Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 13
S K O Ð A N I R Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 PRESSAN 13 DAS KAPITAL STJÓRNMÁL Bœjarútgerðin blívur Seki sjónarvotturinn I kreppu og á samdráttar- skeiðum er lögð sú kvöð á stjórnvöld, að þau haldi uppi íúllri atvinnu. Meðal þeirra úrræða, sem gripið hefur ver- ið til er stofnun útgerðar á vegum sveitarfélaga. Rekstrar- formið var með ýmsum hætti. Á ísafirði hét það Samvinnu- útgerð Isfirðinga en í mörgum bæjarfélögum var slík útgerð með beinni ábyrgð bæjarfé- laganna. í Reykjavík hét það Bæjarútgerð Reykjavíkur, BÚR. Borgarsjóður Reykja- víkur bar fulla og ótakmark- aða ábyrgð á rekstri þess fyrir- tækis. BÖR fékk árlega fram- lag frá Borgarsjóði til að standa undir rekstri og fjár- festingum. Svo fór þó að lok- um, að BÚR var sameinað öðru fyrirtæki og fékk það nafnið GRANDI hf. Hefur Reykjavíkurborg ekki þurft að greiða með því fyrirtæki. Dav- íð Oddsson borgarstjóri taldi að niðurfelling á framlagi borgarinnar til BÚR hafi dug- að til að byggja Ráðhús og Perlu. Ekki verður séð, að það hafi haft áhrif á atvinnulíf í Reykjavík, að borgin hætti að skipta sér af rekstri, sem ekki er í hennar verkahring. Reyndar er GRANDI hf. öfl- ugt atvinnufyrirtæki, sem hef- ur að hluta verið selt almenn- ingi og hefur einkavæðing þess tekist vonum ffamar. Á Akureyri var bæjarút- gerðin í hlutafélagsformi. Út- gerðarfélag Akureyringa hf. var stofiiað 1945. Aðaleigandi þess er Akureyrarbær en aðrir eigendur eru KEA og verka- lýðsfélög við Eyjaíjörð auk einstaklinga, sem keypt hafa hlutabréf fyrir sparifé sitt. Út- gerðarfélagið fékk í sinn hlut nýsköpunartogara og keypti jafnffamt aðra slíka, sem önn- ur bæjarfélög höfðu gefist upp á að reka. Frystihús Útgerðarfélagsins var ekki byggt fyrr en 1955. Bygging þess er dæmigerð fyr- ir fyrirgreiðslupólitík Sjálf- stæðisflokksins, því formaður stjórnar Útgerðarfélagsins og þingmaður Akureyringa, sem var sjálfstæðismaður, héldu á fund forsætisráðherra, Ólafs Thors, í Stjórnarráðinu og báðu um ffystihús. Forsætisráðherra tók þeirri málaleitan illa, taldi að togar- amir gætu bara siglt með afl- ann eða þá bara landað ann- aammntam JuK áp*\m í ú ; < ' | En minnumstþess, sem Þorbergur Þórðarson segir í Bréfi til Láru: „Aldrei hefur verið samin svo ómerki- legt bók að hún hafi ekki kostað meira andlegt erf iði en stjórn heillar togaraútgerðar í tiu ar . Því er spurningin þessi: Er Gunnar Ragnars forstjóri ÚA mikið athafna- skáld? arsstaðar. Það væri komið nóg af ffystihúsum og á Akureyri ætti bara að vera iðnaður eins og verið hefði. Þingmaðurinn tók þessum málalokum illa og hótaði að segja af sér þing- mennsku. Það væri til lítils að vera á þingi fyrir flokkinn ef ekki væri hægt að fá eitt ffysti- hús. Að lokum vísaði forsætis- ráðherra þingmanninum og formanninum á dyr. Héldu þeir að fundi loknum niður á Hótel Borg og drekktu sorg- um sínum. Að nokkum tíma liðnum hringdi Ólafur Thors í þing- mann sinn og tilkynnti hon- um að Útgerðarfélagið gæti fengið frystihús og myndi Framkvæmdabankinn sjá um fjármögnun þess. Ástæða þess að Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. er gert að umræðuefni í þætti Karls Marx er sú að fyrirtækið getur ekki gert það upp við sig hvort það ætlar að vera bæjarútgerð eða alvöru hlutafélag á hluta- bréfamarkaði. Stjórnarkjör er með þeim hætti að bæjarstjóri leggur fram tillögu um stjórnar- menn, sem allir eru þá fulltrú- ar bæjarins, enda þótt Akur- eyrarbær eigi aðeins 58 pró- sent hlutafjár. Bæjarstjóri er svo formaður stjórnar. Markaðsverð hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfé- laginu er um 1200 milljónir. Hlutabréf þessi eru auðseljan- leg og er það undarlegt, að Akureyrarbær skuli ekki selja þessi hlutabréf til að skjóta styrkum stoðum undir önnur lífvænleg atvinnutækifæri á Akureyri. Frystihús og togarar Útgerðarfélagsins fara ekkert í burtu þótt bæjarstjóri hætti að stjóma því. Bæjarfulltrúar hafa litið til Útgerðarfélagsins þegar hefur þurft að huga að gæluverkefn- um í atvinnumálum á Akur- eyri. Einhvern veginn hefúr tek- ist að afstýra slysum í þeim efnum. Þannig átti að draga Útgerðarfélagið inn í rekstur K. Jónssonar hf. undir nafni Stýtu hf. en komið var í veg fyrir það. Bæjarfulltrúar verða að gera sér grein fyrir því að Akureyrarbær á ekki Útgerð- arfélagið einn. Rekstur Úgerðarfélagsins hefúr gengið þolanlega á liðn- um árum. Floti þess hefur verið endurnýjaður, stundum nokkuð dým verði keypt, þeg- ar samið var við Slippstöðina án útboðs. Allar forsendur eru fyrir því að einkavæða Út- gerðarfélagið og losa það und- an pólitískri stjórn. Ef til vill hafa forsjárhyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum ekki áhuga á slíku. En minnumst þess, sem Þorbergur Þórðarson segir í Bréfi til Láru: „Aldrei hefur verið samin svo ómerkilegt bók að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár“. Því er spurningin þessi: Er Gunnar Ragnars forstjóri ÚA mikið athafnaskáld? Um daginn var frá því sagt í blöðum að í Bretlandi stendur til að draga manngarm nokk- um fyrir dómara af því hann kom ekki lögreglumanni til hjálpar sem stóð í slagsmálum við bófa. Samkvæmt lögum frá átjánhundruðogeitthvað ber breskum borgurum að hjálpa pólísmönnum, eigi þeir undir högg að sækja í viður- eignum við glæpahyski. Ógæfumaðurinn breski gæti þessvegna átt tugthúsvist yfir höfði sér fyrir aðgerðaleysið. Þegar breskir blaðamenn spurðu afhverju hann hefði ekki hjálpað löggunni í áflog- unum svaraði hann blátt áffam: Ég þorði það ekki. Semsagt: Maðurinn verður kærður fyrir hugleysi. Á sama tíma sitja Bretar í hægindastólum og horfa á ójafnan leik kattarins að músinni á Balkanskaga. Þar eru reknar fangabúðir sem eiga sér aðeins samsvörun í útrýmingarbúðum nasista; hundruð þúsunda óbreyttra borgara eru í herkví í Sarajevo og fleiri borgum; um tvö- hundruð þúsund liggja f valn- um og flóttamenn eru á þriðju milljón. Þetta eru blóðugir tollar 16 mánaða stríðs: íbúar Bosnfu-Herzegóvinu voru fjórar og hálf milljón. Umheimurinn hefur staðið álengdar og horft á slátrunina, rétt einsog Bretinn blauði sem ekki hjálpaði löggunni afþví hann var hræddur við að meiða sig. Sú tíð kemur von- andi að hugdeigir og hug- sjónalausir leiðtogar heimsins verða dregnir fyrir dómstól sögunnar. Sá dómur mun að vísu ekki vekja hina dauðu til lífsins. Evrópa hefur í hálfa öld glímt við óþægilegar sam- viskuspurningar sem heims- styrjöld númer tvö skildi eftir sig: Hvemig stóð á því að vit- firringum tókst að gera þokkalega gróna menningar- þjóð samseka í helförinni á hendur gyðingum? Afhverju gerði enginn neitt? Þetta gerist aldrei aftur, sagði Evrópa. Aldrei framar verða þjóðir Evrópu aðgerða- lausir sjónarvottar að glæpum gegn mannkyninu. En Evrópa er gömul og þreytt og sjúk. Hún situr og horfir á tortímingu heillar þjóðar. Og nú fáum við meira að segja að horfa á þetta allt í beinni útsendingu. Hvað gera Major og Kohl og Mitterrand? Ekkert, alls ekkert. Þeir em nefhilega ekk- ert annað en „innantómir kjaftaskar“ einsog Jónas Krist- jánsson orðaði það svo snöfurlega í leiðara DV á þriðjudaginn. Ráðamenn heimsins eru blauðir sjónarvottar, sekari en glæpamennirnir sem nú fara eldi um Evrópu. Nú eru sextán mánuðir síð- an hið alþjóðlega samfélag viðurkenndi fullveldi og sjálf- stæði lýðveldisins Bosníu- Herzegóvinu. Bosnia á aðild að Sameinuðu þjóðunum, fáni ríkisins með liljunum sex blaktir við höfuðstöðvarnar í New York. Á sama tíma er verið þinglýsa ránsfenginn sem Serbar og Króatar öfluðu með vopnavaldi og ofbeldi. Það er verið að viðurkenna landvinningana. Bosnía-Herz- egóvina var andvana fædd. „Innantómu kjaffaskarnir" eru að gefa glæpamönnum um allan heim grænt ljós. Eld- ar þjóðernishyggju og útlend- ingahaturs krauma víða um Austur-Evrópu og Sovétríkin fyrrverandi. Þar hugsa margir gott til glóðarinnar að gera upp sakirnar við forna fjend- ur, „hreinsa til“, heimta sinn sögulega rétt. Þessir eldar geta breyst í óslökkvandi bál. Sagan er að endurtaka sig og umheimurinn tekur sömu afstöðu og vesalings Bretinn sem þorði ekki að skipta sér af áflogunum milli löggunnar og bófans. Og íslendingar? Jú, við horfúm á sjónvarpið og finnst þetta alltsaman hræðilegt og óskiljanlegt. Og svo erum við líka hérumbil eina þjóðin í Evrópu sem ekki hefiir tekið við neinum flóttamönnum. En við höfum sent nokkra gáma af lítið notuðum tísku- fötum síðan í fyrra og árið þar áður. Rauði krossinn dreifði þeim víst fyrir okkur í Serbíu. Höfundur er rithöfundur. „ Umheimurinn hefur staðið álengdar og horft á slátrunina, rétt einsog Bretinn blauði sem ekki hjálpaði löggunni afþví hann var hrœddur við að meiða sig. “ FJOLMIÐLAR Fröken Agnesfram til varnar smœlingjunum „Morgunblaðið veit auðvitað hvaða sið- ferðisspurningar eru héráferðinni en kýs að láta þær hljóma öðruvísiþegar um vini Morgunblaðsins er að rœða. “ Eitt sérstæðasta mál sem komið hefur upp undanfamar vikur snýst um meinta tilraun utanríkisráðherrahjónanna til að flytja kjöt með ólöglegum hætti irm í landið. Málið sjálft virðist fremur broslegt en ber þó vott um alvarlegan dóm- greindarbrest. Menn geta endalaust deilt um ásetning í málinu, sérstaklega þar sem ljóst er að það verður ekki rannsakað frekar. Áhrifamesti fjölmiðill landsins, Morgunblaðið, hef- ur ákveðið að hafa hljótt um þetta atvik, að slepptum skop- teiknurum blaðsins sem hafa gert sér dagamun. Morgun- blaðið hefúr hins vegar nálgast málið út ffá þeim sjónarhól að hér sé ekki frétt á ferðinni. Það birti athugasemdalaust ffétta- tilkynningu Brynju Ben. sem föxuð var utan úr heimi á alla fjölmiðla og þar með á málinu að vera lokið. — Og um helgina kom fall- byssan Agnes Bragadóttir ffam á vígvöllinn. Inn á leið- araopnu stekkur fröken Agnes fram til varnar smælingjun- um, utanríkisráðherrahjón- unum. í stuttu máli sagt: Henni er ofboðið. Málið allt byggir á rugluðu fréttamati, það er afflutt og fómarlömbin fá ekki að vetja hendur sfnar. Það er fallega gert af Agnesi að koma utanríkisráðherra- hjónunum til varnar. Þó að þau séu kannski ekki hinir dæmigerðu smælingjar í þjóð- félaginu geta þau sannarlega átt bágt. Raddir þeirra virðast ekki heyrast í málinu. Breytir þar engu þó flestir fjölmiðlar sem sýnt hafa málinu áhuga (sem em reyndar flestir aðrir en Morgunblaðið og Alþýðu- blaðið) hafi leitað eftir upplýs- ingum ffá þeim. Jón Baldvin er síðan í þeirri einstöku að- stöðu að geta látið skattgreið- endur gefa út dagblað fyrir sig þar sem hann skrifar nú síðu eftir síðu um árásfrnar á sig og Alþýðuflokkinn. Einhvern veginn finnst manni að ff öken Agnes hefði getað fundið meiri smælingja til að aðstoða. I raun segir þetta mál manni aðeins eitt — íslenskir fjölmiðlar eiga erfitt með að draga fram sanna og rétta ffá- sögn, sérstaklega þegar það þarf að gera hratt. Það er sú meðferð sem þetta mál hefði átt að fá. Fjölmiðlar hefðu strax átt að fá botn í atburða- rásina, hver átti kjötið og í hvers fórum það var þegar það var gert upptækt. Ef það hefði verið óvefengjanlega upplýst strax þá hefði verið hægt að taka einhverja skyn- samlega afstöðu til málsins. Seinni tíma upplýsingar bera keim af yffrklóri og em tæpast trúverðugar. Það slaptir litlu þó Morg- unblaðið reyni að gera þetta mál léttvægt. Það er ekki trú- verðugt á meðan Morgun- blaðið segir frá svipuðum at- burðum erlendis — eða er það ekki rétt munað hjá mér að Morgunblaðið hafi séð ástæðu til að segja frá klipp- ingu Bills Clintons fyrir skömmu. Morgunblaðið veit auðvitað vel hvaða siðferðis- spurningar em hér á ferðinni en kýs að láta þær hljóma öðmvísi þegar um vini Morg- unblaðsins er að ræða. Sigurður Már Jónsson Á uppleið t ■i Jón Sigurðsson seðlabankastjóri Maður sem hefúr gagn- stæða skoðun við Þórð Friðjónsson hlýtur að hafa rétt fyrir sér. Halldór Guðbjarnason bankastjóri Landsbankans Hann hefur ekki eins há laun og Björgvin og er ekki eins kjaftfor og Sverrir en samt virðist hann vera orð- inn talsmaður stærsta banka landsins. Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Effir að hafa skrifað pistla í DV með reglulegu millibili um árabil hlýtur að vera ánægjulegt að vera loksins lesinn þó að lesendahópur- inn takmarkist við tauga- veiklaða krata. Á niðurleið l Haraldur Johannessen fangelsismólastjóri Það virðist vera liðin tíð að yfirmenn taki ábyrgð á und- irmönnum sínum en við- brögð Haraldar er óvenju skýrt dæmi um embættis- mann sem virðist ekki vilja hafa hugmynd um út á hvað starfið hans gengur. Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður Það er ótrúleg offrú á mætti stofnanna að halda því fram að landsbyggðin verði því aðeins til ef nokkrar stofn- anir verða fluttar þangað. ÓskarJóhannsson verslunarmaður í Sunnubúð Maður sem hefur fóstrað svo marga fjárglæframenn (Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson og Pétur Svein- bjamarson) hlýtur að hafa margt á samviskunni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.