Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRUAR 1993
13
HVERS VEGNA
Tryggir ríkið ekki
greiðslur miskabóta í
nauðgunarmálum?
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR ÞINGMAÐUR SVARAR
„Það er auðvitað spurning um sanngirni slíks
fyrirkomulags, að þeirsem hafafengið slíkar
hcetur dcemdar þurfi sjálfir að leita réttar síns.
Þetta mál þarfhins vegar að íhuga vel ogslíkar
breytingar mættu ekki hafa þau áhrifað draga
úr ábyrgð einstaklingsins/afbrotamannsins á
gjörðum sínum.“
„Hér er um að ræða vandamál
sem vissulega er þörf á að skoða.
Nauðgunarmál eru afar vandmeð-
farinn málaflokkur og þótt margt
hafi áunnist í meðferð þeirra er
ljóst að betur má gera. Síðastliðið
vor voru margvíslegar réttarbætur
samþykktar á þingi, m.a. gagnger-
ar breytingar á hegningarlögum
varðandi kynferðisafbrot, þannig
að nú er mun auðveldara að taka á
þeim í réttarkerfinu. Ekki síst voru
þær breytingar til hagsbóta fyrir
konur og börn.
Miskabætur, sem dæmdar eru í
nauðgunarmálum, eru hugsaðar
sem bætur fyrir hið andlega tjón,
þjáningar og óþægindi, sem við-
komandi hefur orðið fyrir. Ég tel
að á vissan hátt séu þær hluti af
viðurlögum fyrir dæmt afbrot en
þær virðist hafa verið erfitt að inn-
heimta. Það er auðvitað spurning
um sanngirni slíks fyrirkomulags,
að þeir sem hafa fengið slíkar bæt-
ur dæmdar þurfi sjálfir að leita
réttar síns. Það er að vísu almenn
regla en því má velta fyrir sér
hvort ríkið ætti almennt að tryggja
greiðslur í skaðabótamálum, til
dæmis vegna líkamsárása, ef hinn
skaðabótaskyldi væri eignalaus.
Þannig reglur eru að sögn í gildi á
Norðurlöndunum, þar sem til eru
opinberir sjóðir í þessu skyni.
Þetta mál þarf hins vegar að íhuga
vel og slíkar breytingar mættu
ekki hafa þau áhrif að draga úr
ábyrgð einstaklingsins/afbrota-
mannsins á gjörðum sínum.
Hér er einungis spurt um
nauðgunarmál, þar sem konur
eru langoftast fórnarlömbin, og
væntanlega í framhaldi af ítarlegri
umþöllun PRESSUNNAR um til-
tekið dæmi. Þessi afbrot eru miklu
viðkvæmari í eðli sínu en mörg
önnur og það er vafalaust ákveðin
auðmýking fyrir konu að þurfa að
leita réttar síns með innheimtu
bóta, rétt eins og um venjulegt
skuldamál sé að ræða. Það hlýtur
að vera nógu erfitt að takast á við
afleiðingar nauðgunar þótt svona
eftirmáli komi ekíd til. Það gildir í
mínu mati ekki síst þegar afbrota-
maðurinn slær málinu upp í
kæruleysi eða virðist koma eign-
um sínum undan til að þurfa ekki
að greiða. Það er reyndar út af fýr-
ir sig þjóðfélagsleg meinsemd sem
hlýtur að þurfa að skoða og þá í
víðara samhengi.
Það mál sem hér er spurt um
tel ég að þurfi að taka upp sem
fyrst með aðgerðum í samráði við
dómsmálaráðherra og með til-
löguflutningi á Alþingi."
STJÓRNMÁL
HREINN LOFTSSON
Einkavœðing: íslensk leið úr efnahagsvandanum
„Einkavæðingin er aðferð til
að koma ívegfyrir „fortíð-
arvanda"sem erafleiðingaf
misbeitingu pólitísks valds.
Það væri afar merkur áfangi
í efnahagssögu þjóðarinnar
eftækist að koma
fjármagnsmarkaðnum úr
viðjum ríkisvaldsins. “
Ríkisstjórnin hlýtur að leggja
höfuðáherslu á einkavæðingu
íjármálafyrirtækja ríkisins, ríkis-
bankanna og fjárfestingarlána-
sjóðanna, á næstu misserum.
Einkavæðing þessara fyrirtækja
stuðlar einkar vel að þeim mark-
miðum sem ríkisstjórnin hefur
sett sér. I fýrsta lagi er einkavæð-
ing þessara fyrirtækja besta leiðin
til að ná fram markmiðum fjár-
laga um tekjuöflun á þessu ári og
næstum árum. I öðru lagi er hún
mikilvæg af efnahagslegum
ástæðum. Nauðsynlegt er að íjár-
málastofnanir séu reknar með
arðsemi að leiðarljósi en ekki á
pólitískum grundvelli. Einkavæð-
ingin er aðferð til að koma í veg
fyrir „fortíðarvanda" sem er af-
leiðing af misbeitingu pólitísks
valds. Það væri afar merkur áfangi
í efnahagssögu þjóðarinnar ef
tækist að koma fjármagnsmark-
aðnum úr viðjum ríkisvaldsins. í
þriðja lagi eru flest þessara fyrir-
tækja sterk fjárhagslega og auk
þess vel þekkt, en ríkissjóður hef-
ur hins vegar ekki fengið neinn
arð afþessum eignum sínum. Sal-
an stuðlar að því að koma þessum
eignum í verð en fyrirtækin sem
þannig verða einkavædd borga
vitaskuld áfram skatta og önnur
opinber gjöld eins og önnur fýrir-
tæki. Ríkissjóður mun því ekki
tapa neinu á sölunni. Með sölu
þessara fyrirtækja styrkjast enn
fremur innviðir hlutabréfamark-
aðarins þar sem skortur hefur ver-
ið á traustum og öflugum fyrir-
tækjum.
Ríkisstjórnin stendur nú
frammi fyrir einhverjum mesta
efnahagsvanda síðari ára. Ljóst er
að sá vandi á sér einkum þrenns
konar rætur. Þar er um að ræða
áhrifin af minnkandi sjávarafla og
almennum efnahagssamdrætti í
heiminum en einnig á þessi vandi
djúpstæðar rætur í uppsafnaðri
efnhagsóstjórn. Fortíðarvandinn
gerir það að verkum að ekki er
hægt að auka á skuldasöfnun
þjóðarinnar til að milda áhrifin nú
og ekki verður heldur gengið
lengra í þá átt að auka heildar-
skattbyrði. Áhersla á sölu áður-
nefndra fjármálafyrirtækja í eigu
ríkisins ætti að geta skilað ríkinu
verulegum tekjum og dregið
þannig úr lánsþárþörf hins opin-
bera. Mikilvægt er að menn hafi í
huga þessa kosti einkavæðingar-
innar en drepi umræðunni ekki á
dreif með tali um einkavæðingu
viðkvæmari þátta t.d. á þeim svið-
um sem ríkisfyrirtæki hafa einok-
unarstöðu. Einkavæðingin er ekki
markmið í sjálfu sér heldur tæki
til að koma ffarn kostum frjálsrar
samkeppni og sú stefna á hvergi
eins vel við og á sviði fjármagns-
markaðarins.
Þau fýrirtæki sem hér um ræðir
eru eftirfarandi: Búnaðarbanki ís-
lands, en einkavæðing bankans er
prófsteinn á einkavæðingaráform
stjórnvalda. Bankanum verður
breytt í hlutafélag og nauðsynlegt
er að hefja sölu hlutabréfa á þessu
ári. Landsbanka fslands verður
einnig breytt í hlutafélag og skoða
mætti þann möguleika að sala
hlutabréfa í þeim banka hæfist
þannig að söluandvirðið rynni til
bankans sjálfs. Stefna ber að því
að breyta Iðnlánasjóði og Fisk-
veiðasjóði í hlutafélög með sölu
hlutabréfa í þeim félögum í huga.
Um Iðnþróunarsjóð er það að
segja að hann er nú sameign
Norðurlandanna en verður eign
ríkisins eftir þrjú ár. Við þau tíma-
mörk mætti sameina hann Iðn-
lánasjóði eða selja sérstaklega.
Eigið fé Búnaðarbankans, Iðn-
lánasjóðs, Fiskveiðasjóðs og Iðn-
þróunarsjóðs er rúmir 13 millj-
arðar. Ríkisstjórnin hefur markað
þá stefnu að verja fimmtungi
tekna af sölu ríkisfyrirtækja til
rannsóknar- og þróunarmála í
þágu atvinnulífsins. Stórtæk
einkavæðing þessara stofnana
mundi þannig stuðla að stórefl-
ingu þeirrar starfsemi og treysta
hana í sessi til framtíðar.
Þær mótbárur kunna að koma
fram að kaupendur séu ekki til
staðar fyrir þessum eignum. Því
fer víðs fjarri. Áhugi almennings
fýrir einkavæðingu er mikill en yf-
ir 400 einstaklingar hafa t.d. gerst
hluthafar í Jarðborunum hf Þá
hafa lífeyrissjóðirnir marga tugi
milljarða í ráðstöfunarfé sem þeir
geta með einkavæðingu þessara
fyrirtækja ávaxtað á arðbæran
hátt í hlutabréfum. Þá koma
sparisjóðirnir vel til greina sem
kaupendur að hluta þessara eigna.
Loks má einnig ieita út fyrir land-
steinana að kaupendum.
Þetta er hin íslenska leið til að
bregðast við aðsteðjandi vanda í
efnahagsmálum. Yrði hún farin
þyrfti almenningur ekki að hafa
áhyggjur af færeysku leiðinni,
Hötundur er lögtræðingur.
EFNAHAGSMÁL
Barlómur hagfrœðinnar
„Spádómar hagfræðinga væru ísjálfu
sér ekkert merkilegri eða hættulegri en
spádómar völvu Vikunnar, sem enginn
trúir enflestir hafa gaman af, efekki
væri tekið mark á þeim. Vandinn ligg-
ur íþví að alltofmargir trúa og treysta
á spádómsgáfu hagfræðinnar, ekki síst
hagfrœðingar sjálfir, sem keppast um
að spá, hver ísínu horni. “
Hættulegustu tæki hagfræðinga
eru líklegast spálíkön, sem þeir
leika sér með til að skyggnast inn í
framtíðina. Spádómar hagfræð-
inga væru í sjálfu sér ekkert
merkilegri eða hættulegri en spá-
dómar völvu Vikunnar, sem eng-
inn trúir en flestir hafa gaman af,
ef ekki væri tekið mark á þeim.
Vandinn liggur í því að alltof
margir trúa og treysta á spádóms-
gáfu hagfræðinnar, ekki síst hag-
fræðingar sjálfir, sem keppast um
að spá, hver í sínu horni, hjá
Seðlabanka, Þjóðhagsstofnun,
Vinnuveitendasambandinu, Al-
þýðusambandinu, í bönkum, í
ráðuneytum og guð má vita hvar.
Spádómar hagfræðinga verða
aldrei betri en upplýsingarnar
sem þeir hafa gefa tilefni til og því
lengra fram í tímann sem þeir
reyna að skyggnast því vitlausari
verður niðurstaðan. Og eins og
aðrir manniegir menn búa hag-
fræðingar yfir takmarkaðri vitn-
eskju um efnahagsh'fið, svo ekki sé
minnst á veðurfar og aðra duttl-
unga náttúrunnar, mannlega
hegðun o.s.frv. Hitt er svo annað
að reynslá og þekking hagfræð-
inga getur gert þeim kleift að sjá í
grófum dráttum fyrir þróun
helstu þátta efnahagslífsins til
skamms tíma, s.s. að líkur séu á að
verðbólga haldi áfram á svipuðu
stigi í komandi mánuði og verið
hefur undanfarið, eða að innflutn-
ingur aukist síðustu mánuði árs-
ins vegna jólanna og þar með halli
á utanríldsviðskiptum, að öðru
óbreyttu. Hér verður ekki farið út
í smáatriði eða skýrt nánar af
hverju hagfræðin er ónákvæm
vísindagrein, eins og raunar fé-
lagsvísindi önnur, — það verður
að bíða betri tíma, aðeins verður
bent á eitt annað auiði, sem skipt-
ir mestu: Hagfræðingum er ókleift
að reikna út hvaða áhrif spádóm-
ar þeirra hafa á niðurstöðuna að
lokum. Með öðrum orðum hvern-
ig niðurstaðan hefur áhrif á niður-
stöðuna. Síðustu daga liðins árs
og nokkra fyrstu daga þessa árs
mátti sjá nokkur merki um aukna
bjartsýni og þrótt meðal atvinnu-
rekenda og að þróunin í atvinnu-
málum væri að snúast við, — at-
vinna að aukast eða a.m.k. ekki
dragast saman. Sú bjartsýni var
fljótlega drepin með bölsýni og
svartnættistaii stjórnmálamanna,
forystumanna VSf, ASÍ og þó fyrst
Þjóðhagsstofnunar. f svokallaðri
þjóðhagsspá stofnunarinnar var
dregin upp svört mynd af íslensk-
um þjóðarbúskap næstu þrjú árin,
svo ekki sé kveðið fastar að orði.
Ekki talin ljósglæta framundan.
Það verður að teljast nokkur
kokhreysti að spá allt að þremur
árum fram í tímann og er í sjálfu
sér ekki við hagfræðinga stofnun-
arinnar að sakast, þar sem þetta er
hlutverk þeira. En ætli þeir eða
aðrir hafi velt því fyrir sér hvaða
afleiðingar spádómar af þessu tagi
hafa? Ég fullyrði að sú efnahags-
lega lægð — sumir kalla það
kreppu — sem við fslendingar
höfum búið við verður enn lengri
vegna spádóma af því tagi sem
Þjóðhagsstofnun sendir frá sér.
Með henni er dregið úr kjarki ein-
staklinganna, og þar með fyrir-
tækja, til að takast á við ný verk-
efni. Kjarkur, þor og framtak eru
undirstöður efnahagslegra fram-
fara. Og svo kemur framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins
fram í sjónvarpi og boðar dauða
og djöful um næstu aldamót. Er
það furða þótt efnahagur landsins
sé ekki betri en raun ber vitni?
Hötundur er tramkvæmdastjón
Almenna bókafélagsins.
Húsið á Smáragötu 2. Tveir
íbúar hússins fengu fslensku
bókmenntaverðlaunin; Þor-
steinn frá Hamri fyrir Ijóðin
sín og Guðrún Nordal fyrir
bókmenntasöguna sem hún
gerði við þriðja mann.
Steinbíturinn. Sú var tíðin að
Vestfirðingar einir litu við
þessari ófríðu skepnu. En eft-
ir að Pierre Cardin eignaðist
veski úr steinbítsroði og vildi
ólmur fá fleiri hefur vegsemd
hans vaxið.
Jón Dalbú Hróbjartsson. At-
hvarffyriratvinnulausa sýnir
að eitthvert líf er í þjóðkirkj-
unni, sem mátt hefur þola
hvert áfallið af öðru á undan-
förnum misserum. Ef vaxandi
umræður um aðskilnað ríkis
og kirkju komast á flug gæti
það líka komið sér vel fyrir
prestana. Sjálfsagt halda þeir
ekki allir vinnunni ef kirkjan
verður einkavædd.
A NIÐURLEID
Bogi Ágústsson
og fréttastofa
Rikissjónvarps-
ins. Þau á frétta-
stofunni hafa í
tvígang þurftað
vitna í fréttir
Stöðvar 2 á
skömmum
tíma; fyrst um morðið í Perú
og síðan um barnsránið. Loks
þurftu þau að kalla barns-
móðurina í offorsi í stúdíóið
eftir að hafa birt við hana
skuggaviðtal þegar hún birt-
ist Ijóslifandi og undir fullu
nafni hjá Stöð 2.
Magnús Jónsson, nýskipaður
veðurstofustjóri. Það er ekki
hægt að segja að veðrið fagni
ráðningu hans. Sem er skilj-
anlegt. Það er aldrei fagnað-
arefni þegar ráðherra skipar
flokksbróður sinn í stöðu hjá
ríkinu.
Þröstur Ólafsson, aðstoðar-
maður Jóns Baldvins. Það er
hægt að fyrirgefa Jóni að
vera svo vitlaus að fara til
Malaví að afhenda bátana. En
Þröstur hefur komið þangað
áður og á að vera sérfræðing-
ur ráðuneytisins í þessu máli.
Hann hefði átt að vita betur.