Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 32
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 M örgum heíur þótt eftirtektarvert hve miklir peningar hafa verið'settir í það að ganga frá lóðinni í kringum útvarpshúsið í Efstaleiti. Séra Heimir Steinsson mun hafa rekið það af festu að koma lóð- inni í lag en hún er mjög stór. Síðan í vor hafa stór- virkar vinnuvélar unnið við að laga lóðina sem er að sjálfsögðu hið besta mál ffá umhverfissjónarmiði en -e'.Tienn undrast ríkidæmi íjársveltrar stofnunar... M ikil óánægja er meðal Húsvíkinga vegna þeirrar ákvörðunar for- ráðamanna Flugleiða að fækka enn frekar flugferð- um til Húsavíkur í sumar. Öfugt við það sem um var samið 1990, þegar Flugleið- ‘ «*ínn var úhlutað leyfi til áætlunarflugs til Húsavík- ur, hefur flugferðum þang- að fækkað jafnt og þétt síð- astliðin þrjú ár og eru ferðir flugfélagsins aðeins fjórar alls í sumar. Breytingin hef- ur komið illa niður á mörg- um nyrðra, ekki síst því at- hafnasama fólki sem komið hefur á fót ýmisskonar ferðaþjónustu á Húsavík í samræmi við áður skipu- lagt áætlunarflug þangað. Bæjarstjórn Húsavíkur bar í sumar fram kvörtun við '•forráðamenn Flugleiða vegna þessa og óskuðu þeir þá eftir fundi með heima- mönnum nyrðra svo hægt yrði að skýra málið. f kjöl- farið flugu þrír fulltrúar Flugleiða norður, nota bene til Akureyrar, þeir Leifur Magnússon ffam- kvæmdastjóri á þróunar- sviði, Kolbeinn Arinbjam- arson forstöðumaður inn- anlandsflugs og Jón Bjömsson sölustjóri. Flug- leiðamenn héldu rakleiðis á fund með bæjarráði Húsa- víkur og hófust þegar í stað miklar umræður um mál- ið. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund en aðeins voru liðnar um 45 mínútur þegar Leifur Magnússon stóð skyndilega upp og kvaddi. Ástæða þess að hann þurffi að hraða sér svo mjög aftur suður var að hann hafði ráðgert að snæða kvöldverð með briddsliði eiginkonu sinn- ar. Bæjarráði Húsavíkur var að sögn ekki skemmt... ar. Dotnino 's Pizza varstofnað í Bandaríkjutium fyrir 30 árum og rekurí dag 5.600pizzastaði um allan heim. mínútur. Dotnino 's Pizza „bjó tilu heimsendingarmarkaðinn oghafafrá upphafi ábyrgst gœða pizzur, heimsendar innan 30 mínútna frá pöntun - annars frítt. milljónir. Domino 's Pizza selur30 milljón pizzurá mánuði íyfir30 löndum. s GINN GETUR BETUR SIMI 812 3 4 5 Donni Domino. GRENSASVEGI 11

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.