Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 32
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SIMI 643090 XUVIÐOKKWR'UM BÍLASPRAUTUN ÉTTIIMGAR wöjflSl Auóbrekku 14, simi 64 214 M -iklar vangaveltur hafa verið um hvort Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjón- varps, hafi senn í hyggju að láta af störf- um. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum ; PRESSUNNAR hefur Bogi sótt um stöðu for- stöðumanns upplýs- ingadeildar Norræna ráðherraráðsins, sem auglýst var í Morgun- blaðinu í desember sl. Átti Bogi af þeim sökum fund með fulltrúum ráðsins í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum vikum. Flestir eru sammála um að Bogi eigi góða möguleika á að hljóta starfið, en hann mun telja sig eiga stuðning Eiðs Guðna- sonar umhverfisráðherra, fulltrúa íslands í Norræna ráðherraráðinu, visan... i harðnandi tíð hafa ýms fyrirtæki fækkað starfsfólki verulega. En menn fara mismunandi að. Sem kunnugt er kynnti Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fækkun sinna starfs- manna um 44 nýlega á innanhússfundi hjá félaginu. Hann mætti síðan í viðtöl hjá fjölmiðlunum og varði ákvörðun sína. Mun minna hefur farið fyrir svipuðum aðgerðum hjá Herði Sigurgestssyni hjá Eimskip. Hörður hefur fækkað sínum starfsmönnum um 10 prósent á síðasta ári, sem jafngildir 60 stöðugildum af tæpum 600. Inni í þessari tölu eru bæði beinar uppsagnir og til- færslur, en að sögn starfsþróunarstjóra Eimskips kusu margir að segja starfi sínu lausu í stað þess að fara í annað sem þeir töldu ekki henta sér... M eðal þeirra gagna sem eistnesku sagnfræðingarnir Lindstrom og Kaste- hein rannsaka nú í máli Evalds Miksons er vitnisburður manns að nafni Karl Koort. Hann varð sjálfur ekki vitni að meintum glæp- um Miksons, en vimis- burðurinn vakti athygli vegna þess að þar er á ferð fyrrum tengdafaðir Miksons. Koort segir dóttur sína, Endle, hafa gifst Mikson árið 1925, en yfirgefið hann sjö árum síðar, árið 1932. Ef þessi ártöl eru rétt hefur Mikson verið á aldrin- um fjórtán til tuttugu og eins árs á meðan á hjónabandinu stóð. f endurminningum Miksons, sem komu út á fslandi árið 1988, er ekki minnst einu orði á þetta sjö ára hjónaband... s em kunnugt er ákváðu Sigurður Helgason og aðrir forráðamenn Flug- leiða að skera niður um 100 miljónir króna til markaðs- og kynningarmála í kjölfar fjárhagslegrar endur- skipulagningar innan fyrirtækisins. Kemur þessi niðurskurður meðal annars til með að hafa veruleg áhrif á samstarf Flugleiða og Ferðamálaráðs. ÍSkólírtmí veitingastaður -þar sem hjartað slær- Borðapantanir í síma 62 44 55 J Fyrirtækið vera að endurskoða alla samn- inga við ráðið og hafa farið fram viðræður vegna þessa. Að sögn Magnúsar Odds- sonar, ffamkvæmdstjóra Ferðamálaráðs, er ekki ástæða til að ætla að öllu samstarfi um rekstur skrifstofa ráðsins erlendis verði hætt; í Frankfurt, Tókýó og New York, en ljóst er að Flugleiðir vilja lækka ffamlag sitt til þeirra umtalsvert. Samn- ingar miUi þessara aðUa eru enn í gUdi og rennur sá síðasti út árið 1995... V------------------------------ X Xratar eru fylgjandi því að ráðherra- skiptin í kjölfar skipunar Jóns Sigurðs- sonar í Seðlabankann nái einnig tíl sjálf- stæðismanna og flokkarnir stokki upp ráðherraembættin sín á milli. Kratar horfa fyrst og ffemst tU sjávarútvegsráðu- neytisins og eru tUbúnir að láta utanríkis- ráðuneytið fyrir það. En þótt Jón Bald- vin Hannibalsson geti hugsað sér að verða sjávarútvegsráðherra er alls ekki víst að Þorsteinn Pálsson vUji skipta. Þorsteinn er heldur ekki ginnkeyptur fyrir embættunum sem Jón Baldvin tiefur uppi í erminni: sendUierranum í París og fasta- ffUltrúanum í New York. Kratar vUja ekki önnur ráðuneyti sjálfstæðismanna, nema landbúnaðarráðueytið. Það er hins vegar sjálfstæðismönnum álíka geðfellt og að setja aUabaUa í utanríkisráðuneytið... Ballettstjörnur hressa sig á Diet-Coke Þessi mynd var tekin þegar rússnesku Kirov og Bolshoi ballettjlokkarnir komu til landsins á síðasta ári og að sjálfsögðu fengu dansaramir sér góða hressingu að sýningu lokinni. ÚRVALÚTSÝIU t Miíífafiwf til lyísþeti KAUP Á DIET-COKE ER EKKl SKILYRÐI FYRIR ÞÁTTTÖKU í LEIKNUM „SKÍÐI & RÓMANTÍK". HÆGT ER AÐ HRINGJA EÐA SKRIFA TIL VÍFILFELSS HF., STUÐI.AHÁI.SI 12, SÍMI 607500 OG ÓSKA EFTIR SPURNINGA- OG SVARSEÐLI. V

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.