Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 29
N Æ R M Y N D Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 PRESSAN 29 Ævintýralegur árangur Guðjóns Þórðarsonar þjálfara Arkitek! nýrrar gullaldar áSkaganum „Meiríháttar karakt- er. Það er bara hægt að lýsa honum þannig. “ Þetta eru dæmigerð ummæli þeirra sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað. Engum dylst að árangur hans sem þjálfara er ein- staklega glæsilegur. Hann tók við þjálfun ÍA liðsins 1987 en skaust norður yfir heiðar og þjálfaði KA frá 1988 til 1991. Árangurinn lét ekki á sér standa og KA varð íslandsmeistarí áríð 1989. Þegar Skaga- menn féllu niður í 2. deild 1990 var Guð- jón kallaður aftur á heimaslóðir. Það var ekki nóg með að þeir burstuðu 2. deild árið eftir, held- ur urðu þeir íslands- meistarar sem nýlið- ar í 1. deildinni í fyrra. Eins og stað- an er í dag virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur þeirra í ár. En hvernig verða menn svona góðir þjálfarar? Er þetta meðfætt eða áunnið? Undirbjó sig snemma „Hann er búinn að undir- búa sig frá unga aldri. Hann íylgdist alltaf mjög vel með því sem þjálfararnir gerðu alveg frá því að George Kirby tók við ÍA árið 1974. Hann tók upp aðferðir þeirra auk þess að nota sínar eigin.“ Þannig farast Sveinbirni Hákonar- syni orð en hann spilaði með Guðjóni tíl íjölda ára á Skag- anum. Þrátt fyrir að Guðjón væri að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari árið 1987 stóð hann sig mjög vel. ÍA hafhaði í 3ja sæti deildarinnar, ein- ungis tveimur stigum á eftir Fram og sjö stigum á eftir Val. Hörkunagli Viðmælendur PRESSUNN- AR voru á einu máli um að sem leikmaður hefði Guðjón ekki verið neitt lamb að leika við. Hann er gríðarlega sterk- ur líkamlega og þótt tæknin hafi ekki verið neitt sérstök vann hann það upp með keppn- isskapinu. Menn bæta gjarnan við, að á þessum tíma hafi tækni leikmanna ekki verið upp á marga fiska, ólíkt því sem nú er þegar menn hafa betri grunn. „Hann spilaði I stöðu bakvarð- ar og lét mann alltaf vita þegar hann ætlaði í sóknina,“ segir Sveinbjörn. Þó Guðjón hafi átt ágætan feril sem knattspyrnumaður eru samt flestir á þeirri skoð- un að hann hafi fyrst blómstr- að í þjálfarastöðunni. „Menn héldu fyrst að hann væri einungis gamall bakvörð- ur og harðjaxl með ekkert vit. Þetta breyttist þó fljótt og hann þekkir mjög vel allar stöður á vellinum hvort sem um er að ræða markmanninn eða centera. Ég hef aldrei lært eins mikið af nokkrum manni,“ segir Anthony Karl Gregory sem spilaði undir stjóm Guðjóns fyrir norðan. Strangur en sanngjarn Þeir sem til þekkja segja Guðjón strangan en réttlátan. Hann gerir miklar kröfur til leikmanna en kann líka að tala við menn. „Guðjón er mjög orðheppinn og hefur góðan talanda. Hann er fylg- inn sér og hefur einn mjög stóran kost fyrir íþróttamenn: Hann kann ekki að tapa,“ seg- ir Sveinbjörn um þennan fyrr- um þjálfara sinn og félaga. Guðjón er einnig frægur fyrir að geta komið mönnum í keppnisskap fyrir leiki. En hann hefur meira til að bera en hörku og mikið skap. Hann notar rétt orð til að byggja upp sjálfstraust manna og getur talað við menn einn og einn. Þannig nær hann að blanda saman hörku og tak- tík. Menn eru almennt sam- mála um að hann hafi úr mjög góðu efni að moða á Skaganum en engu að síður er gott gengi liðsins ekki síst honum að þakka. Hann hefur nokkra sterka pósta í liðinu og nær að draga iram það besta f hinum. Þannig eru dæmi um menn sem blómstra með ÍA, undir stjórn Guðjóns, en myndu aldrei ná sama árangri hjá öðrum þjálfara. I þessu liggur einmitt helsti styrkur hans sem þjálfara. Hann nær að draga það besta fram í hveijum leikmannahópi. Karl Þórðarsson, fyrrum leikmaður LA og stórfrændi Guðjóns, sagði hann sérfræð- ing í að gera æfingarnar sjálfar skemmtilegar og áhugaverðar: „Af þessum sökum finna menn það ekki fyrr en að loknum æfingum hvað þeir Árant juri nn me •ð ÍA V j T IVIörk ÍA í 2. deild 14 í 3 55:12 ÍA í 2. deild 12 4 2 40:19 ÍA í 1. deild 9 0 1 33:9 Samtals: 35 5 6 128:40 eru þreyttir. Það er fátt eins leiðinlegt og að mæta á æf- ingu og kvíða fyrir næstu tveimur klukkustundunum, þá er maður orðinn þreyttur áður en æftngin byrjar.“ Skapstór Þó Guðjón nái að virkja skapið til að ná fram þvi besta úr hverjum og einum viður- kenndi einn viðmælandi PRESSUNNAR, sem ekki vildi láta nafii síns getið, að Guðjón ætti til að vera frekjuhundur og fljótur að rjúka upp. Sem dæmi má nefna að eitt sinn átti lið Guðjóns leik fyrir höndum á malarvelli. Skiljan- lega vildi Guðjón að síðasta æfingin fyrir leikinn yrði á malarvelli. Þegar liðsmenn mættu á æfinguna var einhver af yngri flokkunum að spila leik á vellinum. Guðjón trompaðist gjörsamlega og hótaði að hætta að þjálfa ef þeir fengju ekki að æfa á vell- inum. Stjórnarmenn liðsins voru kallaðir til en engum tókst að lempa hann. Að lok- um fékk hann það í gegn að leikurinn var stöðvaður í hálf- leik og frestað til að Guðjón fengi malarvöllinn undir æf- inguna. Þrátt fyrir þetta stóra skap er hann góður félagi og fyrir norðan var hús hans öllum opið. „Það var gott að leita til hans ef einhver vandamál komu upp og alltaf hægt að kíkja við hjá Gauja þó ekki væri nema í vídeó,“ segir Ant- hony Karl um gamla þjálfar- Margt sem hjálpast að „Ég hef mikið álit á honum sem þjálfara enda hefur hann náð árangri nánast hvar sem hann hefur komið,“ segir Ingi Björn Albertsson, kollega hans úr þjálfarcstétt. Þeir þjálfarar sem blaðið ræddi við voru sammála um að Skaga- liðið ætti Guðjóni mikið að þakka. Þó bentu þeir á að allt hjálpist að á Skaganum: Sterk- ur og virtur klúbbur með góða stjórn, góður þjálfari og leikmannahópur og síðast en ekki síst einhver besta aðstaða á landinu. „Hann er búinn að búa til geysilega sterkan hóp. Miðað við það efni sem við höfum er engu að kvíða næstu tíu árin“, segir Karl Þórðar- son. Framtíðin og landsliðið Þeir leikmenn sem PRESS- AN talaði við voru á einu máli um að Guðjón ætti framtíð fyrir sér sem landsliðsþjálfari. „Hann er maður sem þorir að taka ákvarðanir og stendur og fellur með þeim. Hann veit alltaf nákvæmlega hvað hann ætlar að gera og lætur ekki stjórnast af klíkunni í kring- um KSl. Það hefur einmitt verið einn helsti gallinn á landsliðinu okkar að þeir láta pressu frá utanaðkomandi að- ilum hafa áhrif á sig. Það kæmi mér ekki á óvart ef Guðjón Þórðarson endaði er- lendis sem þjálfari. En áður en það gerist þarf hann að fá tækifæri með landsliðinu," segir Sveinbjörn Hákonars- son. Þó að ekki sé hægt að merkja óánægju með störf núverandi landsliðsþjálfara er ljóst að þegar hann hættir er Guðjón líklegur arftaki. Það er einsdæmi að þjálfari hafi tekið við liði í annarri deild og gert það að íslandsmeistara árið eftír, hvað þá tvö ár í röð. GUÐJÓN ÞÓRBARSON „Hann er fyiginn sér og hefur einn mjög stóran kost sem íþróttamaður: Hann kann ekki að tapa“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.