Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 11
O G OFSOKNIR A ESKIFIRÐi
Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993
PRESSAN 1 7
í lok júlí dæmdi Héraðsdómur Austurlands mann á fimmtugsaldri til fjögurra mánaða
fangavistar, þar af þrjá skilorðbundna til fjögurra ára, fyrir ofsóknir og ónæði. Maðurinn
er búsettur á Eskifirði og er gefið að sök að hafa valdið röskun á lífi konu á fertugsaldri
um árabil með því að sitja fyrir henni á götum úti, hringja látlaust til hennar, bæði á
heimili og vinnustað, kalla til hennar ókvæðisorð og vera með annað ónæði fyrir utan
heimili hennar og þar sem hún var gestkomandi. Einnig hefur ungur sonur hennar orðið
fyrir ónæði, sem og sambýlismaður hennar og aðrir fjölskyldumeðlimir. Maðurinn og
konan þekkjast lítið sem ekkert en hann hefur neitað öllum sakargiftum, jafnvel þótt
hann hafi áður hlotið tvær lögregluáminningar vegna óeðlilegs hátternis síns og meira
en tíu vitni hefðu staðfest framburð konunnar. Maðurinn vildi ekki tjá sig um málið þar
sem hann telur að því verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Mál sem snúast um það að einstaklingur verður fyrir ónæði af hendi ókunnugs
manns eru fremur sjaldgæf hérlendis en PRESSAN fjallaði þó um hliðstætt mál
fyrir nokkru og hafði gerandinn þá ofsótt ókunna konu í átján ár.
Þáöi bílfar hjá mannin-
um fyrir átta árum
„Ofsóknir og ónæði af hálfu
mannsins hafa staðið yfir í
fjölda ára og fáir gera sér grein
fyrir því hversu alvarlegt og
mikið þetta hefiir verið. I átta
ár hef ég þurft að þola nær
daglega röskun af hans hendi
og ónæði þetta hefur haft mikil
áhrif á mig, en ekki síst fjöl-
skyldu mína og vini. Mest
hafði hann sig í frammi á þann
hátt að fáir tóku eftir en undir
það síðasta var hann ekki jafn
gætinn. Ég hef aldrei viljað að
manninum yrði harkalega
refsað fyrir brot sitt, einungis
að hann léti mig vera. Ég er þó
ánægð með dóminn í máli
mínu, þar sem ég bjóst ekki við
miklu, og vona svo sannarlega
að þessu sé nú lokið,“ segir
konan, sem á þá ósk eina að fá
að lifa í friði og að dómsúr-
skurðurinn hafi þau áhrif að
ofsóknum á hendur henni
linni.
Það var á árinu 1985, fyrir
átta árum, að konan, ásamt
vinkonu sinni, þáði bílfar með
manninum á dansleik. Ekki
var á nokkurn hátt um sérstakt
vinfengi þeirra í milli að ræða.
Þrátt fyrir það kom maðurinn
að máli við föður konunnar
nokkru síðar og tjáði honum
að þau væru trúlofuð og að
hún hefði svikið sig í tryggð-
um. Eðlilega könnuðust hvorki
konan né faðir hennar við að
hún væri heitbundin rnannin-
um en þetta reyndist vera upp-
hafið að því mikla ónæði sem
átti eftir að verða konunni fjöt-
ur um fót næstu ár.
„Hann gat skotið upp koll-
inum hvenær sem var,“ segir
konan. „Hann hringdi mikið
heim til mín og á vinnustað,
stundum 10-20 sinnum á dag.
Þá viðhafði hann dónaskap í
minn garð, hreytti einhverju út
úr sér og skellti á. Stundum var
ruglið í honum með öllu
óskiljanlegt.“ Segulbandsspóla
með upptökum á 28 símtöl-
um, sem tekin voru upp af
heima- og vinnusíma konunn-
ar á einum mánuði sumarið
1990, voru lagðar fram við
réttarhöldin en maðurinn við-
urkenndi einungis að hafa átt
tvö af þeim símtölum og þar
kallaði hann konuna meðal
annars „lygatúrbínu“ og „lyga-
drullupíku“.
Óttaöist aö hann gæti
gengiö lengra
Konan kveðst aldrei hafa
getað ekið róleg um Eskifjarð-
arbæ án þess að eiga á hættu að
rekast á manninn enda var
hún stöðugt að horfa í spegil-
inn til að fylgjast með mögu-
legum ferðum hans. Átti hann
það til að aka aftan að henni,
upp að hlið hennar og blikka
ljósum. Eitt sinn króaði hann
hana af í þröngri götu svo hún
kpmst ekki leiðar sinnar og
neyddist hún til að hlaupa á
brott frá bifreið sinni til að
komast í síma og tilkynna at-
burðinn. Einnig lagði hann bíl
sínum oftlega fyrir utan heim-
ili hennar og flautaði þar bæði
oft og lengi. Manninum var
hægt um vik, þar sem konan
var og er búsett úti á svokall-
aðri Eyri, nokkuð afviknum
stað. „Ég óttaðist að hann gæti
gengið lengra og læsti því alltaf
að mér. Mér leið oft mjög illa
þó mesta furða væri oft hvað
ég gat leitt þetta hjá mér. Hins
vegar hafði ég miklar áhyggjur
af drengnum míríum sem tók
þetta mjög nærri sér.“ Hafði
drengurinn orðið var við að
maðurinn elti hann í bíl sínum
á götu úti og eitt sinn flúði
hann ásamt vini sínum inn á
róluvöll af hræðslu við mann-
inn, og læddist síðar heim.
Éögreglan bar fyrir rétti að
hún hafði fylgst með ferðum
konunnar eina kvöldstund og
„kom [lögreglunnij verulega á
óvart hvað maðurinn var gír-
ugur í sínu ónæði...Hann
flautaði, blikkaði háum og lág-
um ljósum, ók á eftir henni,
tók fruntalega fram úr biffeið
hennar, mjög gassalega og
hægði svo á sér þegar hann var
kominn fram fyrir hana...
Hann elti hana hvert sem hún
fór...“ Hann linnti heldur ekki
látum fyrir rúmu ári síðan þeg-
ar konan eignaðist barn með
sambýlismanni sínum, en hún
þorði ekki að ganga ein með
það í vagni um götur bæjarins.
Þegar vinkona hennar, sem bar
vitni fyrir rétti, komst að því af
hverju hún færi ekki út með
barnavagninn bauðst hún til
að ganga með henni og fylgja
henni heim að göngu lokinni.
Segir hún að maðurinn hafi
flesta daga, sumarlangt, áreitt
þær, stundum oft á dag. Hafi
hann þá ekið bifreið sinni að
þeim, stundum ógætilega,
hrópað og skrækt og þeytt
flautu biffeiðar sinnar. Maður-
inn lét engan í ffiði í nánasta
umhverfi konunnar og gátu 11
manns borið athæfi hans vitni
þegar réttað var í málinu: sam-
býlismaður, sonur, faðir,
kunningjakona, samstarfs-
maður, nágranni, lögregla og
fleiri.
Tilneydd aö leita til lög-
reglu
Konan reyndi að stöðva
ónæðið sjálf með því að biðja
manninn um að láta af hátt-
erni sínu. Allt kom fyrir ekki
og í ársbyrjun 1988 sá hún sig
tilneydda til að leita til lög-
reglu. Kvaðst hún lifa í stöðug-
um ótta við manninn og
krafðist þess að lögreglan sæi til
þess að hann léti af ónæðinu.
Var honum veitt lögreglu-
áminning í framhaldi af því.
„Hann hætti að áreita mig í 3-4
mánuði á effir en tók svo til við
fyrri iðju að þeim tíma liðnum.
Lögregluáminningin virtist
hafa lítið að segja og ég varð
hálfvonlaus um að nokkuð
væri hægt að aðhafast í málinu,
þvi hann sá að hann gat komist
upp með þetta,“ segir konan.
Það var svo ekki fýrr en þrem-
ur árum síðar að maðurinn
hlaut aðra áminningu fýrir að
hafa haldið uppteknum hætti
og ítrekað raskað friði kon-
unnar, en þá þegar hafði kon-
an farið fram á það við lög-
reglu að manninum yrði refs-
að.
Maðurinn, sem stundað
hefur eigin atvinnurekstur um
árabil, hefur með öllu mót-
mælt ákærunni á hendur sér
en tjáði sig lítið um einstök til-
vik sem vitni lýstu fýrir rétti.
Hann hefur aldrei haldið öðru
fram en að hann sé með öllu
saklaus en af framburði hans
mátti dæma að hann teldi sig
hafa átt sökótt við bæjarskrif-
stofuna, en þar starfaði konan
um margra ára skeið. Þrátt fýr-
ir neitun hans þótti hins vegar
sannað að hann hefði staðið að
því ónæði sem hér hefur verið
rakið.
Konunni segist oft hafa
dottið í hug að flytja burt úr
byggðarlaginu en ekki hafa
verið alls kostar sátt við að láta
flæma sig burt og vildi því
reyna til hlítar að finna lausn á
málinu.
Telur sig algeriega sak-
lausan
Mál sem þessi þar sem ein-
staklingur verður fyrir ónæði
af hendi ókunnugs manns eru
fremur sjaldgæf hérlendis en
PRESSAN fjallaði þó um hlið-
stætt mál fýrir nokkru og hafði
gerandinn þá ofsótt ókunna
konu í átján ár. Var hann
dæmdur til sex mánaða fanga-
vistar eftir að hafa veist að for-
eldrum konunnar. Geðrann-
sókn leiddi í ljós að hann var
haldinn svonefndu ástaræði,
en það nefnist geðsjúkdómur
sem veldur því að einstakling-
ur fær sjúklega ást á annarri
manneskju, áreitir hana og
ónáðar, en stendur á sama
tíma í þeirri trú að ofsóknirnar
beinist að honum sjálfum.
Niðurstöður sálfræðinga
benda til þess að um slíka veilu
sé ekki að ræða hjá manninum
frá Eskifirði, fremur sé á ferð-
inni áráttuhegðun einstaklings
sem virðist hafa lítið innsæi í
eigin hegðun og tilfinningar.
í niðurstöðum Jóns Friðriks
Sigurðssonar sálfræðings segir
meðal annars: „Hann virðist
búa við mjög alvarleg vanda-
mál sem erfitt er að komast að.
Líklegt er að þau tengist sam-
skiptum hans við konur, enda
forðast hann að svara spurn-
ingum þar að lútandi. Hann
telur sig algjörlega saklausan af
þeim sökum sem bornar eru á
hann í þessu máli og ræðir um
„slys“ af þessu tilefni sem hann
rekur til ársins 1987 og tengir
þáverandi bæjarstjóra.“
Leggur Jón Friðrik áherslu á
að maðurinn fái sálfræðilega
meðferð við vandamálum sín-
um.
Ennfremur var maðurinn
látinn sæta geðrannsókn og
segir meðal annars í niður-
stöðu Hannesar Péturssonar
geðlæknis: „Að mati undirrit-
aðs er [hann] ekki haldinn
formlegri geðveiki né greindar-
skorti. Ekki hafa heldur greinst
með vissu merki um eigjnlegar
persónuleikatruflanir og geð-
rannsóknin hefur ekki gefið til
kynna andfélagslega hegðun...
Persónuleiki [hans] og skap-
gerð virðist þó vera með
ákveðnum hætti. Slíkum per-
sónuleika er gjarnan lýst hjá
aðilum sem eru frekar við-
kvæmir fýrir gagnrýni og mót-
læti, telja sig gjarnan mjög
heiðvirða og sanngjarna og
leggja gjarnan mikið á sig, m.a.
í málaferlum, ef þeir verða fjrir
því sem þeir telja ósanngirni og
mótlæti í lífinu. Viðbrögð við
módæti geta meðal annars lýst
sér í áráttuhneigð og öðru því
atferli sem gjarnan einkennist
af því að viðkomandi þurfi að
leita réttar síns og fá leiðrétt-
ingu á ósanngjarnri framkomu
í sinn garð...“
Maðurinn var talinn sak-
hæfúr og gert að sæta fjögurra
mánaða fangavist fýiir hrot sín,
eins og áður segir, þar af þrír
mánuðir skilorðsbundnir. Ól-
afur Börkur Þorvaldsson hér-
aðsdómari kvað upp dóm í
málinu en líklegt er að því
verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Telma L Tómasson
Lögreglan á Eskifirði bar fyrir rétti að hún hafði fylgst með ferðum konunnar eina kvöldstund og kom það henni verulega á óvart hvað maðurinn var gírugur í sínu
ónæði. Hann flautaði, blikkaði háum og lágum Ijósum, ók á eftir henni, tók fruntalega fram úr bifreið hennar og hægði svo á sér þegar hann var kominn fram fyrir
hana. Hann elti hana hvert sem hún fór.