Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK KLASSÍKIN FIIVIIVITUDAGUR • Sinfóníuhljóm- sveit fslands leikur undir stjórn Petris Sak- ari. Flutt verða verkin Hátíðarfor- leikur eftir Pál Isólfsson, Tvær rómðnsur eftir Á.rna Björnsson, Stúdía í valsformi eftir Eugéne Ysaye og Sin- fónía nr. 4 eftir PjotrTsjajkov- skfj. Einleikari erSigrún Eð- valdsdóttir. Hdskólabíó kl. 20. • The Whistlebinkies, skosk þjóðlagasveit, heldur tónleika í tilefni SKOTTÍS, skosk-íslenskra menningardaga. Einnig koma fram tvær íslenskar sveitir, þau Aðalsteinn Ásberg og Anna Pál- ína og hljómsveitin Kuran Swing. Sóloti íslandus kl. 21.30. LAUGARDAGUR • lan Quinn breskur orgel- leikari, heldur tónleika og eru þeirliðurí Myrkum mús- íkdögum. Qu- inn mun frumflytja verk Áskels Mássonar, Hugleiðingu, en einnig eru á efnisskrá eldri verk Áskels, Elegie og Sónata. Auk þess verða flutt verk eftir skosku tónskáldin Jud- ith Weir og og John McLeod. Hallgrímskirkja kl. 17. SUNNUDAGUR • Kammerhópurinn Ýmir frumflytur sex ný tónverk á tón- leikum sem eru liður í Myrkum músikdögum. Flutt verða eftir- talin verk: Sónata eftir Jónas Tómasson, Musubi eftir Atla Ing- ólfsson, Renku eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Snjór eftir Áskel Más- son, Three Places in Japan eftir Hilmar Þórðarson og The Chain of Plecios eftir Teruaki Suzuki. • Kammerhljómsveit Akur- eyrar heldur tónleika í tengsl- um við Myrka músíkdaga. Flutt verða verk eftir Atla Ingólfsson, Jón Nordal og Thomas Wilson. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 17. 9 Kammerhópurinn Ýmir heldur tónleika, sem eru liður ( Myrkum músíkdögum. Leikin verða verk eftir ýmsa höfunda. Kjarvalsstaðir kl. 20.30. LEIKHÚS sýnir gamanleik Moliéres. Aðal- hlutverk er í höndum Ómars Braga Walderhaug. Leikstjórar eru Guðmundur Magnússon og Þorsteinn Guðmundsson. Risið, Hverfisgötu 105, kl. 20.30. • Bensínstöðin. Ein af gleði- stundum vetrarins í reykvísku leikhúsi, segir Lárus Ýmir Óskars- son í leikdómi. Nemendaleikhús- ið. Lindarbcer kl. 20. 9 Brúðuheimilið. Leikhópur- inn Þíbilja frumsýnir Brúðuheim- ili Henriks Ibsen. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Tjarnarbíó kl. 20.30. • My Fair Lady. Stefán Bald- ursson leikstjóri hefur skilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns, segir Lárus Ýmir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus Ýmir í leikdómi. Þjóðleik- húsið, Smlðaverkstœði, kl. 20. 9 Ríta gengur menntaveg- inn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldurgömlu góðu leikhús- skemmtunina, skrifar Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. 9 Blóðbræður. Borgarleikhúsið kl. 20. 9 Útlendingurinn. Gamanleik- ureftir bandaríska leikskáldið Larry Shue sýndur norðan heiða. Þráinn Karlsson fer með hlutverk aðalpersónunnar, Charlies, sem þjáist af feimni og minnimáttar- kennd. Leikstjóri er Sunna Borg. LeikfélagAkureyrarkl. 20.30. LAUGARPAGUR • Brúðuheimilið. Þfbilja. Tjarnarbíó kl. 20.30. 9 My Fair Lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Stníða- verkstœði, kl. 20. FIMMTUDAGUR • Hafið Þaðer skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða mikil átök og líka húmor, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Drög að svínasteik. Því mið- ur verð ég að segja um heildina að góð viðleitni dugði ekki til. , Heldur batnaði þó er á leið, en þá var liðinn erfiður klukkutími, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leik- dómi um sýningu Egg-leikhúss- ins. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stœði, kl. 20.30. 9 Blóðbræð- ur. Væri mað- urtilneyddur að segja eitt- hvað yrði það líklega að fáum þeirra sem stóðu að þessari sýningu virðist hafa þótt tiltakanlega vænt um verk- efni sitt. Það var eins og sýningin væri gerð meira með höfðinu en hjartanu, skrifar Lárus Ýmir Ósk- arsson í leikdómi. Borgarleikhús- ið kl. 20. 9 Ríta gengur menntaveg- inn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. 9 Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýninguna að svo snjöll leikkona sem Sig- rún Edda Björnsdóttir getur leik- ið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í aldursmuninn, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleik- húsiðkl. 14. • Blóðbræður. Borgarleikhúsið kl. 20. 9 Bensínstöðin. Nemendaleik- húsið. Lindarbœr kl. 20. 9 Útlendingurinn. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. SUNNUDAGUR • Dýrin í Hálsaskógi Hlut- verkaskipan er að því leyti sér- kennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, svo vitnað sér (leik- dóm LárusarÝmis Óskarssonar. Þjóðleikhúsið kl. 14 og 17. • Húsvörðurinn. Pé-leikhópur- inn sýnir eitt þekktasta verk Har- olds Pinter. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. tslenska óperan kl. 20.30. 9 Hræðileg hamingja. Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmtilegs leikrýmis og listar leikarans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrif- ar Lárus Ýmir. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsinu, kl. 20.30. 9 Aurasálin. Halaleikhópurinn 9 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði, kl. 20. 9 Ríta gengur menntaveg- inn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. 9 Ronja ræningjadóttir. Borg- arleikhúsið kl.14 9 Bensínstöðin. Nemendaleik- húsið. Lindarbœr kl. 20. 9 Útlendingurinn. Leikfélag Akureyrar kl. 20.30. Nasasjón af Benduheimspeki Bjarna H. Þórarinssonar sjón- háttafræðings, eins og hún birtist á Sjónþingi í Galleríi II, undir yfirskriftinni Vísiakademía Vísi- myndunarfræði og Vísimyndrit Myndlykillinn PPI úr Vísihand- ritafræði. Lykillinn sjálfur er í miðri mynd, umhverfis eru 50 sjáifstæð hugtök sem öll enda á -ppi, mörg þeirra nýyrði. Vísitungumálalyklar sem þessi eru 120 talsins. Samkvæmt vísimyndunarfræði er lykillinn fimmbenduríkill, vegna fimm arma sem ganga út frá miðju. Auk þess kringbentur vegna hringformsins, svo og tvíbentur, faldbentur og tígl- bentur. Myndríklar eru sjón- hættir myndlyklanna. Fimmvísiformúla Benduheim- speki. Benda er nýyrði sem bendufræði snýst að meira eða minna ieyti um að útskýra. Háttur, eðli, form, efni, gangur, eru fimm undirstöðuhugtök benduheimspekinnarog koma hvarvetna fyrir í myndritum. Táknrænarfimm höfuðskepnur. Stafrófið. Hér sést Kokkur Kyrjan Kvæsir þjófstarta þingleikum á Sjón- þingi sjónháttafræðingsins Bjarna H. Þórarinssonar, með hrynsterkri drápu. Eftir að hafa kastað af sér gervinu lýsti Bjarni Sjónþing sett og flutti fjöl- mennum þingheimi fyrirlestur um krákustigu benduheimspek- innar. Þar lýsti hann nýjustu uppgötvun sinni, Sjónarhólun- um, sem mikilvægum áfanga i kynþroska bendufræða. Fagn- aði þingheimur þessum tíðind- um vel og innilega. Lestrarhestar BIRGIR ANDRÉSSON OG ÞÓR VIGFÚSSON NÝLISTASAFNINU PPpMYfirskrift Birgis er „Ná- rW^-^lægð - Lestur", og það vvrr einmitt spurning hvernig á að „lesa“ þessa sýn- ingu. Nálægð hefur hann notað upp á síðkastið, bæði á sýningum og í bókverkum. Með nálægð á hann við það sem stendur okkur nærri, kannski svo nærri að við tökum ekki eftir því eða erum vön að taka það sem sjálfsagðan hlut. Það eru þó fyrst og fremst sérkenni íslenskrar menningar sem hann er að fiska eftir. Þau sérkenni og ekki síst sú sérviska sem fylgir okkur fast eftir, annað- hvort persónulega eða sem þjóð- flokki. Hann hefur gefið út lita- bók með „íslenskum litum“, safnað myndum af „annars vegar fólki“, notað þjóðleg frímerki og íslenska fánann, svo eitthvað sé nefnt. Allt táknmyndir fýrir það sem við ímyndum okkur að séu þjóðleg sérkenni og sérviska okk- ar. Svo virðist sem það séu ekki hin þjóðlegu einkenni eða tákn sem slík sem Birgir dregur ffam undir flúorljós Nýlistasafiisins að þessu sinni, heldur myndræn hugleiðing um táknin eða þau teikn og merki sem flytja okkur merkingu. í fremri salnum eru myndir tvær og tvær saman, ann- ars vegar stafróf, stafir og tor- kennileg tákn og hins vegar ljós- myndir af forníeifauppgreftri á íslenskum torfbæjum. Það hjálp- ar áhorfandanum töluvert að vita að hin torkennilegu tákn inn á milli stafanna eru einfaldaðar grunnmyndir af veggjaskipan í íslenskum torfbæjum. Hug- myndin virðist véra eitthvað á þessa leið: Til að fornleifafræð- ingur geti gert greinarmun á handahófskenndum steinahrúg- um og mannvistarleifum þarf hann að geta „lesið“ rétt út úr „Með samlíkingunni við stafrófið er Birgir að gefa í skyn að allur „lestur“ í víð- um skilningi hyggist á mynd- eða táknrófi. “ munstrum þeim sem steinarnir mynda. Fornleifafræðingurinn sér einhver munstur eða form og ályktar að hér hafi mannshöndin verið að verki. Til að svo megi vera þarf hann, meðvitað eða ómeðvitað, að leggja til grund- vallar þau forrn sem mögulega geta talist vísbendingar um mannabústaði, nokkurs konar sjónrænt stafróf eða myndróf. Með samlíkingunni við staffófið er Birgir að gefa í skyn að allur „lestur“ í víðum skilningi byggist á mynd- eða táknrófi. Til að lesa prentað mál þurfum við að kunna skil á stafrófmu, til að „lesa“ myndlist þurfum við þá væntanlega að kunna skil á mynd- og táknrófi sem gerir myndina læsilega. f neðri salnum gefur að líta einhvers konar myndróf. Þeim sem ekki þekkja til lítur það út eins og samsafn af ruglingslegum munstrum, en þeim sem kunna að lesa blasa við nokkrar formgerðir íslenskra torfbæja. Hér er Birgir farinn að róa á ákaflega djúp heimspekileg mið. Sýningin er góð viðbót við íhugun Birgis um íslenska menn- ingu og að vanda er ffamsetning- in óaðfinnanleg. En við erum ekki búin að lesa okkur í gegnum alla sýninguna því á annarri hæðinni og Súm- salnum hefur Þór Vigfússon komið fýrir meira lesefni. öll fimm verkin eru samsett úr jafn- hliða teningum, eða kössum, ffá tveimur upp í sex. Grunneining- arnar eru fáar og „málfræðin“ einföld. Fylgt er einni reglu og all- ir möguleikar tæmdir. Þrír kass- ar, einn gulur, annar rauður, þriðji blár. Sex hvítir kassar í röð á vegg, hver með sína hliðina opna. Sex kassar í röð á vegg þar sem fýrsti er alhvítur, næsti með eina svarta hlið og sá sjötti al- svartur. Eitthvað þessu líkt hefur sést áður. Bandan'ski myndlistarmað- urinn Sol Lewitt hefúr um aldar- fjórðungsskeið farið áþekkar leiðir. f nútímatónlist voru gerðar tilraunir á sjötta og sjöunda ára- tugnum með algera reglufestu og fullkomið handahóf. Eg held að menn hafi almennt komist að þeirri niðurstöðu að hið handa- hófskennda og reglubundna sé til staðar í öllum verkum, bara í misjöfnum hlutföllum. Ekki fæ ég séð að Þór hafi neinu umtalsverðu að bæta við þá ítarlegu meðferð sem slík vinnubrögð fengu á þessum ár- um. Þór tekur hér upp þráðinn þar sem hann skildi við hann fýr- ir nokkrum árum, en ég veit ekki hvort á að líta á þessi verk sem endapunkt eða útgangspunkt, það ræðst af ffamhaldinu. Gunnar J. Ámason

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.