Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 5
S KILA BOÐ H Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 PRESSAN 5 .enn deyja greini- lega ekki ráðalausir þótt litla vinnu sé að hafa hér á þessum síðustu og verstu krepputímum. Að við- bættu vondu árferði í at- vinnumálum er afar lítið um verkefni fyrir leikara á sumrin, enda liggur öll leik- hússtarfsemi þá niðri og aðeins örfáir útvaldir eru svo heppnir að fá hlutverk í íslenskum kvikmyndum. Kristján Franklín Magnús leikari er e i n n þ e i r r a sem ekki s i t u r m e ð hendur í skauti þótt lítið sé að gera í leiklistinni. Hann hefur í sumar gengið í hús í Reykjavík og boðið borgar- búum þá nýstárlegu þjón- ustu að brýna fyrir þá eld- húshnífa. Brýningin fer fram á staðnum og hefur Kristján Franklín haft yfir að ráða forláta hverfisteini. Nýjungin hefur mælst vel fyrir meðal Reykvíkinga og greinilegt að margir luma á bitlausum verkfærum í eld- hússkúffum sínum. Henni varð þó óneitanlega bylt við, konunni í fjölbýlihúsi nokkru í Breiðholti, þegar Kristján Franklín barði upp á hjá henni á dögunum. Konan opnaði hurðina grandalaus en hrökk í kút þegar hún sá vígalegan mann fyrir utan með fjóra flugbeitta hnífa í höndun- um. Var hún að vonum fegin er hún komst að raun um að þar var ekki ofbeld- isfullur árásarmaður á ferð heldur sárasaklaus brýn- ingameistari að bjóða þjón- ustu sína... s Vw-'ala á snyrtvörum hefur alla jafna gengið ágætlega á íslandi en fáir geta stært sig af eins góðri sölu og David Pitt, sem rekur innflutn- ingsfyrirtæki í eigin nafni, en miklar sögur fara meðal annars af markaðsetningu hans á Clarins snyrtivör- um. Salan hefur að sögn kunnugra verið slík að ann- að eins þekkist varla sé miðað við höfðatölu. En það hefur verið tekið eftir honum víðar en hér heima og svo virðist sem hróður hans hafi borist út fyrir landsteinana. Forráðamenn Christian Dior hafa til að mynda boðið honum að taka yfir umboð fyrir vörur sínar en það var áður í höndum Ólafs Kjartans- sonar, sem rekur gamal- gróið fyrirtæki hér í bæ. Margir hafa eflaust viljað hreppa hnossið en ekki fengið og verður gengið ffá samningum milli Davids Pitt & Co. og Christian Di- or í haust. Margir hafa á orði að fyrirtæki Davids sé að verða mjög ráðandi á þessum markaði, tala jafn- vel um einokun í því sam- bandi, en auk þess að vera með Dior og Clarins er hann er einnig með Chan- el... 1/31 /'93

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.