Pressan - 05.08.1993, Síða 18

Pressan - 05.08.1993, Síða 18
SIÐFERÐI O G SUNNUDAGSSTEIK 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 Smyglið í farangri utanríkisráðherrahjónanna AFSÖKUN EÐA AFSÖGN? Tollgæzlan leggur hald á smyglvarning í farangri utanríkisráðherrahjónanna. Stærsti fréttamiðill landsins þegir um málið, heimtar að aðrir fjölmiðlar biðjist afsökunar á að hafa flutt fréttir af lögbrotinu og ráðherrann sjálfur leggst í nornaveiðar gegn heimildamönnum. Er eitthvað undarlegt við þetta? JÓN BALDVIN OG BRYNDÍS Frá sjónarhóii laganna skiptir engu máli hver átti góssið. Ábyrgðin er þeirra. Föstudagskvöldið 2. júlí lagði tollgæzlan á Keflavíkur- flugvelli hald á 2-3 kíló af hráu svínakjöti í farangri Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem þau voru á leið í gegnum grænt hlið í Leifsstöð. Slíkur inn- flútningur er bannaður með lögum. Allt bendir til þess að smyglvaran hafi fúndizt fyrir tilviljun, enda er fáheyrt að leitað sé í farangri ráðherra og annarra ráðamanna við komu til landsins. Þetta eru staðreyndirnar og aðalatriðin í íréttum af smygl- tilraun utanríkisráðherra- hjónanna. Þau virðast hins vegar hafa týnzt í þoku auka- atriða, til dæmis hver borgaði fyrir kjötið og hvernig fréttir af smyglinu urðu til. Á meðan reyna vinir þeirra hjóna að d.repa málinu á dreif, frá ábyrgð ráðherrans og eigin- konu hans að meintri sök þeirra sem flytja óþægilegar fféttir. „Þar fór sunnudags- steikin" Fyrir því liggja orð toll- gæzlumanna að almennt er ekki leitað í farangri háttsettra farþega við komu til landsins, svo sem forseta, ráðherra, sendiherra, seðlabankastjóra og þvíumlíkra. Þetta þýðir að þsim er sýndur meiri trúnað- ur en öðrum — þeir eru með öðrum orðum hafnir yfir grun sem almennir borgarar liggja þó undir. Þau Jón og Bryndís fóru með farangur sinn í gegnum grænt hlið hjá tollgæzlunni. í því felst yfirlýsing um að ekk- ert tollskylt eða ólögmætt sé í farangri viðkomandi. Við tollskoðun kom í ljós að trúnaður, sem ráðamönn- um er sýndur, hafði verið brotinn og að í farangri utan- ríkisráðherra var ólöglegur varningur — smyglgóss. Eig- inkona utanríkisráðherra hafði þannig komizt í kast við tollayfirvöld á Keflavíkurflug- velli. Hann er hins vegar æðsti yfirmaður þeirrar sömu toll- gæzlu. Eitt meginatriði í málinu er hvort Bryndís eða Jón Baldvin vissu hvað var í kjötpokanum sem Brynja Benediktsdóttir er sögð hafa átt. Upplýsingar tollgæzlunnar benda til þess að af viðbrögðum Bryndísar megi ráða að a.m.k. henni hafi verið fullkunnugt um það. Það staðfesta líka orð Bryndís- ar við PRESSUNA, en hún sagðist hafa haft á orði „að þarna hefði sunnudagssteikin farið“ þegar lagt var hald á kjötið. Tollskoðun var fram- kvæmd að því er virðist fyrir tilviljun, þ.e. vegna þess að af- leysingabílstjóri hafði umsjón með farangri þeirra hjóna, en ekki Kristinn T. Haraldsson, sem tollverðir þekkja sem bíl- stjóra utanríkisráðherra. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram af því tilefhi hvort ætla megi, að fleiri pokar með ólöglegum vamingi hafi farið í gegn á farangursvagni þeirra hjóna í gegnum tíðina. Frá sjónarhóli laganna sldptir engu máli hver á vam- ing sem smyglað er til lands- ins. Varan er algerlega á ábyrgð þess sem flytur hana, burtséð frá því hver borgaði eða kom vörunni í hendur smyglarans. Þetta er lykilatriði sem yfirlýsing Brynju, um að hún hafi átt kjötið, breytir engu um. Ábyrgðin á smygl- inu var Jóns Baldvins og Bryndísar, enda var smyglið flutt í farangri ráðherra, á far- angursvagni hans, í umsjá bíl- stjóra hans. Ábyrgðin er Jóns Baldvins Af ofangreindu má draga þá ályktun að utanríkisráð- herra eigi tveggja kosta völ: ef honum og Bryndísi var ekld kunnugt um hvað var í pok- anum virðist liggja beint við að hann biðjist afsökunar á því dómgreindarleysi að hafa leyft afnot annarra af farang- ursvagni sínum, sem hann bar ábyrgð á. Ef hins vegar Bryndís eða hann vissu um kjötið í pokan- um var um að ræða beina til- raun til lögbrots. Þá virðist ekkert blasa við samkvæmt al- mennum stjórnsýslureglum annað en afsögn Jóns Baldvins sem utanríkisráðherra. Hann er, eins og áður segir, æðsti yfirmaður tollgæzlunnar á KeflavíkurflugveUi. Elcki er úr vegi að minna á í þessu sambandi þegar Jón Baldvin keypti áfengi sem ráð- herra á kostnaðarverði og veitti til fertugsafmælis Ing- ólfs Margeirssonar, þá rit- stjóra Alþýðublaðsirts. Þegar upp komst boðaði Jón til blaðamannafundar og baðst afsökunar á dómgreindarleysi sínu, en taldi afsögn ekki nauðsynlega þar sem engin lög hefðu verið brotin. 1 þessu tilfelli leikur enginn vafi á um lögbrotið og vitneskja um það ætti að þýða afsögn ráðherr- ans. Það væri að minnsta kosti niðurstaðan annars staðar á Vesturlöndum. En í þessu máli sannast reyndar enn og aftur að stofn- anir íslenzks samfélags haga sér sjaldnast eins og tíðkast í öðrum vestrænum ríkjum. Það á ekld sízt við um frétta- flutning af málinu. Mogginn þegir hástöf- um PRESSAN fjallaði fýrst fjöl- miðla um smyglmálið í smá- frétt á baksíðu 22. júlí, þar sem fram kom sú skýring Bryndísar að vinkona hennar hefði átt kjötið. Sama kvöld tók Stöð 2 málið upp. Kristján Már Unnarsson hafði komizt yfir minnisblað, ættað úr landbúnaðarráðuneytinu, þar sem fram kom lýsing sjónar- votts af atvildnu. Jón Baldvin vísaði á Bryndísi, en hún neit- aði stöðinni um viðtal. I ffam- haldinu tóku DV, Tíminn og Vikublaðið málið upp. Ríkisfjölmiðlar þögðu, svo og stærsti fréttamiðillinn, Morgunblaðið. Þess sáust eng- in merld að það hafi þótt frétt- næmt þar að í farangri utan- ríldsráðherrahjónanna fannst smyglvarningur sem síðan var lagt hald á. Reyndar hafa skopmyndateilcnarar blaðsins teilcnað myndir tengdar mál- inu, en lesendur Morgunblaðs- ins hafa þurft að fylgjast með öðrum fjölmiðlum til að vita um hvað myndirnar snerust. Frá ritstjórn blaðsins hefur nefnilega ekki komið staf- lcrókur um smyglið. Þangað til síðasta laugar- dag. Þá skrifar einn aðalfrétta- maður blaðsins, Agnes Braga- dóttir, grein um „ofsóknir" fjölmiðla á hendur Jóni Bald- vini og Bryndísi. Agnes áminnir kollega sína um sannleiksást, nákvæmni, og vönduð vinnubrögð og segir að aðrir fjölmiðlar ættu að biðjast afsökunar á ofsólcnum sínum og ósannindum, sem hún segir fréttina hafa verið. Engin efnisatriði í fréttum hafa hingað til reynzt röng og sú skoðun Agnesar, að yfirlýs- ing Brynju Benediktsdóttur jafhgildi saldeysisvottorði fyrir ráðherrahjónin, er hjákátleg í ljósi þess sem að ofan greinir. Agnes er ágætisvinkona þeirra Jóns Baldvins og Bryn- dísar og hefur tengzt þeim með ýmsum hætti í gegnum árin. Að því leyti má líta á grein hennar sem prívatvörn fyrir vini hennar, en það er einnig milcilvægt í þessu sam- bandi að grein sem þessi er elcki skrifuð án vitundar og innleggs ritstjóra blaðsins, Styrmis Gunnarssonar. Hann er lílca einkavinur Jóns Baldvins og Bryndísar og hef- ur verið áratugum saman. í grein Agnesar kemur fram að henni hafi verið fullkunn- ugt um málið áður en það varð opinbert, en þau Jón Baldvin hafi aðeins spjallað um það prívat ásamt öðrum gamanmálum. Það þótti með öðrum orðum ekki frétt- næmt. Fullyrða má að alls staðar annars staðar á Vestur- löndum hefðu alvörudagblöð leitað upplýsinga og slcýringa um málið og birt þær. Ef skýr- ingarnar hefðu ekld þótt trú- verðugar má líka fullyrða að viðkomandi utanríldsráðherra hefði verið í afar erfiðri stöðu. Þegar Vikublaðið spurði Styrmi um ástæður fyrir þögn Morgunblaðsins svaraði hann út í hött: „Það sem birtist í Morgunblaðinu birtist í Morg- unblaðinu. Það sem birtist elcki í Morgunblaðinu birtist eldd í Morgunblaðinu.“ Fleiri skýringar fengust ekld þar, en sú spurning hlýtur að vakna hvort fféttamat og sannleilcs- ást Morgutiblaðsins ráðizt af því hvað er vinum ritstjórnar- innar óþægilegt. Morgunblaðið hefur hins vegar birt yfirlýsingar Brynju Benediktsdóttur og yfirlýsingu Halldórs Blöndals landbún- aðarráðherra. Um þær gildir það sama og skopmyndirnar; lesendur verða að reiða sig á fréttir annarra til að slcilja það sem birtist í Morgunblaðinu. Sendiboöarnir hengdir Yfirlýsing Halldórs er reyndar önnur tilraun til þess að drepa meginatriðum máls- ins á dreif (auk yfirlýsingar Brynju og varnarræðu Agnes- ar). Hann er annar fomvinur þeirra Jóns Baldvins og Bryn- dísar. Hann fordæmdi að starfsmenn ráðuneytis síns skyldu að reyna að koma höggi á þau hjón, eins og Halldór orðaði það, með því að veita fjölmiðlum upplýs- ingar um málið. Þama er sami tónninn og í grein Agnesar: sendiboðanum er kennt um þegar fluttar eru óþægilegar fréttir. Yfirlýsing Halldórs kom í kjölfar krafna utanríkisráð- herra um skýringar á „lekan- um“ úr landbúnaðarráðu- neytinu og PRESSUNNI er kunnugt um að þar innan húss hefur starfsfólk verið yfirheyrt um sinn filut í mál- inu. Engar trúnaðarupplýs- ingar ráðuneytisins hafa kom- izt í hendur fjölmiðla, svo PRESSUNNI sé kunnugt um, en starfsfólk hefur verið með- höndlað nánast sem brota- menn. Niðurstaðan í málinu virð- ist því vera þessi: eiginkona utanríkisráðherra er fýrir til- viljun staðin að því að smygla kjöti í farangri þeirra hjóna. Það er talið jafngilda saldeysi að einhver annar segist hafa borgað fyrir kjötið, þótt smyglaranum virðist hafa ver- ið fullkunnugt um tilvist þess. Vinir þeirra ýmist þegja eða skamma aðra fýrir að segja frá lögbrotinu og lcrefjast þess að beðizt sé afsökunar á óþægi- legum fréttum. Engum dettur í hug að ráðherrann biðjist af- sökunar eða segi af sér vegna lögbrotsins. Hann situr vænt- anlega áfram sem yfirmaður tollgæzlunnar á Keflavíkur- flugvelli. . 'i.A>. .. -fU-- ■ .J. vjr Karl Th. Birgisson SlGMUND OG GÍSLIJ. ÁSTÞÓRSSON sögðu frá málinu á meðan ritstjórnin þagði.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.