Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993
„Hvernig gátuð
þið gerl svona
mistök?“
Aðdragandi málsins er sá að
Arnþór heitinn var kallaður inn á
Borgarspítalann á mánudags-
morgni til aðgerðar vegna svokall-
aðs kæfisvefns sem gremst hafði
hjá honum að undangengum
rannsóknum á Vífilsstöðum.
Kæfisvefn lýsir sér í hrotum og
dagsyfju. Aðgerð var því ákveðin
6. maí árið 1991, en auk þess að
fjarlægja hálskirtlana voru svo-
kallaðir úfar einnig teknir og var
það gert í sömu aðgerð.
Föstudaginn 3. maí, þremur
dögum fyrir aðgerðina, fór Arn-
þór í læknisskoðun. f heilsufars-
skýrslunni sem skráð var niður að
skoðun lokinni stendur: „Finnst
hann vera að lasnast ttúna,
kvartar um byrjandi nefstíflu og
rennsli úr augum. Honum er
ráðlagt að athuga um helgina
hvort hann ekki jafni sig.“ Af
skýrslunni að dæma virðist hann
að öðru leyti fullkomlega hraust-
ur.
„Á sunnudeginum átti hann
allt eins von á að aðgerðinni yrði
frestað því hann var orðinn svo
kvefaður. Hann bar sólgleraugu
kvöldið áður, því kvefið var líka
komið í augun á honum. Hann
þoldi ekki birtuna."
Þrátt fyrir kvefið var aðgerðin
gerð klukkan 11.00 að morgni 6.
maí af Hannesi Hjartarsyni
lækni. „Maður vissi ekki betur en
aðgerðin væri sáraeinföld. Ég
Sverrir Bergmann, sérfræðingur í taugalækningum, og Björn Ön-
undarson tryggingayfirlæknir skiluðu sameiginlegu áliti og töldu
að tilhlýðilega hefði verið staðið að aðgerðinni og rétt brugðist við
fylgikvillum hennar.
þurfti að vinna þennan dag og var
meðal annars út um allan bæ að
útrétta. Þegar ég hringdi svo upp á
Borgarspítala upp úr hádegi var
mér tjáð að aðgerðin hefði tekist
mjög vel og allt væri í stakasta lagi.
Ég fór í Kringluna til að kaupa á
hann inniskó því hann átti að
liggja á spítalanum í einn eða tvo
sólarhringa. Þegar ég kem svo á
spítalann er mér tjáð að mikið hafi
verið reynt að ná í mig, hann hafi
fengið hjartastopp! Það var mikið
fát á öllum þarna en ég skildi ekk-
ert hvað fólkið var að fara og það-
an af síður um hvað presturinn og
hjúkrunarfólkið voru að tala þeg-
ar þau sögðu að orðið hefði
hræðilegt slys. Einn úr hópnum
talaði rneira að segja um hræðileg
mistök. Ég fór í snarhasti inn til
hans og sá þá að hann var kominn
í öndunarvél, en það hafði enginn
sagt mér. Ég hélt að þetta væri
eitthvað sem mundi jafna sig. Ég
áttaði mig engan veginn á því
hvað var að gerast, að þetta væri
svona alvarlegt.“
Aðalheiður lýsir atburðarás-
inni, sem hefur margsinnis verið
lýst fýrir henni:
„Það þarf ekki nema fjögurra
mínútna súrefnisskort tU að
skemmd komist í heilann. Að því
er mér skilst hafði blóð storknað í
öndunarfærum hans. Þegar hon-
um var skellt á bakið til að stöðva
blóðrennslið rann storknaður
blóðköggull niður hálsinn á hon-
um og lokaði barkanum. Ekki
tókst að koma slöngu í gegn til að
ná til hans lofti. Hann byrjaði því
sjálfur að beijast um og sneri sér á
grúfu, sem eru víst eðlileg við-
brögð þess sem nær ekki andan-
um. Þá var allt orðið um seinan
því hann var kominn með hjarta-
stopp og súrefnisskorturinn far-
inn að skemma út frá sér. Eftir
þetta komst hann aldrei til með-
vitundar en lifði í sex daga í önd-
unarvél. Hann dó á miðnætti
þann 11. maí 1991.“
Eftir dauða Amþórs fóru lækn-
arnir ffam á það við Aðalheiði að
hún leyfði krufningu. „Eftir íhug-
un samþykkti ég það, enda vildi
ég fá skýr svör við því hvað hefði
„Orsökin fyrir andláti mannsins var köfnunardauði," segir Jón Stein-
ar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar sagði að í fram- því við nefnd, sem starfar sam-
haldi af úrskurði siðanefndar kvæmt lögum um heilbrigðis-
Læknaráðs hefði verið óskað eftir þjónustu, að hún léti í té álitsgerð
„Hann var fílhraustur vinnuþjarkur í blóma lífsins og hafði
aldrei kennt sér meins á ævinni, utan þess að fá kvef endrum og
eins,“ segir Aðalheiður Guðjónsdóttir, ekkja Arnþórs Sig-
tryggssonar, sem lést á Borgarspítalan-
um 11. maí 1991 eftir að hafa geng-
ist undir einfalda aðgerð til að
láta fjarlægja úr sér hálskirtlana.
Aðalheiður hefur staðið í
ströngu undanfarin tvö ár vegna
þessa ótímabæra andláts Arn-
þórs. “ “Hann bara dó“ virðist vera
eina svarið sem ég fæ. Ég hef ekki
áhuga á að draga neinn til ábyrgðar í
þessu máli en ég vil að Borgarspít-
alinn viðurkenni að um slys
eða mistök hafi verið að
ræða.“
Arnþór Sigtryggsson var 37 ára,
í blóma lífsins. „Hann átti allt
eins von á að aðgerðinni
yrði frestað því hann var svo
kvefaður."
Verði kröfunni
„Við höldum því fram að það
hefði átt að bregðast fyrr við, en
því hefur verið mótmælt af spítal-
anum,“ segir Jón Steinar Gunn-
laugsson lögmaður, sem hefur
mál Aðalheiðar Guðjónsdóttur til
meðferðar. „Það er enginn vafi á
því að orsökin fyrir andláti
mannsins var köfnunardauði eft-
ir umrædda blæðingu, þótt hann
hafi lifað í nokkra sólarbringa áð-
ur en hann endanlega skildi við.
Málið snýst einfaldlega um það
að Arnþór gekkst undir skurðað-
gerð og var á gjörgæsludeild og
því skyldi maður ætla að hann
hafi verið undir stöðugu eftirliti.
Síðan kemur blæðing sem ekki
var brugðist nægilega snemma
við til að bjarga lífi mannsins.
Þeir halda því hins vegar fram að
ekkert óeðlilegt hafi verið við
þetta miðað við tilvik sem séu
þekkt af þessu tagi.“
synjað fer
málið fyrir dómstóla
um hvort læknismeðferð á Arn-
þóri Sigtryggssyni á Borgarspítal-
anum hefði verið þess báttar að
spítalinn bæri skaðabótaábyrgð á
tjóni vegna andláts hans. Rök-
studd sjónarmið fylgdu með í því
sambandi.
Hver var niðurstaða nefndar-
innar?
„Niðurstaða nefndarinnar,
sem barst 26. nóvember síðastlið-
inn, er sú að læknismeðferð á
Arnþóri Sigtryggssyni á Borgar-
spítalanum í umræddu tilviki hafi
verið með þeim hætti að spítalinn
beri bótaábyrgð vegna hugsan-
legs tjóns sóknaraðila vegna and-
láts hans.“
f nefndinni eiga sæti aðilar
sem ekki vinna innan heilbrigðis-
geirans, þau Ragnar Hall lög-
fræðingur, sem jafnframt er for-
maður nefndarinnar, Guðrún
Agnarsdóttir læknir og Guðrún
Marteinsdóttir, lektor í hjúkrun-
arfræðum. Meðlimir nefndarinn-
ar eru tilnefhdir af Hæstarétti og
ráðherra til fjögurra ára í senn, en
hún getur aðeins veitt álit sem
hefur engar lögverkanir.
Er tekið tillit til álits nefndar-
innar?
„Það er fátítt að mál, þar sem
álits þessarar nefndar hefiir verið
aflað, hafi komið fyrir dómstóla.
Satt að segja þekki ég ekkert
dæmi.“
Hvar stendur málið núna?
„Það er verið að vinna að und-
irbúningi kröfugerðar á hendur
ábyrgðartryggjanda spítalans
með dánarbótakröfu, sem verið
er að reikna út. Ég á von á að búið
verði að því á allra næstu dögum.
Þá verður málið tekið upp aftur
við tryggingafélagið er synjaði
málinu í kjölfar álits Læknaráðs.
Ef kröfunni verður synjað verður
málinu sjálfsagt vísað til dóm-
stóla.“
i