Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 28

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 28
STJARNAN GENGUR AFTUR 28 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 SJÓNVARPIÐ Sjáiö: • Hörkutól í flotanum ★★★ Hellcats of the Navy á Stöð 2 á föstudagskvöld. í eina skiptið sem Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og frú hans, Nancy, birtust saman á hvíta • Aliens II ★★★★ á Stöð 2 á laug- ardagskvöld. Mjög gott framhald af fyrri myndinni. Spenna. • Olíufúrstar The Prize á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Ný þáttaröð gerð eftir samnefhdri metsölubók Pulitz- er verðlaunahafans Daniels Yergins. Góð leið til að læra eitthvað um stjórnmálamenn, olíufúrsta, konunga, forseta og ekki síst valda- baráttuna í heiminum. • Hvað kom fyrir Baby Jane? ★★★ Whatever Happened to Ba- by Jane? á RÚV á laugardagskvöld. Endurgerð á samnefndri kvikmynd ffá árinu 1962. Áhrifa afar sérstæðrar persónusköp- unnar kvennanna í fyrri myndinni gætti í spennumyndum í meira en áratug eftir að hún var gerð. Sú síðari er ögn lakari en sleppur þó. • Saga Grænlands Grönlands nyere historie: Politik á RÚV á sunnudagskvöld. Helstu umskipti í þjóðlífi Grænlendinga. Upplýsandi. Varist: • Richard Pryor á sviði ® Richard Pryor — Live oti Sunset Trip á Stöð 2 á föstudagskvöld. Byrjunin á afspyrnuleiðinlegri dag- skrá þetta kvöld. • Stefan Andersen ® á RÚV á föstudagskvöld. Það sýnir eng- inn með réttu viti upptöku frá rokktónleikum í Finnlandi á præm tæm. Það hlýtur að vera hægt að gera betur. • Skýjum ofar © Higher Ground á Stöð 2 á föstudagskvöld. John Denver er óbærilegur söngvari og ekki séns að hann standi sig sem leikari. • Uppí hjá Madonnu ★ In Bed with Madonna á Stöð 2 á föstu- dagskvöld. Fram úr hófi keðelig. 0 Handlaginn heimilisfaðir Home Improvement á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Misheppnuð tilraun til að ná í afturendann á kvenréttindahugsjóninni. KVIKMYNDIR Algjört möst: • Þríhyrningurinn ★★★★ Ætla má að þar fari hálfklámmynd um vændismenn og búksorgir þeirra, sem maður sér kl. 11, einn. Fljótlega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsingum (og umsögnum kvikmyndagagnrýnenda), því hér getur að líta sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástina og vald tilfinninganna yfir okkur. Regnbogattum. • Á ystu nöf ★★★ Cliffhanger Frábærar tæknibrellur og bráð- skemmtileg mynd. Það er bara galli að efnið sjálft er botnlaus þvæla. Stjörnubíói og Háskólabíói. • Mýs og menn ★★★ O/ mice and men Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa útgáfu af sögu Steinbecks. Mestmegnis laus við væmni og John Malcovich fer á kostum. Háskólabíói. \ leiöindum: • Við árbakkann ★★ A River Runs Through It Líf þeirra er slétt og fellt og höfundurinn skrifar þessa sögu sjálfum sér og fortíð sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausri sjálfsánægju Ro- berts Redfords fagurt vitni. Háskólabíói. • Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað verður. Bíóhöllinni og Háskóla- bíói. • Tveirýktir ★ National Lampoon’s Loaded Weapon. Alveg á mörkunum að fá stjörnu. Sundbola- drottningunni Kathy Ireland er svo fýrir að þakka að myndin er ekki algjör bömmer. Regnboganum. 9 Lifandi ★★ Alivektakanleg saga, en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. Bömmer: ■ • Gengið ®® Biood In Blood Out I heildina tekið er kvikmyndin Gengið ein- hver versta mynd sem gangrýnandinn hefur séð... Sjálfsagt er að vara fólk við þessari mynd, hvort sem veðrið er gott eða vont, nema þá sem haldnir eru sjálfs- kvalalosta. Sögubíói. • Hvarfið © The Vanishing Átakalítil fyrir hlé en mjög góður leikur Jeff Bridges bjargar tilþrifalifium söguþræði. Sögubíói. • Skjaldbökurnar 3 ® Three Ninjas Blessuð látið ekki krakk- ana plata ykkur á þessa dellu því hún er ekld 350 kr. virði. Þið finnið ykkur örugglega eitthvað skemmtilegra að gera. Bíóhöll- inni. • Meistaramir ★ Hún hékk ekki lengi í stórum sal á besta sýningartíma þessi. Og það þrátt fýrir að stúlknagullið Emilio Estevez sé í aðalhlutverki. Bíóhöllinni. Hringiða utvarpsmanna Greinilegt er að útvarps- menn ala ekki á gamalli mis- klíð og er hæfileiki þeirra til að sættast og vinna með fýrrum fjandmönnum sínum jafnvel orðinn hálfgerður atvinnu- brandari. Óhætt er að fullyrða að þeir detti hver um annan þveran á ferð sinni um heim ljósvakamiðlanna en litlar sögur úr fjölmiðlaheiminum eru til marks um að menn læknast illa og seint hafi þeir einhvern tíma smitast af út- varpsbakteríunni. Hér á eftir fer örlítið brot úr sagnfræði hins ffjálsa útvarpsreksturs á íslandi. Skömmu eftir að útvarps- rekstur var gefinn frjáls árið 1986 var Stjarnan stofnuð, ágætis útvarpsstöð með margt prýðilegra starfsmanna innan- borðs. Fremstir í flokki fóru Jón Axel Ólafsson, Gunn- laugur Helgason, Eiríkur Jónsson, Björgvin Halldórs- son, Þorgeir Ástvaldsson, Bjami Dagur Jónsson, Ásgeir Tómasson og síðar Margrét Hrafnsdóttir auk þess sem Helgi Rúnar Óskarsson kom þar við sögu ásamt tækni- manninum Magnúsi Viðari. Stjarnan var strax í upphafi í mikilli samkeppni og var Bylgjan helsti keppinauturinn á markaðnum. Þótti sýnt eftir nokkurra ára rekstur að Stjarnan færi halloka í kapp- hlaupinu um hlustendur og varð hún um síðir að leggja upp laupana. Þetta varð öllum ljóst sum- arið 1989 en þá gerði Jón Ól- afsson, Bylgjueigandi og Skífumaður, starfssamning við forráðamenn Stjörnunnar þess efnis að reka útvarps- stöðvarnar tvær sem sameig- inlegt batterí. Undu þá allir glaðir við sitt. En Adam var ekki lengi í Paradís og fljótlega kom í ljós að Stjarnan fengi ekld að lifa þegar Jón Ólafsson riffi samn- ingnum. Ástæður voru sagðar þær að fjárhagsleg staða Stjörnunnar væri lakari en gefið hafði verið til kynna og var því nauðsyn að hætta rekstrinum og segja upp starfsmönnum. Björgvin Hall- dórsson var þá orðinn fram- lcvæmdastjóri Sýrlands, upp- tökufyrirtælds Skífúnnar. Eftir samningsrofið urðu Jón Axel og Gunnlaugur, Ei- ríkur, Þorgeir, Bjarni Dagur auk annarra starfsmanna hinnar framliðnu Stjörnu, ævareiðir út í skúrldnn Jón og með blóðbragð í munninum stofnuðu þeir Aðalstöðina ásamt Ólafi Laufdal. Þessi hópur yfirtók tækjabúnað Stjömunnar, sem Ólafúr hafði áður fjármagnað með kaup- leigu. Töluverður hasar varð á milli Jóns Ólafssonar og Ólafs Laufdals á opinberum vett- vangi og fjálglegar yfirlýsingar gengu sitt á hvað í fjölmiðl- um. Ólafur hélt starfseminni áfram í tvö ár eða svo en að þeim tíma liðnum keypti Baldvin Jónsson Aðalstöðina, i október árið 1991, og höfðu ýmsir fyrrum starfsmenn Stjörnunnar, Stjörnunn- ar/Bylgjunnar og Aðalstöðvar- innar þá þegar haldið til starfa á öðrum vettvangi. Lentu allflestir í faðmi fýrr- um fjandmanns síns, Jóns Ól- afssonar, á ný. Jón Axel og Gulli fóru í loftið með marg- ffægan þátt, Tveir með öllu, á EFF EMM sumarið 1990 en fluttu sig tveim ámm síðar yfir á Bylgjuna með samnefndan þátt. Og slógu í gegn. Eiríkur Jónsson og Bjarni Dagur fóru einnig beint til Jóns af Aðal- stöðinni en Þorgeir Ástvalds- son hafði viðdvöl á Rás 2 áður en hann tók Jón í sátt á ný. Ásgeir Tómasson staldraði ögn lengur við en hinir á Að- alstöðinni en lét Bylgjuna og Jón Ólafsson hins vegar lönd og leið og réðist til starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Margrét Hrafnsdóttir hélt ut- an ásamst ektamanni sínum Jóni Óttari Ragnarssyni en Helgi Rúnar, sem hvarf einnig til náms, mun vera kominn aftur til tímabundinna starfa á Bylgjunni. Af framansögðu má ráða að hringrás útvarpsmanna er stöðug og fyrirséð en á sama tíma má ætla að framþróun í dagskrárgerð hafi verið tak- mörkuð. IV Dalli Kemur ansi víöa vid Dalli er auglýsingateiknari og er á launaskrá hjá Hvrta húsinu. 06:00 Daglegt brauö. Ávarp út- varpsstjóra. 07Æ0 Kynning S þulu dagsins. 07i5 Tbai - Chi leikfimi. 07:30 Or dagbók lögreglunnar. Atburöir næturinnar rakt- irímáiiogmyndum. 08.-00 Vinnusálfræöi. 09KX) Kýrin. Indversk bíómynd. 10:40 Ning og núölumar. Mat- reiöslu og skemmtiþátt- ur í beinni útsendingu. 11:30 Rjálsar hendur. Þátturí umsjá Baldurs Her- mannssonar. 12:00 Viö viö matboröiö. Urrv ræöuþáttur um íslenskar matarvenjur og næringar- fræöi í umsjá Sigrúnar Stefánsdóttur. 13.<X) „No CommenL" Alþjóö- legurfréttaþáttur án skýringa fréttamanna, myndavélin talar. 17KX) Sjávarfréttir Bein útsend- ingafmiöunum; viðtöl, afiatölur og togaraslúöur. 1810 Hörmungamagasín. Bíl- slys, striö og náttúru- hamfarir. 18:40 Gleöimagasín Happy Ho- ur. Innsend myndbönd af gleöistundum úr Iffi flöl- skyldufólks. 19:00 Uss! Undir boröum. Ávarp forsætisráðherra. 1919 Dagskráriok. Viö tekur dagskrá gervi- hnattastööva. (Gísla saga Súrssonar í texta- varpi). KVIKMYNDIR Fyrir börrt á öllum aldri SÍÐASTA HASARMYNDA- HETJAN LAST ACTION HERO STJÖRNUBÍÓ ★★★ Það er einhver spádóms- hljómur í nafni þessarar myndar. Upphaflega lék Am- aldur þessi Schwarzenegger aðallega kaldastríðshetjur sem tóku við fýrirmælum að ofan og framkvæmdu hvert afreksverkið á fætur öðru í anda James Bond svo vest- rænt lýðræði, guðs kristni og eignarétturinn fengju varist illum öflum og óþjóðalýð. Líkt og listrænn hálfbróðir hans, Sylvester nokkur Stall- one, hefur hann undanfarið leildð í hugljúfum barna- og ævintýramyndum, þar sem dygð hetjunnar byggir fyrst og fremst á baráttunni fyrir hinu góða án forsjár stjórn- málamanna og gáfumanna. Enda er orðið dálítið erfitt að skilja hetjuskap sem útheimt- ir skilyrðislausa hlýðni við stjórnmálamenn á borð við þá, sem höndla með Bosníu- Herzegóvinu á alþjóðavett- vangi. Myndin greinir ffá ungum dreng einstæðrar móður sem á að sitja heima og læra þegar hún fer að vinna kvöldvinnu. Sá litli stelst hins vegar til vin- ar síns sýningarstjórans sem sýnir honum nýjustu hetju- myndina. Skiptir nú engum togum að fyrir tilstilli töfra- miðans fer drengurinn inn í atburðarás myndarinnar og á þar samskipti við hetjur og skúrka, þar sem mannlegar eigindir eins og sársauki koma lítt við sögu, þar sem skúrkarnir eru næstum alltaf gómaðir. En töframiðinn gildir einnig hina leiðina, út úr heimi myndarinnar yfir í okkar nöturlega líf. Aðal glæponinn fer yfir í mann- heim á miðanum, en dreng- urinn og hetjan elta hann. í mannheimi sannreynir ill- mennið þá döpru staðreynd, að þar er hægt að drepa fólk án þess að nokkuð sé gert í málinu, að þar eru skúrkar yfirleitt ekki gómaðir. f mannheimi verður hetjan vör við sársauka og tilfinningaleg vandamál sem ekki vefjast fýrir mönnum í myndheimi. f þennan óvenjulega sögu- þráð er nú skotið æsilegustu atriðum og brellum sem unga kynslóðin kann áreiðanlega að meta, en jafnframt ísmeygilegum atriðum úr sögu kvikmyndanna, sem eldri kvikmyndahúsagestum kemur þægilega á óvart. Á éinum stað er Joan Plowright að kenna börnum um lcvik- myndir og er náttúrlega að fjalla um Shakespeare-túlkun manns síns, Lawrence heitins Oliver, í kvikmyndum. Á öðrum stað kemur Dauðinn úr einni af myndurn Berg- manns og ræðir við þá félaga, hetjuna og drenginn. Til leiksins mætir Antony Quinn sem gamall spagettískúrkur og kunn teilcnimyndafígúra kemur ffam sem vinnufélagi hetjunnar. Með þessum hætti er vitnað í lcvilcmyndasöguna fram og til baka á listilegan hátt sem fær okkur eldri til þess að minnast eigin kvik- myndareynslu ffá því við vor- um börn. Þannig verður maður eitt barnið í salnum og gerist dálítið angurvær í sálinni. Þessi mynd er ákaflega vönduð hvað snertir leik og alla gerð. Tæknileg affeksverk eru unnin í henni hvað eftir annað. Eiginlega er hún of- hlaðin af yfirgengilegum spennuatriðum og sprelli, og er það helsti galli myndarinn- ar. Það spillir þó elcki hugs- uninni í myndinni að ráði, sem fjallar um mismuninn á myndheimi og mannheimi á dálítið ljúfsáran hátt. Til dæmis fjalfar eitt besta atriði myndarinnar um það, þegar Jcvilcmyndahetjan vörpulega sest í eldhúskróldnn hjá móð- ur drengsins og ekki verður betur séð en að þau felli hugi s a m a n , drengnum til mikillar skelfingar. Drengnum hrýs hugur við því að hetjan hans breytist í ást- sjúkan aum- ingja í höndunum á móður hans í stað þess að halda áffam baráttunni við hið illa. En af því að hetjan er ekki eins og þeir mann- legu karl- menn sem setið hafa í e 1 d h ú s - króknum hjá móður hans, þá heldur hetj- an áfram baráttunni þar til yfir lýkur. Þetta atriði vekur upp spurningar um karl- mennsku- og föðurímyndir kvikmynda og gildi þeirra fyrir son einstæðrar móður í New York. Það er með þessum hætti sem gagnrýninni er komið á ffamfæri í þessari mynd, með hógværð og án frekjulegs rétttrúnaðar. Þannig gerir myndin góðlátlegt grín að staðlaðri draumaframleiðslu Hollywood um leið og stillt er upp nöturlegum myndurn úr mannheimi. Myndin er fýrir börn á öllum aldri og hjálpar þeim að njóta kvikmynda á réttan hátt, hjálpar þeim að skilja milli draums og veru- leika. En um leið birtist í henni krafa um betri og mannlegri hasarmyndir þannig að nafn myndarinnar á vonandi við rök að styðjast, að þar fari The Last Áction Hero.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.