Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 8
F R E TT I R Fimmtudagurinn 9. september 1993 Meintur höfuðpaur fíkniefnahrings er þekktur fíkniefnainnflytjandi Slapp við fangelsi þrátt fyrir sex hiloa innffutning Ólafur Gunnarsson situr nú í gæsluvarðhaldi sem meintur höfuðpaur stórs fíkniefnahrings. Hann er talinn hafa skipulagt reglulegan innflutning á miklu magni af hassi og amfetamíni til fjölda ára. Fyrr á árinu var hann dæmdur fyrir innflutning á ríflega sex kílóum af hassi á níu mánaða tímabili árið 1986. Vegna þess hve málið dróst í dómskerfinu hlaut hann einungis sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Ólafur Gunnarsson hefur lengi verið þekkt nafn hjá lög- reglunni í tengslum við meint fíkniefnasmygl og lengi verið undir smásjá. Upphaf málsins má þó rekja til þess að tveir menn, Vilhjálmur Svan Jó- hannsson, 47 ára fyrrum veit- ingahúsrekandi, og Jóhann Jónmundsson, 51 árs starfs- maður á Hlemmtorgi, voru handteknir í Leifsstöð við kom- una frá Amsterdam þann 25. júlí sl. Á Jóhanni fúndust þrjú kíló af hassi og 900 grömm af amfetamíni. Tvímenningamir sátu í gæsluvarðhaldi um tíma og þriðji aðilinn, Guðmundur Gestur Sveinsson, 38 ára, ját- aði aðild að málinu. í ljós kom að þeir höfðu átt aðild að tveimur svipuðum smyglferð- um hið minnsta. í síðustu viku lét lögreglan aftur til skarar skríða. Þá fór hún að heimili Vilhjálms Svan og handtók hann, ásamt Guð- mundi Sveinssyni og Ólafi Gunnarssyni, en lögreglan telur Ólaf höfúðpaur og skipuleggj- anda í umfangsmiklum fxkni- efnaviðskiptum. Engin fíkni- efni fúndust en Ólafúr og Guð- mundur voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. þessa mánaðar. Ólafur kærði þann úrskurð til Hæstaréttar en ekki Guðmundur, sem samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er ekki stór aðili að málinu. I tengslum við þetta mál voru einnig teknir nokkrir smásalar sem taldir eru tengjast þessum fikniefnahring. Þar sem Ólafúr var ekki tekinn með nein efni verður málið gegn honum að byggjast á öðrum áþreifanleg- um gögnum. Lifaö hátt og tengsl við fjárhættuspil Eins og áður segir hefúr Ól- afúr hlotið dóm fyrir fikniefna- smygl en Vilhjálmur, Jóhann og Guðmundur hafá ekki áður komið við sögu fíkniefnalög- reglunnar. Vilhjálmur Svan var í mars á þessu ári dæmdur í Hæstarétti fyrir stórfelld fjár- svik sem tengdust veitinga- rekstri hans. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR hafa Vil- hjálmur og Ólafur þekkst nokkuð um alllangt skeið og meðal annars verið saman í spilaklúbbi sem rekinn er við Súðarvog og Guðmundur er einnig þekktur spilamaður. Sömu heimildir segja Vilhjálm og Jóhann þekkjast og í raun hafi Vilhjálmur verið að borga Jóhanni skuld með því að láta hann bera fíkniefni inn til landsins. Jóhann hafi verið til- búinn að taka mikla áhættu fyrir „auðfengið“ fé, þar sem hann hafi verið við það að Ólafur Guimarsson var á árínu var hann dæmdur fyrir innflutning og söiu á ríflega sex kilóum af hassi á níu mánaða tímabili áríð 1986. Vegna tafa í dómskerfinu hlaut hann einungis sex mánaða dóm sem var auk þess skilorðsbundinn. missa íbúð sína. Reyndar var það samdóma álit manna að þremenningamir, Vilhjálmur, Guðmundur og Jóhann, hafi átt það sammerkt að vera í verulegum fjárhagsvandræð- um og líldega séu þeir aðeins svokallaðir sendlar eða burðar- menn. Hinn meinti höfúðpaur, Ól- afur Gunnarsson, er 38 ára, meðalmaður á hæð og dökk- hærður. Hann þykir myndar- legur og er ávallt vel til hafður. Hann hefur verið nokkuð áberandi á skemmtistöðum borgarinnar en umgengst mest „finna“ fólk og er því tiltölulega óþekktur á götunni. Sagt er að hann hafi ævinlega nokkurt fé milli handanna og þess má geta JÓHANN JÓNMUNDSSON Var með efnið innanklæða þegar þeir voru stöðvaðir í Keflavík. Gæsluvarðhald yfir þeim leiddi síðar til handtöku hins meinta höfuðpaurs. Jóhann var í vemlegum fiártíagsörðuleikum er hann bar efnið til landsins

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.