Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 8
F R E TT I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 SKOTTUIÆKNAR Þegar læknavísindin hafa reynt allt leita fársjúkir til skottuiækna. Hinn almenni borgari tekur skottulækninn líka fram yfir heimilis- lækninn þegar sá síðarnefndi er hættur að hlusta Ákveðið hlutfall þeirra sem fara til skottulækna er fársjúkt fólk með ólæknandi sjúk- dóma eins og Hafsteinn Sig- urðsson sem rætt er við hér annarsstaðar á opnunni. Það var samdóma álit þeirra sem PRESSAN ræddi við að sjúk- lingar væru oft tilbúnir til þess að leggja ýmislegt á sig, ef það mætti verða til þess að þeir fengju bót meina sinna, enda hafi þeir litlu að tapa þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig. Kostnaðurinn sem af þessu hlýst getur þó orðið alihár. En þeir eru líka margir sem kenna sér ókennilegra kvilla er þeir fá enga lækningu við hjá sínum heimilislækni og leita því til skottulækna. Ólafur tal- ar um „sjúkdóma af sállíkam- legum toga“ í grein sinni, sem hann telur að hafi vaxið á undanförnum árum. „Vanda- málið er að læknar hafa ekki mörg ráð í hendi sér til þess að lina óþægindi og jafnvel þján- ingu þessa fólks,“ ritar land- læknir. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir er ekki al- veg sammála hvað þetta síð- asta atriði varðar. „Sumir læknar gefa sér mjög góðan tíma fýrir sjúklinga sína. Ann- ars staðar er meira álag og þá getur verið erfítt að gefa sér tíma.“ Hann bætir því við að aldrei verði hægt að gera svo öllum líki, jafiivel ekki þó heil- brigðisþjónustan hafi batnað mjög og aðsókn í hana aukist. Samkvæmt þessu er tvískinn- ungur í viðhorfum þjóðarinn- ar til lækna. LÆKNAR HAFA LÍT- INN TÍMA Uppspretta sállíkamlegra sjúkdóma er yfirleitt af félags- legum eða sálrænum toga. Orsökin er þá sálræn en ein- kennin líkamleg, t.d. hjart- sláttur, magasár eða útbrot. Sumir skottulæknar eru þó þeirrar skoðunnar að mjög marga sjúkdóma megi rekja tU sálarástands sjúklingsins eða þá lífernis hans. Hallgrímur Þ. Magnússon er lærður læknir en leggur nú aðallega stund á grasalækningar og nálastungur. Hann leggur mUda áherslu á mataræðið og er alveg sannfærður um að líf- erni fólks og umhverfi hafi mildl áhrif á þróun sjúkdóma. Ulfur Ragnarsson læknir úti- lokar ekkert og hefur allt tíð stundað óhefðbundnar og hefðbundar lækningar jöfn- um höndum. Skoðanir Úlfs eru þó mun hófsamari en Hallgríms, en sá síðarnefndi lenti í útistöðum við land- læknisembættið fýrir rúmum tveimur árum vegna aðferða sinna. Matthías Halldórsson segir landlæknisembættið fýlgjast með þeim sem stunda óhefð- bundnar lækningar og full- yrðir að þeir hundelti engan. HALLGRÍMUR MAGNÚSSON telur að fólk leiti til skottulækna þegar það fær ekki bót meina sinna hjá læknum. þeir geta verið grasalæknar, náttúrulæknar, nálastungu- læknar, læknamiðlar eða „undralæknar“ eins og Ro- berto Tapia sem kom hingað til lands frá Mexíkó í byrjun júlí. Ólafur Ólafsson land- læknir sá til þess að snöggur endir var bundinn á dvöl hans hér, enda þóttist hann hafa fullvissu fýrir því að maðurinn væri ekki læknir. Það hefúr þó ekki aftrað íslendingum ffá að leita til Tapia í Mexíkó. Margir urðu til að hneykslst á framkomu landlæknis. Ástæðan er eflaust sú að sífellt fleiri íslendingar vilja eiga þess kost að geta sótt læknisþjón- ustu sem stendur utan við hið opinbera heilbrigðiskerfi. Fjölgun skottulækna síðasta áratuginn sannar það. Her- mann Ragnar Stefánsson danskennari sem búinn er að fara tvisvar sinnum til Mexíkó í leit að lækningu við krabba- meini er þeirrar skoðunnar að fólk eigi að ráða því sjálft hvert það leitar þegar enga lækn- ingu er að fá hjá hérlendum læknum. Fleiri viðmælendur PRESSUNNAR tóku undir þessi sjónarmið Hermanns, þar á meðal heilbrigðir ein- staklingar sem hafa áhuga á fyrirbyggja sjúkdóma. Ekki tókst að ná tali af Dagmar Ko- eppen sem er tengiliður Is- lendinganna við Mexíkó. HAFA ENGU AÐ TAPA En Ólafur Ólafsson hefur fúlla ástæðu til að vara fólk við gylliboðum manna eins og Tapia (sjá viðtal við Hafstein Sigurðsson) jafnvel þótt eng- inn hafi hlotið skaða af heim- sókn til hans — ennþá. Ólafur sagði í grein er birtist í Morg- unblaðinu 24. júlí að mál Tap- ia sé eitt versta dæmið um skottulækni sem komið hefur inn á borð til hans lengi. Hann á þar við loforð „lækn- isins“ um bót á ólæknandi sjúkdómum eins og MS-sjúk- dómi og krabbameini. Þá svíður Ólafi féð sem sjúkling- arnir eyða í „lækninguna“, en ferðin tfl Mexíkó kostar ekki undir 400.000 krónum. Tapia er ekki fýrsta dæmið um út- lending sem hingað kemur til að plokka peninga af íslensk- um sjúklingum. Mörgum er minnistæður „indíáni“ nokk- ur sem hér var fýrir fáum ár- um, að ógleymdum „handa- skurðlæknunum" frá Filipps- eyjum. Hvert svo sem viðhorf landlæknis er til skottulækn- inga þá er fjölgun skottulækna og viðskiptavina þeirra stað- reynd. Grasakonum hefur fjölgað, en þær búa til seyði, te og krem. Aðrir hafa sambönd inn í aðra heima. Edda Gunn- arsdóttir notar pendúl og tengir sjúkdóma við fýrri líf Síðan koma þeir sem þykjast geta mælt vítamínið í líkam- anum og selja að sjálfsögðu bætiefni í miklu magni. ÓLAFIÓLAFSSYNI landlækni er illa við fjárplógsstarfsemi skottulækna. MATTHÍAS HALLDÓRSSON aðstoðarlandlæknir bendir á að þótt fleiri leiti til skottulækna hafi sjúklingum í opinbera heilbrigðiskerfinu líka fjölgað. öllum þeim sem ekki hafa læknisleyfi og háskólapróf í lækningum er bannað að stunda lækningar á íslandi. Þetta er skýrt tekið frarn í heil- brigðislögum. Þeir sem fara á bakvið lögin eða í kringum þau með því að stunda óhefð- bundnar lækningar eru kall- aðir skottulæknar í lögunum. Enginn greinarmunur er gerður á skottulæknum, en

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.