Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 04.02.1993, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. FEBRÚAR 1993 7 valdið dauða hans. Við krufhmg- una kom í ljós að hann var alheil- brigður maður.“ Krufninguna gerði Gunnlaug- ur Geirsson, prófessor í réttar- læknisfræði. I’ skýrslunni ályktar hann að Arnþór hafi látist af eftir- köstum blóðþrýstingsáfalls sem skapast hafi eftir aðgerð á Borgar- spítalanum. í skýrslunni stendur: „Hefur þetta (blóðkökkur) hindr- að öndun um effi loftvegi svo við lá að maðurinn kafnaði auk þess sem krufningin sýndi að nokkurt blóð hefur sogast niður í lungun. Andnauð mannsins leiddi af sér súrefnisskort í heila og þar með hlaut maðurinn varanlega heila- skemmd." Eftir lát Arnþórs tekur Rann- sóknarlögregla ríkisins skýrslu líkt og venja er þegar voveiflegan dauðdaga ber að. í framhaldi af rannsókn RLR var málinu vísað til siðamálanefndar Læknaráðs í bréfi dagsettu 4. júli 1991. Svar barst tæpu ári síðar, 18. maí 1992. I siðamálanefndinni áttu þá sæti þeir Björn Önundarson trygg- ingayfirlæknir, Sverrir Berg- mann, sérfræðingur í taugalækn- ingum, Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði er framkvæmdi krufninguna, en hann vék úr sæti í þessu máli, og Ólafur Ólafsson landlæknir, sem jafnframt er formaður Lækna- ráðs. Hann tók ekki þátt í af- greiðslu málsins heldur skilaði séráliti. Ólafur Ólafsson, landlæknir og formaður Læknaráðs, skilaði séráliti. Hann var efnislega sam- mála þeim Sverri og Birni að því viðbættu 25 til 30 mínútur væru langur tími, ef tillit væri tekið til þess að blæðing við aðgerð var óvenjumikil. Sverrir Bergmann, Björn Ön- undarson og Ólafur Ólafsson voru þó efnislega sammála um að til- hlýðilega hefði verið staðið að að- gerðinni á Arnþóri og rétt hefði verið brugðist við fylgikvillum er fylgdu í kjölfar aðgerðarinnar. En bent var á að 25 til 30 mínútur hefðu liðið ffá því blæðingar hóf- ust tms sjúklingur var kominn til meðferðar á skurðstofu. f séráliti Ólafs Ólafssonar var því bætt við að þessar 25 til 30 mínútur væru langur tími ef tillit væri tekið til þess að blæðing við aðgerð var óvenjumikil. „Eg undi ekki þessari niður- stöðu og ákvað því að vfsa málinu, í samráði við lögmann minn, Jón Steinar Gunnlaugsson, til annarr- ar nefndar þar sem enginn nefnd- armanna er starfsmaður heil- brigðisþjónustunnar. Sú nefnd er nýbúin að skila áliti og komst að þeirri niðurstöðu að málið væri bótaskylt. Mér sýnist hins vegar á öllu að Borgarspítalinn ætli að firra sig allri ábyrgð og það stefni allt í málaferli.“ Hún segist bæði vera örg og hissa yfir því að þurfa að senda málið fyrir nefnd eftir nefhd til að láta segja sér að maðurinn „bara dó“ á meðan skýrt megi lesa það úr krufningarskýrslunni að hann „kafnaði í höndunum á þeim“. „Þegar ég fór á fund læknanna á Borgarspítalanum, skömmu eft- ir að Arnþór var jarðaður, lét ég Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði, á sæti í siða- nefnd Læknaráðs. Hann fram- kvæmdi krufninguna og vék úr sæti siðanefndarinnar í þessu máli. allt vaða. Ég var mjög reið og spurði hvernig stæði á þessu og skammaði þá fyrir mistökin. Þá sögðu þeir mér að þeir væru allir mjög vel menntaðir og færir lækn- ar og tóku sem dæmi að þeir hefðu nýlega bjargað manni sem lent hafði í bílslysi í vesturbænum. Þeir sögðu hann nánast hafa verið látinn, því barkinn á honum fór í sundur. Engu að síður tókst þeim að bjarga honum og núna er hann alheilbrigður fýrir utan slæmsku í hendi. Eg efast ekkert um færni þeirra, en ég skildi ekki — og lét þá heyra það — að á meðan þeir ynnu stórafrek sem þetta gætu þeir ekki bjargað manni sem lá inni á borði hjá þeim í bestu gæslu sem hugsast getur; gjörgæslu. Skilaboðin sem ég fékk á þessum fundi voru að allar aðgerðir gætu verið lífshættulegar, hversu smá- vægilegar sem þær væru, jafnvel að smáskráma gæti dregið mann til dauða. Það voru ný sannindi fyrir mér. Ég veit ekki til þess að fólk sé látið vita, þegar það fer í smáaðgerð, að það geti verið að- gerð upp á líf og dauða! Mér finnst það vanvirðing við mig og mína nánustu að viður- kenna ekki slys eða mistök. Það er augljóst fyrir mér, sem er bara venjuleg manneskja, að þetta var ekki eðlilegur dauðdagi. Til að geta fyrirgefið verður maður að vita hvað á að fýrirgefa. Það er svo mikil samtrygging lækna hér á landi að þeir viðurkenna sjaldnast mistök. Ef maðurinn minn hefði lifað þetta af hefði hann orðið að aumingja. Ég veit að hann hefði aldrei viljað lifa sem slíkur. Ef svo hefði hins vegar farið hefðu mis- tökin legið fýrir, en af því hann dó virðist ekkert hægt að viður- kenna.“ Arnþór var ekki nema 37 ára þegar ótímabæran dauðdaga hans bar að höndum. Þau Aðalheiður höfðu búið saman í tólf ár og áttu samtals fjögur börn. Hún átti strák fýrir og hann stelpu með fýrri sambýliskonu sinni, en sam- an áttu þau tvo stráka. „Ég er ekk- ert að ýkja þegar ég segi að við átt- um framtíðina fýrir okkur. Við vorum nýbúin að koma á fót okk- ar eigin rekstri og vorum nýflutt inn í hálfklárað hús á Álftanesi." Hún lýsir Arnþóri: „Hann var mjög ábyggilegur maður, greind- ur og rólegur, og vandaði mál sitt vel. Ég er enn að átta mig á því að hann skuli vera farinn." Hún segir rekstur fyrirtækj- anna ekki ganga vel. „Þetta rúllar einhvern veginn áfram. Það er þegar búið að gera íjárnám í hús- inu okkar og þarafleiðandi verð ég fljótlega að fara á leigumarkaðinn. Ég hef engar bætur fengið enn og veit auðvitað ekki hvort ég fæ nokkrar bætur. Ég vorkenni þó ekki sjálfri mér. Ég er ánægð ef ég get séð mér og börnum mínum farborða.“ Aðalheiður segir dauða Arn- þórs hafa gengið mjög nærri sér og ekki síst nærri foreldrum hans. „Strákarnir tala hins vegar lítið um þetta nú, en maður veit aldrei hvað þeir hugsa. Þegar sá eldri kvaddi föður sinn á dánarbeðn- um, þegar ljóst var orðið hvert stefndi, sagði hann reiður við allt hjúkrunarfólkið: „Hvernig gátuð þið gert svona mistök?““___________ Guðrún Kristjánsdóttir Allt stefnir í að Aðalheiður Guðjónsdóttir; ekkja Arnþórs Sigtryggsonar, fari ímál gegn Borgarspítalanum, sem neitar að viðurkenna að læknum þar hafi orðið á mistök er Arnþór kafnaði í höndunum á þeim eftir einfalda hálskirtlaaðgerð. Atburðarásin að aðgerð lokinni Kafnaði í eigin blóði eftir hálskirtlaaðgerð Eins og venja er var Arnþór Sigtrygsson fluttur á gjörgæslu eftir UPPP-aðgerðina, eins og hún er kölluð á fagmáli. Aðgerð- inni lauk klukkan 12.15. f skýrslu Hannesar Hjartarsonar, sem gerði fyrri aðgerðina, segir að ekkert hafi blætt frá svæðinu eftir aðgerðina, enda sé ekki skilið eft- ir blæðandi sár í munni og koki. I skýrslu Rannsóknarlögreglu ríkisins kemur fram að ósam- ræmis gæti í sjúkraskýrslu og að- gerðarlýsingu eftir hálskirtlaað- gerðina. I sjúkraskýrslunni er þess getið að mikið hafi blætt í aðgerðinni, áætlað 1000 ml, og í aðgerðarlýsingu gjörgæsludeild- ar segir að sjúklingur hafi verið vel vakandi um kl. 12.00 „en blæddi alltaf eitthvað, ferskt blóð__“ I aðgerðarlýsingunni segir hins vegar: „Ekkert blæðir frá þessu sárabeði eftir að saum- aðhefurverið..." f samantekt hjúkrunarfræð- inga má lesa að hann var strax eftir aðgerðina settur í sitjandi stöðu, sem hann hélt allan tím- ann. Um kl. 13.00 kvartaði Arn- þór yfir verk í hálsi og um tutt- ugu mínútum síðar vaknaði grunur um blæðingu. Tekið var eftir því að blóð vætlaði frá munni hans. Til að ganga úr skugga um hvort um ferskt blóð væri að ræða var ákveðið að hafa samband við viðkomandi að- gerðarlækni. Ekki náðist í hann. Á bilinu 13.30 til 13.40 var haft samband við vakthafandi háls-, nef- og eyrnasérfræðing, sem var Ólafur F. Bjarnason, og kom hann eftir u.þ.b. 5 mínútur. Hann tók þá ákvörðun að flytja Arnþór aftur inn á skurðstofu í aðgerð. Um kl. 13.50 til 13.55 var kallað á sjúkling niður á skurð- stofu. „Þar til hafði Arnþór hald- ið góðum áttum,“ stendur í skýrslunni. I’ ályktun krufningar- skýrslu Gunnlaugs Geirssonar, prófessors í réttarlæknisfræði, segir að kl. 14.15 hafi Arnþór fengið mikla andnauð í svæfing- unni og því þurft að gera barkar- skurð, sem Ólafur framkvæmdi. Þegar Arnþór var kominn aft- ur á skurðarborðið tók hann skyndilega að berjast um, náði ekki andanum og var þá reynt að opna loftvegi við speglun. Þar reyndist allt fullt af seigum blóðlifrum svo torvelt var að koma niður barkarennu. Voru loftvegir þá opnaðir utan frá. Meðan á þessu stóð náði Arnþór ekki að anda og hjartsláttur hægðist og stöðvaðist. Er öndun og hjartsláttur fóru af stað á ný gafst ráðrúm til að stöðva blæð- inguna, en meðvitundarleysi var viðvarandi og lífsmark bágborið. Rannsóknir næstu daga sýndu varanlega heilaskemmd sem leiddi til dauða.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.