Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 21
E R L E N T Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 PRESSAN Rithandarfræðingum fjölgar í frönskum fyrirtækjum: Skriftin sker úr um framtíðina Frönsk íyrirtæki eru líklega þau einu í heiminum sem styðjast við ráðleggingar rithandarfræðinga þegar þau ráða í störf. Á tímum ört vaxandi atvinnuleysis þegar fjöldi umsækjenda um hverja lausa stöðu er óyfirstíganlega mikill, eiga yfirmenn sr- fellt erfiðara með að velja úr umsóknum. Háskólapróf og hæfileikar hreinlega duga þeim ekki sem vegvísar til að ráða ffam úr vandanum og því hafa þeir brugðið á það ráð, að kalla rit- handarfræðinga sér til hjálpar. Frönskum umsækjenda nægir því alls ekki að senda venjulega umsókn um þá stöðu sem ffeistar hans, heldur verður að fylgja henni handskrifað bréf, þar sem viðkomandi skýrir hvers vegna hann hefur áhuga á starfinu. Raunverulega ástæð- an fyrir því að beðið er um handskrifað bréf er auðvitað sú að fyrirtækið ætlar að bera það undir rithandarffæðing. Nauðbeygðir til að gangast undir próf Áætlað er að nú séu 500 rit- handarsérffæðingar starfandi í Frakklandi. Þeir vinna eftir kerfi sem þeir hafa komið sér upp og tengir saman venjulega sálffæði og rithandarlestur. Út frá þessu kerfi hafa sér- ffæðingarnir þróað vísindi sem þeim hefur tekist að troða upp á vinnumarkaðinn. Og það þótt engin staðhæfing þeirra hafi staðist tilraunir er átt hafa að staðfesta þær, sem er satt að segja dálítið pínlegt fyrir vís- indagrein. Próf rithandarffæð- inganna hafa heldur aldrei get- að gefið sjálfstæðar upplýsingar um þann sem er prófaður, hvað þá heldur að tekist hafi að fá út sömu niðurstöðu þar sem sami einstaklingur er prófaður af fleirum en einum. Rithandarfræðingarnir játa jafnvel sjálfir að prófin þeirra geti ekkert sagt til um ffamtíð- ina, hvað þá heldur starfsffama viðkomandi einstaklings og ■það ekki einu sinni með lág- marks ffávikum. En hvort sem ■ franskir umsækjendur trúa á ' rithandarlestrarpróf eður ei eru ' þeir nauðbeygðir til að gangast undir’þau, því síféllt fjeiri at- j vinnurekendur styðjast við ' ,Þ*U- ' * . Sveitapresturinn býr tilfræði ■ t - •• i - i : , r Rithan'darfræðin ér upprunnin í , Frakkkndi o>g það er aðeins þar sern hún • er neydd upp áf<jlk,í miklum tpæli: •_ Úpphafsmaður þessararmiklu fffeði- ' greinar hét Jean-Hippplyte Michon, og var ábóti á tímum Napóleons. Hann hóf féril sinn sem jvénjulegur préstur í ein- angraðri sveit á miðhálendi Frakklands. Þar stofnaði hann til vináttusambands við annan kirkjunnar mann, en sá var var skólastjóri gagnfræðaskóla. Þann tíma sem þeir vinirnir nýttu ekki til bæna og helgihalds notuðu þeir til að leita svara við torræðum spurningum er sóttu á þá um lífið og tilveruna. Þeir höfðu tekið eff- ir því að skrift nemenda gagnffæðaskól- ans var mismunandi og að þessi mis- munur var í samræmi við persónuleika þeirra og gáfur. Sannfærður um að þeir hefðu uppgötvað ný vísindi hófst Michon handa við að búa til rithandarffæðina. Á sama tíma óx vegsemd hans innan kirkj- unnar og ekki leið á löngu þar til hann var fluttur til Parísar þar sem hann var gerður að ábóta. Starfið bauð upp á margvísleg tækifæri til að taka þátt í ver- aldlegu vafstri og njóta samskipta við ýmsa merkismenn þjóðfélagsins. Hann fékk fjöldann atlan af bréfum sem gerði honum kleift að halda rann- sóknum sínum á sviði rithandarffæðinn- ar áfram. Skoðanir hans á mönnum og málefnum voru mótaðar. Hann elskaði aðalsmenn og kóngafólk og eftir því ályktaði hann sem svo að aðeins væru til tvær tegundir rithandar, sú er tilheyrði mönnum ejns og Lúðvík XIV, ,og hin er koín úr penna óþokka ogmiisyndis- manna af óæðri stigum. Én ábótinn gerð- ist áldrei atvinnumaður í ffæðum sínum heldur lét sér þau nægja sem áhugamál. • Trúa ekki lengur á prófskír- teíni Þannig hélst það áratugum saman, ffæðin stöðnuðu þar til sögunnar kom Crépieux nokkur Jamin. Hann fékk ástríðufullan áhuga á skrifum Michon ábóta, en fannst hann nokkuð hafa skort á í aðferðarffæðinni. Crépieux-Jamin.tók því til við að flokka ólíka skrift samkvæmt ákveðnum reglum: stærð stafanna, halla þeirra til hægri eða vinstri, bilinu á milli þeirra, þéttleika hennar, samspilinu milli lágstafa og hástafa, lykkjum og bogum. Honum tókst að búa til 170 flokka sem hann skilgreindi eftir samanlögðum eig- inleikum rithandarinnar og kallaði sam- ræmi. Samræmið var hið góða, en ósam- ræmið og hið óskipulagða hið illa. Það var höndin sem skrifaði en sálin las henni fýrir. Rithandarffæðingar hafa alla tíð starfað samkvæmt ríkjandi gildum þjóðfélagsins á hverjum tíma. Það hefur eldcert breyst. í dag eru þeir tryggir fýrirtækjunum sem ekki treysta lengur sínum eigin hefð- bundnu aðferðum við mannaráðningar. Þannig er rithandarfræðin, sem áður var aðeins til skemmtunar í samkvæmum heldri manna, farin að stjórna því hverjir fá vinnu. Ástæðan fyrir þessari eftirsókn fyrirtækja í fithándarfræðinga er talin vera sú að stjórnendur þeirra hafa ekki lengur. trú á prófskírteinum og þora jafn-; vel ekki áð farj eftir starfsreynslu um- sækjenda. Hjn hefðbunda umsótkn er ekki' lengur notuð í öðrum tilgangi en þeini að sigta'úr þá sem eru vangefhir eð|a brjálaðir. Vegna þess hve umsækjendur eru margir eru þeir litnir hornauga'af at- vinnuveitendum. Þeir síðarnefndu taka ekki einu sinni mark á þeim hugboðum sem þeir fá um umsækjandann í viðtali. Hann veit of vel hvemig hann á að selja sig, kemur of vel fyrir. Atvinnuveitendur em hræddir við lygar og vilja baktryggja sig. Þess vegna ráða þeir til sín rithandar- ffæðinga. En hvers vegna í ósköpunum fóru Frakkar að trúa svona blint á jafn tilfinn- ingaleg vísindi og rithandarffæði? Ein- hver glöggur maður gat bent á það. Hann telur skýringuna vera þá að þeir séu svo hneigðir til bókmennta, auk þess að vera miklir mælskusnillingar. Þeir elski rit- handarffæðina vegna þess að hún er list, sem líkt og öll önnur list er einskis virði án listamannsins - sem í þessu tilfelli er rithandarfræðingurinn. Það er því ekki sama hver fær að lesa úr. skriftinni þinnL ■ . Mislukkuð uppá- koma hjá Clinton Það verður tæpast sagt um hálfbróður Bills Clirv tons Bandaríkjaforseta, Roger Clinton, að hann eigi mikilli velgengni að fagna sem rokksöngvari. Nýverið tróð kappinn upp á hóteli einu í New York borg og var upppákoman að sögn svo mislukkuð að menn muna vart annað eins þar vestra. Viö- stöddum hótelgestum var greinilega ekki skemmt því löngu áður en dagskránni lauk var stærstur hluti þeirra flúinn á brott. Dropinn sem fyllti mæf inn var frumsamið lag rokksöngvarans „Stjómmál" þar sem hann notaði tækifærið og hampaði for- setanum stóra bróður sínum. Gerði hann mikið úr afrekum hans í embætti og söng meðal annars við litlar vinsældir: „Forsetinn segir það sem hann meinar og meinar það sem hann segir.“ Skömmu síðar fóru bæði hljóðnemi og magnari skyndilega úr sambandi og höfðu þá sumir á orði að þar hefðu æðri máttarvöld blessunarlega verið að verki. Clinton reyndi í örvæntingu að bjarga kvöld- inu og stakk upp á því að hann sæti fyrir svörum Itkt og tíðkast með forsetann á fréttamannafund- um. Honum varö hins vegar Ijóst að þolinmæði viðstaddra var á þrotum, þegar sá fyrsti og síðasti reis upp og kallaði utan úr sal: „Hvað hefurðu hugsað þér að gera í heilbrigðismálum?" Stríðsbarnið Lennon Breski sálffæðingurinn Ter- ence Dowling telur sig vera búinn að komast að þvi hvers vegna Bítillinn John Lennon var svo gjarn á að fjalla um ffið í heiminum í textum sín- um. Samkvæmt niðurstöðum sálfræðingsins var Lennon dæmigert „stríðsbarn“; faðir hans var í breska hernum og var heima í helgarfríi þegar Lennon var getinn og nóttina sem dengurinn kom í heim- inn rigndi sprengjum yfir fæðingarstaðinn Liverpool. Dowling segir dæmið um landa sinn Lennon renna stoðum undir þá kenningu að börn í móðurkviði verði fýrir beinum áhrifum af andlegri líðan mæðra sinna. Með öðr- um orðum sé hægt að ganga út ffá því sem vísu að sé kona áhyggjufull og kvíðin rneðan á meðgöngu stendur, fæðist barnið í samskonar andlegu ójafrívægi. Dowling hefur komist að raun um að tala eiturlyfja- neytenda, afbrotamanna og fólks með geðræn vandamál hefur aukist jafnt og .þétt í Bretlandi frá því í stríðslok. Samkvæmt tilgátu sálfræð- ingsins varð Lerínon strax í móðurkviði fyrir miklum nei- kvæðum áhrifum af völdum heimsstyrjaldarinnar, rétt eins og svo margir landar hans af; sömu kynslóð. öfugt við flesta aðra kaus Lennon síðar að deila vandamálum sínum með öllum heiminum og not- aði til þess lagatexta sína. Dowling segir engan vafa leika á því að textar Lennons skýri margt úr æsku hans. Máli sínu til staðfestingar hefur hann bent á laglínuna „Hey, Mister Postman, bring me a letfer“, sem sé vafelftið ákýrskotun til þess hversu heitt móðir hans þráði að fá bréf ffá eiginmanni sínum í stríðinu. Eins og gefur að skilja eru menn misjafnlega trúaðir á tilgátu sálffæðingsins um poppgoðið John Lennon ög hafa margir vísað henni al- farið á bug sem tómum hug- arburði. Vlð verðum að skilja a.m.k. einn eftir á lífl svo elnhver geti undirritað friðarsamningana.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.