Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 31 Athugasemd frá Erni Ólafssyni vegna rit- dóms um bók hans: Þríbjörn togar í ritdóm Kolbrún Bergþórsdóttir birti ritdóm um bók mína Kóralforspil hafsins í PRESSUNNI 28.1. sl. Greinilega hefur hún áður lesið ritdóm Gísla Sigurðssonar í DV 29.12. sl. en tæplega svar mitt þar 7.1., því þá hefði hún varla látið sér nægja að tyggja upp grófar rangfærslur Gísla. Við þær bætir hún aðeins einu atriði, því að framsetning mín sé slæm. Um það þykist hún hafa fjölmörg dæmi, en þá gegnir furðu að af þeim tveimur sem hún tilfærir skuli annað vera augljós ritvilla, sem allir tölvunotendur munu þekkja af eigin raun, orð var flutt til innan máls- greinar, en þá láðist að eyða því á fyrri stað. Samt ætti hver meðalgreindur mað- ur að geta lesið í málsgreinina, og það gildir enn frekar um hitt dæmi Kolbrúnar. Rangfærslur Þar sem Kolbrún lætur sér nægja að endurtaka Gísla skulu hér aðeins talin upp helstu atriði úr svari mínu til hans. Það er ósatt, að ég leggi upp með þá heimasmíðuðu skilgreiningu á módern- isma að hann einkennist af óröklegri framsetningu. Þetta er niðurstaða mín af rökræðum um algengustu skilgreiningar á módernisma, að hann einkennist auk þess af fríljóðum og hugmyndum um framandleiíca. Svo loðna „skilgreiningu" má teygja til að ná yfir hvað sem er, eins og dæmin sanna. En ég færi rök fyrir því að fylgja fremur ofangreindri skilgrein- ingu Hugo Friedrich, Bradbury, McFarl- ane o.fl., sem reyndar hefur notið alþjóð- legrar viðurkenningar áratugum saman. Ennfremur er ósatt að ég afgreiði sjón- armið sem ekki falla að mínum eigin sem „ffáleit“ og „fjarstæð“. Slík umsögn er æv- inlega niðurstaða af rökræðum, þar sem borin eru saman mismunandi sjónarmið. Allt ritið í gegn byggist upp á þvflíkum rökræðum. Það sýnir best dómgreindarleysi Kol- brúnar á fræðirit, að hún skuli kvarta undan skoðunum mínum á þvi hvort til- tekin verk séu módern eða ekki, án þess að gefa rökræðum um það nokkurn gaum. Einungis þær geta réttlætt skoðanir á slíku, niðurstöðum af þeim verður að hlíta, hvort sem þær eru kunnuglegar skoðanir eða ekki. Fúsk Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þessa ömurlegu frammistöðu Kolbrúnar, en vísa í fyrrgreint svar mitt. Það getur alla hent að rekast á bók sem þeir eru ekki dómbærir um, því veldur verkaskipting nútímans. En þá á ritdómari annaðhvort að gefa ritið frá sér eða leggja á sig þá vinnu að fletta upp og bera saman, reyna að fara í saumana á því. Það tekur tíma, en er að sama skapi þroskavænlegt. Hitt er allt annað en stórmannlegt, að reyna að fela getuleysi sitt með því að fordæma slíka bók með fúkyrðum, sem eru ekkert annað en upptugga á fordómum annarra. Þannig fylgir Kolbrún Gísla Sigurðssyni sem fyrir sitt leyti er lærisveinn Árna Blandon í ritdómum, en sú starfsemi þess síðasttalda er sífellt hneyksli. Það er með ólíkindum hvílíkt fusk viðgengst í skrifum um menningarmál á fslandi. Margafhjúp- aður svindlari er bara látinn halda áfram iðju sinni. Skyldi þetta fusk vera afleiðing af „fjölmiðlabyltingunni" á fslandi? Ýmis- legt jákvætt hafði hún í för með sér, en því miður einnig það útbreidda viðhorf, að mestu skipti að gaspra sem hæst og vekja athygli á persónu sinni, með illu ef ekíd góðu. T JL vær ferðaskrifstofur, fslenskar fjallaferðir og Land og Saga, hafa lagt inn leyfi sitt til samgönguráðuneytisins að undangengnum töluverðum rekstrarerf- iðleikum. Stendur til að íslenskar fjalla- ferðir, sem sérhæfðu sig í tjaldferðum ffanskra sérhópa til íslands, felli rekstur sinn inn í starfsemi Íslandssafarí, sem áð- ur hét Úlfar Jacobsen. íslenskar fjallaferð- ir hætta með öllu að starfa sem sjálfstætt fyrirtæki og hefur fyrrum aðaleigandi þess, Filip Pétursson, verið ráðinn til starfa hjá fslandssafarí. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Halldór Bjarna- son. Land og Saga hefur einnig lagt inn leyfi sitt en það mun vera tímabundið þar sem í athugun er áframhaldandi starfsemi ferðaskrifstofunnar. Bendir það til skipu- lagsbreytinga innan fyrirtækisins en lík- legt er að verið sé að ganga ffá baktryggð- um bankaábyrgðum sem krafist er af hálfu samgönugráðuneytisins en liggja ekkifyrirenn... i fyrra átti sér stað sérkennileg deila á milli Rauða krossins í Borgarnesi og heil- brigðisráðuneytisins vegna rekstrar sjúkrabíls. Rauða kross-deildin hafði keypt bfl upp á sjö milljónir króna og taldi að ráðuneytið ætti að kaupa hann. Málið var leyst til bráðabirgða og hefur bfllinn verið í notkun síðan. Það hefur hins vegar ekki bólað á frekari tillögum ffá Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra, en hann mun hafa lofað einhvers konar heildarlausn í málinu. Munu heimamenn ekki ætla að lána bílinn ókeypis miklu lengur... i r i' . t v .im~- /...' I. > % f y fi rtSífc. j S(r vf, '/jmt < Jt „ ,3 M H rv* $ I JL | • ' * é ** é ■v ^ >JHÍ 'fZ mM k febrúar Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1992 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RfKISSKATTSTJÓRI örn ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.