Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 31
Skattakóngur Sauðlaukshrepps Laug upp á sig tekjum til að verða hæstur Sauðlauksdal, 4. ágúst Sérstætt ágreiningsmál hef- ur komið upp á Austurlandi, nánar tiltekið í Sauðlauks- hreppi. Nágrannar Hallgríms Egilssonar bónda hafa ásakað hann um að ljúga upp á sig tekjum svo hann yrði örugg- lega hæsti skattgreiðandinn í dalnum. „Það sjá allir að það að hafa 5 kindur og 8 beljur færir mönnum eldd mánaðartekj- ur sem nema einni milljón króna,“ sagði Jónmundur Skarphéðinsson nágranni Hallgríms en nágrannarnir hafa kært Hallgrím til skatt- stjóra Austurlands. „Jú, það er rétt, svona kæra hefur borist. Við höfum reyndar tekið eftir sérstæðum metingi þarna í dalnum þar sem menn virðast keppast við að skrá á sig tekjur. Við höf- um ekki talið það í okkar verkahring að hafa áhyggur af þessu,“ sagði Jón Sigurðsson skattstjóri. En hvað segir Hallgrímur sjálfur: „Það getur vel verið að búskapurinn gefi ekki svo mikið af sér en þetta hefur verið gott ár í styrkjakerfinu." Hallgrímur Egilsson var með milljón á mánuði í fyrra þó hann væri aðeins með 5 kindur og 8 beljur. Einkaviðtal GP við sérvitran fanga á Litla-Hrauni Hefur aldrei viljað Snæfellsnes, 4. ágúst „Þetta félag er stofnað af brýnni nauðsyn. Við tókum eftir því að fólk átti erfitt með að umgangast okkur eins og menn og því viljum við breyta," sagði ívar Hauksson sem tekið hefur að sér að vera talsmaður íslenskra ber- serkja. Félagsskapur þeirra var stofnaður um helgina á miklu móti úti á landi, nánar tiltekið í Berserkjahrauni. Meðal fé- lagsmanna eru handrukkarar, útkastarar og steraneytendur svo fátt eitt sé talið. Mótið þótti lukkast mjög vel enda þess gætt að hafa nóg af grett- istökum í nágrenninu. Á sunnudeginum var síðan dvergakast. „Þeir hafa sótt um inn- göngu í ÍSÍ en þar sem ég veit ekki ennþá út á hvað íþróttin gengur þá hefur engin afstaða verið tekin,“ sagði Ellert Schram formaður ÍSÍ. „Við eigum eftir að skil- greina almennilega keppnis- greinarnar en í stuttu máliu má segja að þær snúist um átök af öllum gerðum,“ sagði Ivar Hauksson talsmaður. Vestmannaeviar, 4. ágúst Gula Pressan hefur óvenju áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að nýtt ís- landsmet hafi litið dagsins ljós í Vestmannaeyjum um helgina. Ungur piltur úr Þorlákshöfn, Jósef Pálsson, náði að deyja áfengisdauða einum 12 sinnum yfir helg- ina. Metið er óstaðfest „Hann Jobbi er rosalegur keppnismaður," sagði Jón Guðmundsson sem tók þátt í þessari keppni með Jósef. Jón sagðist aðeins hafa náð að „deyja“ 7 sinnum þegar hann gafst upp. „Það er auð- vitað alger geðveiki að reyna þetta en þar sem við erum sjómenn má segja að ekki séu hundrað í hættunni þó að nokkrar heilafrumur fári.“ „Við gáfumst fljótlega upp á því að bera hann inn í dauðatjaldið enda maðurinn yfir 100 kíló að þyngd,“ sagði Jórunn Halldórsdóttir sem starfaði við það á þjóðhátíð að hlúa að þeim sem dóu áfengisdauða. En hvað skyldi methafinn sjálfur segja um þetta fiam- tak? „Sko, í raun er þetta ekki svo mikil vandL Maður þarf bara að gæta þess að vera rétt stemmdur, í góðum félags- skap og með nóg af brenni- víni,“ sagðLJósef Pálsson. Félag fjárglæframanna Biður RLR að hætta ofsóknum Gulu Pressunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá nýstofnuðu Félagi fjár- glæframanna: „Undanfarið hefur borið á sívaxandi ofsóknum gagnvart félagsmönnum okkar. Þeir hafa mátt sæta harðræði og tillitslausri meðferð af hálfu Rannsóknarlögreglunnar sem við teljum að sé komin langt út fyrir starfssvið sitt. Félagsmenn okkar eru ónáðaðir með endalausum yfirheyrslum sem ekki hafa neinn sjánlegan tilgang annan en að trufla þá.“ „Vilhjálmur Egilsson er hetja í okkar augum. Það að hann skyldi koma fram fýrir hönd þjáning- arbræðra okkar sem stunda skattsvik og tjá sig svo opinskátt um málið hefur auðveldað okkur að horfast í augu við vandann,“ sagði Önundur Guð- mundsson hjá Félagi fjárglæframanna. „Vilhjálm- ur hefur sannfært okkur um að þó menn hafi lög- in sín megin þá þýðir það ekki endilega að þeir hafi rétt fyrir sér. Við teljum að íslenskt þjóðfélag verði að gæta að sér áður en það drepur niður allt einkaframtak sem félagsmenn okkar eru svo sann- arlega fullir af.“ Jósef Pálsson dó 12 sinnum á þjóðhátíð Revkiavík, 3. ágúst Ævar Þór Ásláksson segist frekar kjósa næðið innan fangelsisveggjanna. Litla-Hraun, 4, ágúst „Já, það er rétt, ég hef einhverra hluta vegna aldrei verið mikið gefinn fyrir að flýja þetta í sífellu. Eg kýs miklu frekar að sita hér inni í ró og næði,“ sagði Ævar Þór Ásláksson sem vakið hefur mikla athygli því alla hans fangavist hefur hann aldrei flúið. Ævar Þór segir að aðrir fangar fái sér vanalega göngutúr á kvöldin, skreppi inn á Eyrarbakka eða Selfoss og kaupi sér ís. Einn eða tveir stundi trilluútgerð frá Stokkseyri og einn hafi ráðið sig í vinnumennsku á nær- liggjandi sveitabæ. „Auðvitað er gott fyrir strákana að geta verið svona mikið úti en ég hef mínar efasemdir. Það er eins og þeir skilji aldrei alvöruna bak við fanga- vistina. Það var hérna strákur um daginn sem hafði orðið það á að berja mann til óbóta. Ég held að hann hafi ekki náð að vera einn samfelldan dag innan veggja. Mér fannst hann fara á mis við ýmislegt,“ sagði Ævar. „Þetta er allt svolítið orðum áukið hjá Ævari en auðvitað er það rétt, þessir eilífu flóttar spilla dáljtið imynd fangelsisins. Þá skapar þetta vandamál fyrir kokkinn sem veit aldrei hvað hann á að panta mikið inrí því enginn veit hve margir verða í mat.“ sagði Gústaf Lilendal fangelsisstjóri. „ ... Berseriumir llllll CULA PRESSAN 2GO krónur í lausasölu [\fíkuritid PRESSAN fylgir án endurgjalds) Dó 12 sinnum yfir helgina Óvenju glæsilegt íslandsmet í Eyjum flýja Félag íslenskra berserkja stofnað Vilja láta líta a sig sem menn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.