Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRUAR 1993 23 Vesturlöndum, sem báru kennsl á Demjanjuk. Það kom KGB ekkert við.“ Á.B.: „Á sínum tíma var lagt pólitískt út af réttarhöldunum í Tallinn, en minn áhugi stafaði af því að þarna var réttað um fjölda- morð á gyðingum. Örlög gyðinga í Eistlandi koma nákvæmlega ekk- ert við sorglegri og erfiðri baráttu Eistlendinga íyrir sjálfstæði." Blm.: „Hver er skýringin á því hversu treg íslensk stjómvöld eru, nú og fyrr, til að taka á máli Mik- sons. Það mætti ætla að það væri honum sem öðrum hagur í því að málið yrði upplýst sem fyrst. Eru innanlandspólitískar ástæður fyrir þessu?“ A.H.: „Ég held að þau hafi brugðist rétt við. Þau báðu lög- ffæðinga að meta gögnin sem Iágu fyrir og niðurstöður þeirra liggja fyrir." E.Z.: „Hvers vegna heldurðu að það hafi verið látið nægja að skoða lagalega hlið málsins, en ekki kannað hvort frekari sönnunar- gögn lægju fyrir?“ A.H.: „Ég get ekki svarað fyrir íslensk stjórnvöld, en ég hygg að viðbrögð þeirra hafi verið rétt. ís- lensk stjórnvöld eru heldur ekki beinn aðili að þessu máli.“ E.Z.: „Ef maðurinn, sem grun- aður er um glæpina, býr á íslandi mætti ætla að stjórnvöld létu það sig einhverju varða.“ Á.B.: „Á sfnum tíma lenti þetta mál á milli tveggja elda í kalda stríðinu og var þess vegna látið niður falla. Aðrar ástæður eru sér- einkenni þjóðfélags okkar og þetta er ekki eina dæmið um það. Sam- starfsmaður Þjóðverja í Noregi, Ólafur Pétursson, var dæmdur í fangelsi þar, en íslensk stjórnvöld fengu hann leystan úr haldi af því að hann var fslendingur og ekki af neinni annarri ástæðu. Þetta er því ákveðið mynstur sem fylgt er í þessu máli. Einfalda svarið við þessu væri að láta rannsaka málið. Það er ekki spurning um hefnd eða refsingu, heldur er þetta eitt af þvf sem verður að upplýsa og tak- ast á við undanbragðalaust.“ Blm.: „Efþað er rétt, sem Arn- ór sagði, að réttarhöldin í Tallinn hafi haft pólitískan tilgang, er þá ekki fyllsta ástæða til að draga í efa það sem var sagt þar?“ E.Z.: „Réttarhöldin voru áreið- anlega ekki ópóhtísk, en þau sner- ust samt sem áður um glæpi. Það var kannski óheppni skærulið- anna að hafa framið stríðsglæpi, en sú var samt raunin. A1 Capone var á endanum saksóttur fyrir skattsvik, en hann var samt morð- ingi. Það er hugsanlegt að ef Eist- lendingarnir hefðu ekki framið stríðsglæpi, þá hefðu Sovétmenn fundið aðra ástæðu til að lögsækja þá. En staðreyndin, sem ekki verður umflúin, er að þeir voru dæmdir fyrir glæpi sem þeir Efraim Zuroff „Spurningin sem sumir íslendingar virðast spyrja sig er: get ég horfst í augu við raunveruleikann og tekist á við þá grundvallarskyldu að reyna að láta réttlœtið gangafram? Það þýðir ekki að Mikson verði en að minnsta kosti aðþað verði að rannsaka málið.“ frömdu. Samtímagögn sanna þetta svo ekki verður um villst. Hugmyndafræði eða skoðanir mannanna skipta nákvæmlega engu máli í því samhengi. Þeir ffömdu þessa glæpi og þess vegna var rétt að draga þá fyrir dóm- stóla.“ Blm.: „Hrafn, það birtist óvenjulegur leiðari í Alþýðublað- inu í síðustu viku, þar sem skorað var á stjómvöld að rannsaka mál- ið. Endurspeglar hann afstöðu blaðsins, flokksins eða utanríkis- ráðherra?" H.J.: „Ég get ekki talað fyrir Al- þýðuflokkinn né utanríkisráð- herra, aðeins fyrir þetta litla blað. Þetta er ótvíræð skoðun Alþýðu- blaðsins og ég er stoltur af henni." Blm.: „Hefurðu fengið við- brögð ffá flokksmönnum?" H.J.: „Já, þeir voru mjög ánægðir. Ég hef ekki rætt við utanríkisráðherra nýlega. Hann er í Malaví.“ Blm.: „Arnór, ertu ánægður með það hvernig íslenskir fjöl- miðlar hafa tekið á þessu máli?“ A.H.: ,Að svo miklu leyti sem „Sovétríkin voru eitt affáum löndum sem reyndu að draga stríðsglœpamenn nasista fyrir dómstóla. Glœpirnir voruframdir á þeirra yfirráðasvœði, en sú staðreynd að sönnunargögnin komufrá Sovétríkjunum varð til þess að þeim var víða vísað á bug. Aðþví leyti eru glæpamennirnir hinir raunverulegu sigurvegarar kalda stríðs- ins, eins og Simon Wiesenthal hefur margoft sagt.“ Efraim Zuroff ég hef fylgst með því, þá held ég að þeir hafi skýrt Ifá því sem ástæða var til að skýra ffá.“ E.Z.: „Mér leikur forvitni á að vita hvort afstaða þín hafi að ein- hverju leyti mótast af því hvemig málið kom upp á sínum tfma, mjög óvænt í opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar.“ A.H.: „Aðferðin við að koma því á ffamfæri var mjög óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt.“ E.Z.: „Spurningin er hvort það hafi haft áhrif á afstöðu þína til þess hvernig ætti að meðhöndla það. Ég veit að við veltum því mikið fyrir okkur hvort þetta væri rétta leiðin. En þegar íslenski kon- súllinn í fsrael neitaði að taka við gögnunum var ekki margra kosta völ. Okkur þótti líka að málið myndi vekja meiri athygli með þessum hætti en ef við hefðum skrifað Davíð kurteislegt bréf eftir heimsóknina." Á.B.: „Það er erfitt að segja um hvort hefði mátt gera þetta öðra- vísi eða hverjir kostirnir vora. Það er hugsanlegt að ekkert hefði gerst í kjölfar bréfs til ráðherra. Annars skiptir þetta engu máli.“ E.Z.: „Spurningin er hvort þetta hafði áhrif á afstöðu margra íslendinga.“ H.J.: „Ég held að viðbrögðin hefðu verið svipuð." E.Z.: „Það er-þó hægt að skýla sér á bak við þetta, tala um óvirð- ingu og dónaskap og neita þess vegna að skipta sér af þessu.“ Á.B.: „Já, það er eitthvað mjög japanskt við þetta hugarfar. Ott- inn við að tapa andlitinu.“ E.Z.: „Það er athyglisvert að þú skyldir segja þetta. Eg fékk fyrir stuttu bréf frá íslendingi sem hef- ur sýnt þessu máli áhuga. Ég spurði hann ráða um hvernig best væri að koma máhnu á framfæri hér og hann nefiidi einmitt hversu líkir íslendingar væru Japönum að þessu leyti.“ H.J.: „Já, það eru einkenni eyjasamfélagsins sem koma þarna í ljós. En ég lít þannig á að það hafi verið lögð prófraun fyrir þessa litlu þjóð og það er mikilvægt að hún falli ekki á því prófi.“ A.H.: „Ég held að málið sé í réttum farvegi núna. Málið hefur verið lagt fyrir ríkissaksóknara og hann ákveður hvort íslenska ríkið hefur ástæðu til að höfða mál. Annars eru það aðilar málsins sem ættu að höfða mál og það hafa þeir ekki gert.“ E.Z.: „Ég vona bara að sá dagur komi að litið verði þannig á að Simon Wiesenthal-stofnunin hafi aðstoðað fslendinga við að horfast í augu við fortíðina og gera það sem rétt er, en ekki að hún hafi verið fslendingum til vandræða." Karl Th. Birgisson Eistneski forsætisráðherrann, Mart Laar, hefur fyrirskipað rann- sókn í máli Evalds Miksons og annarra meintra stríðsglæpa- manna. Afi forsætisráðherrans var einn þeirra sem nasistar og samverkamenn þeirra tóku af lífi á sínum tíma. Myndin er frá fundi þeirra Laars og Efraims Zuroffs í Eistlandi skömmu fyrir áramótin. Eistlendingar rannsaka mál Miksons „Viljum komast til botns í málinu“ segir Piit Bruuli, aðstoðarmaður for- sætisráðherra Eistlands. „Það er rétt að við höfum beðið tvo sagnfræðinga að rann- saka mál stríðsglæpamanna í Eistlandi á árum seinni heims- styrjaldar. Þeirra á meðal er Ev- ald Mikson," sagði Piit Bruuli, aðstoðarmaður eistneska for- sætisráðherrans, Marts Laars, í samtali við PRESSUNA. „Rannsóknin hófst fyrir um tveimur vikum og nær ekki ein- göngu til máls Miksons, heldur til annarra stríðsglæpamanna, frá báðum hliðum, nasista og Sovétmanna." Afhverju er þetta gert núna? „Við viljum vita nákvæmlega hver sannleikurinn er í þessum málum og mál Miksons hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi. Þess vegna viljum við komast til botns í því. Nú er líka komin á lýðræðisleg stjórn í Eistlandi og því auðveldara að rannsaka mál- ið án þess að pólitísk sjónarmið blandist inníþað." Heldurðu að þetta geti leitt til ákœru eða einhvers konar rétt- arhalda? „Það er mjög erfitt að fullyrða um það á þessu stigi málsins." Hvað er það sem verið er að skoða? „Þau gögn sem liggja fyrir, en við viljum einnig tala við fólk sem býr yfir upplýsingum. Það eru tveir ungir sagnfræðingar, Lindstrom og Kastehein að nafni, sem hafa tekið að sér verkið og enn sem komið er hafa þeir einbeitt sér að skjölum." Er ástœða til að ætla aðfólk sé á lífi sem þekkir til verka Miksons? „Ég þekki ekki málið í smáat- riðum og þori ekki að fullyrða um það.“ Sagnfræðingarnir fengu tvo mánuði til að skila skýrslu sinni, en það var forsætisráðherrann sjálíur, Mart Laar, sem fyrirskip- aði rannsókn þeirra. Laar hefur opinberlega látið í ljósi skilning á sjónarmiðum fórnarlamba stríðsglæpamanna. Afi hans var einn þeirra sem nasistar og sam- verkamenn þeirra tóku af lífi á sínum tíma.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.