Pressan - 19.05.1993, Side 27

Pressan - 19.05.1993, Side 27
A F PETA L A N U M Miðvikudagurinn 19. maí 1993 \ - PRESSAN 27 Krans Tannhjólin að aftan. Flest af Shlmano- eða Suntour-gerð. Ættu að hafa Hyper Gllde sem gerir það að verkum að keðjan fer á milli á 1/5 úr snúningi í stað hálfs eða heils hrings áður. Tryggir mýkri skiptingu og létt- ari, til dæmis í brekkum. HNAKKUR Sætið hefur lítið breyst. Hægt að fá kven- hnakka sem eru breiðari og með gel-púðum. Mismunandi þyngd til fyrir þá sem kepi BREMSUR Átaksbremsur eða gaffalbrems- ur; tvö orð yfir sama hlutinn. Vængja- bremsur festar á gaffalinn í staðinn fyrir stellið. Eru kraftmeiri fyrir vikið. Þrýsta beint inn í gjörðina. STELL Rest eru í dag úr chromoly- léttmáimi. Einnig er hægt að fá þau úr stáli og svo léttari úr áli. Sum stell eru samsett úr fleiri en einni málmtegund. GÍRSKIPTINGAR Eru af sömu gerð og kransinn, þ.e. Shimano eða Suntour. Shimano á 93% af markaðnum. Gjarðir og NÖF Nauðsynlegt að hafa hvort tveggja úr áli vegna endingar. Það er næstum því lífsspursmál að hafa gjarðirnar úr áli vegna þess að í rign- ingu taka bremsurnar í og stoppa farar- tækið ólíkt því ef gjörðin er krómuð og bremsað er i bleytu; þá er næsta víst að þú stoppir ekki fyrr en eitthvað stoppar þig, svo sem bíll eða veggur. þægilegust eru svo- kölluð alhliða eða heilsársdekk, sem hvorki eru of gróf fyrir borgarumferð vegna viðnáms við malbik né þannig aö þú veröir ósjálf- bjarga þótt þú lend- ir í smámöl. DEKK Mismunandi geröir eru til en Keðja Hefur lítiö breyst, en þó mjókkað vegna fjölgírakerfis- ins. Ávallt vel smurð. LEGUR Þetta eru viökvæmustu partar reiðhjólsins. Vegna veðr- áttu hér á landi er nauðsynlegt að hafa gúmmíþéttingar og vatns- vörn á öllum hiutum. Frumskógur fótstigsins POPP • Space nam Spiff og Passlve Agressive eru ekki mjög gamlar hljómsveitir. Þær verða á út- gáfutónleikum í Tunglinu í kvöld undir tónstjórn Grétars. Bryndfs Einarsdóttir tekur nokkur létt og nett dansspor aö hætti flóð- hestsins. • Sigtryggur dyravörður er einskonar pöbbaband. Þaö veröur á Gauk á Stöng. • Kokkteilpinnarnir eru þeir Hjörtur Howser og Atli Geir Grétarsson. Þeir bera svo sann- arlega nafn meö rentu. Nillabar- inn bíöur þeirra. • Pelican kemur fram á Tveim- ur vinum í kvöld. Margir voru víst mjög hrifnir af gömlu mönn- unum er þeir komu fram á jóm- frúartónleikunum sínum á Gauki á Stöng í síöustu viku. • Kúba líbra án Rúnars Júlíus- sonar en ágætt engu aö síöur. Á Blúsbarnum. • West Side Story, Cats og fleiri söngleikjum veröa gerö skil á stórskemmtun meö söng- smiöjunni á Hótel Islandi. Yfir eitt hundraö manns koma fram á þessari stóru skemmtun. Flytjendur eru nemendur Söng- smiöjunnar, kór íslandsbanka og aörir. Stjórnandi er Ester Helga Guðmundsdóttir. Aöeins ein sýning. • Sýn treöur upp á Rauöa Ijón- inu. Þeir bregöa sér f hlutverk stórpoppara og þrykkja sér í gegnum slagarana. Alhliöa grúppa semsagt. • Lifandi tónlist á Fógetanum. Ekkert er lengur einfalt. Einu sinni þurfti maður bara að fara út í mjólkurbúð til að kaupa mjólk. Núna þarf mað- ur að flækjast inn í stórmark- að og týnast í leit að mjólkur- kælinum. Að kaupa mjólk er orðið vandamál, nýr frum- skógur, og þú getur líka ratað inn í frumskóg ef þú vilt kaupa reiðhjól og veist ekki að hverju þú leitar. Þróunin er þvílík í reiðhjólum að stund- um er varla þorandi að kaupa hjól því það gæti orðið úrelt stuttu seinna. En eins og í öll- um frumskógum leynist hér lítill tarsan. Og hér kemur kortið og útskýringin sem ger- ir þig meira en mellufæran þegar að því kemur að kaupa framtiðarreiðhjólið. Eljólafrumskógurinn er ekki svo agalegur, fljótt á litið, en eins og í svo mörgu öðru er stutt í öfgarnar. Það er talað um þá sem hafa tekið létta- sóttina. Baráttan við að létta hjólið sem mest kostar líka mest. Venjuleg stálhjól vega um 14 kíló; fúllbúin chro- moly-hjól vega 12-13 kg og léttustu hjólin eru úr áli og vega 11-12 kíló. Þegar komið er í þann þyngdarflokk má segja að hvert gramm sem hjólið léttist um eftir 11 kíló sé þyngdar sinnar virði í gulli. Til eru gjarðir sem kosta 250.000 krónur stykkið — parið er jafnvirði nýrrar Lödu. Dýrasta reiðhjól landsins nálgast í verði 350.000 krónur. Til að hjólin kljúfi vind bet- ur er svo farið að hanna spor- öskjulagaða teina og til eru stell sem líka eru hönnuð í þeim tilgangi. Einnig er byrjað að nota títaníummálm svo og karbofiber, svona rétt til að hafa hjólin sem léttust. Létt- ustu hjólin vega um 7 kíló, en ekki er hægt að búast við að dekkin endist meira en 25 kílómetra. Með tilkomu fjallahjólsins hafa vinsældir reiðhjólsins rokið upp. Samt sem áður virðist það enn vera mikið mál að ferðast um á reiðhjól- um þótt fólk víli ekki fyrir sér að tæta upp í fjöll méð skíðin og renna sér niður brekkur sér til heilsubótar. Það er léttara að gera reiðhjólið að parti af daglegu lífi og heilsubót en margan grunar; eina sem þarf er að stökkva á bak og þeysa á brott. Það sem helst ber að hafa í huga þegar fjárfest er í nýju hjóli er að það hafi álgjarðir, átaksbremsur, hyperglide og góðar þéttingar á öllum leg- um. • Sniglabandiö, Tregasveitin, Bobby Harrison, Páll Rósin- kranz og fleiri efna til blúspartís á Tveimur vinum í kvöld. Til- gangurinn er aö safna fyrir ferð fyrir Vini Dóra, sem ætla á fest- íval í Chicago 30. maí. Allir hvattir til aö mæta svo öruggt sé aö viö losnum viö Vini Dóra úr landi. • Dos Pilas, Bone China og SSSpan, þó ekki Síöan skein sól og Panhópurinn, á Tunglinu í kvöld. Aö auki veröur þar tískusýning. • Sú Ellen er aö ströggla viö frumsamiö efni en endar líklega í koverversjónum eins og flestir hinir. Ágætt engu aö síöur og veröur á Gauki á Stöng. • Kúba líbra og allir hinir hrist- ingarnir á Blúsbarnum. • Amina hin seiömagnaöa heldur tónleika á Hótel íslandi. KK hitar upp. • Forboöin sæla, Yucatán, Niöur, Tjalz Gissur, T-World, Burn, Professor Finger, Still- uppsteypa, Curver, Bílllnn og Reptilicus halda rokkveislu á Tunglinu í kvöld. • Sú Ellen heldur áfram að ströggla viö þaö ómögulega á Gauk á Stöng. • GCD tekur Hafnfirðinga meö trompi í Firðinum. Það er ein- mitt um þessa helgi sem stór- sýningin í Krikanum hefst. • Bogomil Font og hinir illarnir verða á Hressó eftir aö hafa leikið fyrir matargesti Ömmu Lú. Sagt er aö Fonturinn kalli fram skjálftabylgjur í hnjáliöum íslenskra kvenna meö augna- ráöinu einu saman. Hvaö sem því liöur er garöurinn á Hressó farinn að taka við sér og fugl- arnir aö syngja í hugum gesta Ömmu Lú. • Þórarinn Gíslason kráarpían- isti reytir af sér lögin á Djass í Ármúlanum. Hann hefur víst ótrúlegt lagaminni. • Stjórnln er ekki alveg af baki dottin. Hún leikur í besta tón- listarhúsinu í bænum; á Tveim- ur vinum, þar sem fólk hangir enn í Ijósakrónum. • Verölr laganna mínus löggu- búnlngar. Skvetta úr brunni tón- listarinnar á Rauöa Ijóninu. • Amina á Hótel íslandi. Tón- POPP Garðyrkjumenn á mótorhjólum SNIGLABANDIÐ ÞETTA STÓRA SVARTA SLÍM HF./JAPIS ★★ Sniglarnir eru ballhljóm- sveit og engar refjar. Þeir bera með sér gust töffaraskaparins þegar þeir mæta leðurklæddir á sveitaböllin. Á þeim rúnti hafa þeir hjakkað undanfarin ár og lítið látið taka til sín á hljómplötumarkaðnum — einna helst slógu þeir í gegn á jólamarkaðnum um árið þeg- ar Stebbi Hilmars söng með þeim. Síðast gáfu þeir út ágæta tónleikaplötu sem sýndi þá á heimaslóðum, á balli á Gauknum, en nú eru þeir mættir með sína fyrstu „alvöru“ plötu. Á böllum hefur Snigla- bandið jafnan leitað fanga víða, spilað „allt“, og þegar kom að gerð „Þessa stóra svarta“ tóku þeir þann pól í hæðina að láta flest fljóta með og vera ekkert að hafa fyrir því að koma sér upp eigin stíl. Fyrir bragðið er platan óheil- steypt og ómarkviss, en um leið nokk skemmtilega fjöl- breytt. Sniglarnir hafa ágætan húmor, sem reyndar verður stundum fúllbyggingarvinnu- legur. Húmorinn kemst ágætlega til skila og það er vissulega skondið að heyra lögreglukórinn baula „Brennivín er bull“ í upphafi plötunnar. „Geðræn sveifla“ kemur næst, íslensk sérsveifla í ætt við Júpíters, nema óírumlegri, og textinn þunn- ur. „I góðu skapi“ er ágætt popp-ska í anda Madness með sniðugri upprifjun á æv- intýrum Sniglabandsins í Rússlandi. „Éttu úldinn hund“ er hammond-popp í nýdönskum stíl, textinn til- valinn fýrir þá sem þola ekki kerlinguna sína. Kannski það sé leðrið, en hefimetalið hefúr loðað við Sniglana. Samt er „... gooott!“ eina þungarokk- ið á plötunni, þokkaleg laga- smíð, poppuð upp með lúðraleik. Sniglabandið virðist hafa slegið í gegn með laginu „Á nálum“, enda er þar tjald- að öllu tiltæku; bæði lúðrum og ágætu sál-söngkvenna- tríói, og lagið þetta fína og grípandi Motown-sálarpopp. Það er eins og Hálft í hvoru sé mætt í næsta lagi, hinu rólega „Blæs“, sem státar af texta eft- ir Þórarin Eldjárn. „Hægða- tregðublús“ var hljóðritaður „lífs“ á heimaslóðum drengj- anna, Gauk á Stöng, og er heldur þreytulegur blús með hægðarembingi fyrir texta — leiðinlegasta lag plötunnar, en þeim hefur væntanlega fúnd- ist þetta rosafyndið strákun- um og viljað hafa það með. „Engin miskunn“ er önnur þreytuleg tónsmíð. Einkar lúðalegt lag, óaðlaðandi og gamaldags — gæti allteins hafa komið út með Módel í denn. Sniglar semja flest efni plötunnar (Kári „Islandsvin- ur“ Waage á tvo og hálfan texta og Þórarinn Eldjárn einn, eins og áður er nefnt), en Magnús Þór Sigmundsson semur lokalagið, „Hvern dreymir þig?“, og Magnús Einarsson á textann. Hér er á ferð eitt besta lag plötunnar, ballaða sem greinilega hefúr mikið verið dundað við, með lúðrum, mjúkum poppbak- röddum frá höfúndinum og allar græjur. Eins og þessi upptalning sýnir kennir „margra grasa“ í rokkgarði Sniglanna. Skikinn er skipulagður, merkimiðar standa upp úr moldinni sem hefur að geyma að megninu til hið þokkalegasta græn- meti, þótt sumt sé vissulega trénað. Uppskeran, „Þetta stóra svarta“, ætti að gleðja vanar grænmetisætur af Gauknum og böllunum — þeir, sem langar aftur á móti í ffamandlegra rokkmeti, verða að leita annað. Eitt að lokum: Umslagið er hörmung — ég hélt verið væri að auglýsa tryggingafélag þegar ég sá það fyrst. Fegurðardís AMINA WA Dl YÉ ★★★ Hún er sæt og getur svo sannarlega sungið. Og enn á ný ætlar hún að syngja fýrir ffosna íslendinga og reyna að bræða þá upp með aðstoð veiganna á barnum. Amina gaf út sína nýjustu plötu í fýrra. Wa Di Yé er önnur plata hennar. Sú fýrsta, „Yal- il“, sem kom út 1989, vakti feiknaathygli og kom henni á kortið bæði sem söng- og leikkonu. Flestir muna svo eftir Aminu í Júróvisjón og á tónleikunum á Hótel Islandi í hittifýrra. Amina er upprunin í Túnis en ’nefur búið í París alla sína tíð. Tónlist hennar er smekk- leg og tilgerðarlaus blanda ar- abískrar tónlistarhefðar og vestrænnar. Á nýju plötunni eru fjarlægari áhrifin sterkari, Amina notast nær eingöngu við Iífræn hljóðfæri og fyrir vikið ber lítið sem ekkert á harðsoðnu danstónlistinni sem hún var að fitla við á fyrstu plötunni. Hér ríkir andi eyðimerkursandanna og allt það, í temmilega popp- uðu formi, svo hinir vest- rænu með sæmilega opinn tónlistarsmekk ættu ekki að fúlsa við krásunum: tólf vel útfærðum og unnum Am- inu-lögum. Ámina syngur á ffönsku og arabísku og jóðlar þegar vel liggur á henni. Þetta er rólyndisleg tónlist, ekki það sem maður setur á í partíum, heldur einmitt passleg hús- tónlist ef veiðin á börunum hefúr gengið vel. Amina og stórhljómsveit verða á Hótel íslandi annað kvöld með KK-bandi og svo aftur á föstudagskvöld með Júpíters. Kannski kemur þá sumarið loksins? leikar númer tvö og nú meö Júpíters. Þeir hita upp og hreyfa síöar viö danstám. • Tónlistin lifir á Fógetanum. • Anna Þorláksdóttir veröur með þaö nýjasta frá New York í kvöld á Tunglinu. Hún stjórnar tónlistinni ásamt Grétari. Latin- dans, kokteill og flugfreyjur fá frítt inn. • Pelican, gömlu jálkarnir ásamt Gvendi Jónssyni. Dóra Takefusa veröur örugglega ein- hvers staöar nálægt. Þeir taka Fjöröinn í framhaldi af GCD. • Gelri Valtýs og síðvetrar- sveiflan á Hótel Islandi. • Blúsbrot er eöalsveit sem heldur sig í bænum og leggur ekki í sveitaböllin. Hún verður á Blúsbarnum. • Þórarinn Gíslason kráarpían- isti á Djass í Ármúla. • Veröir laganna aftur og ný- búnir. • Geirmundur Valtýsson í syngjandi sveiflu ásamt völdu tónlistarfólki á Hótel íslandi. • Er þaö satt sem viö segjum um landann? spyrja Halli, Laddi, Lolla og ekkifréttamaöur- inn Hjálmar Haukur Hjálmars- son I síöasta sinn í Súlnasal Hótels Sögu. Þau kveðja í bili. Bo Haldors tekur við og fylgir danspörum inn í sumarnóttina. • Og enn lifir tónlistin á Fóget- anum. • Friörik 12. er bráðskemmti- legt stórband sem veröur á Gauknum. • Blúsbrot enn aö verki á Blús- barnum. Vignir Daðason vælir sig inn í hjörtu kvenna. SVEITABÖLL M IÐVI KUDAGURINN 1 1 9. MAÍ | • 1929, Akureyri: Hinir hallær- islegu meölimir Sniglabandsins skemmta. 1 FÖSTUDAGURINN 2 1 . MAÍ • Edinborg, Keflavík: GCD leik- ur bílaverkstæöarokk af bestu tegund. • Sjalllnn, Akureyri: Töffararnir úr Todmobile. • Víkurröst, Dalvík: Snigla- bandiö verður aöhlátursefni kvöldsins. • Sjallinn, ísafiröi: SSSól á heimaslóðum. • Pelican, Akranesl: Pétur Kristjáns og fyrrum sálin Guö- mundur Jónsson trylla. • Pláhnetan kemur fram í fyrsta sinn á 1929 á Akureyri. Hvaö sem veöurspár koma til með aö segja verður heitt fyrir noröan. LAUGAR DAG U R 1 N N 1 22. MAÍ • Sjallinn, Akureyri: Todmobile alveg örugglega í nýju átfitti. • Sjallinn, ísafiröi: SSSól og Helgi Björns í hlébaröaskónum. • Hótel Borgarnes: Snigla- bandið gerir sig aö fífli. • Leikur aö vonum er heit stór- sýning sem hann samdi gamli Mánagítaristinn Ólafur Þórarins- son. Þetta mun vera svo heitt austanfjalls aö nú þegar er upp- selt. • Diskó frlskó á Hótel Akra- nesi. • Pláhnetan á fyrsta dansleik sumarsins í Ýdölum í Aöaldal. Hvernig líöur dömunum á Akur- eyri?

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.