Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 27
P o FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 B í Ó 27 PP VEITINGAHÚS B A R I R Hornið fær andlitsliifNngii Það sætir tíðindum þegar Horn- ið, einn af fáum föstum punkt- um tilverunnar hér í borg, tekur breytingum, enda orðið þórtán ára gamalt og komið með ung- lingaveikina. Þess skal strax get- ið að breytingarnar eru ekki miklar og aliar til bóta. „Við er- um eingöngu að fá nýja stóla, nýja kafRvél, bæta við kökum á matseðilinn til að mæta samkeppni kaffihúsanna og við ætlum að hafa op- ið til eitt á föstudögum og laugardögum. Það er Djúpið sem tekur gagngerum breyt- ingum,“ segir Hlynur Jakobsson, allsherjar- maður á Horninu og sonur þeirra Valgerðar og Jakobs sem hafa verið eigendur staðarins frá upphafi. Að sögn Hlyns verður rétt dytt- að að því sem orðið er gamalt á efri hæðinni en nýju stólarnir verða eins og þeir gömlu í laginu nema með mýkri setum. Þá verður hægt að leggja sér pizzur til munns til klukkan eitt um helgar og að auki fá sér kaffi og með því framyfir miðnætti þá daga. Verið er að innrétta Djúpið upp á nýtt, meðal annars smíða nýj- an bar og fá nýja sófa og borð. Þar verður áfram setustofa fyrir þá sem eru að bíða eftir að fá borð eða vilja sitja þar að sumbli en meira verður | lagt'uppúrlifanditónlist «<L en áður; léttri samba- eða Frank Sinatra-sveiflu. Djúpið verður einnig leigt undir einkasamkvæmi, fýrir- lestra, fundahöld og fleira gott. 30 ára upp- söfnuð sveifla fær útrás Styttist í Frakkann íslenskur heimilisiðnaður Geirmundur Valtýsson hefur löngum verið orðaður við hina skagfirsku sveiflu sem varð lands- lýð þó ekki ljós fyrr en Júróvisjón- keppnin komst á koppinn hér á landi. Raunar hefiir sveiflan loðað við Geirmund alla tíð, eða í þessi þijátíu ár sem nú verða gerð skil á Hótel íslandi með tilheyrandi söngsjói. Sjóið hefst á laugardag- inn og nefnist „í syngjandi sveiflu“. „Ólafur Laufdal stakk upp á því fyrir þremur árum að við settum saman sjó um feril minn en ég var ekki tilbúinn fyrr en nú,“ segir Geirmundur Valtýsson sem nú stendur í ströngu við æfingar á harmonikkuspili og söng, en feril sinn hóf hann einmitt sem harm- onikkuleikari. „Uppistaðan í hljómsveitinni er mín eigin hljómsveit nema hvað Magnús Kjartansson tekur við af mér á hljómborðinu því ég verð fram- sviðs að syngja ásamt Berglindi Björk Jónasdóttur, Ara Jónssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Og ég vonast til þess að Helga Mölier, sem sungið hefur fjögur laga minna, komi til liðs við okkur þegar hún er búin að jafna sig eftir barnsburðinn.“ Hefði ekki verið nær að færa sýninguna upp fyrir norðan, þar sem þú ert vinsælastur tónlistar- manna þar? „Það er aldrei að vita nema við förum með sýninguna norður með vorinu, en við vildum helst fá Norðlendinga til Reykjavíkur og bjóða þeim gistingu hér á hótel ís- landi.“ Þá herma fregnir PRESSUNN- AR að Geirmundur Valtýsson sé enn og aftur kominn með lag í undanúrslitakeppni Júróvisjón, en sem kunnugt er má ekki greina frá því hverjir höfundar laganna eru fyrr en að úrslitum kemur. Ef Geirmundur er samur við sig má þó örugglega greina það fljótlega á sveifl unni hvaða lag er hans! Geirmundur hefur söngsjóið með harm- onikkuleik, líkt og hann gerði í gamla daga. Ekki er þess langt að bíða að kvikmyndin Stuttur frakki komist á koppinn, en sýningarhæft eintak myndarinnar mun berast til landsins í Itring- um 10. mars og verður hún frumsýnd nokkru síðar í Sambíóunum. Búið er að klippa myndina og verið að hljóðvinna hana sem stendur. Rafn Rafhsson kvikmynda- tökumaður fer utan til Kaup- mannahafhar í lok mánaðarins til að ganga frá „lokamixi" og á svip- uðum tíma er Gísli Snær Er- lingsson, leikstjóri myndarinnar, væntanlegur heim frá Frakklandi til að ganga frá lausum endum. Eins og kunnugt er fengu að- standendur myndarinnar þriggja milljóna króna eftirástyrk úr Kvikmyndasjóði þegar úthlutað var í síðasta mánuði, en ekki hafði verið sótt um framlag úr sjóðnum áður en vinnsla myndarinnar hófst. „Við vissum að erfitt yrði að fá styrk í fyrstu tilraun og fórum því af stað án þess að sækja um í sjóðnum," segir Kristinn Þórð- arson, annar ffamkvæmdastjóra myndarinnar. „Við treystum aldrei á að fá styrk en höfðum þó gert ráð fyrir að sækja um hann eftir á. Niðurstaðan varð því mjög gleðileg og afar rausnarlegt af Kvikmyndasjóði að veita okkur aðstoð." Að öðru leyti hefur myndin verið fjármögnuð af einkaaðilum, eigin fé, hlutafé, er- lendu fé og styrkjum frá fýrirtækj- um. Segir Kristinn fjárhagsáætlun hafa staðist upp á krónu. ÝMSIR FLYTJENDUR 16ÁRA GEIMSTEINN ★ ær&ÍÁ síðasta ári átti Geim- ^^Jsteinn, stuðfabrikkan %Hd9hans Rúnars Júl, 16 ára afmæli og af því tilefni kom út tveggja diska, þrjátíu og tveggja Iaga stuðpakki. Innihaldið er ís- lensk óskalagaþáttatónlist; ósköp meinlaus alþýðutónlist sem allir hafa gaman af blindfullir í tjaldi uppi í sveit og miðaldra konum finnst huggulegt að hlusta á með- an þær þvo upp eða prjóna. Það er fjölbreytni í tíðindaleys- inu. Hinni lúsléttu stuðtónlist Geimsteinsútgáfunnar má skipta í nokkra flokka. Fyrst er það júró- poppið, tónlist sem gengi kannski í undanúrslitiri í söngva- keppninni. I þennan flokk má Ld. setja „Grjótaþorp“ með Þóri Baldurssyni og auðvitað „Með vaxandi þrá“ eftir Geirmund Val- týsson. Annar flokkur er nokkur skemmtaralög sem kæmust ekki í júró þótt þau vildu, t.d. lögin sem Hemmi Gunn og Gylfi Ægis- son syngja. Enn annar Geim- steinsflokkur er kántrístuðpopp- ið sem Brimkló, Haukar og Lónlí Blú Bojs mótuðu (Les: öpuðu eft- ir erlendum tónlistarmönnum) á miðjum áttunda áratugnum. Þessi tónlist er ótrúlega lífseig á sveitaböllunum og hjá einstaka vönkuðum útvarpsmanni. Bestu lögin standa fýrir utan flokkadrætti; „Medicobooze“ með Magnúsi Þór Sigmundssyni er gott lag, Kristján Hreinsson og Bjartmar eru ágætir í dreifbýlis- poppinu og fýrir aðdáendur Páls Óskars Hjálmtýssonar er áhuga- vert að heyra hann syngja „Blinda drenginn“ barnalegan og skrækan. Tvö gömul lög sem Rúnar Júl syngur standa ágætlega „Tvögömul lög sem Rúnar Júl syngur standa ágœtlega fyrir sínu ogMaría Baldurs er algjör- lega óflokkanleg og bregst ekki vonum. “ fýrir sínu og María Baldurs er al- gjörlega óflokkanleg og bregst ekki vonum. Synir Rúnars hafa haldið uppi merkinu; Baldur í hljóðgerflabandinu Box og Júlíus í Deep Jimi and the Zep Creams. Box eru með ágætt tæknipopp og Pandóra, hljómsveitin sem var fýrirboði Deep Jimi, er með þokkalega ballöðu. Fyrirtækið Geimsteinn er íslenskur heimilis- iðnaður í sinni ýktustu stuðmynd og 16 ára sæmilegur stuðpakki. Gunnar Hjálmarsson Háskaleg kynni Consenting Adults ★ ★ Þrátt fyrir undir- förult samsæri vantar allan neista í myndina. Undir lokin minnir hún einna helst á An Innocent Man með Tom Selleck og er þar leiðum að líkjast. Farþegi 57 Passenger 57 ★ ★ Svört Die Hard; Wesley Snip- es er miklu flottari en Bruce Wjljis en hann fær að líða fyrir að svartir fá minni pening en hvítir. Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York irk'k'k 3 ninjar ★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★ Háskaleg kynni Consenting Adults ★★ Vondur maður rústar lífi ótrúlega venjulegs . fólks. Venjulegi maðurinn mannar sig upp og hefnir. 3 ninjar ★ Systragervi SisterAct ★★ Eilífðardrykkurinn Death Becomes Her ★★ Svikarefir Midnight Sting ★ ★ Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Raddir í myrkri Wispers in the Dark ★★★ Sálfræðingur deilir elskhuga með sjúklingi sínum sem lýsir hálftrylltum kynlífsleikjum sínum og ást- mannsins í viðtalstímum. Morð setur síðan af stað ágæta flækju. Eftir því sem hún verður flóknari fer að verða augljóst að sá ólíkleg- asti er morðinginn. Forboðin spor Strictly Ballroom ★★★ Karlakórinn Hekla ★ Howard’s End ★★★★ Frá- bær mynd. Hákon HSkonsen ★★ Svo á jörðu sem á himni ★★★ Rauði þráðurinn Traces of Red ★★ Þokkalegur þriller fyrir þá sem vilja horfa á fleiri en einn íviku. Aðrir hafa skárri kosti í bíó. Nemo litli ★★★ Ævintýri eins og þau gerast best í tölvuleikjunum. Eilífðardrykkurinn Deatli Becomes Her ★★ Tálbeitan Deep Cover ★★ REGNBOGINN Svikráð Reservoir Dogs ★ ★★ í raun er þessi mynd bölvað ógeð. En frábær día- lógur og ágætur leikur gera hana að sérstæðri upplifun. Síðasti móhíkaninn The Lasl of the Mohicans ★★★ Miðjarðarhafið Mediterr- aneo ★★★ Myndin sem hrifsaði verðlaunin af Börnum náttúrunnar. Aðeins þjóðern- issinnum finnst það ósann- gjarnt. Hin langa leið heim The Lang Walk Home ★★ Tommi og Jenni ★★★ Á réttri bylgjulengd Stay Tuned ★ Leikmaðurinn ThePlayer ★★★★ Sódóma Reykjavík ★★★ Prinsessan og durtarnir ★ ★★ STJORNUBIO Heiðursmenn A Few Good Men ★★★ Fagmannlega gert réttardrama. Tom Cruise á frábæran leik og skyggir meira að segja á Nicholson. Meðleigjandi óskast Single White Female ★★★ Bitur máni BitterMoon ★★★ Börn náttúrunnar ★★★ SÖGUBIO Passenger57 ★★ Wesley Snipes er töffari par excel- lence. Það er líka helsti gall- inn. Hann er næstum einum of pottþéttur. Lífvörðurinn The Bodygard ★ Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★ Jólasaga Prúðuleikaranna The Muppet Christmas Carol ★★★

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.