Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 2
FYRST O G FREMST 2 PRBSSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 SlGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR. (kvöld verður hún valin No Name- stúlka í sam- ræmi við erlenda tískustrauma. BlRGIR ÞORGILSSON. Nú er rætt um að gera Birgi að formanni Ferðamálaráðs og Magnús Oddsson taki við sem ferðamála- stjóri. No Name-stúlkan Diddú________________ Nokkur spenna ríkir jafnan meðal ungra stúlkna þegar fyrirsæta til að auglýsa No Name-snyrtivörunar er valin ár hvert. I kvöld verður kunn- gert hver hreppir hnossið að þessu sinni. Stúlkurnar sem hafa hlotið nafnbótina No Name-stúlka ársins og dágóð- an auglýsingasamning að auki eru til að mynda Unnur Steinsson, fyrrverandi fegurð- ardrottning, Laufey Bjarna- dóttir, forsíðustúlka Vikunn- ar, og Bryndís Bjamadóttir Elite-fýrirsæta. Hafa þær aug- lýst No Name-snyrtivörurnar víðar en á íslandi. I kvöld mun hins vegar kona af eldri kynslóðinni hreppa hnossið og er það Sigrún Hjálmtýs- dóttir, öðru nafni Diddú, leikkona og óperusöngkona með meiru. Þykir þessi stefna, að velja ekki lengur eingöngu ungar stúlkur, minna á það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Fyrst til að leggja áherslu á konur eldri en þrí- tugt varð Lancome-snyrti- vörufyrirtækið. Hefur leik- konan Isabella Rossellini löngum auglýst fýrir það fýrir- tæki. Ástæðan fyrir vali á (h)- eldri konum liggur einfaldlega í því að þær þykja einhver besti markhópurinn. Þær hafa oftar en ekki meiri tíma og meiri peninga handa á milli tU að fjárfesta í snyrtivörum. Nýir menn í teröaiönaði__________ Halldór Blöndal þarf nú að skipa í tvö embætti ferðaþjón- ustunnar. Kristín Halldórs- dóttir Kvennalistakona lýkur fjögurra ára kjörtimabili sínu sem formaður Ferðamálaráðs, en Steingrímur J. Sigfússon skipaði hana á sínum tíma. Þá heftir Birgir Þorgilsson, mág- ur Matthíasar Á. Mathiesen, verið ferðamálastjóri í vel á annan áratug. Hans tímabili lauk í raun síðasta haust en Halldór Blöndal ákvað þá að framlengja það enn einu sinni, til eins árs, sem reyndar er ekki heimild til samkvæmt lögum. Halldór mun væntan- lega skipa góða og gegna sjálf- stæðismenn í stöðurnar, en um tíma var talið að Júlíus Hafstein yrði gerður að for- manni Ferðamálaráðs. Hann hefur nú verið skipaður í ráð- ið á vegum Reykjavíkurborgar svo varla verður af því. Hall- dór hefúr einnig leitað talsvert í Norðurlandskjördæmi eystra en orðið lítið ágengt. Líklegast er talið að Birgir Þorgilsson verði gerður að formanni Ferðamálaráðs, en Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs og staðgengill Birgis, taki við af honum sem ferðamálastjóri. Bæði emb- ættin eru laus um næstu mán- aðamót, en formlega veitir ráðherra stöðu ferðamála- stjóra eftir umsögn Ferða- málaráðs, sem í sitja 23 aðilar, þar af fimm ráðherraskipaðir. Milljónamennirn- ir í qthqfnalifinu í nýlegri launaflokkun Frjálsrar verslunar var skemmtilegastur hópurinn „Kunnir athafnamenn“, enda þeir margir með yfir milljón á mánuði. Þar ber auðvitað hæstan Þorvald Guðmunds- son í Síld og fisk, með 85,7 milljónir í árstekjur. Skúli Jó- hannsson, verkfræðingur í Streng hf., er með 42,7 millj- ónir í árstekjur, Guðmundur Kristinsson múrarameistari er með 41 milljón í árstekjur, Jón Ásbjömsson fiskútflytj- andi er með 30,9 milljónir í árstekjur, Jón I. Júlíusson, verslunarmaður í Nóatúni, er með 29,7 milljónir, Skúli Þor- valdsson hótelhaldari er með 26,8 milljónir, Þorvaldur Jónsson skipamiðlari er með 17,7 milljónir, Ólafur O. Johnson í Ó. Johnson og Kaa- ber er með 15,3 milljónir og Guðmundur Arason, skák- maður og járninnflytjandi, er með rúmar 12 milljónir í tekj- ur. Sólin settist__________ Útvarpsstöðin Sólin gekk til viðar í vikunni. 1 alls tvo sólar- hringa heyrðist hvorki hósti né stuna frá stöðinni. Engar skýringar voru gefnar á þessari deyfð uns Morgunblaðið birti í gærmorgun fréttastúf um að sendir Sólarinnar hefði bilað tveimur dögum áður og þar sem þeir hefðu ekki varasendi fengju þeir ekkert að gert. Frétt þessi er kolröng. Það rétta í málinu er að lokað var á útsendingar útvarpsstöðvar- innar vegna ógreiddra STEF- gjalda. Munu yfirmenn Sólar- innar, þeir Pétur Jónasson og Framkvæmdastjóri Sjónvarps, ekki meir, ekki meir: Halldóra vill ungllngana biirl Umræðuþættirnir sem hafa verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins á þriöjudagskvöldum í sumar hafa vakið allnokkra athygli, eöa stjórn- endur þeirra öllu heldur. Og kemur ekki til af góðu. Útvarpsráð hefur ít- rekað lýst yfir óánægi'u sinni með þættina, einkanlega þá sem unnir hafa verið á vegum skrifstofu framkvæmdastjóra. í bréfi dagsettu 3. september til setts framkvæmdastjóra sjónvarps, Hrafns Gunnlaugs- sonar, bendir Halldóra J. Rafnar, formaður útvarpsráðs, á að umsjón- armenn þátta sem gerðir hafa verið á vegum skrifstofu framkvæmda- stjóra uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til starfsmanna Sjón- varps. „Mál er að linni," segir í bréfi Halldóru. „Útvarpsráð gerir kröfu til þess að betur verði vandaö til umræðuþátta, stjórnendur hafi til að bera þekkingu á málefninu sem til umræðu er og kunni skil á hlut- verki sínu sem stjórnanda." Og áfram: „Ennfremur mælir Útvarpsráð svo fýrir um að þátturinn „Hvað má drekka og hvemig?" verði ekki endurfluttur í Sjónvarpinu." Þættinum sljómaði Gunnlaugur Jónsson, en vera hans í sjónvarpssal vakti athygli því drengurinn mun enn eiga nokkur ár í tvítugsaldurinn og má því hvorki fara í Ríkið né heldur stíga fæti sínum inn á íslenska skemmti- og vínveitingastaði samkvæmt ís- lenskum lögum. Aðrir ungir stjómendur sem útvarpsráð er vísast til að benda á eru Ragnar Halldórsson, Birgir Ármannsson og Gísli Mar- teinn Baldursson. Uppi eru hugmyndir um að hefja gerð nýrra umræðuþátta sem birtast eiga síðdegis á sunnudögum og tengjast einkum líðandi stund og þeirri dægurmálaumræðu sem í gangi er hveiju sinni. Umsjón með þáttunum kemur til með að skiptast á milli deilda; skrifstofu fram- kvæmdastjóra, innlendrar dagskrárdeildar, fréttastofu og jafnvel íþróttadeildar. Skrifstofa framkvæmdastjóra mun þó hafa heildarum- sjón með þáttageröinni en sérstök ritstjóm hefur hönd í bagga, meðal annars þegar ákvarðanir verða teknar um umsjónarmenn. Birgir Tryggvason, vera óánægðir með — eins og yfir- menn margra annarra fijálsra útvarpsstöðva — að þurfa að greiða þrjú prósent af ársveltu útvarpsstöðvarinnar, eða lág- mark þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði, í sjóð sem sé í senn illa skilgreindur og í sitja menn eins og Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson, sem á engan hátt geti talist hlutlausir stjórnarmenn. Yfirmenn Sól- arinnar hafa nú komið henni aftur í loftið, en vegna bágrar fjárhagsstöðu stendur til að selja hlut í stöðinni. Hafa þeir nú þegar leitað til nokkurra aðila eftir hlutafé. Anna Mjöll og skífuþeytirinn Sakarh Um síðustu helgi kom hingað til lands maður að nafni Dave Sakarh, sem er einn af þekktari skífuþeytum Bretlands. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem hann kemur til íslands, en fýrst sté hann á land í vor með ID-tímarits- genginu sem kom hingað í þeim tilgangi að gegnumlýsa skemmtanalífið. Þá lagði hann leið sína aftur til íslands um verslunarmannahelgina og lék af fingrum fram á rave-hátíð í Aratungu. Nú er hann kom- inn til að hljóðblanda plötu með hljómsveitinni Bubble Flies sem gaf út sitt íýrsta lag á Núll og nix-geisladisknum, lagið Strawberries. Þykir drengjunum í þeirri hljóm- sveit mikill heiður að fá nafn breska skífuþeytisins ritað á umslag disksins, sem væntan- legur er um miðjan október. Hljómsveitinni til fulltingis verður gamalreynt tónlistar- fólk; vinkona Michaels Jack- son, söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ásgeir Óskars- son trommuleikari og Magn- ús Kjartansson hljómborðs- leikari, en hann er einmitt faðir eins meðlims hljómsveit- arinnar; Davíðs Magnússonar. Bubble Flies hyggst svo láta reyna á hæfileika sína á er- lendri grund og það með hjálp Daves Sakarh. Búseti í vandræð- um Húsnæðissamvinnufélagið Búseti í Reykjavík hefur sagt upp öllu óbreyttu starfsliði skrifstofu sinnar við Hofs- vallagötu, alls fjórum starfs- mönnum. Ástæður uppsagn- arinnar má rekja til skertra lána til nýbyggingar félags- legra íbúða. Álls var Búseta út- hlutað fimm lánum í vor, sem er aðeins brot af því sem félag- ið hefúr fengið úthlutað und- anfarin ár. Búseti í Reykjavík hefur að meðaltali fengið fimmtíu félagsleg lán á ári hverju, utan árið 1992 þegar þau voru skert um fimmtán, eða niður í þrátíu og fimm. Var þetta að vonum mikið áfall fyrir Búseta því meiri- hluti félagsmanna er undir ákveðnum tekjumörkum og sækist því eftir félagslegum íbúðum. Ula gengur hins veg- ar að koma út almennu íbúð- unum. Skertur lánafjöldi í ár stendur rekstri skrifstofúnnar fyrir þrifum og jafnframt verða byggingarframkvæmdir litlar sem engar, en stór hluti umsvifa Búseta undanfarin ár hafa verið byggingarfram- kvæmdir. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á skerðing- unni, en að mati flestra eru þær heldur loðnar. Ólíkt fýrri árum var talað um úthlutun lánanna í vor sem fyrri úthlut- un en venjan hefúr verið sú að úthluta lánum aðeins einu sinni á ári, og það á vorin. Menn eru ekki famir að sjá að til seinni úthlutunarinnar komi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að gripið hefur verið til uppsagnanna. Einkavinavæö- ing lögmannq Þeir sem hafa gaman af að velta fyrir sér hugtakinu „einkavinavæðingu" hafa sjálfsagt rekið augirn í nýskip- un formanns matsnefndar eignarnámsbóta. Fyrir skömmu var Helgi Jóhannes- son héraðsdómslögmaður skipaður í stöðuna, sem vakti nokkra athygli innan lög- mannastéttarinnar. Helgi er ungur að árum miðað við for- vera sína í stöðunni, sem vanalega hafa verið nestorar úr lögmennsku, en síðasti for- maður var Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmað- ur. Það hefúr án efa ekki spillt fyrir Helga að hann er í nánu vinfengi við Ara Edwald að- stoðardómsmálaráðherra. Óli G. leitar að- stoóar__________ Enn er leitað logandi Hósi að aðstoðarmanni fyrir Olaf G. Einarsson menntamála- ráðherra eftir að Ólafur Arn- arson hætti. Þótt vissulega sé verk að vinna innan ráðuneyt- isins eru ekki margir sem sækja í stöðuna. Helst er von- ast til þess að Davíð Stefáns- son í samgönguráðuneytinu verði fáanlegur í hana. JÓN flSBJÖRNSSON. Sómir sér vel meðal milljónamannanna með 31 milljón í árstekjur. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON. Sólarpiltar ósáttir við setu hans í STEF-sjóðnum. flNNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR. Syngur með Bubble Flies, sem íslandsvinurinn Dave Sakarh hljóðblandar. REYNIRINGIBJARTSSON. Búseti segir öllum starfsmönnum upp vegna skertra lána. RAGNAR AÐALSTEINSSON. Það hefur vakið at- hygli að við af honum í matsnefnd eignarnámsbóta tekur Helgi Jóhannesson. ÐAVÍÐ STEFÁNSSON. Helst er horft til hans sem aðstoðarmanns menntamálaráðherra. UNIMÆLI VIKUNNAR „Vinnati er illa skilgreint hug- tak og það er oft óljóst hvenœr konur eru að vinna og hvencer þœr eru að elska. “ Dr. Rannvelg Traustadóttlr ástkona. TTámprming á Slcagarmm „Knattspyrnan er ekki bara íþrótt heldur menning hér á Akranesi.“ kÍ7í(Í(/{/'<‘hf>Ufiftí.f „Fólk er ekki í skapi til að skála í kampavíni fyrir kreppunni.“ Jóhanna Sveinsdóttir matgæöingur. Kári var einn í heiminum „Ég er nokkuð brattur með að ég sé ekkt einn í heiminum.“ Kári Þorgrímsson, einkabóndi í Garói. Gísli Gíslason, menningarfrömuöur og bæjarstjórí. Ossur, opnusíúlHð SamQels „össur mundi gera hvað sem er fynr frægðina, nema ef til vill koma naldnn fram, þvi hann hafnaði tilboði Samúels um að sitja fýrir á sundskýlu og með slaufú.“ Blrglr Guömundsson, Samúelsfræóingur Tímans. Spilling í augum kvenna „Þegar ég lít yfir íslensKt samfélag finnst mér ég ýmist stödd í spillingunni við hirð Alexanders VI. páfa, þar sem stöður gengu kaupum og sölum, eða við rann- sóknarréttinn á Spáni, þar sem þeir einir lifðu sem höfðu réttar skoðanir.“ Kristin Ástgeirsdóttir, sptflingarfræöingur Kvennalistans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.