Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993
F Y R S T
&
F R E M S T
AGNES BRAGADÓTTIR. Flytur skilaboð frá Styrmi. BJÖRN BJARNA-
SON. Kandídat Davíðs Oddssonar í embætti utanríkisráðherra.
SKILABOÐ FRÁ STYRMI
Á sunnudaginn birtist í Morg-
unblaðinu óvenjulangt vanga-
veltuslúður Agnesar Bragadótt-
ur um Seðlabankastjórann. Flest
birtist það reyndar á þessum stað
fyrir viku, en þeir sem vanir eru
að lesa í kremlólógíu Morgun-
blaðsins líta á greinina sem skila-
boð Styrmis Gunnarssonar um
að hann vilji að stólaskiptin í kjöl-
far skipunar Jóns Sigurðssonar
nái einnig til sjálfstæðismanna í
ríkisstjórninni. Vitað er að Davíð
Oddsson mundi gjarnan vilja fá
Bjöm Bjarnason í ríkisstjómina
með sér. Það er hins vegar hæpið
að hann hafi til þess stuðning í
þingflokknum, en sjálfstæðis-
menn velja ráðherra með at-
kvæðagreiðslum. Auk þess er
Björn fyrst og fremst kandídat í
stöðu utanríkisráðherra, en það
embætti munu kratar ekki láta af
hendi nema fyrir sjávarútvegs-
ráðuneytið. Geir H. Haarde nýt-
ur hins vegar mikilla vinsælda í
þingflokki sjálfstæðismanna og er
því líkast til næstur inn sem ráð-
herra. Sá ráðherra sjálfstæðis-
manna sem er fyrstur út er hins
vegar Ólafur G. Einarsson. Það
er ekki vandasamt að tryggja hon-
um góða útleið úr pólitík þar sem
Jón Baldvin Hannibalsson hef-
ur geymt sér tvær góðar stöður til
að undirbúa stólaskiptin: annars
vegar sendiherrastöðuna í París
og hins vegar stöðu fastafulltrúa
hjá Sameinuðu þjóðunum.
NÝR STJÓRNARFORMAÐ-
UR SILFURSTJÖRNUNNAR
Fyrir skömmu var sagt frá því í
PRESSUNNI að Trausta Þor-
lákssyni hefði verið vikið úr
stjórn Silfurstjörnunnar vegna
óreiðu í fjármálaumsýslu fyrir-
tækisins og ófullnægjandi vinnu-
bragða af hans hálfu. Nýr maður
er nú kominn í hans stað í sæti
stjómarformanns fýrirtækisins og
er það Óli Þór Ástvaldsson við-
skiptafræðingur frá Akureyri.
HRAFN SPARKAR
Á SJÓNVARPINU
Uppsagnir Hrafns Gunn-
laugssonar á innlendri dagskrár-
deild Sjónvarpsins áður en hann
kemur til starfa komu verulega á
óvart þar innan dyra. Þeir fjórir,
sem sagt var upp, eru Þór Elís
Pálsson upptökustjóri og skrift-
urnar Ingveldur Ólafsdóttir,
Ásta Hrönn Stefánsdóttir og
Bjarni Felix Bjarnason (get-
spakir lesendur geta giskað á
hverra manna hann er). Það olli
undrun innan deildarinnar að
Hrafn skyldi segja fólkinu upp án
þess að þekkja mikið til verka
þeirra, en heimildir PRESSUNN-
AR segja uppsagnirnar vera án
samráðs við núverandi yfirmann
innlendrar dagskrárgerðar, Svein
Einarsson. Þær voru hins vegar í
góðu samráði við framkvæmda-
stjóra Sjónvarpsins, Pétur Guð-
finnsson. Ekki er ljóst hvað fjór-
menningarnir taka sér nú fyrir
hendur, enda uppsagnirnar
óvæntar, en Þór Elís fékk nýlega
sjö milljóna króna framlag úr
Kvikmyndasjóði til að gera stutt-
myndina Nifl. Hann hefur meðal
annars séð um upptökur á Stund-
inni okkar, Litrófi og Ljóðinu
mínu, en vinnur nú að gerð lista-
þátta og þátta um hálendið með
Trausta Valssyni.
LÚFFI FINNUR FYRIR
KREPPUNNI
Það er yfirleitt þegar kreppir að
og í nauðirnar rekur að þeir þríf-
ast best sem reka „sjálfstæða lána-
starfsemi“. Einn þeirra er sá góð-
kunni athafnamaður Herluf
Clausen, sem hefur gert mörgum
manninum greiða í gegnum árin.
Nú heyrum við að hann hafi
fækkað starfsfólki á skrifstofunni
hjá sér og séu þar á meðal gamal-
reyndir starfsmenn. Það liggur
beint við að álykta sem svo að þá
sé nú kreppan fyrst orðin alvarleg
þegar Lúffi er farinn að draga
saman seglin. Þess ber þó að gæta
að rekstur ýmiss konar eigna er
orðinn æ stærri hluti umsvifa
„bankastjórans í Bröttugötunni"
upp á síðkastið.
GUNNARJ. FRIÐRIKSSON
HÆTTIR HJÁ SÓL
Þær breytingar hafa orðið á
stjórn Sólar hf. að Gunnar J.
Friðriksson hefur látið af störf-
um sem formaður. Á stjórnar-
fundi sem haldinn var í gær, mið-
vikudag, tók við stöðu stjórnar-
formanns Gunnar Scheving
Thorsteinsson, sem setið hefur í
stjórn fyrirtækisins. Sá rekur verk-
ffæðistofu í Reykjavík og er bróðir
Davíðs Scheving Thorsteins-
sonar, forstjóra Sólar hf. Gunnar
J. Friðriksson mun sitja áfram í
stjórn, en hann hyggst hægja á af-
skiptum sínum af fyrirtækinu og
kaus sjálfur að draga sig í hlé frá
formannsstörfum.
SJÖMILLJÓNASKÝRSLAN
Nýjastá ársskýrsla Rafmagns-
veitu Reykjavíkur er með þeim
íburðarmeiri sem sést hafa hjá ís-
Hitnar á gömlu gufunni
HEIMIR SKER
NIÐURÁ
RÁS 1
Á Ríkisútvarpinu er nú tekist á um töluverðan niðurskurð
sem ákveðinn hefur verið fyrir þetta fjárhagsár. Á fundi
framkvæmdastjórnar R ÚV á þriðjudag var tilkynnt um þrjá-
tíu og þriggja milljóna króna niðurskurð á stofriuninni. Það
er gamla gufan, rás 1, sem á að taka á sig mest af þeim sparn-
aði, alls þijátíu milljónir, en öðrum sparnaði á að ná með al-
mennum aðgerðum. Enginn niðurskurður var ákveðinn á
fréttadeild eða á rás 2. Á rás 1 ríkir engin kátína með niður-
skurðinn, enda um að ræða stóran hluta þeirrar upphæðar
sem rásin hefur til ráðstöfunar. Þannig námu launagreiðslur
hjá rásinni um tuttugu og fimm milljónum á síðasta ári, en
fyrir aðkeypt efni voru greiddar sex milljónir.
í framkvæmdastjórn RIÍV sitja þau Heimir Steinsson út-
varpsstjóri, Elva Björk Gtmnarsdóttir framkvæmda-
Guðmundur Emilsson. Rætt um
að leggja stöðu tónlistarstjóra
niður.
Sigurður G. Tómasson. Fær að
halda sínu á rás 2.
Heimir Steinsson. Vill ráða sérstakan aðstoðarmann í fjármálin.
stjóri, Margrét Oddsdóttir, dagskrárstjóri rásar 1, Sigurð-
m G. Tómasson, dagskrárstjóri rásar 2, Sigríðtn- Árna-
dóttir frá fréttadeild og Hörður Vilhjálmsson íjármála-
stjóri. Heimir Steinsson sá sér ekki fært að vera á þessum
frindi framkvæmdastjórnar, en meðal hugmynda sem þar
voru ræddar var ráðning sérstaks aðstoðarmanns útvarps-
stjóra, sem ætti að vera honum til halds og trausts í fjármál-
unum. Meðal þeirra sem nefhdir voru í því sambandi eru
Stefán Jón Hafstein og Bogi Ágústsson fréttastjóri. Þá var
rætt um að skera niður í leiklistardeild og leggja niður stöðu
tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins. Því starfi gegnir nú Guð-
mundur Emilsson, en ráðningarsamningur hans rennur út
á árinu.
lenskum fyrirtækjum og þótt víð-
ar væri leitað. Hún er í tvennu
lagi, tuttugu síðna bók um sögu
Rafmagnsveitunnar og að auki
næstum fimmtíu síðna bók um
starfsemi fýrirtækisins. Allar síð-
urnar sjötíu eru í fjórlit og flenni-
stórar litmyndir á víð og dreif um
útgáfuna. Það var auglýsingastof-
an Ydda sem sá um útgáfuna, en
heimildir PRESSUNNAR herma
að skýrslan hafi kostað sjö millj-
ónir króna. Af því fóru um fjórar
milijónir til auglýsingastofunnar,
en um þriggja milljóna króna
kostnaður hlaust af innanhúss hjá
Rafmagnsveitunni. Utan um her-
legheitin er svo mappa með litlum
hliðarvasa þar sem haganlega er
komið fyrir litprentuðum bæk-
lingi með helstu upplýsingum um
Rafmagnsveituna — hugsanlega
fyrir þá sem ekki komast yfir aðal-
lesninguna.
JÓN BALDVIN. Hefur tromp uppi I erminni ef á þarf að halda í stólaskiptunum. ÓLAFUR G. EINARSSON. Jón Baldvin hefur sendiherraembætti á iausu ef þarf að losna við hann.
HRAFN GUNNLAUGSSON. Sparkar fjórum af innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins. HERLUF CLAUSEN. Finnur fyrir kreppunni og segir upp fólki. GUNNAR J. FRIÐRIKSSON. Hæg-
ir á sér hjá Sól hf. AÐALSTEINN GUÐJOHNSEN. Sjö milljóna króna skýrsla fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
UMMÆLI VIKUNNAR
„Það var reyndar heppilegt að
eitt módelið hætti fyrir jólin
þar sem ég dtti kvenmann
heima sem gerði ekki neitt og
fannst mér upplagt aðfd hana
í starfið. “
FRIÐRIKÁLFUR MÁNASON STRÍPAUNGUR
Hann fer vonandi
vasapeninga
Sonur minn er fátækur
drengur í illa launaðri
vinnu.“
Olbia Grayson amma.
HÚMH£FUí<í*A£FHI
AADYERAVOND
„Tengdamóðir mín fýrrverandi, sem er á
áttræðisaldri, er vel efnuð og heiftúðug."
Erna Eyjólfsdóttir móðir.
Þess veena
eru MR-incar
svona skrítnir
„Á misjöfiiu
þrífast
börnin best
ogversta
uppeldið er
efitít dekur.“
Jón S. Guðmundsson
íslenskukennari.
Heitir það að vera
undimagari?
„Það kemur ekki til
greina að ég verði
undirmaður
Jóns Sigurðssonar
í Seðlabanka íslands.“
Steingrimur Hermannsson
SIGURFÖR BRESKA
EhDHÚSSlNS
„Hann vill þjóðlegan mat.“
Claire Latimer, matselja Majors.