Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 6
MENN 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 Albert Guðmundsson Bölvun boltamannsins Edda Helgason hjá Handsal VARÐ AÐ SKILA IBUÐINNI06 JEPPANUM Málaferlum er nú lokið fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í tveim dómsmálum sem enska fyrirækið Sleipner Ltd. í Lond- on höfðaði á hendur Eddu Línu Sigurð- ardóttur Helgason hjá Handsal. Edda var starfsmaður hjá verðbréfafyrirtækinu Sleipner áður en hún kom hingað til lands en hún hætti störfum hjá fyrirtæk- inuíágúst 1988. Fyrirtækið höfðaði mál gegn Eddu fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til að ná úr hönd- um hennar íbúð að Hagamel 27 og jeppa af gerðinni AMC árgerð 1985. Taldi breska fyrirtækið að þessar eigur væru komnar í hendur Eddu án þess að neinar heimildir hefðu verið til þess. Edda bar því hins vegar við að henni hefði verið ráðstafað eignunum af Erik Falk, sem þá var aðalframkvæmdastjóri Sleipners, en honum var vikið ffá um leið og Eddu. Þess má geta að í kjölfar brott- rekstursins hóf Sleipner málaferli á hend- ur Eddu og Erik en málinu var vísað ffá dómi í Lundúnum í fyrra. Dómarinn, Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, taldi að Erik hefði ekki haft umboð til að ráðstafa eignunum með framangreindum hætti. Taldi dóm- arinn að engar sönnur hefðu verið færðar fyrir því að þetta hefði verið gert í þágu fyrirtækisins né því yfir- höfuð gerð grein fyrir málinu. Edda bar því við fyrir dómi að hún hefði fært fyrirtækinu mikil viðskipti hér á landi og taldi af þeim sökum að henni bæru þessar eignir upp í sölu- þóknanir. Vegna íbúðarinnar var Eddu gert að greiða 7,5 milljónir að viðlögð- um 5000 króna dagsekt- um frá lokum aðfarar- frests. Fyrir þann þátt málsins var henni gert að greiða 350.000 krón- ur í málskostnað. Það kom fram að Edda hafði selt bróður sínum bílinn og taldi dómarinn að ekki ætti að rifta þeim samningi. Þess í stað var Eddu gert að greiða Sleipner 1,2 milljónir króna fyrir bíl- inn og 150.000 krónur í málskostnað. ALIT Einar Páll Sveinsson, Jóhannes F. Skaftason, Jón Daníelsson Ottó B. Ólafsson Sigurður B. Þorsteinsson að vera frjáls? Þrátt fyrir háan aldur vekur Albert Guðmundsson enn skelfingu meðal pólitíkusa. Sú ffétt að hann sé á heimleið og Hulduherinn í viðbragðs- stöðu fær kaldan svita til að spretta út á sjálfstæðismönn- um. Ástandinu má líkja við þá tíma sem Frakkar upplifðu eftir að Napóleon slapp úr einangrun á Korsíku og marséraði til Parísar — borg- arinnar sem Albert er að koma frá. Sjálfstæðismenn spyrja hvort karlinn ædi virki- lega að fara í framboð; af hverju getur hann ekki farið á elliheimili eins og önnur lög- gilt gamalmenni? Þeim finnst nánast ósanngjarnt að þurfa að upplifa þessa bölvun bolta- mannsins alla tíð. Ferill Alberts Guðmunds- sonar er einhver mannlegasti kaflinn í íslenskri stjórnmála- sögu. Enginn stjórnmálamað- ur hefur staðið nær litla manninum sem bærist í okk- ur öllum. Albert veit hvernig litlu hjörtun slá og hann veit allt um mannlega breyskleika. — Hann hefúr nefnilega próf- að þetta allt á sjálfum sér. Það var hann sem sem sat báðu- megin borðsins í Hafskips- málinu en gerði þó ekkert af sér. Enda má spyrja hvort maður sem veit ekki hvað er rangt sé yfir höfúð fær um að gera nokkuð af sér. Það var eðlilegasti hlutur í heimi þegar hann tók umboðslaun af sjúkrapeningunum hans Gvendar jaka, það var líka fullkomlega eðlilegt að hann skyldi taka öll biðlaun sem boðist hafa. Það var einnig of- ureðlilegt að hann skyldi senda alla litlu karlanna sem þurftu uppáskrift á litlu víxl- ana sína til hinna þingmann- anna í Borgaraflokknum. Það „ Sjálfstœðismenn spyrja hvort karl- inn œtli virkilega aðfara íframboð — afhverju getur hann ekkifarið á elliheimili eins og önnur löggilt gam- almenni?“ var ekki heppilegt að hann sjálfúr stæði í þessu. En nú er hann á heimleið, blessaður heillakarlinn. Það er einmitt það sem við þurfum nú í miðri krepputíðinni. Það verður munur að fá hann heim úr hringiðu Evrópu og njóta alls þess sem hann hefúr lært í útlandinu. Þó að fyrri útivist Alberts hafi fyrst og ffemst snúist um að elta tuðru og afla umboða þá hefur seinni útivistin sjálfsagt verið heilladrýgri fyrir land og þjóð. Þjóðin þarf einmitt mann eins og Albert núna. Mann með heildstæðar hugmyndir í efnahagsmálum; mann sem er fljótur að skilgreina vandann, sundurgreinir í hvelli og legg- ur fram vandaða málefna- pakka þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Albert skilur samtímann og samtíminn skilur Albert. Það eru framundan góðir tímar fyrir litla manninn. Ef Albert býður sig fram í borg- inni er allt eins líklegt að hann lendi í lykilstöðu — enginn geti myndað meirihluta nema Albert fái að verða borgar- stjóri. Þá verður gaman í borg Berta.___________________ AS Á lyfsala Einar Páll Sveinsson, fratn- kvœmdastjóri Domus Medica. „Aðalástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að frumvarpið verði samþykkt er sú að kom- inn er tími til að afúema ein- okunarfyrirkomulag apóteka. Út ffá sjónarhorni læknamið- stöðvar Domus Medica, sem er í eigu einkaaðila og hlutafé- lags, er bagalegt að hafa ekki apótek sem er óaðskiljanlegur hluti slíkra miðstöðva ef vel á að vera. Við sjáum ffam á að með þessu frumvarpi verði hægt að setja hér upp apótek. Það hefur einnig skert okkar samkeppnisstöðu að í skjóli þessa einokunarfyrirkomulags hefur fjöldi apótekara byggt upp húsnæði fyrir lækna sem þeir hafa í námunda við sín apótek. Þetta gera þeir með því fjármagni sem þeir afla í gegnum þetta kerfi. Þannig er staða annarra lækna sem byggja sína þjónustu upp af eigin rammleik ekki sambæri- leg.“ Jóhannes F. Skaftason, lyf- sali.„Ég get ekki verið með frelsi í lyfsölu eins og það kemur fram í þessu frum- varpi. Það er of óheft og ég er hræddur við of mikið ffelsi í þessum málaflokki. Slíkt býð- ur hættunni heim þegar til lengri tíma er litið. Þetta getur orðið tíl þess að lyfjum verði haldið að almenningi vegna þess að þróunin er sú í ná- grannalöndunum að aðgengi fólks að lausasölulyfjum vex. Það er meðal annars gert til að létta byrðar tryggingastofn- ana. Við þekkjum hvernig mannlegt eðli er. í framtíð- inni munu safnast í þetta fag menn með annað hugarfar en þeir sem nú eru fyrir. Þeir munu hafa sölumannssjónar- miðið meira í hávegum. “ Jón Daníelsson, lektor í hagfrœði.„Eitt af einkennum íslensks þjóðfélags er ótrúlegt magn sérleyfa, svo sem í einkasölu lyfja, sem ríkið út- hlutar vinum og vandamönn- um ráðamanna. Þetta er aug- sýnilega hagstætt fyrir sérleyf- ishafana sem njóta mikils hagnaðar af einkaleyfum sín- um, og jafhframt leiðir það af sér mikið þakklæti í garð þeirra stjórnmálamanna sem úthluta leyfunum. í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru völd stjórnmálamannanna til slíkrar úthlutunar mun minni en hérlendis, og eru slík völd talin neikvæð, svo sem á Ítalíu þar sem almenningur er þessa dagana að kasta fyrir róða spiílingarkerfi gærdagsins. Is- lendingar eru í þessum efnum sem öðrum á eftir vestrænum þjóðum í pólitísku siðferði, en frumvarpið um frjálsa sölu lyfja er til mikilla bóta. Frjáls sala lyfja leiðir af sér lækkað verð og betri þjónustu fyrir al- menning og er kominn tími til að við hættum að greiða einbýlishús og jeppa lyfsala. “ Ottó B. Ólafsson, fram- kvœmdastjóri Delta.„E'ms og frumvarpið leit út í vor var nánast bara ein megin breyt- ing ffá gildandi fyrirkomulagi í frjálsræðisátt. Sem sagt sú að lyfjafræðingum eigi að vera frjálst að stofna lyfjabúðir hvar sem er. Ég sé í sjálfu sér ekki stóra muninn á fyrir- komulaginu með þessari breytingu. Aftur á móti sé ég í rauninni ekkert athugavert við að þessi rýmkun eigi sér stað, það kemur sér ekki illa við okkur í iðnaðinum. Vænt- anlega er nú samt meiningin með þessum breytingum sú að spara og minnka notkun. Það leyfi ég mér að efast um að muni gerast, því ljóst er að með auknu aðgengi að lyfjum mun notkun aukast. Það er ekkert öðruvísi með lyf en aðrar neysluvörur. Einnig er ólíklegt að verð muni lækka eitthvað að ráði, það virkar örugglega í báðar áttir.“ Sigurður B. Þorsteinsson, formaður lyfjanefndar.„Per- sónulega finnst mér ekki mik- il eftirsjá í því lénsfyrirkomu- í haust er von á því að Al- þingi afgreiði frumvarp um sölu og dreifingu lyfja, sem Sighvatur Björgvinsson fyrrum heilbrigðisráðherra lagði ffam í vor. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir auknu ffelsi í lyfsölu. lagi sem nú ríkir. Án tillits til þess hvaða fyrirkomulag menn vilja hafa á lyfsölu verð- ur að gæta þess að ekki verði slakað á öryggiskröfúm, hvað varðar geymslu lyfja og af- greiðslu þeirra. Ef því skilyrði er fúllnægt hef ég ekki mikið við það að athuga að frjáls- ræði verði aukið. Þó hef ég ekki mikla trú á því að verð muni lækka mikið, bara af því að frjálsræði verði komið á í sölu lyfjanna. Verð getur líka orðið mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á land- inu og umfangi viðkomandi apóteks. Menn geta haft ein- hverjar skoðanir á því hvort slíkt sé æskilegt. I tengslum við umræðuna um tengsl apóteka við læknastofúr vil ég benda á, að langflestir læknar eru þeirrar skoðunar að öll fjárhagsleg tengsl milli lyfsala og lækna séu óæskileg.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.