Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 16
SKOÐANIR 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson Markaösstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Verkalýðshreyf- ingin græðir 1 ágætri lokaritgerð við hagfræðideild Háskóla íslands hef- ur Stefán G. Thors komizt að þeirri niðurstöðu að á sama tíma og alvarleg eínahagskreppa gengur yfir Island hafa fjár- málaumsvif íslenzkrar verkaslýðshreyfingar aukizt sem aidrei fyrr. Á meðan hvert gjaldþrotið rekur annað í atvinnulífi og fátækt eykst meðal launafólks sýna sjóðir stéttarfélaga hagn- aðartölur sem fyrirtæki geta aðeins látið sig dreyma um. Fyr- irtæki hagræða, ríkissjóður sparar og launafólk herðir sulta- rólar, en verkalýðshreyfingin safnar gildum sjóðum og hirðir af þeim vænar vaxtatekjur. í samanburði, sem birtur er í PRESSUNNf í dag, kemur í ljós að hagnaður stéttarfélaga sem hlutfall af veltu er margfalt meiri en stærstu fyrirtækja á landinu. Aðeins einokunarfyrir- tækið Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins kemst náfægt sjóð- um stéttarfélaga hvað hagnað varðar, enda beinlínis rekið til að hafa peninga af neytendum. Fram kemur einnig að á sama tíma og félagsmenn og fyrir- tæki greiða æ meira til sjóða stéttarfélaga aukast útgjöld þeirra vegna skrifstofuhalds, útgáfu og fundahalda. Sem sagt: tekjurnar aukast og báknið þenst út á sama tíma og kjör þeirra, sem félögin eiga að berjast fyrir, versna dag ffá degi. Forysta verkalýðshreyfingar stendur vökulan vörð um tekjulindir sínar. I deilu verkalýðsforingja við matsölustaðinn McDonald’s kom hvergi ffam krafa um að fyrirtækið borg- aði starfsfólki sínu meira en þær rúmlega þrjú hundruð krónur í tímakaup sem til stóð. íslenzkir verkalýðsforingjar voru hins vegar tilbúnir að fara í viðskiptastríð ef McDon- ald’s greiddi ekki launatengdu gjöldin sem renna í sjóðina þeirra. Þeir, sem haga sér svona, geta ekki þótzt vera undr- andi næst þegar ekki verður fundafært í verkalýðsfélaginu vegna áhugaleysis félagsmanna. Verkalýðsforysta, sem hugsar fyrr um eigin hag en umbjóðenda sinna, hefur fyrirgert kröfu um að vera tekin alvarlega. Það ætti ekki að koma verkalýðsforingjum á óvart að æ fleira launafólk reynir að standa utan stéttarfélaga og semja sjálft um kaup og kjör við vinnuveitendur sína. Því hefur nefnilega lærzt að það getur sjálft gætt hagsmuna sinna betur en kontóristarnir sem sitja á skrifstofum stéttarfélaga og reikna út vaxtatekjurnar sem þeir fá af félagsgjöldum þess. BLAÐAMENN: Bergljót Friöriksdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson, Sigriöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Ólétta Steingríms Steingrímur J. Sigfússon hefur lengi verið óléttur að formennsku í Alþýðubanda- laginu. Yfirlýsingar hans bentu allar til þess að hann væri að falli kominn, og hygð- ist létta á þunga sínum með framboði gegn Ólafi Ragnari á landsfundinum í haust. En þungi Steingríms reyndist steinbarn. Hann fór ekki í slaginn. Þessi niðurstaða kom flest- um á óvart. Steingrímur hafði sjálfúr ýtt undir væntingar um framboð og kvað fjölda manna hafa skorað á sig til framboðs. Það er ekki að undra. Frá sjónarhóli flokks síns stóð hann sig ágætlega sem landbúnaðarráðherra, og er „ffambærilegur stjórnmála- maður“ eins og Jón Baldvin orðaði það í palladómum sín- um í einu slikjuritanna. Hann er seigur, fljótur að átta sig, og að flestu leyti hinn vænsti drengur. Eins og fleiri þá villt- ist hann á sínum tíma inn í Alþýðubandalagið af því hann var á móti her og Nató, og dagaði þar uppi. Að öðru leyti er hann jafnmildll ffamsólcn- armaður og flestir á bemsku- slóðum hans norðanlands. Mörður Árnason, pólitísk- ur útilegumaður úr Birtingu og meintur stuðningsmaður Ólafs Ragnars, lýsti miklum vonbrigðum með niðurstöðu Steingríms. En lið Ólafs var sannfært um að formaðurinn myndi baka stráldnn að norð- an. Það var raunar rangt mat; úrslitin hefðu orðið mildu tví- sýnni en flestir töldu. Ég held raunar, að út úr slagnum hefði Steingrímur nær örugg- lega komið sterkari stjórn- málamaður en áður. Hann kaus hins vegar að hirða upp hanskann sem hann kastaði inn í hringinn, áður en hólm- gangan byrjaði. Gamalreyndir refir úr pólitíkinni em margir þeirrar skoðunar að þar með hafi brostið Noregur úr hendi hans, — fyrir fúllt og allt. I eftirleiknum gaf Stein- grímur margar skýringar á því, hversvegna hann hefði hætt við atlöguna að Ólafi. Kannski vó sú þungt, sem hann lét uppi á einum stað, að tældst hann formennsku á hendur yrði hann líklega að kveðja svein sinn ungan og gera ekki ráð fyrir að hitta hann að marki fyrr en við ferminguna. Vel mælt... og sldljanleg afstaða. Áðrar skýringar lásu menn þó með meiri undrun. Meðan stóð á meðgöngu Steingríms hafði Svavar Gestsson uppi þung orð um djúpan mál- efnalegan ágreining stórs hluta flokksins við Ólaf Ragn- ar. Kristinn H. Gunnarsson tók í sama streng. Með þessu vísuðu þeir til stórmála á borð við utanríldsstefhu formanns- ins, viðhorfa hans í sjávarút- vegsmálum, auk þess sem ágreiningur er líka um afstöðu Ólafs til aðstöðugjalda. Undir þetta tók Steingrímur harka- lega í viðtölum sínum við fjöl- miðla þegar hann skýrði hví hann valdi að hopa ffemur en berjast. Þar lýsti hann tæpi- tungulaust, að milli sín og for- mannsins væri málefnalegur ágreiningur, auk þess sem Steingrímur bar hann þung- um sökum um að sundra flokknum viljandi. í viðtali við Vikublaðið hafnaði Steingrímur því að hann brysti kjark, og kvaðst „ekkert síður óttast þá niður- stöðu að vinna með naumum mun og hefja þannig for- mennskuna með flokkinn skiptan í tvær fylkingar effir harðvít- ug átök“. I sama blaði vísaði hann til máls- metandi manna, sem teldu ágreininginn svo mikinn, að í kjölfar átaka um formann væri jafúvel hætta á að flokkurinn klofúaði í tvennt. í sjónvarpinu skýrði hann afstöðu sína efnislega þannig, að hætta væri á að átökin leiddu í ljós að flokkurinn væri skipt- ur í tvær, næstum jafú- stórar deildir. Af þessu geta menn bara dregið eina álykt- un. Hún er þessi: Steingrímur J. Sigfus- son er þeirrar skoðun- ar, að málefnalegur ágreiningur skipti Al- þýðubandalaginu í nánast jafústórar fylk- ingar. Hann vill hins vegar eldd fyrir nokk- um mun að kjósendur komist að raun um ástandið, því sam- stundis myndu þeir skilja að Alþýðubanda- lagið er ekki trúverð- ugur stjórnmálaflokk- ur. Hann telur að kosning milli þeirra Ólafs Ragnars myndi í vetfangi svipta loldnu ofan af ormagryfjunni í augsýn allra, og þess- vegna hættir hann við ffamboð. Steingrímur skilur það ef til vill ekki sjálf- ur, en með þessu er hann að ffamlengja líf- ið í lygi. Hann veit, að Alþýðubandalagið er klofið bæði um málefúi og persónu formannsins. En hann hættir við ffamboð til að þessi dap- urlega staða lendi ekki í kast- ljósi fjölmiðlanna. Það mun „Hitt stendur eftir, að persónulegur ogpólit- ískur ágreiningur innan Alþýðubandalagsins er nú orðinn svo djúpur, að einsog sakir standa þolir flokkurinn ekki aðþungavigtarmaður bjóði sigfram gegn formanni. “ vonandi færa honum þá per- sónulegu hamingju að eiga rrkari þátt í uppeldi sonar síns en ella. Hitt stendur effir, að persónulegur og pólitískur ágreiningur innan Alþýðu- bandalagsins er nú orðinn svo djúpur, að einsog saldr standa þolir flokkurinn ekki að þungavigtarmaður bjóði sig fram gegn formanni._________ Höfundur er umhverfisráðherra. ísland ögrum skorið „Mundu hvað Gunnar Thoroddsen sagði: „Nú bregst formaður og erþá varaformaður settur af, “„ sagði Halldór. „Þetta verður aðfara eftir réttum reglum.“ Nú er affur orðið gaman í þessu starfi, lesendur góðir. Friðrik er sestur við skákborð- ið og ég taldi ekld færri en fimm borð á kaffistofunni á mánudaginn þarsem sátu kunnugleg andlit og muldr- uðu kunnuglega með kunn- uglegum samsærissvip. Þarna voru í einu horninu heilbrigðisráðherrann og verðandi forstjóri Trygginga- stofnunar. Og Lövenbrá vinur hans. „Ég VERÐ að fá ísskáp á skrifstofuna!“ sagði Kalli, að- eins of hátt, þannig að við- staddir lyffu brúnum og sneru sér að honum. „Já, já, já, slappaðu af,“ hvæsti Guðmundur og leit taugaveiklaður á andlitin á næstu borðum. „Eitt í einu, Kalli,“ sagði hann. „Fyrst þurfum við að komast í gegnum þennan slag. Sérðu hvernig Ólafúr Ragnar lætur með Pétur Blöndal? Ég get afgreitt aumingja einsog Jón Sæmund, en fjandinn hafi það ef ég nenni að rífast við grísinn útaf þessum Pétri.“ „Þú ssstendur við það sem þú sssagðir og elckert KJAFT- ÆÐI!“ sagði Kalli og áhugi okkar nærstaddra minnkaði ekki. Það bjargaði þeim félög- um að á næsta borði ákvað einhver að taka Kalla Steinar sér til fyrirmyndar. „ISLAND ÖGRUM SKOR- IÐ!“ heyrðist alltíeinu baulað þar. Þar sátu þeir, Halldór minn Blöndal, Einar Bolvík- ingur, Matti Bjarna og Tómas Ingi. Og bóndinn á Bergþórs- hvoli. „Þegiðu, Eggert,“ baulaði Halldór til baka. „Þingflokks- fundurinn er búinn.“ „Ó FÓSTURLANDSINS FREYJA! ÍSLANDI ALLT!“ hélt Eggert áffam. Matti stakk uppí hann pönnuköku. „Eruð þið með það á hreinu hvernig við gerum þetta, strákar?“ spurði Hall- dór. „Ég vil ekkert vesen. Frildd verður vitíaus ef hann fréttir þetta. Engar áskoranir, engar greinar í Moggann, eng- in ræðuhöld. Bara að vera vissir um atkvæðin á lands- fundinum og svo skal ég sjá um afganginn." „Vestfirðirnir eru klárir,“ sagði Matti Bjarna og Bolvík- ingurinn kinkaði kolli. „Ég er samt á því að þú eigir að fara í Davíð, en ekki drengbjálfann. Það er ekki stórmannlegt að ráðast á minni máttar.“ „Mundu hvað Gunnar Thoroddsen sagði: „Nú bregst formaður og er þá varafor- maður settur af,“„ sagði Hall- dór. „Þetta verður að fara eftir réttum reglum.“ Ögn innar sátu Ólafur Ragnar og Guðrún Helgadótt- ir. Ég sá á axlarhreyfingum Guðrúnar að hún var að fóðra hann á nýjustu skoðun sinni á félaga Svavari. Ólafúr faldi sig á bakvið The Times. Ég sat þama, lesendur góð- ir, maulaði marmarakökuna og hugsaði með mér að lífið væri farið að ganga sinn vana- gang. Rýtingarnir á loffi og augnaráð háttvirtra þing- manna flóttalegt. Og Friðrik við skákborðið. Oddur þingvöröur er hugarfós- tur dálkahöfunda, en efnisatriöi og persónur byggjast á raun- veruleikanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.