Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 9
Þegar hann er inntur álits á
því sem Ólafur segir í grein
sinni, að skottulæknum virð-
ist stundum takast vel upp við
meðferð á kvillum og sjúk-
dómseinkennum af sállíkam-
legum toga, svarar hann: „Það
gæti verið vegna þess að þeir
gefa sér góðan tíma fyrir sjúk-
linginn, en það eitt að ræða
við sjúkling getur minnkað
einkenni sjúkdómsins.“
Hallgrímur Magnússon tel-
ur að fólk leiti oft til skottu-
lækna þegar það hefur gefist
upp á venjulegum læknum.
„Sá sem kemur til skottu-
læknis er oft búinn að gangast
undir allskonar rannsóknir.
Læknunum hefúr þá ekki tek-
ist að finna neitt sem þeir geta
hengt sig á og geta því ekki
sent fólk í uppskurð eða gefið
því töflur.“ Hallgrímur er
reyndar þeirrar skoðunar að
læknar einblíni um of á sjúk-
dómseinkennin í stað þess að
leita orsakanna og þeir séu of
viljugir að gefa út lyfseðla. Úlf-
ur er að nokkru leyti sömu
skoðunnar þó hann lítið að-
eins öðruvísi á málið. Hann er
t.d. ekki sammála skilgrein-
ingu laganna á skottulæknum.
„Skottulækning þýðir það
sama og skyndilækning eða
skutlulækning, það er eitthvað
sem menn gera í skyndi. Ef
læknir gefur sér ekki tíma til
að hlusta á sjúkling sinn, þá er
hann skottulæknir. Hef-
bundnum læknum hættir oft
til að setja sig ekki inn í mál
sjúklingsins, en skrifa þess í
stað tilvísun á róandi lyf.“ Úlf-
ur álítur mannlega þáttinn
mikilvægan í læknisstarfinu.
Sjálfur hugsar hann jákvætt til
sjúklinga sinna og biður jafh-
vel fyrir þeim.
EINTÓM VITLEYSA
Landlæknisemþættið leggur
áherslu á það að skottulæknar
eigi ekki að sjúkdómsgreina
fólk. En Matthías telur það
vera í lagi þegar þeir ráðleggja
öðrum, t.d. með mataræði.
„Það er annað mál að taka
ÆVAR JÓHANNESSON býr til seyði og gefur krabbameinssjúklingum.
FcatMy >í, ms
nwtttíw siaxsscu
taXlCATtM CMKSCS :
« eaavrtu. tauets wttu ; K.a mk i rts.ce
i tlOKYCLHX VR?K St’TTiíS í Í4.9S t*tk í U.tl
i lSCVTtaSM TABLFTS BOUS l 7C.0Í tizk J i3.t0
>: msclí xtGtxœst* wtsi i *t.a Ktf • sn.ts
Ȓ S cs I I-W ck i it.ts
S4X
TÖTAL *
■w.ts
CHOlCt HCTASc'UCS t KTTACHOl LZST |
it7.it
KOSTNAÐUR Hafsteins Sigurðssonar við vítamínkaup í Mexíkó sjást á þess-
um reikningi.
fólk til meðferðar, enda getur
það leitt til skaða, jafnvel þó
það sé óbeint.“ Hann á þá við
að skottulæknar hindri sjúk-
linga í að fara til annarra
lækna. Það að taka fólk til
meðferðar telst að sjúkdóms-
greina manneskju og með-
höndla sjúkdóminn. Þá er
ólöglegt að auglýsa sig sem
lækni ef viðkomandi hefur
ekki lækningaleyfi.
Ægir Bessason í Heilsu-
búðinni Hafnarfirði á tæki
sem mælir óþol hjá fólki.
PRESSAN ræddi við nokkra
sem greinst hafa með ofhæmi
við matvælum hjáÆgi og telja
þeir að sér líði mun betur eftir
að hafa hætt neyslu þeirra.
Það hafði þó engin áhrif á
Hafstein Sigurðsson. Ægir
segist ekki vera að sjúkdóms-
greina fólk, en hann mælir
óþolið með tíðnimælingum.
„Þetta er byggt á eintómri
vitleysu," segir aðstoðarland-
læknir og vill ekkert kannast
við að þessi tæki séu notuð er-
lendis líkt og Ægir hélt fram
við PRESSUNA. Bæði sjúk-
lingar og læknar hafa kvartað
við landlæknisembættið
vegna starfsemi Ægis.
LYFJAFRAMLflÐEND-
IJR HEFÐU SYNT
AHUGA
Eitt eftirtektarverðasta
dæmið um óhefðbundnar
lækningar þessa dagana er án
efa að finna hjá Ævari Jó-
hannessyni í Kópavoginum.
Hann býr til seyði úr lúpínum
sem hundruð manna taka inn
daglega við ýmsum sjúkdóm-
um og greiða ekki krónu fýrir.
Margir telja sig hafa fengið
bót meina sinna, þar á meðal
sjúklingur með lungnakrabba
og maður með slæmt exem.
En það læknast ekki allir, því
PRESSAN þekkir dæmi um
krabbameinssjúkling sem
drakk seyðið en er nú látinn.
Ævar segir að það sé bannað
að segja að sjúklingar hafi
læknast af seyðinu, læknar séu
ekki hrifhir af slíku. Aðrir hafa
þó sent til hans sjúklinga og
sjálfur er hann spenntur fýrir
því að gerðar verði rannsóknir
á áhrifum seyðisins. „Það var
gerð rannsókn fýrir nokkrum
árum á áhrifum seyðisins á
trega blóðrás, en hún var smá
í sniðum og vakti fleiri spurn-
ingar en svör.“ Aðstoðarland-
læknir vill meina að ef hér
væri um slíkt undraseyði að
ræða hefðu lyfjaframleiðend-
ur fýrir löngu sýnt því áhuga.
Sama má væntanlega segja
um aðferðir Tapia. Hefðu að-
ferðir hans áhrif væri hann
fyrir löngu búinn að skrifa um
þær lærðar greinar og líklega
talinn verðugur nóbelsverða-
launahafi. En Tapia felur sig í
Mexíkó, spölkorn frá land-
mærum Bandaríkjanna þar
sem eftirlit er strangara og
sækir sjúklinga sína norður í
Dumbshaf._____________________
Margrét Elísabet Olafsdóttir
MS-sjúklingur sem fór til Mexíkó:
Ég var plataður
HAFSTEINN SlGURÐSSON borgaði 90.000 krónur fyrir meðul í Mexíkó sem reyndust vera vítamín og bætiefni. Ferðin kostaði hann alls ríflega 400.000 krón-
ur: „Það er illa gert að plata fólk sem er tilbúið að reyna allt til að fá bata.“
Hafsteinn Sigurðsson er 35
ára gamall MS-sjúklingur.
Hann greindist með sjúkdóm-
inn fyrir sjö árum. 1 febrúar
ákvað hann að fára til Mexíkó
og leita sér lækninga, enda hafði
verið lagt að honum að fara og
honum lofað bata. Hann var
vongóður áður en hann hélt af
stað og orðinn spenntur. En
batinn lét á sér standa og
skömmu eftir heimkonruna
hrundu vonirnar. Hafsteinn
fékk „kast“ sem stendur yfir
ennþá þrátt fyrir að hann hafi
farið eftir fyrirmælum lækn-
anna í Mexíkó.
Hafsteini var farið líkt og
mörgum öðrum sem ganga
með ólæknandi eða illkynja
sjúkdóm. Hann var tilbúinn til
þess að leggja ýmislegt á sig til
þess að honum mætti liða betur
eða fá lækningu. Hugmyndina
að Mexíkóferðinni fékk hann
þó ekki sjálfúr, heldur var hon-
um bent á þessa leið. Hann seg-
ist hafa tekið treglega í hug-
myndina til að byija með, en lét
að lokum til leiðast, enda allt til
vinnandi ef bati fengist.
„Við millilentum í Baltimore
og Pittsburgh áður en við kom-
um til San Diego í Bandaríkj-
unurn. Þaðan var okkur ekið til
Tijuana sem er hinumegin
landamæranna, í Mexíkó, en
borgimar liggja saman. f Tiju-
ana vorum við lögð inn á lítið
sjúkrahús.'1 Hafsteinn segir að
þau hafi verið tíu í hópnum auk
fárarstjórans Dagmar Koeppen,
en það er hún sem skipuleggur
ferðimar til Mexíkó.
Sprautaður með fösturfrum-
um
„Strax fýrsta daginn var okk-
ur gefið hreinsiefoi í æð, sem
okkur var sagt að ætti að losa
líkamann við-öll óhreinindi.
Við fengum þetta efhi síðan í
æð á hverjum morgni, 600
nrillilítra í einu. Við vorum líka
sprautuð, en það var hvorki
reglulcga né rnikið." Hann seg-
ist ekki vita hveiju var sprautað
í þau, enda hafi hann ekki haft
áhuga á öðm en að fá lækningu
og því gengist undir meðferð-
ina skilyrðislaust og án þess að
spyija.
„Á áttunda degi vomm við
síðan sprautuð með fóstur-
frumum sein áttu að vera úr
dýrum, að því er sagt var. Við
fengum einar sjö sprautur, en
þessar ffumur áttu að vinna á
því sem að okkur var. Það var
ekki fýrr en eftir á sem ég fór að
hugsa um að þetta væri tómt
kjaftæði, því um leið og að-
skotahlutir koma inn í líkam-
ann fer ónæmiskerfið að vinna
gegn þeim. Tvo síðustu dagna
fengum við áffam efni í æð og
vorum þá orðin tandurhrein á
allra handa máta.“
Fyrsta meðferðin tekur tíu
daga og kostar 270.000 krónui',
en ef sjúklingamir kjósa að nýta
sér aðra þjónustu á sjúkrahús-
inu, hvort sem það var nálar-
stungumeðferð eða sjúkraþjálf-
un, þurfta þeir að greiða fýrir
það aukalega. Á reilaiingi Haf-
steins má sjá að slík „aufaþjón-
usta“ gat kostað allt ffá 3.500
upp í 5.000 krónur, en alls
greiddi hann ríflega 400.000
krónur fyrir ferðina að flugfar-
inu meðtöldu Þar inni í kemur
greiðsla fyrir „meðul“ sem
hann keypti áður en hann yfir-
gaf spítalann og hann borgaði
fýrir tæpar 90.000 krónur.
Þegar komið var að heimferð
segir Hafsteinn að reynt hafi
verið að taka af þeim loforð um
að koma aftur. „Að því loknu
var okkur ekið á flugvöllinn í
San Diego. Heimferðin var far-
in í einum áfanga og tók tíu
klukkustundir. Þetta var alltof
langt ferðalag fýrir veikt fólk og
í rauninni furðulegt að farar-
stjórinn skuli hafa lagt þetta á
okkur, en það er hún sem
skipuleggur ferðina."
90.000 króna meðulin
vorubætiefni
Hafsteinn telur að þetta langa
og erfiða ferðalag hafi valdið því
að honum fór að hraka stuttu
eftir að hann kom heim.
„Mér hafði verið sagt að ég
mætti búast að fára niður á við
eftii' að ég kæmi heim, en síðan
ætti ég að fára hægt upp á við
aftur. Það hefur ekki gerst.
Hjótlega eftir heimkomuna fór
ég að finna fýrir óstöðugleika og
leitaði til læknisins míns hér
heima. Ég tók með mér „með-
ulin“ sem ég hafði keypt út, en
liann sagði mér að þetta væru
bætíefni og vítamín.“
Hafsteinn talar litla sem enga
ensku, en fárarstjórinn sem áttí
að vera honum innan handar
við túlkun var aftur á móti
sjaldan til taks þegar á þiirfti að
halda. í staðinn var hann svo
heppinn að hafá herbergisfélaga
semtalaðiensku.
Hafsteinn segist ekki hafa séð
mikið af dr. Roberto Tapia sem
kom hingað til lands í júlíbyrj-
un, meðan á dvölinni stóð, en
aðrir læknar hafi gengið dagleg-
an stofúgang.
„Tapia var yfirleitt á setustof-
unni þar sem hann hélt fýrir-
lestra um mataræði. Það er
mikið lagt upp úr því og ég fékk
heim með mér langan lista af
matvælategundum sem mér
var sagt að ég mætti ekki
borða.“ Hafsteinn segist hafa
fýlgt þessum lista í þrjá mánuði
eftir að heim kom, auk þess
sem hann fékk reglulega
sprautur hjá Dagmar.
„En þegar ég fann að þetta
hafði cngin áhrif, þá gafst ég
upp á þessu. Ég fann ekki einu
sinni á mér breytíngu. í ferðinni
vai' fölkið alltaf að æsa mig upp
og segja mér að ég væri allur
annar, en ég varð ekki var við
þaðsjálfúr."
En var ferðin þess virði?
„Nei, mér fannst það ekki. Ég
var plataður. Það er svo sem allt
í lagi mín vegna, þetta er ekki í
fyrsta skipti sem ég læt gabbast
Én mér finnst það samt illa gert
að plata fólk sem er tilbúið til
þess að reyna allt til að fá bata.
Ég hef prófáð ýmislegt sjálfúr,
en ekkert hefur komið að not-
um til þessa.“