Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 24
LIF EFTIR DAUÐANN 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 Myndlist • Samsýning ungra ís- lenskra myndlistar- manna og hins sviss- neska Ralfs Samens opnuð í Nýlistasafninu á föstudag. Listamennimir eru Finnur Amar, G.R. Lúðvíksson, Jóhann Valdi- marsson, Jón Garðar Henrýsson, Katrín Askja Guðmundsdóttir, Lilja Björk Egilsdóttir, Lind Völundar- dóttir, Magnús Sigurðsson, Sigurður Vilhjálmsson, Þórarinn Blöndal og Ragn- heiður Ragnarsdóttir. • Sigurður Þórir sýnir verk sínáKaffi 17við Laugaveg. • Róska sýnir ný verk á Sólon íslandus. • Árni Rúnar Sverrisson sýnir olíumálverk í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Bjarni H. Þórarinsson hefur hengt upp verk sín á Mokka. • Norræni textilþríæring- urinn, sá sjötti í röðinni, stendur yfir að Kjarvals- stöðum. Sýnd eru 52 verk eftir 36 listamennn frá fimm Norðurlöndum. Fulltrúi ís- lands á sýningunni er Guð- rún Gunnarsdóttir. • Alvar Aalto. Afmælis- sýning Norræna hússins á verkum Alvars Aalto. • Steinunn Marteinsdótt- ir, Bragi Ásgeirsson, Sig- ríður Asgeirsdóttir og Olga Soffía Bergmann sýna að Hulduhólum, Mos- fellsbæ. Opið daglega kl. 14-19. • Markús ívarsson. Sýn- ing á verkum ýmissa ís- lenskra listamanna, úr safni Markúsar ívarssonar, í Listasafni íslands. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. • Carlo Scarpa, listamað- urinn og arkitektinn, er höf- undur verkanna sem nú eru í Ásmundarsal. • Bragi Ólafsson heldur sýningu á Ijóðum sínum að Kjarvalsstöðum. Opið dag- lega kl. 10-18. • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í Ásmundar- safni við Sigtún í tilefni ald- arminningar hans. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. • Jóhannes Kjarval. Sumarsýning á verkum Jó- hannesar Kjarvals að Kjar- valsstöðum, þar sem meg- ináhersla er lögð á teikn- ingar og manneskjuna í list hans. • Ásgrímur Jónsson. Skólasýning stendur yfir í Ásgrímssafni þar sem sýndar eru myndir eftir Ás- grím Jónsson úr íslenskum þjóðsögum. Opið um helg- arkl. 13.30-16. • Gréta Ósk Sigurðar- dóttir opnar sýningu í Gall- eríi Sævars Karls, Banka- stræti 9, á föstudaginn klukkan 16. Verkin á sýn- ingunni eru ætingar í sínk, unnar á þessu ári, og tvö þrívíð pappírsverk. Opið á verslunartíma á virkum dögum, frákl. 10-18. Sýningar • Nútíð við fortíð nefnist viðamikil sýning í Þjóð- minjasafninu í tilefni 130 ára afmælis safnsins. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Hvaö má bjoða þér að Nokkrir íslendingar fá sjens á endurfæðingu hjá PRESSUNNI TORFI RAFN HJflLMARSSON gullsmiður: „Þar sem ég er alveg forfallinn mótorhjólamaður, ætli ég myndi ekki vilja koma til jarðarinnar í formi Norton mótorhjólsins sem ég ætla að gefa konunni minni eftir mánuð.“ JON HflLLUR STEFÁNSSON skáld og gagnrýnandi: „Ég myndi vilja verða höfrungur.“ HALLDÓR FRIÐRIK ÞORSTEINSSON viðskiptafræðingur og fréttamaður á Ríkissjónvarpinu: „Hægra heilahvelið í Immanuel Kant. Ég man nú ekki alveg hvort greindin er í hægra eða vinstra en ég skýt á það hægra. Svo var Kant svo rnikil fyrirmyndarpersóna." EINAR THORODDSEN háls- nef- og eyrnalæknir: „Ég held ég myndi vilja verða eitthvað svipað, bara með fallegra nef og á betri tíma.“ DAVIÐ ÞÓR JÓNSSON guðfræðinemi með meiru: „Ég myndi vilja vera tíkallasíminn í anddyri Há- skóla íslands. Hann er alltaf fullur. Þá sjaldan hann er ekki fullur, þá er alltaf einhver sem heldur um tólið á honum.“ Það hlýtur að skipta fólk nokkru máli hvort birtingarmynd þess hér á jörðu verði í formi óæðri dýrategunda, svo sem snigils, rottu eða annars álíka ógeðs, eða hvort það birtist á ný í formi nóbelsverðlaunahafa, kvikmyndastjörnu eða hetju úr mannkynssögunni. Endurfæðing er hugtak sem skiptir höfuðmáli í trú fjölda jarðarbúa. Til dæmis trúa finunhundruð milljónir búddatrúarmanna og fjögur- hundruð milljónir hindúa því staðfastlega að þeir endur- fæðist sífellt: og þá fer nýja tilvistin eftir því hvernig þeir hafa hagað sér í fýrrverandi jarðvist. Þessi sífellda endumýj- un veldur því að dauðinn er þeim ekki mikið áhyggjuefni. Þá erum við komin að löndum vorum sem hvorki eru búddatrúar né hindúar. Skildi nú tilvistarvandi okkar ná eitthvað út fyrir hinar hundleiðinlegu kreppuhugrenningar eða snúum við þessu upp í grín að vanda? Eftir ítarlega athugun er það niðurstaða blaðamanns að vart sé hægt að segja að endurfæðing sé mikið áhyggjuefhi íslendinga, enda hafa menn þetta í flimtingum, er þeir eru spurðir, margir hverjir. PRESSAN brá sér því í hlutverk æðri máttarvalda og bauð örfáum útvöldum að koma á ný til jarðarinnar í hvaða formi sem þeir vildu. Skipti engum togum að vísindablaða- maður blaðsins fékk lærð og úthugsuð svör til jafns við augnablikshugdettur. Var sérstaklega fróðlegt að fylgjast með þankagangi fólks í þessum efhum. Enginn hafði þó þor til að segjast ætla að verða fegurri en hann/hún er í þessu jarðlífi nema einn sem vildi fæðast með fallegra nef. Virðist það benda til þess að sá hluti íslendinga sem hér varð fyrir svörum hafi ekki miklar áhyggjur af útliti sínu. (Þó læðist að blaðamanni sá grunur að enginn vilji játa á sig hégómagirnd ótilneyddur, að minnsta kosti ekki fyrir alþjóð). Skortur á kynþokka eða álíka hégómi var ekki áhyggjuefhi svarenda og enginn óskaði eftir að eiga meiri „sjens“ í næsta lífi en hann hefur nú þegar. Vísindablaðamaður varð þó fýrir vonbrigðum að heyra ekki minnst á fallnar eða ódauðlegar hetjur eins og Napóleon, Sál konung, Múham- með spámann eða Jesú. Meira að segja ungur og upprenn- andi fulltrúi prestastéttarinnar hugðist ekki feta í fótspor slíkra stórmenna. Einn fulltrúi kvennanna í hópnum var sú eina sem viidi feta í fótspor örlagavalda, og það engrar smá kerlingar, því hún hafði hug á því að verða sjálf Eva í aldin- garðinum. Það kom blaðamanni spánskt fýrir sjónir þær duldu hvatir sem fulltrúar Stöðvar 2 í þessari könnun eiga sameiginlegar, nefhilega þær að vera innanbúðar í búnings- klefa kvenna í Sundlaugunum í Laugardal. En hér fýlgja lærð svör þessara útvöldu Islendinga. JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON dagskrárgerðarmaður á Aðalstöðinni: „Ég veit kannski betur hvað ég myndi eldd vilja vera ef ég ætti kost á að endurfæðast, enda er þetta erfið spurning. Ég hefði t.d. ekki áhuga á að endurfæðast sem fótbolti. Én svona í fljótu bragði þá dettur mér einna helst í hug raketta. Hún skín skært á meðan hún skín, og hefur gott útsýni. Svo tekur þetta fljótt af.“ SIGURÐUR SVEINSSON handboltamaður: „Ég á í miklum erfiðleikum með að svara þessari spurningu, enda get ég ekki sagt að slíkar hugleiðingar plagi mig mikið. Það er þó alveg ljóst að ég get ekki hugsað mér að vera baðvigt í karlaklefanum í laugunum, þó það gæti verið áhugavert. Ég myndi ffernur vilja flytja mig yfir í kvennaldefann og gegna þar hlutverki baðvigtar.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.