
aukahlutverk í myndinni A Few
Good Men. Og það þótt hlutverk-
ið hafi ekki kostaði hann nema
tíudagaívinnu!
Gróðavonin
Greta Garbo
Um tíma leit út fyrir að sænski
óperusöngvarinn Richard
Lindskog hefði dottið í lukkupott-
inn. Sá sænski rakst á gamla ljós-
mynd hjá skransala nokkrum í
Stokkhólmi og þóttist þekkja þar
aftur kvikmyndagyðjuna Gretu
Garbo, þótt allsnakin væri. Mað-
urinn festi umsvifalaust kaup á
nektarmyndinni, enda sannfærð-
ur um að hún væri ákaflega verð-
mæt. Ljósmyndin var send fyrir-
tæki í Lundúnum, sem á stærsta
safn ljósmynda af Garbo í heimin-
um, og borin undir sérfræðinga.
Þeir sögðust vera „næstum því
100 prósent vissir“ um að nektar-
myndin væri af sænsku gyðjunni,
enda væru „mjaðmir og hendur
nákvæmlega eins“. Um miðjan
janúar birtist myndin í fjölda dag-
blaða í Svíþjóð, Danmörku, Ítalíu,
Spáni og Japan og vakti gífurlega
athygli. Skömmu síðar kom þó
babb í bátinn sem gerði gróðavon
óperusöngvarans að engu. Sænsk
kona kvaðst þekkja hina nöktu
fegurðardís, hún væri þýsk og
hefði dansað með sér í leikhúsi í
Stokkhólmi á árum áður. Um-
rædd mynd var notuð á forsíðu
sýningarskrár leikhússins og því
vandalaust að komast til botns í
málinu.
Honecker hamp-
að í bandarísku
blaði
Flestum svíður að Erich Honec-
ker, fyrrum leiðtogi Austur-
Þýskalands, skuli nú vera frjáls
ferða sinna og geti eytt ævikvöld-
inu í faðmi fjölskyldunar í Chile í
stað þess að taka út refsingu sína á
bak við lás og slá. Saga Honeckers
er með eindæmum ljót og ekkert
einkennilegt að maðurinn sé óvin-
sæll. Því vakti það furðu þegar lof-
grein um gamla manninn birtist
sjónum almennings á dögunum í
bandaríska blaðinu New Yorker. í
blaðinu var réttarhöldunum yfir
Honecker lýst fagurlega og m.a.
sagt að „grillt hefði í hetjuna sem
enn blundaði í gamla mannin-
um“. Lofgreinin vakti mikið um-
tal í Bandaríkjunum og ruku þar-
iendir blaðamenn upp til handa
og fóta og hófu að grennslast fyrir
um höfund hennar, Irene Dische.
Sú reyndist vera þýsk-amerískur
rithöfundur, búsett í Berlín, og
voru blaðamennirnir ekki lengi að
finna skýringuna á samúð hennar
með hinum aldna kommúnista-
leiðtoga. Dische reyndist vera eig-
inkona Nicolas Becker, en hann er
einkum þekktur fyrir að vera lög-
fræðingur Erichs Honecker. Nið-
urstaða bandarísku blaðamann-
anna var sú að Dische væri náinn
samstarfsmaður eiginmanns síns,
sem hefði staðið fyrir umfangs-
mikilli samúðarherferð með skjól-
stæðingi sínum Honecker. Með
góðum árangri, eins og öllum ætti
að vera kunnugt.