Pressan - 19.05.1993, Page 26

Pressan - 19.05.1993, Page 26
26 PRESSAN SÆNSKIR MENN & TEKKNESKIR Miðvikudagurinn 19. maí 1993 Bíóin HÁSKÓLABÍÓ | Lifandi Alive Allt fyrir ástina I Don’t Buy Kisses Anymore Mýs og menn Of Mice and Men ★ ★★ Sæt útgáfa af Steinbeck-sögunni, að mestu laus við væmni. John Malkovich hefur haldið mest sig T leikhúsinu aö undanförnu, en fær þarna aftur alvöruhlutverk í bíó- mynd. Hann svíkur ekki. Jennifer er næst Jetinifer Éight ★★ Það má hafa gam- an af smartri kvikmynda- töku, trixum til að gabba áhorfendur og Hitchcock- andrúminu í myndinni. Gall- inn er hins vegar sá að sag- an er nánast út í hött. Vinir Péturs Peter’s Friends ★ Kenneth Branagh býður upp á allan matseðilinn; alkóhólisma, ungbarna- dauða, gjálífi, hjónaerjur, brostna drauma ásamt óheyrilegu magni af þeim söknuði eftir æskunni sem slær fólk fimm árum eftir að það lýkur námi. Þegar einn vinurinn upplýsir að hann sé með HlV-veiruna hverfur skáldskapurinn end- anlega úr sögunni og út- vatnað vandamálakjaftæðið verður eitt eftir. Howard’s End ★★★ Bók- menntaverk verður að góðri bíómynd. ^UGARÁSBfó^J Feilspor ★★★ Spennandi sakamálamynd með eftir- minnilegum persónum. Myndin er skemmtilega hrá og líkast til sú langbesta sem sýnd hefur verið í Laugarásbíói í háa herrans tíð. Flissi læknir Dr. Giggles © Laugarásbíó er musteri vondra mynda. Samkvæmt fréttum stendur það til bóta. En Flissi læknir skán- ar ekkert við það. Honum er ekki við bjargandi. Hörkutól Fixing the Shadow ★ Nemo litli ★★★ Falleg teiknimynd. REGNBOGINN Ólíkir heimar Close to Eden Loftskeytamaöurinn Tele- grafisten ★★ Saga Hamsuns var perla, en myndin er skandinavísk þvæla. Þó má hafa gaman af góðum leik og fallegum konum. Siöleysi Datnage ★★★ Mynd um þingmann sem ríður sig út af þingi. Jeremy Irons leikur af feiknakrafti. Þaö er Ijóst að þingmaður- inn heldur ekki við tengda- dótturina vegna þess að hann langar til þe.ss heldur vegna þess að hann getur ekki annaö. Hann rústar lífi sínu um leið og hann frels- ar sig. Kynlífssenurnar eru helst til langar — að minnsta kosti fyrir þá sem hafa misst eitthvað úr endalausri runu ríðinga- mynda að undanförnu. Hinir hafa byggt upp þol. Feröin til Las Vegas Hon- eymoon in Vegas ★★ Það má vel hlæja að þessari mynd; sérstaklega aö örvæntingu Nicolas Cage. Englasetriö ★★ Þokkaleg gamanmynd frá frændum vorum Svíum. Sódóma Reykjavík ★★★ Enn jafngóð. SAMBÍÓIN Banvænt bit Innocent Blood ® Þetta er skelfileg tilraun til að gera hryllingsmynd og grínmynd í einu. Myndin er hvorugt. Ekki einu sinni nógu lítið fyndin til að vera hlægileg. ★★★★ p°«Þétt ★★★ ★★ 1-ala Leiöinlegt Ömurlegt Sommersby ★★★ Ágæt endurgerð á The Return of Martin Guerre, nítjándu ald- ar sögu um þá eldfimu blöndu, ástríður og lygar. Ri- chard Gere hefur leikið svo illa í svo mörgum myndum að hann kemur þægilega á óvart. Jodie Foster sýnir lítil tilþrif. Meistararnir Champions Leyniskyttan Sniper Ávallt ungur Forever Young ★★ Flugmaður vaknar eftir að hafa legið í frosti í hálfa öld. Frumlegt? Nei. Líkast til er þetta áttunda myndin með þessum söguþræði á undanförnum fimmtán mán- uðum. Eini kosturinn við myndina er lágstemmdur leikur Mels Gibson. Stuttur Frakki ★★★ Stjörn- urnar þrjár segja til um stöðuna í hléi. Eftir hlé rennur myndin út í sandinn og tapar einni ef ekki tveim- ur af stjörnunum. En það er margt gott í myndinni og þá sérstaklega Frakkinn stutti. Án hans hefði myndin sjálf- sagt orðið venjuleg íslensk ærsla- og aulahúmorsmynd. Konuilmur Scent of a Wotnan ★★★ Leikur Als Pacino og Chris O’Donnel er eina ástæðan til að sjá myndina því sagan er eilítið púkaleg þroskasaga. Háttvirtur þingmaöur The Distinguished Gentleman ★ Eddie Murphy á ágæta spretti en allt of fáa til að halda uppi þessari gleði- snauðu gamanmynd. Hinir vægöarlausu Unforgi- ven ★★★★ Frábær mynd um áhrif ofbeldis á ofbeldis- manninn. Ljótur leikur The Crying Game ★★★★ Kemurjafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þau til að gleyma sér. Elskan, ég stækkaöi barnið Honey, I Blew Up the Kid ★★ Óhæf nema öll fjölskyldan fari saman í bíó. Gaman- mynd fyrir börnin. Hryllings- mynd fyrir fullorðna. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna er skylda að sjá Bamba reglulega. Hundar fara til himna All Dogs Go To Heaven Aleinn heima 2 Home Alone 2 STJÖRNUBÍÓ Öll sund lokuð Nowhere To Run Helvakinn III Hellraiser III ★ Viðbjóðurinn fer yfir línuna eins og í fyrri myndunum tveimur; Hellraiser og Hell- bound. Hellraiser er þess- ara þriggja mynda þó skást því þrátt fyrir allt er hún ágætis afþreying. Hetja Accidetttal Hero ★★★ Þrátt fyrir yfirþyrmandi leið- indi persónunnar tekst Dustin Hoffman ekki að eyöileggja söguna með of- leik eins og honum hættir til. Galdur myndarinnar ligg- ur í handritinu og frásagnar- gleði leikstjórans. KVIKMYNDIR Spilltir menn og sœnskir „Vegnaþess aðþað minnir mig á forfeður mína, sœgarpa og vinnumenn.“ Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2. LOFTSKEYTAMAÐURINN REGNBOGINN ★★ •••••••••••••••••••••••••••• Regnboginn hefur nú tekið til sýningar þessa norsku mynd sem mun hafa verið hér á einhverri kvikmyndahátíð. Það er dálítið með hálfum huga að maður fer að horfa á „listrænar“ kvikmyndir frá frændum okkar á Norður- löndum, eins og þeir hafa sér- hæft sig í botnlausum leiðind- um frá því maður man eftir sér. En nú hafa Norðmenn tekið sig til og kvikmyndað þetta verk Hamsuns. Sögusviðið er það sama og í Pán, Rósu og Benóní, sem all- ar hafa komið út á íslensku. Kapítalistinn Mack drottnar yfir öllu á krummaskuðinu, sér um einu atvinnustarfsem- ina í bænum, fiskilímsverk- smiðju, sem gengur ekki allt of vel, auk þess sem verslunin er í hans höndum. Mack þessi hefur vinnustúlkur, sem hann kemur vilja sínum fram við en rekur þegar hann verður leið- ur á þeim eða þær óléttar. Hann er vondur maður og spilltur, enda hafður sænskur. Sonur Macks er hálfgerður ónytjungur sem ekki gerir greinarmun á eign og skuld í bókhaldinu en dóttirin er perla þorpsins. Enda ætlar Mack að gifta hana öldruðum en ríkum dönskum kaup- manni til að tryggja viðskipta- tengsl og bjarga þannig verk- smiðju sinni og verslunar- rekstri. Loftskeytamaðurinn hefúr lítið að gera í vinnunni og fæst því aðallega við að fi'fla konur og brenna þær mjög í lostanum til hans. Loftskeyta- maðurinn Rolandson er mað- ur hins nýja tíma, hann stundar vísindarannsóknir framhjá vinnunni og kvenna- foringja og þess vegna sett saman söguna um Rolandson loftskeytamann. Pan er róm- antísk ástarsaga um fólk sem auðnast að lifa undir heiðrík- um himni voldugra ástríðna, þrátt fyrir meinleg örlög, en loftskeytamaðurinn er félags- leg þvæla sem gerir lítið úr verslun og verksmiðjurekstri en hefur til skýjanna vesælan kvennaflagara. Þótt margt misjafnt megi segja um efnivið þessarar myndar, þá er ekki þar með sagt að lcvikmyndin sé slæm. Um margt er vel staðið að verki og sýnist mér verklag mjög sótt til þeirra rússnesku kvikmynda sem gerðar hafa verið við sögur Tsékhovs, auk þess sem jólaboð Bergmans er ekki langt undan. Þarna er vissulega margt sem gleður augað. Konurnar eru til dæm- is mikið augnayndi og leika þær flestar vel þrátt fyrir að þær séu ekki látnar bera merkar persónur, enda mun Hamsun ekki hafa talið konur standa framarlega hvað gáfna- far snertir. Mack stórgrósser er svo vel leikinn að unun er á að horfa, spurning hvort leik- stjórinn er ekki einmitt að snúa svolítið á barnalegar hugmyndir Hamsuns með því að láta túlka þennan voðalega mann af mikilli samúð. Loft- skeytamaðurinn er hins vegar heldur freðýsulegur sjarmör, eiginlega sprenghlægilegur. Skoðuð með þessum gleraug- um verður kvikmyndin hin besta skemmtun, að öllu öðru leyti en söngatriðum loft- skeytamannsins, sem eru beinlínis óþolandi. Það sem er merkilegt við þessa kvikmynd er aðferðin við að segja sög- una, hún gæti áreiðanlega komið að gagni við kvik- rnyndun á íslensku efni. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON farinu sem koma mjög við sögu í lokin. Inn í þetfa munstur er síðan fléttað prest- inum og konu hans og fleiri sögupersónum, þar á meðal vangefnum manni sem falið er það vandasama en nauð- synlega verkefni að kveikja í og stela peningum. Ekki veit ég hve margar bækur Hamsun skrifaði um Mack og þorpið hans en Pan, sagan af Klan liðsforingja, hef- ur líkast til verið með þeim fyrstu. Sú bók er auðvitað rómantísk perla sem maður gleymir aldrei. Sögurnar af Benóní og Rósu eru síðri, en nokkuð góðar þó. í sögunni af Rolandson loft- skeytamanni reynir Hamsun að brjótast úr hinni ljúfsáru rómantík. Það er eins og hann langi til að skrifa sögu um hinn unga, norska at- hafnamann, sem skapar sér „Le- bensraum" og sigrast á hinum spilltu erlendu öflum (Mack — sem gæti verið gyðingur) og hlýtur að lokum perlu þorpsins. Ekki kæmi mér á óvart að Hams- un hefði haft móral vegna dapurlegra ör- laga Klans liðs- BÓKMENNTIR Athyglisvert ogfjarska gott BJARTUR OG FRÚ EMELÍA TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG LISTIR SÉRRIT HELGAÐ SKÁLDSKAP FRANZ KAFKA ★★★ í nýjasta heffi Bjarts og frú Emelíu er að finna úrval af smásögum, bréfum og dag- bókarbrotum Franz Kafka. Feðgarnir Eysteinn Þorvalds- son og Ástráður Eysteinsson völdu efhið og þýddu. Þýðing þeirra feðga virðist unnin af mikilli nákvæmni og hollustu við frumtextann. Þær sögur sem ratað hafa í úrvalið eru misjafnar. Nokkr- ar virðast fremur léttvægar, eins og uppkast sem eftir á að vinna úr. Aðrar eru feikna- góðar og áhrifamiklar. Meðal þeirra eru Gammurinn og Málsvarar. Bréf og dagbækur Kafka eru hin athyglisverðasta lesn- ing og svo rík að tilfinningu að ólíklegt er annað en les- andinn sökkvi sér í lesturinn. Kafka sagði í einu bréfa sinna: „Bókin verður að vera öxin á freðið hafið í okkur.“ Við lestur þessa úrvals reynast dagbókarfærslurnar og Sréfin slík öxi. Að mínu mati hefðu Ástráður og Eysteinn mátt sleppa nokkrum sögum og birta fleira úr dagbókum og bréfum. í úrvali þeirra feðga er meðal annars að finna bréf sem Kafka skrifar Felice, unn- ustu sinni, þar sem hann ým- ist hvetur hana eða letur til að giftast sér. Og einnig bréfið sem hann skrifaði föður hennar, að því er virðist í þeim tilgangi að fá hann til að afstýra giftingunni. Þar lýsir Kafka sjálfúm sér á þann veg að nálgast óbeit. Það hvarflar að manni að þessi taugabilaði og heilsulausi skáldsnillingur hafi æði oft reynst sjálfúm sér hinn versti óvinur. Hann seg- ir: „Ég er þögull, ófélagslynd- ur, skapstyggur, eigingjarn, ímyndunarveikur og í raun- inni heilsuveill.“ Ástráður Eysteinsson gerir ítarlega grein fyrir skáldskap Kafka í grein sinni Á af- skekktum stað. Þetta er fróð- leg grein og Ástráður hefur greinilega lagt mikla vinnu í hana. Það má hins vegar segja um þessa grein, líkt og marg- ar bókmenntagreinar Ástráðs, að textasmíði fræði- mannsins er stundum svo einkennileg að maður bein- línis hváir. Ágætt dæmi úr grein hans er þessi setning: „í bréfunum sem annarsstaðar sjáum við hina láréttu hreyf- ingu smárra bókmennta, burt frá miðlægum gildisás samfé- lagsins.“ Þegar menn eru farnir að skrifa texta eins og þennan bjóða þeir upp á að hætt sé að taka þá alvarlega. Textinn hljómar einfaldlega líkt og vel heppnuð skopstæling. Þá að þætti Milans Kund- era. Það finnast bókmennta- fræðingar sem gera sér far um að gæða skrif sín hæfilegu af- stöðuleysi af eintómri hræðslu við að fá andsvör og skammir. Milan Kundera er ekki einn þeirra. Bókmenntaskrif Kundera lýsa aðdáunarverðu sjálfstæði, skarpri greind og frumlegri hugsun. Hann er ætíð ögr- andi, skemmtilega kjaftfor og mátulega illkvittinn. Allt þetta gerir að verkum að bókmenntagreinar Kund- era eru venjulega glæsilegar. Svo er einnig um þá nýjustu, sem er ein af hans bestu. Lík- lega er hún bara hrein snilld. Hún nefnist Vegir í þoku og birtist í þýðingu Friðriks Rafhssonar. Kundera kemur víða við. Hann ræðir háðið í Réttar- höldum Kafka, víkur talinu að Tolstoy og fleiri skáldum. Og skyndilega er hann farinn að gagnrýna réttarhaldahugs- unarhátt, sem hann segir ein- kenna mannkyn. Hann telur að „hugsanafrelsi, málfrelsi, skoðanafrelsi, frelsi til að segja brandara, hugleiða, vera ill- kvittin, hugsa ögrandi" hafi skroppið saman „undir vök- ulu eftirliti almenns aftur- haldsdómstóls“. Hann gagnrýnir þá áráttu manna að skipta um skoðun til þess eins að semja sig að ríkjandi viðhorfum: „... (fólk) er í rauninni alltaf eins: það hefur alltaf á réttu að standa og finnst alltaf það sama og öllum í kringum það. Það tekur ekki breyting- um til að komast betur að kjarna sjálfs sín, heldur til að aðlaga sig betur öðrum. Það tekur breytingum til að vera óbreytt áfram.“ Og það sem Kundera segir í lok greinar sinnar um göngu mannkyns í þoku er há- punktur fantagóðrar greinar. Þeir sem láta þessa grein Kundera framhjá sér fara verða að gera það á eigin ábyrgð. Hún er vitsmunaleg veisla sem ég hefði engan veg- inn viljað missa af. Þetta hefti Bjarts og frú Emelíu er skreytt nokkrum myndum af Franz Kafka og vinkonum hans. Þar er einnig mynd af Kundera. Kappinn er þar úfinn og ergilegur og greinilega reiðubúinn í áframhaldandi baráttu gegn affurhaldsöflum heimsins. Bjartur og frú Emelía hefúr um nokkurt skeið verið at- hyglisverðasta bókmennta- tímarit landsins. Nú virðist tímabært að viðurkenna að það er einnig hið besta.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.