Pressan


Pressan - 22.07.1993, Qupperneq 5

Pressan - 22.07.1993, Qupperneq 5
Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 S KI LA BOÐ PRESSAN F J__J itt af þeim málum sem Halldór Blöndal sam- gönguráðherra þarf að leiða til lykta er hvað verð- ur um lóranstöðvarnar tvær hér við land. Ætlun Bandaríkja- manna er að leggja stöðv- arnar niður á næsta ári og hafa þeir tilkynnt að þeir ætli að leggja fram fjármagn til að rífa þær. Á hvorum stað vinna á milli 10 og 12 starfsmenn. Hafa komið fram tillögur til að nýta fjármagnið, sem nota á til niðurrifs, til þess að gera endurbætur á stöðvunum sem gæti leitt til áframhald- andi starfrækslu þeirra, þó í mun minna mæli yrði. Hefur komið til tals að þær gætu nýst sem leiðrétting- arstöðvar fyrir GPS gerfi- hnattakerfið... E . , „. -1—/nn emn lögmaðunnn hefur verið tekin til gjald- þrotaskipta samkvæmt úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Það er Grétar Haraldsson hæstaréttar- lögmaður sem hefur verið úrskurðaður gjaldþrota en kröfulýsingafrestur hefur enn ekki verið gefinn út. Grétar var á sínum tíma tengdur Von Veritas með- ferðarstofnunni og mun upphaf fjárhagserfiðleika hans vera að rekja þangað. Hann hefur um skeið veitt Innheimtustofunni sf. for- stöðu en er þó ekki eigandi hennar, aðeins launaður starfsmaður. Þá má geta þess að hann var einu sinni í stjórn knattspyrnudeildar Vals og er því áreiðanlega ekki fyrsti Valsarinn sem lendir í fjárhagskröggum... T ed Turner eigandi bandarísku sjónvarpsfrétta- stöðvarinnar CNN og eig- inkona hans leikkonan Jane Fonda komu til lands- ins í morgun í einkaþotu sinni. Hjónakornin eru hingað komin á vegum Stöðvar 2 í þeim tilgangi að hvíla sig frá amstrinu vest- anhafs og njóta íslenskrar náttúru í nokkra daga. Turner og Fonda munu í dag snæða hádegisverð með forsætisráðherra Dav- íð Oddssyni að Valhöll á Þingvöllum og að því loknu hitta forseta Islands Vigdísi Finnbogadóttur að máli. Þá liggur leið þeirra hjóna upp í Norðurá þar sem þau hyggjast kasta fyrir lax. Stöðvar 2 menn hafa tryggt sér að þeir muni fá eitthvað fyrir sinn snúð og ætla að gera viðtalsþátt um fýrirfólkið sem tekinn verð- ur upp við Norðurá. Það verður sjálfur Ingvi Hrafh Jónsson fréttastjóri sem tekur viðtal við Ted Turn- er, en Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs hefur tekið að sér að spyrja stórstjörnuna Jane Fonda spjörunum úr... GALTALÆ KJARS KO GI Allan tímann verður gaman enda er umhverfið sérlega fallegt, nóg við að vera, allur aðbúnaður og aðstaða til fyrirmyndar. Og allt án áfengis. Rútuferðir frá: REYKJAVÍK (bsí) KEFIAVÍK (sbk) CRINDAVÍK (sbk) SANDCCRÐI (sbk) GARÐAR (sbk) VOGAR(sbk) FORSALA TIL 26. JÚLÍ SEGLAGERÐINNI ÆGI REYKJAVÍK SHELLSTÖÐINNI LAUGAVEG1180, REYKJAVÍK SHELLSTÖÐINNI V/VESTULANDSVEG, R. SHELLSTÖÐINNI BORGARNESI SHELLSKÁLINN SELFOSSI SHELLSTÖÐINNI FITJUM NJARÐVÍK BSí REYKJAVÍK 0G SBK KEFLAVÍK MIÐAVERÐ Fullorðinn 5.300.- Unglingur 4.800.- 12 ára og yngri fá frítt inn í fylgd með fullorðnum íforsöjlw 4.800.- 4.30Ój4 HVAD VERÐUR UM AD VERA? Skógrækt með Skeljungi Á kvöldin sveiflast mannskapurinn í takt við skagfirska sveiflu Geirmundar, hljómsveitirnar Pandemonium og Örkin hans Nóa sjá um ýkt fjör fyrir unglingana.Á laugardagskvöldinu mun stórfengleg flugeldasýning lýsa upp himininn og rómantískur varðeldur stafa hlýlegri birtu um Bríkina. Á daginn verður hjólreiðakeppni BFÖ og ökuleikni BFÖ, Lukkuland, leiktaekjaland, minigolf að ekki sé minnst á barnaball og söngvarakeppni fýrir börnin. Spaugstofan skemmtir og Mikki refur og Lilli klifurmús verða á sveimi. Magnús Scheving þolfimimeistarinn glaðlegi stjórnar hádegisþolfimi.Talandi risa kanínur munu rölta um skóginn. Séra Pálmi Matthíasson messar í fögrum lundi og hefur hresst fólk sér til aðstoðar. Á kvöldvökum leikur Spaugstofan við hvern sinn fingur, HörðurTorfa trúbador syngur við raust og Raddbandið gefur tóninn. Magnús Scheving þolfimimeistari sýnir á sér alla enda og kanta.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.