Pressan - 22.07.1993, Síða 7
Fimmtudagurinn 22. júlí 1993
S KI L A BOÐ
PRESSAN 7
Mart Laar forsætisráðherra Eistlands
„Mikson drap í
versla falli
einhverja
kommúnista“
Simon Peres, utanríkisráðherra
Israels, fór opinberlega fram á það
við Mart Laar, forsætisráðherra
Eistlands í síðustu viku að frekari
rannsókn færi fram á meintum
stríðsglæpum Evalds Miksons.
Eistneski ráðherrann var þá stadd-
ur í tveggja daga opinberri heim-
sókn í Israel. Peres hefur hins veg-
ar sagt opinberlega að hann muni
ekki að svo stöddu fara fram á
frekari rannsókn af hálfu íslenskra
stjórnvalda. Tzvi Maz-El, yfir-
maður Austur- Evrópudeildar
ísraelska utanríkisráðuneytisins,
staðfest ummæli utanríkisráðherr-
ans í samtali við PRESSUNA.
Sagði hann að máhð væri álitið al-
varlegt.
Þetta er í fyrsta sinn sem ísraelsk
stjómvöld kunngera afstöðu sína
gagnvart Eistlendingum í máli
Miksons. Tilmælunum er ætlað
að auka líkur á að hann verði
framseldur og réttað verði í máh
hans í Eistlandi. Forsætisráðherr-
ann eistneski svaraði því til að
stjóm hans hefði þegar rannsakað
málið en hygðist halda því áfram
samvinnu við Wiesenthal-stofn-
unina í Israel í von um að varpa
ffekara ljósi á máhð.
I tilefni af heimsókn eistneska
ráðherrans til Israel birtist viðtal
við hann í ísraelska dagblaðinu
Ha’aretz. Yossi Melman, virtur
ísraelskur blaðamaður, innti ráð-
herrann meðal annars eftir því
MflRT LAAR Ætlar að halda áfram að rann-
saka málið.
hvernig samvinnu eistneskra
borgara við hermenn nasista í síð-
ari heimsstyrjöld hefði verið hátt-
að og bar sérstaklega ffarn spurn-
ingu varðandi meinta stríðglæpi
Miksons og ffamgang stjómvalda
í rannsókn málsins. I samtali við
PRESSUNA skýrði Melman frá
því að eftir forsætisráðherranum
hefði verið haft að engin gögn
hefðu fundist ffam að þessu sem
sönnuðu sekt Miksons og al-
EVALD MlKSON ísraelsmenn vilja að Eistlendingar fái hann framseldan.
mennt hefðu afar fáir eistneskir
borgarar starfað í samvinnu við
hermenn Nasista, ef til vill ekki
nema um 20 manns. Melman tel-
ur orð forsætisráðherrans langt ffá
sannleikanum því vitað sé um
fjölda manna og kvenna sem unn-
ið hafi með Þjóðverjum í seinni
heimsstyrjöldinni. Melman er
þekktur í ísrael og víðar fyrir skrif
sín um öryggis- og utanríkisrmál.
Forsætisráðherrann sagði orð-
rétt í viðtalinu: „Við fundum eng-
in gögn til staðfestingar ásökun-
um á hendur Evald Mikson. I
versta falli hefur hann drepið ein-
hverja kommúnista. Við erum
reiðubúin að halda leit okkar
áfram en engin gögn hafa enn
komið fram sem staðfesta orð-
róm um meinta stríðsglæpi af
hans hálfu.“
I gögnum, sem framvísað hefur
verið í málinu, kemur ffam vitn-
isburður fólks sem segist hafa séð
Mikson myrða óbreytta borgara.
Mikson hefur haldið ffam sakleysi
sínu á þeim grundvelli að gögn
sem fundist hafa í skjalasöfnum
fyrrum leyniþjónustu Sovétríkj-
anna, KGB, séu óráreiðanleg og
jafnvel fölsuð. Eistnesk stjómvöld
hafa tekið undir þessa skoðun og
er Yossi Melman svartsýnn á að
við frekari athugun muni fátt
koma fram sem er ekki vitað um
nú þegar. Hann segir það hins
vegar fúrðu gegna að staðið sé að
þessu máli á þann hátt sem raun
ber vitni þar sem ísraelsk stjórn-
völd og fræðimenn hafi margoft
notað hliðstæð gögn í dómsmál-
um án þess að vafi hafi leikið á um
réttmæti þeirra. Nefndi hann
meðal annars að dómur muni
falla í máli meints stríðsglæpa-
manns, Ivans Demjanjuks í
næstu viku í Hæstarétti ísraels á
gmnni nýrra gagna sem fúndust í
skjalasafni KGB.
Telma L. Tómasson
Dugmikið sölufólk
Við leitum að kraftmiklu og áhugasömu fólki
til starfa við markaðssetningarátak
Tónlistarklúbbs AB.
Góðir tekjumöguleikar fyrir rétta fólkiö.
Ahugasamir vinsamlegast komi til viðtals á
Nýbýlavegi 16, Kópavogi, mánudaginn
26. júlí milli kl. 16:00 til 20:00.
(Ath. aö upplýsingar eru eingöngu veittar á
staðnum, ekki í gegnum síma).
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F
ES3
Flat Uno Arctlc
-fyrir norðlœgar slóðir
Aðeins kr.
Uno.
arcac
Flat Uno býðst nú á frábæru verði.
748.000
á götuna - ryðvarinn og skráður.
Ath. Gerið verðsamanburð við aðra bfla!
UNO 45 3D
er sérbúinn fyrir norðlægar slóðir:
Styrkt rafkerfi - Stærri rafall - Sterkari
rafgeymir - Oflugri startari - Bein innspýting
- Betri gangsetning - Hlifðarpanna undir vél
- Öflugri miðstöð - Aukin hljóðeinangrun -
Ný og betri 5 gíra skipting.
Komió og reynsluakið
Frábær greiðslukjör
Úrborgun kr. 187.000 eða gamli bíllinn uppí.
Mánaðargreiðsla kr. 20.094 í 36 mánuði
með vöxtum og kostnaði auk verðtryggingar.
ITALSKIR BILAR HF.
Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sírai (91)677620
ITSALAN HANZ ÚT^p*N HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSfi
HANZ ÚTSALAN mUZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HAh
ITSALAN HAN
HANZ ÚTSAL.
ITSALAN HAN
HANZ ÚTSAL,
N HANZ UTSA
ÚTSALAN HAf>
N HANZ ÚTSA
ÚTSALAN HAh
ITSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSA
HANZ UTSALAN HANZ ÚTSALAN
ITSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ
HANZ UTSALAN HANZ UTSALAN
kNZ UTSALAN HANZ UTSALAN HAt>
sALAN HANZ UTSALAN HANZ UTSA
m HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HAb
ITSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSA
HANZ UTSALAN HANZ ÚBtLAN HANZ ÚT
ITSALAN HANZ UTSALAH
■
fSALAN HANZ UTSALAN
NZ UTSALAN HANZ ÚTSALAN HAf>
■
4Z UTSALAN HANZ UTSA
HANZ UTSALAN HANZ UTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HAb
fSALAN HANZ UTSALAF
/ \ ^ '
iLAN/ANZ UTSALAN HANZ UTSA
KRINGLUNNI
ITSALAN HANZ UTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSA
HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HANZ ÚTSALAN HAh