Pressan - 09.09.1993, Síða 6

Pressan - 09.09.1993, Síða 6
IMENN 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 • • Kjartan Orn Kjartansson, forstjóri McDonald's Ameríski draumurinn Allir strákar eiga sér draum. Sumir vilja verða flugstjórar, aðrir læknar og enn aðrir slökkviliðsmenn. Kjartan Örn Kjartansson er hógværari. Hans draumur var lítill, ein- faldur og amerískur: að éta Big Mac á íslandi. Það kostar vinnu að láta drauma rætast, þótt litlir séu, en Kjartan taldi það ekki effir sér. Arum saman stritaði hann í Asiaco, byggði það upp og seldi svo, sællar minningar. Loks tókst að kreista lóð út úr borginni og þá var eins og hann fyndi ilminn af horm- ónakjötinu á Suðurlands- brautinni. Og Kjartan þekkir sitt heimafólk. Hann gerði meira að segja einstæðan samning við Júrókard.Jjví Kjartan vissi sem var, að Islendingar eru eina þjóðin í heiminum sem er svo aum að hún þarf kred- itkort til að kaupa Big Mac. Meira að segja Rússarnir borga í reiðufé. Þá var allt til reiðu: húsið, M-ið gyllta, Drive-thru og staffið í einkennisbúningun- um rauðu. Búið að sópa og þvo plastborðin og plaststól- ana. En þá gerði verkalýðs- hreyfingin uppsteyt. Það skildi Kjartan ekki. Hann hafði aldrei orðið var við að hún skipti sér af launakjörum venjulegs fólks. Hann sem var tilbúinn að borga fólkinu ágætiskaup. Ekki alveg eins mikið og stétt- arfélagið vildi. Ekld alveg eins mikið og fékkst annars staðar. Eldd alveg eins mikið og hann hefði getað. En samt kaup eins og McDonald’s borgar. ASÍ sagði nei, takk. Kjartan sá fyrir sér ameríska drauminn. breytast í martröð: skríllinn stóð fyrir utan „Kjartan sáfyrir sér ameríska drauminn breytast í martröð: skríllinn stóðfyrir utan McDonald’s með kröfuspjöld, skítugur og illa til hafður. Innifyrir sátu nokkrir gildir forstjórar og renndu niðurfitugum frönskum í tákn- rœnum stuðningi við kapítalismann. “ McDonald’s með kröfuspjöld, skítugur og illa til hafður. Inni fyrir sátu nokkrir gildir for- stjórar og renndu niður fitug- um frönskum í táknrænum stuðningi við kapítalismann. En Kjartan kættist aftur þegar hann talaði betur við ASf. Hann hafði þá þekkt þá rétt eftir allt saman. Þeir höfðu aldrei haft neinn áhuga á McDonald’s-laununum sem staffið fékk. Þeir vildu tala um McDonald’s-félags- og sjúkra- gjöldin sem þeir áttu sjálfir að fá. Þetta var auðleyst mál. Kjartan veit sitthvað um Am- eríku og vissi að þar eru stétt- arfélög aldrei látin standa í vegi fyrir góðum bissniss. Það tók ekki nema tvo tíma að semja um þessi tvö prósent sem ASÍ vildi. Og nú er draumurinn að rætast. Einfaldur og amerísk- ur. Eins og Big Mac. BjOrk motln .linaiarkvendi ðtslns’ hií HIV Varð af myndbandsverðlaununum þegar hún mætti ekki PRESSAN hefur fengið það staðfest að MTV- tónlistar- verðlaunin í ár fyrir besta myndbandið hafi átt að koma í hlut Bjarkar Guðmunds- dóttur fyrir lag hennar Hum- an Behaviour. Þar sem Björk lét hins vegar ekki sjá sig í Englaborginni Los Angeles til að taka á móti verðlaununum var hún svipt þeim. Þau komu þess í stað í hlut hljómsveitar- innar Pearl Jam. f gær kom hins vegar í ljós að Björk hefði verið kjörin „Iðnaðarkvendi ársins“ hjá MTV, eða Ind- ustrial Female of the Year, vegna ffumlegrar meðferðar á ýmsum hljóðfærum. Að- standendur MTV sjá sér hins vegar fært að senda þau verð- laun til hennar. Að sögn vina Bjarkar var hringt í hana tiu dögum áður en afhendingin fór fram og henni tilkynnt að MTV-verð- launin fyrir besta myndband- ið myndu falla henni í skaut. Hún yrði því að mæta til há- tíðarinnar að veita þeim við- töku. Ástæða þess að Björk mætti ekki mun vera sú að hún „nennti“ eldd að leggja á sig ellefú stunda ferðalag til að stoppa í LA í fjóra tíma. Hún hefði nóg annað fyrir stafhi. Þegar Stöð 2 sýndi ffá verð- launaafhendingunni skömmu eftir að henni lauk síðastliðinn föstudag veittu margir því at- hygli að lagi Bjarkar, Human Behaviour, var gert hærra undir höfði en hinum lögun- um. Það var spilað í töluverð- an tíma í lok þáttarins. Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður og kunningi Bjarkar, segist sannfærður um að laginu hennar hafi verið kippt út á síðustu stundu þeg- ar ljóst varð að hún myndi eld<i mæta. „Björk átti alveg eins von á því að hún yrði af verðlaunun- um, því þessi verð- launaafhending snýst að svo miklu leyti um sjóbissniss,“ segir Hilmar. Hann segir að henni hafi þó ver- ið nokk sama um verðlaunin þar sem hún sé ekki á þessum „karríeristanótum“. Henni sé mikilvæg- ara að reyna að koma saman bandi og þjálfa það upp — sem hún er að reyna að gera um þessar mundir — en að standa í verðlaunaaf- hendingum. Hún tók sem kunnugt er for- skot á sæluna á Wembley-leikvang- inum á dögunum. Hversu mikilvœg eru MTV-verðlautíin? „Þau eru ansi mik- ilvæg, og mikilvægari fyrir artistana en aðra. Þegar Sinead O’Connor fékk MTV-verðlaunin fyr- ir myndbandið við lagið Nothing Com- pares 2 U gerði það henni og þeim sem stýrði myndbandinu mjög gott. Leikstjór- inn gat í raun valið úr verk- efnum á eftir. MTV-verðlaun- in björguðu í raun heiðri hennar, því Nothing Compar- es 2 U var eina góða lagið á plötunni. Menn voru almennt sammála um að þetta væri það besta sem Sinead O’Connor gat lent í.“ Ekki náðist í Björk Guð- mundsdóttur vegna anna. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR. Hún „nennti" ekki að ferðast til Los flngeles og varð því af verðlaununum fyrir myndband ársins. ALIT Tómas Tómasson Ulfar Þórðarson Guðlaug Halldórsdóttir Jón Magnússon Guðmundur Ólafsson Rekstrarfyrirkomulag McDonald’s Tómas Tómasson, veitinga- maður í Hard Rock Café: „Enginn skilningur er jafn- slæmur og missJdlningur. Ég er fullkomlega sannfærður um að McDonald’s mun kappkosta við að halda uppi góðu sambandi við lands- menn, verkalýðsfélög, hið op- inbera og hið hálfopinbera. Það hvarfiar eldd að mér ann- að en að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að allir verði ánægðir. Því hef ég þá trú að þetta muni leys- ast farsællega." Úlfar Þórðarson, veitinga- maður á Gauki á Stöng: „Það gæti reynst rekstraraðil- um McDonald’s erfítt að fá gott starfsfólk með þessu fyr- irkomulagi og ég get vart ímyndað mér að fólk láti bjóða sér kjör sem þessi þrátt fyrir atvinnuleysið. Ef allt gengur að óskum er þarna komið fordæmi sem gæti valdið einhvers konar bylt- ingu á markaðnum, einkan- lega hjá fyrirtækjum sem standa í svipuðum rekstri, þar sem unglingar eru gjarnan starfskxaftar. Samviskan segir mér að slík þróun sé ekJd til góðs, en vissulega gæti verið um hagræðingu í rekstri að ræða. Annars virðist mér þessi deila fyrst og fremst lagaJegs eðlis og ég mun eJdd leggja mat á hvort löglega eða ólöglega er að rekstri McDonald’s staðið.“ Guðlaug Halldórsdóttir, veitingamaður á Hótel Loft- leiðum: „Nái hugmyndir rekstraraðila McDonald’s fram að ganga hef ég þá trú að þar með skapist hættulegt fordæmi í veitingarekstri hérlendis. Það verður jafht að ganga yfir alla og þess vegna ættu þeir tví- mælalaust að semja við stétt- arfélög og greiða launatengd gjöld eins og aðrir atvinnu- rekendur. í þessu sambandi er rétt að benda á að ungt fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir réttindum sínum og það er mikilvægt að það eigi bak- hjarl hjá verkalýðsfélögunum ef eitthvað ber út af. Starfsfólk verður að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að geta leitað réttar síns í þeim tilfellum er slys, veikindi eða önnur óhöpp ber að höndum.“ Jón Magnússon lögmaður: „Launþeginn á að standa ábyrgur fyrir sínum hlut. Taki hann þá ákvörðun að vera meðlimur í verkalýðsfé- lagi ætti honum að vera skylt að taka sjálfur ábyrgð á gjöld- um sínum til að losa atvinnu- rekandann undan því að þurfa að stunda hagsmuna- gæslu fyrir verkalýðsfélögin eins og nú er. Launþeginn á einnig að eiga kost á því að standa utan félags og njóta þar með launa sinna eins og hann kýs sjálfur. Það á að vera í valdi launþegans að taka ákvörðun um hvert pen- ingar hans fara, ekki ein- hverra karla úti í bæ sem skylda fólk til að afhenda aura sína líkt og í einhverju sovéti. Það nær auðvitað eldd nokk- urri átt að risaeðlurnar tvær, VSÍ og ASÍ, fái stöðugt að ráðskast með fólk og löngu orðið tímabært að taka heild- arskipulag í þessum efnum til algerrar endurskoðunar, því séu sjóðirnir skoðaðir kemur í ljós að fólk hefur borgað margfalt í þá miðað við það sem það fær til baka. Það jafngUdir lögþvingaðri eigna- upptöku. Lagaskýringin og lagatúlkunin er svo annað og alls óslcylt mál.“ Guðmundur Ólafsson liag- fræðingur: „Það er mikilvægur réttur manna að fá að reka fyrirtæki Skyndibitastaður undir vöru- merki McDonald’s- veitinga- húsakeðjunnar hefur starfsemi hérlendis um næstu helgi, en rekstraraðilar hans hafa barist fyrir því aö fá að standa fyrir utan verkaiýðsféiög og ekki viljað greiöa launatengd gjöld eins og venjan er. Þeir hafa nú aö nokkru látið undan þrýstin- gi og gengiö til samninga. sem frjálslegast í öllum lýð- ræðisríkjum og því ættu þeir að fá að reka sína staði eins og þeir kjósa án þess þó að rekst- urinn brjóti í bága við lög. Mér sýnist verkalýðsfélög löngu hætt að gæta hags- muna launafólks og VSÍ gætir fyrst og fremst hagsmuna stærstu og öflugustu félags- eininga sinna og virðist einn- ig að verulegu leyti vera tals- maður ákveðins stöðugleika, og jafnvel einokunar, fyrir hönd þessara stóru eininga sem þeir túlka hagsmuni fyr- ir. (Það útskýrir ef til vill að VSl hefur engan sérstakan áhuga á því að opnað sé fyrir erlenda samkeppni á Islandi.) Ég hef trú á mildlvægi þess að fyrirtæld geti starfað óáreitt án þess að þurfa að gjalda einhverjum stríðsherrum vinnumarkaðarins toll og án þess að heyra undir risaeðlur sem ættu að heyra sögunni til.“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.