Pressan - 19.05.1993, Page 13
S K OÐ A N I R
Miðvikudagurinn 19. maí 1993
PRESSAN ? 3
STJÓRNMÁL
Dýr hagsmunagœsla
Lénsveldi í Ijósvakanum?
Hagsmunagæsla er sterkur
atvinnuvegur á íslandi, enda
hafa nokkur hundruð manna
fulla atvinnu af henni. At-
vinnurekendur, verkalýðs-
hreyfing og bændur, svo ein-
hverjir séu nefndir, hafa allir í
sinni þjónustu íjölda fólks
sem gerir ekkert annað en að
gætá hágsmuna umbjóðenda
sinna, og yfirleitt á kostnað
okkar hinna.
Vinnuveitendasamband ís-
lands sér um atvinnurekendur
og starfsmenn þess annast
„hagsmuni" fyrirtækja, ekki
síst þegar kemur að miðstýrð-
um kjarasamningum við
verkalýðshreyfinguna. Þeir
taka þann kaleik frá stjórn-
endum fyrirtækja að þurfa
sjálfir að eiga beint við starfs-
menn sína um kaup og kjör
sem taka tillit til ágætis hvers
og eins og afkomu fyrirtækis-
ins á hverjum tíma. Verka-
lýðshreyfingin er sama marki
brennd og losar launþega
undan þeirri kvöð að miða
kröfur sínar við afkomu fýrir-
tækisins sem þeir starfa hjá.
Þannig taka samtök atvinnu-
rekenda og launþega mið af
meðalmennskunni, enda lítill
munur á þeim fyrir utan að
atvinnurekendur eru frjálsir
að því að vera í félagi, en
verkalýðshreyfingin þvingar
umbjóðendur sína til aðildar
og skattleggur þá að auki.
Afleiðing hagsmunagæslu
sem þessarar er að skussunum
í atvinnurekstri er gert kleift
að halda áfram rekstri fyrir-
tækja sinna á kostnað annarra
og lötum starfsmanni eru
tryggð sömu eða sambærileg
laun og dugnaðarforkinum.
Niðurstaðan er sú að verð
vöru og þjónustu verður of
hátt og arðgreiðslur til eigenda
vel rekinna fýrirtækja eru étn-
ar upp af þeim sem eru illa
rekin. Og til að kóróna allt
saman geta þessir tveir aðilar
sem koma saman nær árlega
til að semja um kaup og kjör
ekki sinnt starfi sínu án þess
að draga þriðja aðilann inn í
og gera kröfúr á hendur hon-
um.
Það má þó sjá að breytinga
er að vænta. Á síðustu árum
hafa launamenn farið að efast
um réttmæti þess að þeir séu
þvingaðir til aðildar að verka-
lýðsfélagi. Foringjarnir hafa
þurft að standa frammi fyrir
erfiðum spumingum sem þeir
hafa fram til þessa reynt að
FJÖLMIÐLAR
forðast að svara. Sömu sögu
er að segja um atvinnurek-
endur. Áður tóku fýrirtæki
þátt í starfi ýmissa hagsmuna-
samtaka atvinnulífsins, allt ffá
VSl til Verslunarráðs, frá
Kaupmannasamtökunum til
Útflutningsráðs. En á síðustu
misserum hafa foringjar þess-
ara samtaka þurft'að berjast
fýrir að halda félagsmönnum,
sem sjá orðið lítinn hag í þátt-
töku. Skemmst er að minnast
herferðar Verslunarráðs, til að
halda og kannski einnig að fá
ný fyrirtæki til liðs við sig, og
samruna samtaka iðnaðarins.
Því er spáð að miðstýrðir
kjarasamningar, eins og tíðk-
ast nú, heyri sögunni til upp
úr aldamótum og að ábyrgðin
verði færð inn á vinnustaðina
til stjórnenda og starfsmanna.
Og ffóðlegt verður að fýlgjast
með því hvernig þeir sem hafa
lifibrauð af kjarasamningum
bregðast við.
En þó svo virðist sem hags-
munagæsla atvinnurekenda
og verkalýðshreyfingar taki
breytingum á næstu árum og
færist frá launuðum starfs-
mönnum VSÍ, sem hafa lítið
komið nærri rekstri fýrirtækja,
og launuðum starfsmönnum
verkalýðshreyfingar, sem eru
annaðhvort háskólagengnir
eða hafa ekki dýft hendinni í
kalt vatn í áratugi, þá blómstra
önnur hagsmunasamtök og
. engin eins og samtök bænda,
sem eru meira eða minna fjár-
mögnuð af opinberu fé, —
okkar peningum. (Við erum
þannig látin borga fýrir bar-
áttu sem hreinlega beinist
gegn okkur sjálfúm.)
Það eru tvær stéttir á íslandi
sem hafa alla tíð haft ráðherra
í forsvari fyrir sig og skiptir
engu hver hann hefur verið
eða frá hvaða stjórnmála-
flokki. Allir landbúnaðarráð-
herrar og sjávarútvegsráðherr-
ar hafa af einhverjum undar-
legum ástæðum talið sig sér-
staka talsmenn og verndara
bænda og útgerðarmanna.
Þannig hefiir alla tíð farið vel á
með Kristjáni Ragnarssyni,
formanni LlU, og sjávarút-
vegsráðherra, óháð því hvort
hann heitir Halldór Ásgríms-
son, Þorsteinn Pálsson, Stein-
grímur Hermannsson eða
Matthías Bjarnason. Og
bændur hafa alla tíð hrifist af
ráðherrum landbúnaðar enda
átt þar hauka í horni — Pálmi
Jónsson, Jón Helgason og
„Á meðati ráðherra
stendur í vegifyrir
innflutningi geta
bændur selt sitt kjöt
og við neyðumst til
að kaupa kjúkling í
stað kalkúns á hcerra
verði en ella. Er
nemafurða þótt
bœndur séu almennt
sammála um að
Halldór hafi staðið
sig vel?“
Halldór Blöndal hafa allir
staðið dyggan vörð um hags-
muni bænda. Nýjasta dæmið
er þegar Halldór Blöndal neit-'
aði Hagkaup um leyfi til að
flytja inn soðinn kalkún og er
það í annað sinn á skömmum
tíma sem hann gerir það.
Ástæðan: Ráðherrann telur að
ffamboð sé nægt af fúglakjöti,
en bætir síðan við í samtali við
Morgunblaðið að sér sé ekki
fullkomlega kunnugt um
hvort nóg sé til af kalkún:
„Það eru auðvitað ekki til allar
kjöttegundir veraldar hér á
landi...“ segir ráðherra. Og á
meðan ráðherra stendur í vegi
fýrir innflutningi geta bændur
selt sitt kjöt og við neyðumst
til að kaupa kjúkling í stað
kalkúns á hærra verði en ella.
Er nema furða þótt bændur
séu almennt sammála um að
Halldór hafi staðið sig vel?
Það er því rétt sem Jón Ás-
bergsson, framkvæmdastjóri
Hagkaups, segir í viðtali við
Morgunblaðið: „Hins vegar er
landbúnaðarráðherrann ef-
laust í því hlutverki að gæta
hagsmuna bændastéttarinnar
og telur sig verða að gera það
með oddi og egg.“
Það er kominn tími til að
svipuð þróun verði í hags-
munagæslu hins opinbera og
virðist eiga sér stað á almenn-
um vinnumarkaði. Fyrsta
skrefið er að leggja niður öll
atvinnuvegaráðuneytin og
koma á fót einu atvinnumála-
ráðuneyti og við gætum borð-
að kalkún um næstu jól án
þess að létta budduna of mik-
ið.
Um þessar mundir er verið
að taka ákvarðanir um endur-
varp á dagskrá erlendra sjón-
varpsstöðva og er talið að það
geti hafist strax í haust. Ein af
pukurnefndum stjórnarflokk-
anna ætlar svo að skila tillög-
um að nýjum útvarpslögum í
haust. Stefnumótunin kemur
á eftir ákvörðununum.
Dæmigerð íslensk fýrirhyggja.
Það er fagnaðarefni ef öll-
um almenningi gefst kostur á
því gegn viðráðanlegu gjaldi
að sjá evrópskar og bandarísk-
ar sjónvarpsstöðvar og nor-
ræna fréttarás. Við sem höf-
um kynnst slíkum möguleik-
um erlendis hlökkum til að
komast í beint samband við
heiminn á ný.
Hitt er augljóst að um
framkvæmdina og formið á
þessum útsendingum hljóta
að rísa deiiur. Það var mikið
slys að tilboði Pósts og síma
um miðjan sl. áratug um boð-
veitur sveitarfélaga skyldi ekki
verða tekið. Ennþá virðist það
vera skynsamlegasta framtíð-
arleiðin að leggja í jörð veitu-
kerfi fýrir myndir og hvers-
kyns skilaboð til heimilanna
og frá þeim. Hið opinbera á
að sjá til þess að hvert heimili
geti tengst boðveitu eins og
rafveitu og hitaveitu. Öllum
innlendum aðilum ætti svo að
vera frjálst að taka á móti og
senda efni inn á boðveituna
samkvæmt lögmálum al-
mennra viðskipta.
Nú virðist hins vegar sem
ekki verði stefnt að slíkum
kosti, en treyst á örbylgjukerf-
ið að minnsta kosti næsta ára-
tuginn. Og þá kemur að því
að hið opinbera fer að úthluta
kvótum á þessa takmörkuðu
auðlind og útnefna ljósvaka-
greifa. Svo virðist sem Stöð 2
geri ráð fýrir að fá allt tíðni-
sviðið að léni undir endurvarp
erlendra stöðva. Að því er
auðsæilega ákveðið hagræði,
en óneitanlega fúllmikill ein-
okunarbragur.
Það leiðir síðan hugann að
því hverskonar fýrirtæki Stöð
2 er að verða. Tími upphafsins
og ævintýrisins sem setti
Verslunarbankann á hausinn
er liðinn, björgunaraffek bar-
áttumanna í viðskiptalífinu er
að baki og fulltrúar ráðsettra
viðskiptahagsmuna sestir í
stjórn félagsins með Heklu-
bróður og einkavin forsætis-
ráðherra í formannssætinu.
Það er ekki bara á Ríkissjón-
varpinu sem Sjálfstæðisflokk-
urinn og einkavinir forsætis-
ráðherra hreiðra um sig.
Nú þegar rætt er um að
pukumefndin sem minnst var
á í upphafi muni leggja það til
að einhverjir hlutar Ríkisút-
varpsins verði einkavina-
væddir hlýtur það líka að vera
á sínum stað að hefja umræð-
ur um eignarhald á ljósvaka-
miðlum sem byggja rekstur
sinn á einhverskonar léni ffá
ríkinu. Væri ekki eðlilegt að
gera það að skilyrði fyrir
„kvótaúthlutun“ í ljósvakan-
um að viðkomandi fyrirtæki
séu almenningshlutafélög þar
sem enginn einn aðili megi
eiga meira en sem nemur 5
prósentum hlutafjár?
Hér vantar stefnumótun.
Hún kemur sjálfsagt frá Al-
þingi þegar búið verður að
taka allar þær ákvarðanir sem
marka munu stefnuna næsta
áratuginn. Lýðræðið tekur oft
á sig langan krók.__________
Höfundur er framkvæmdastjóri fll-
þýðubandalagsins.
„Tími upphafsins og
œvintýrisins sem setti
Verslunarbankann á
hausinn er liðinn,
björgunarafrek bar-
áttumanna í viðskipta-
lífinu er að baki ogfull-
trúar ráðsettra við-
skiptahagsmuna sestir í
stjórn félagsins með
Heklubróður og einka-
vin forsœtisráðherra í
formannssœtinu. Það er
ekki bara á Ríkissjón-
varpinu sem Sjálfstœð-
isflokkurinn og einka-
vinir forsœtisráðherra
hreiðra um sig. “
LifirMogginn í œvintýralandi?
„Mogginn hefur nefnilega alveg
bœrilegt fréttamat — hann hittir
bara ekki á rétt land. “
Ég hef stundum undrað
mig á því hve lítið ég veit í
raun um Mð í Reykjavík þótt
ég eigi að heita íbúi hér. Þrátt
fyrir augljósa smæð borgar-
innar hefur það ekki komið í
veg fýrir að furðulegir, fram-
andi og á köflum ógnvekjandi
menningarafkimar spretti hér
upp. Og þótt maður að sjálf-
sögðu gjama vilji skilja og átta
sig á öllu sem hér gerist er það
útilokað. Lífið í borginni verð-
ur seint útskýrt til hlítar vegna
þess meðal annars að hver
upplifir borgina með sínum
hætti.
Þetta rifjast upp fyrir mér
þegar rennt er yfir „blað allra
landsmanna"; Morgunblaðið.
Stundum finnst mér nefnilega
að Mogginn lifi í einhvers
konar ævintýralandi og sé
umhugað um að ota því landi
að lesendum sínum. Fréttir af
atburðum og framferði sem
koma ekki heim og saman við
þessa ævintýralandsímynd
líða því framhjá stóm og vök-
ulu auga Moggans.
Mogginn hefúr nefnilega al-
veg bærilegt fréttamat —
hann hittir bara ekki á rétt
land. Mogginn hefúr áhuga á
að skrifa um spillingu og mis-
tök stjórnmálamanna, fjár-
svik, þvergirðingshátt kerfis-
ins, bissnessflopp forstjór-
anna, glæpi og þjóðfélags-
hörmungar,- — en bara ef
þetta gerist í útlöndum. Hér
heima eru alvarlegri hlutir
sem kalla á; Hof allra lista á
Korpúlfsstöðum, Sægreifa-
átök og stólaskipti ríkisstjóm-
ar, svo fáein dæmi séu tekin
úr leiðaraopnu nýverið.
Nýjasta dæmið um þessa
þversögn má sjá í umfjöllun
um tiltekinn hlut í ferðaheim-
inum, svokallaða dvalarréttar-
samninga. Hér á íslandi höf-
um við nýlegt og ljóslifandi
dæmi um slíka viðskiptahætti,
sem svo sannarlega orka tví-
mælis, hjá fyrirtækinu Fram-
tíðarferðum. Þrátt fyrir það
kýs Mogginn að skrifa um
þetta mál í útlöndum eins og
það sé jafúlíklegt til að skella á
okkur og sandstormur í Sa-
hara. Þetta gerist þó að heim-
ildir séu fýrir því að Mogginn
hafi einmitt kannað þetta mál,
en að því er virðist bara fýrir
sig, svo Moggamenn verði
ekki síðar staðnir að því að
hafa hampað fyrirtækinu á
röngum forsendum, þegar og
ef spilaborgin hrynur. Hverju
eru lesendur nær við svona
hugsunarhátt?
Annað nýlegt dæmi um
þetta fjarlæga fréttamat
Moggans er umfjöllunin um
bruðl við Endurreisnar- og
þróunarbanka Evrópu. Að
sjálfsögðu blöskraði Moggan-
um vitleysan og birti sam-
viskusamlega fjölmargar
greinar um íburðinn og sukk-
ið. Gott ef leiðarahöfúndur sá
ekki ástæðu til að koma með
umvandanir. En að Mogginn
sæi áberandi og skýra hlið-
stæðu hér heima — nei það
var af og frá. Þess í stað fór
margumrædd leiðaraopna
undir vangaveltur og ályktanir
eftir sólkonung íslenska
bankakerfisins eins og allt
væri eins og það ætti að vera í
ævintýralandi Morgunblaðs-
ins._________________________
Sigurður Már Jónsson
f
Á UPPLEIÐ
TÓMflS Á. TÓMASSON
HOTELEIGANDI
Tommi slær út alla pilsfalda-
kapítalista í hugmynda-
auðgi: hverjum öörum hefði
dottið í hug kaupa Borgina
af borginni, eyða alltof mikl-
um peningum í innréttingar,
og fé svo peninga fyrir
skuldunum með einokunar-
viðskiptum við borgina?
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
HEILBRIGÐISRAÐHERRA
Það þurfti að vísu að fara
alla leið til OECD í París, en
loks fundust einhverjir sem
eru ánægðir með breyting-
arnar í heilbrigðiskerfinu —
enda reikna þeir með því að
verða aldrei veikir á íslandi.
ÁGÚST EINARSSON
FORMAÐUR BANKARAÐS SEÐLA-
BANKANS
Hann ákvað að auglýsa
stöðu Seðlabankastjóra og
setja þar með Jón Sigurðs-
son í óendanlega vandræða-
lega stöðu. Og vekja í leið-
inni vonir um að einhver
annar fái djobbið.
i
Á NIÐUR-
LEIÐ
HALLDOR BLÖNDAL
IANDBUNAÐARRAÐHERRA
Silkihúfan Víkverji er búin
að slá hann til riddara
landsbyggðarinnar. Halldór
hlýtur að velta fyrir sér
hvaða synda hann sé að
gjalda.
GARÐAR CORTES
OPERUSTJORI
Hann hélt að Svíarnir þyldu
það sem íslenzkt óperufólk
þoldi ekkl. Svíarnir sýndu
norræna samstöðu og ráku
hann.
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
VERKALYÐSFORINGI
Hann hélt að hann gæti
stöðvað samningaviðræður
með þyngdlnni einnl saman.
ASÍ og VSÍ skutu honum
hlns vegar til hliðar eins og
korktappa.