Pressan - 05.08.1993, Page 26

Pressan - 05.08.1993, Page 26
SKÁLDAKYNNI 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 hTfiN KFBLfim TEllPfíKRmi ?MST.nfiM£7M mm BLSkMl ) KEMURM MEt> MÉR AJ> VmWl ... ^ i r Loksins er hún búin, NAIN KYNNI Þessi verslunar 1MI 1 1» ■ * * * * * mannahelgi. Og sem betur fer er hún bara einu sinni á ári. Hún er vandamál á hverju ári því þær eru ófáar vinnustundirnar sem fara í það að ræða hvert eigi að fara, hvað eigi að kaupa af mat og búsi. Og ef maður ætlar bara að vera í bænum þá er litið svo á að eitthvað sé að. Viö sem heima sitjum getum svo sem vel fylgst með þessum útihátíðum og skemmtunum í gegn- um fjölmiðla. Þar er keppst við að lýsa öllum her- legheitunum af þvíllkum djöfulmóð að ætla mætti að brotist hefði út styrjöld. Og það eina sem þess- ar lýsingar stuðla að er að reyna að vekja upp ein- hverja öfund hjá okkur sem kusum að sitja heima. Ekki þurfum við að pakka saman tjaldinu á mánu- degi og hirða upp úrgang kringum tjaldbúðirnar. Svo ekki sé minnst á það ef maður er í einhverju annarlegu ástandi vegna þynnku. Þetta eru jú heilir þrír dagar sem fylla þarf uppí með drykkju. Að vísu hafa ein- hver ungmennin fundið upp nýja aðferð við tjaldpökkun: bara kveikja í klabbinu. Og afhverju ekki? Það vilja allir skemmta sér og vandinn er bara hvernig það er gert. Mótshaldarar draga fram hin ýmsu skemmtiat- riði til að laða fólk að. Þaö er jú til dæmis alveg rosalega gaman á svona útimóti að góna uppí himininn og horfa á fallhlífarstökk. Ég veit ekkert skemmtilegra. Eða þá að leita að pelanum sem nota átti á sunnudeginum til að taka sárasta broddinn af. En þá er einhver búinn að stela honum. Hversvegna eigum við að þola það á þessum frídegi verslunarmanna að vera plöguð af fréttaflutningi allan helvítis daginn af því hvernig helgin hefur farið fram. Hlusta á þetta tuð frá Umferðarráöi: aö vegna þess að sólin skín þá verði heitt I bílnum. Þessvegna sé ágætt að stoppa og slappa af. Og verða slðastur I röðinni! ÓekkT. Þvílík viska og uppgötvun! En ekki er tekið á mínu vandamáli: það er djöfulli heitt á svölunum mínum! Þessi aumingjans skemmtanavandi þjóðarinnar. Það virtist líka örla á smávonbrigöum hjá fjölmiðlafólki þvl það hafði ekkert stórkostlegt gerst. Fólk var einfaldlega fullt, og einhver næstum þvl kvartaöi yfir því að fleiri nauðganir höfðu ekki orðið. Vonbrigði!? En, elsku fólk, gleymum því ekki að þetta eru ungmenna- og íþróttafélög sem með sönnum íþróttaanda eru að draga æsku landsins á fyllerí. Mér er alveg sama þó Lyngdalsheiði sé næstum því ófær, þar sem ég sit hér heima. Hvað þá að fólk sem statt er á Lyngdalsheiði vilji heyra að heiðin sé næstum ófær. Gvuð forði mér frá verslunarmannahelgi. Ég kaus að sitja heima svo ég þyrfti ekki að hírast útl tjaldi með öllum hinum. Mér finnst tími kominn til að þetta útvarpsfólk taki tillittil okkar sem heima sitjum og hætti hreinlega að færa mér fréttir af umferðinni úti á landi. Ein af ástæðum þess að ég er I bæn- um er sú að ég vil vera laus við þessa vitleysu sem verslunarmannahelgin er orðin. Þvíllk kyrrð og friður ríkti hér I borg. Ég hef engan áhuga á því að frétta hvernig fólk skemmtir sér. Ekki hringi ég inn til Hemma og læt hann vita hvernig gangi á svölunum, og hver hefði svo sem áhuga á því. Eitthvað virðist vera spunnið samt I þessa helgi því þúsundir manna leggja land undir fót. Meira að segja brjótast fangar útaf Hrauninu til að ná þessari helgi. í það minnsta sagði sá þriöji af strokuföngunum aö hann hafi ætlað aö gefa sig fram eftir helgi. Ja sei sei. Það sem fólk leggur á sig. Þegar leið á mánudagskvöldið tók konan eftir þvl að ég virtist vera orðinn hroðalega þreyttur. Ég tók llka eftir því að mér fannst ég vera hálftimbraður og slæptur, einna líkast að ég hafi verið að koma af útihátíð. Mér stóð ekki á sama, ég hafði verið hinn penasti alla helgi. Þá uppgötvaði ég að það var þessi fjölmiðlasíbylja sem hafði duniö á mér allan daginn að mér fannst ég hafa farið á að minnsta kosti fjórar útihátíðir og hangið síðan I bíl allan daginn. Vitiði hvað ég gerði? Ég slökkti á útvarpinu. Einar Ben. BÓKMENNTIR Hér er komið skáld BRAGI OLAFSSON YTRI HÖFNIN BJARTUR 1993 ★★★ Braga Ölafssyni verður ekki líkt við nokkuð annað ljóðskáld okk- ar. Hann er einstakur. Hann sannaði það með fyrstu bók sinni, Dragsúgur, sem kom út árið 1986. Það.hljómar líklega eins og klisja, en þó er engu logið þegar sagt er að þar hafi kveðið við nýj- an tón. Með annarri og nú þriðju ljóðabókinni heldur Bragi þeim tóni, minnir einungis á sjálfan sig. Reyndar finnst mér í einstaka ljóði nýju bókarinnar eins og þar sé að finna galgopalegan Sigfús Daðason eða ljóð eins og Sigfús hefði ort á yngri árum heíði búið í honum galgopi. Það er ekld ætlun mín að filó- sófera að einhverju marki um það að Bragi Ólafsson sé hressileg út- gáfa af Sigfúsi Daðasyni, og svo var ég víst búin að fullyrða að Bragi væri engum líkur, en víst er Bragi hugmyndaffæðilegt skáld. I ljóðum sínum er hann í sífelldri glímu — oftast við tímann. í ljóðunum ríkir ákveðið tíma- leysi. Skilin milli fortíðar, nútíðar og framtíðar eru ekki afmörkuð. Það eru heldur engin skil milli ímyndunar og raunverulegra ffamkvæmda. Mörg ljóðanna eru einskonar draumahugmyndir. Þar er margt með svipuðum brag og í upphafslínum Dagsetningar úr fyrstu ljóðabókinni, Dragsúgi: Konan mín — ef ég œtti konu — lagði hvítan dúk á horð... I Ytri höfninni er að finna samskonar ljóð, gælur við það sem gerast myndi Ef (þau eru svo mörg Ef-in hjá Braga): Yxi hér skógur laumaðist ég inn á milli trjánna og hristi eitt þeirra mittprívat haust í smástund Og í Innan ramma hússjns seg- in Það er von á nýjum leigjanda í húsið... fyrst œtlum við að heilsast með handabandi... Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍUASPRAUTUN Varmi Auöbrekku 14, sími 64 21 41 Bragi Ólafsson er helsta von sinnar kynslóðar á Ijóða- sviðinu. Hann er glœsilegt efni. Mér finnst reyndar afar líklegt að hann eigi eftir að storma inn í skáldsagnadeildina, vœntanlega viðfögn- uð gagnrýnenda. Ogþá býður hann mér inn... Svo sest ég í eina stólinn sem ég sé... Braga Ólafssyni er ákaflega vel lagið að skapa stemmningar. Hann hefur ffjóa og skemmtilega hugsun og býr yfir áberandi hæfi- leika tO að skoða hlutina í nýju og óvæntu ljósi. Margoft kemur ffam í ljóðunum þörfin fyrir að stokka upp, rugla því kerfis- bundna og sjálfsagða: og þá fx ég aðra hugmynd sem ég orða við hann: að gaman vœri að skiptast á myndum; hann fengi myndir af fólkinu mínu, ég affólkinu hans... Og í ljóðinu Merkileg iðja segir: Ég stend við bókaskápinn í les- stofunni og er að rugla sundur bók- um sem staðið hafa saman svo ár- um skiptir og óteljandi síðdegi hafa farið í að raða... Bragi Ólafsson hefur ákaflega hnyttinn stíl líkt og í ljóðinu Fundarmenn: þótt þeir séu á engan hátt sam- stíga niður tröppurnar bera þeir ákvarðanir morgunsins á tnilli sín einsog bræður sem sett hafa tví- punkt aftan við vandrœðalegt líferni foreldra sinna. Það er ekki oft sem Bragi Ólafs- son missir marks. Það gerist þó í upphafi ljóðsins Hringekjan sem er vinayrking í stíl ungskáldanna. Upphafslínurnar, sem hefjast á orðunum „Fornsalann hef ég hitt áður“, eiga ekkert erindi til hins almenna lesanda; eru prívatsvar við ljóði kollega hans, Óskars Árna Óskarssonar. Þar hefði Bragi fremur átt að lyfta símtóli en penna. Ég gæti tínt til eitt og annað smávægilegt sem finna mætti að. Neftit dæmi um einstaka ljóð þar sem hefði mátt ydda betur. En heildarniðurstaðan yrði þó hin sama. Að mínum dómi sannar þessi bók að Bragi Ólafsson er helsta von sinnar kynslóðar á ljóðasviðinu. Hann er glæsilegt efni. Mér finnst reyndar afar lík- legt að hann eigi eftir að storma inn í skáldsagnadeildina, væntan- lega við fögnuð gagnrýnenda. Ég er þess einnig fullviss að Bragi Ól- afsson eigi eftir að þroska skáld- gáfu sína enn meir en orðið er. Honum virðist fæst ófært og á ör- ugglega eftir að bæta nýjum tón- um í litróf sitt og slétta úr þeim örfáu misfellum sem kunna að finpast í smíði hans. Það fer vel á því að Bragi eigi síðasta (spá- dómsjorðið: „Ég mun snúa aftur með ný orð og ég mun geta orðað það sem mið- urfer á nýjan hátt. Á þanti vegsem mér er ófær núna.“ Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.