Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993
B í Ó
POPP VEITINGAHÚS BARIR
POPP
Fl MMTUDAGUR ■ LAUGARDAGUR
• Bogomil Font og
millarnir sýna sínar
bestu og verstu hliðar
á Gauknum.
• Ferenc Boknay, hinn ung-
verski kontrabassaleikari, og hol-
lenski ásláttarleikarinn Maarten
van der Valk leika á djasstónleik-
um á Plúsinum eftir hálfellefu í
kvöld. Með þeim spila þeir Sig-
urður Flosason á saxófón og Ey-
þór Gunnarsson á pianó. Út-
lendingarnir hafa báðir leikið í
sinfóníuhljómsveitum.
• Rokkabillýband Reykja-
víkur gerir menn og konur glöð
á Nillabarnum.
• Bara tveir, bara á Fógetan-
um.
• Tveir Logar halda tryggð við
Rauða Ijónið.
• Dan Cassidy-tríóið spilar
blús og rokk á Blúsbarnum.
• Galíleó aftur og nýbúin á
Gauknum.
• Flaraldur Reynisson trúba-
dor verður á Feita dvergnum
þrjú kvöld í röð. Flann deilir sér á
milli Fógetans og Dvergsins. Og
er í fínu formi.
• Dúettinn Súkkat heldur
tónleika á 22 en hér eru á ferð
léttir og skemmtilegir drengir
sem spila á gítar og syngja með.
Þeir sem fóru á KK-tónleikana í
Borgarleikhúsinu muna ef til vill
eftir þeim.
• Vinir Dóra halda áfram að
opna Plúsinn, tónlistarbarinn við
Vitastig.
• Geirmundur Valtýsson
verður í syngjandi sveiflu á Flót-
el (slandi i kvöld þar sem þrjátíu
ára ferill hans og tuttugu lög
verða rifjuð upp.
• Haraldur Reynisson verður
kominn langt inn að kviku gít-
arsins á Feita dvergnum i kvöld.
• Á Flressó verða staddir til að
skemmta lýðnum Jet Black
Joe-félagar með Pál Rósin-
krans í broddi fylkingar. Hljóm-
sveitin er af mörgum álitin heit,
heitari, heitust.
FÖSTUDAGUR
• Jet Black Joe fer af Hressó
yfir á Nillabar/Firðinum en þar er
búið að gera meiriháttar endur-
bætur. Bjór- og vínkynning mun
ylja gestum verulega og erótísk
sýning er punkturinn yfir i-ð.
Það fara allir heitir út sem á ann-
að borð ereitthvert líf í.
• Bara tveir eru bara tveir
trúbadorar og spila tónlist sína á
Fógetanum.
• Tveir Logar frá Vestmanna-
eyjum verða staddir á Rauða
Ijóninu, þið vitið þar sem bjór-
inn er ódýrari og hægt er að
skoða í búðarglugga meðan
drukkið er.
• Daniel Cassidy, George
Grossman og James Olson
blúsa frá sér allt vit og alla rænu
á Blúsbarnum.
• Rokkgrúppan Galíleó lofar
stemmningu á Gauknum.
Kneyfað skal ölið meðan á dvöl
stendur.
• Vinir Dóra verða með eins-
konar opnunarhátið á Plúsinum
sem er þeim að góðu kunnur,
enda hét hann áður Púlsinn en
Vinir Dóra eru enn Vinir Dóra.
Þess má geta að nú verður
Plúsinn falur undir árshátíðir og
önnur blót.
• Haraldur Reynisson trúba-
dor plokkar á gítarinn á Feita
dvergnum.
• Ýmsir flytjendur eru
grúppa að austan er ætlar að
heiðra borgarbúa með nærveru
sinni á Tveimur vinum. Austfirð-
ingar búsettir í Reykjavik þó sér-
staklega velkomnir.
• Nýdönsk tekur rispu á
Tveimur vinum eftir pásu, en
stutta, frá höfuðborgarsvæðinu.
• Söngvaspé er lauflétt dag-
skrá sem matargestum Dans-
hússins i Glæsibæ er boðið upp
á um helgar. Innanborðs eru
landsþekktir skemmtisveinar og
laufléttir söngfuglar; Ómar
Ragnarsson, Raggi Bjarna, Eva
Ásrún Albertsdóttir og fleiri og
fleiri. Dinnertónlist varir meðan
snætt er.
SUNNUDAGUR
• Gamla rottan er samansett
af upprunalegu rottunum; Sco-
bie, Golla, Gröndalnum, Jóa og
Fúsa. Virkilegir rokkarar.
0 Fiðlarinn Cassidy og gítarist-
inn Grossman spila saman.
Vantar ekki einhvern í tríóið?
SVEITABÖLL
• Nýdönsk spilará
afmælisballi á Hótel
Selfossi þar sem tekið
verður á móti gestum með
lúðrablæstri og fordrykk glutrað
ofan í lýðinn. Wild heldur fag-
mannlega tískusýningu.
• Sálin hans Jóns míns
skemmtir norðanmönnum i
Sjallanum. Skyldi vera fært um
helgina?
• Guðmundur Rúnar verður í
Kjallaranum fólki til ánægju og
yndisauka. Hann hefur án efa
komið á Vespunni sinni.
LAUGARDAGUR
• Hótel Selfoss hugsar um sitt
fólk og heldur þorrablót fýrir
aldraða.
• Inghóli, Selfossi fær Rúnar
Júlíusson til að skemmta á laug-
ardagskvöld og jafnvel einnig á
sunnudagskvöld, fari svo að Sel-
fyssingar vinni Valsara í deildar-
bikamum. Þá er við því að búast
að allt verði vitlaust á Selfossi.
• Sjallinn, Akureyri Austfirð-
ingarnir í Sú Ellen bregða á leik.
• Guðmundur Rúnar í Kjallar-
anum, með gítarinn sinn.
• Sigurgleði á Hótel Selfossi
ef allt fer eins og til er ætlast af
strákunum i bikarúrslitaleiknum
á móti Völsurum. En... enginn
sigur, engin gleði.
Davíð, Kalli, Ragnarog Valdi, fjórir affimm meðlimum Saktmóðígs, bíða eftirfrægðinni.
Rolegir - þar til bældar
tjlfjnningannar brjótast
upp á yfirboröiö
„Við spilum fyrst og fremst til
að skemmta okkur,“ segja þeir
Davíð, Kalli, Ragnar og Valdi í
hljómsveitinni Sagtmóðígi.
Fimmti meðlimurinn, Svavar, er
ekki f bænum þessa stundina.
Hljómsveitin gaf út kassettu fyrir
síðustu jól og uppskar fjórar
stjörnur hjá Gunnari Hjálmars-
syni, gagnrýnanda PRESSUNN-
AR.
Saktmóðígur var stofnuð í
Menntaskólanum á Laugarvatni
fyrir um ári. „Okkur vantaði eitt-
hvað að gera og þarna voru til
hljóðfæri svo við bara byrjuðum,"
segja þeir. Tónlistinni lýsa þeir
sem „Sældum tilfinningum11 sem
brjótast upp á yfirborðið. Þegar
það gerist verða þeir gersamlega
snælduvitlausir. „Annars erum
við frekar rólegir utan sviðs,“
bæta þeir við.
Þeir félagarnir eru aliir í Há-
skólanum. Tónlistarsmekkur
þeirra spannar allt ffá dauðarokki
til kassagítarsballaðna Bobs Dyl-
Spólan sem þeir gáfu út fyr-
ir jól ber nafnið Legill. „Okkur
langaði bara til að hlusta á
hvað við værum að gera.“
Engir skipulagðir tónleikar eru
framundan hjá Saktmóðígi,
drengirnir bíða bara eftir að ein-
hver hringi í þá.
Aðspurðir segja þeir hlæjandi
að mottó þeirra í lífinu sé einfalt:
„Að verða frægir."
Þó// og Ragnar i startskynningu.
Hvad verdur
um Sálina?
Eins og sagt var frá í PRESSUNNI fyrir
tveimur vikum er Sálin hans Jóns míns
að hætta eða „fara í frí“ eins og þeir segja
sjálfir. Síðasta ball sveitar-
innar verður annan í
páskum í Njálsbúð í
Vestur-Landeyjum, en
sveitin mun þó lík-
lega halda tón-
leika á hljóm-
listarbarnum
Plúsnum
(áður Púlsin-
um) í apríl, taka
upp og gefa út í sum-
ar. Þar verða helstu lög
sveitarinnar flutt órafmögnuð,
eins og vinsælt hefúr verið meðal
stórpoppara síðustu misserin.
Afdrif Sálarmanna eru þegar farin að
skýrast. Stefdn gerir sólóplötu í ballöðu-
stfl og gerir út dansiballaband í sumar.
Friðrik Sturluson bassaleikari fylgir Stef-
áni í nýju sveitina. Guðmundur Jónsson,
gítarleikari og sntellakóngur, hefur tekið
sæti í súpergrúppunni Pelican sem var
aðalbandið á árunum 1973 til 1976 með
lög eins og „Jenny Darling" og stuðút-
gáfu af „ Á Sprengisandi“. Gummi leysir
Óitmr Óskarsson af hólmi, en aðrir með-
limir eru sem fyrrþeir Pétur Kristjáns-
son, Björgvin Gíslason og Ásgeir Ósk-
arsson. Pelican árgerð 1993 er þegar
byrjuð að æfa og verður kýlt á sveitaböll-
in í sumar. Efnisskráin samanstendur af
gömlu lummunum auk nýrra laga sem
Guðmundur á á lager. Líklega gerir sveit-
in einnig plötu með nýju efni í sumar.
Fyrir utan Pelicandæmið er Guðmundur
að semja „plat“-Eurovisionlag með Sig-
urjóni Kjartanssyni, forsprakka rokk-
sveitarinnar HAM. Lagið verður ffum-
flutt á úrslitakvöldi keppninnar. Atli
Örvarsson hljómborðsleikari yfirgaf
sveitina snemma á þessu ári og stundar
nú tónlistarnám í Berkeley í Kalifomíu.
Framtíðin er enn óráðin hjá Birgi Bald-
urssyni trommara og Jens Hanssyni sax-
ófónleikara. Þeir ættu þó ekki að verða í
vandræðum með að komast í hljómsveit,
enda toppmenn á sínu sviði.
Okeiipis
hvihmijnda-
spningar
Aðstandendur ameríska
bókasafnsins, sem hefur að-
seturá Laugaveginum, hafa
síðan á haustmánuðum
skipulagt kvikmyndahátíðir
sem lítið hefur farið fyrir. Val
myndanna stjórnast af
ákveðnu þema hverju sinni,
leikstjóra, leikara eða efnis-
þræði. Er yfirskriftin nú „We
Shall Overcome" og er til-
einkað menningarmánuði
þeldökkra sem ár hvert er
haldinn í heiðri. Aðeins ein
mynd er sýnd dag hvern frá
8. febrúar til 12. febrúar og
er sú fyrsta „The Color
Purple" með Whoopi Gold-
berg í aðalhlutverki, en þær
sem á eftir fylgja hafa hver
um sig einhverja skírskotun í
samfélag svartra Banda-
ríkjamanna. Enginn að-
gangseyrir er á sýningarnar
en gallinn er sá á gjöf Njarð-
ar að þær fara einungis fram
á skrifstofutíma. Þeir eru þó
margir sem eiga frían tíma
um miðbik dags og því ekki
úr vegi að kynna sér starf-
semi bókasafnsins.