Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 31
AMERISKI DRAUMURINN 0 Fimmtudagurinn 9. september 1993 PRESSAN 31 BOONCHANG-HJÓNIN. Þau reka veitingastaðinn Banthai og leggja sig mjög fram, bæöi við þjónustu og matargerð. Ofarlega á Laugaveginum, rétt fyrir ofan Hlemm, er ógurlega góður tælenskur veitingastaður sem lítið fer fyrir. Staðurinn heitir Banthai en er ekki mörgum kunnur og allra síst er fólki kunnugt um að maturinn er jafngóð- ur þar og raun ber vitni. Það er nefnilega munur á tæ- lenskum mat og tælenskum mat og á Banthai er augljóst að kokkurinn leggur sig allan fram við matargerðina. Staðurinn er auoþekkjanlegur að utan, vel merktur og málaður í appelsínugulum lit. Þegar inn kemur tekur á móti gestinum vinalegur og þjónustulipur Tælendingur sem jafnframt er eigandi staðarins. Þar fer Chakravut Boonchang sem búið hefur á Islandi í fjögur ár ásamt konu sinni, sem sér um eldamennskuna. Umhverfi veitingastaðarins er allt eins tælenskt og kostur er enda hafa þau hjónin flutt inn heilmikið af munum, en einnig tölvert magn matar oa kryddjurta. „Við komum hingað til lands frá Þýskalandi vegna þess að okkur langaði til að setjast að í ókunnugu landi," segir Boonchang. „Það er víða mjög erfitt,að fá land- vistarleyfi en hér reyndist það möguleiki. Aður rak ég veitingastaðinn Ingólfsbrunn við Laugaveg með öðrum en ákvað svo að snúa mér að gerð tælensks matar. Við hjónin vitum ekki hvað við komum til með að búa hér lengi, því þrátt fyrir að Islendingar séu okkur góðir er erfitt þegar fátt er um vini og fjölskyldumeðlimi." A matseðli Banthai kennir ýmissa grasa og eru réttirn- ir bornir fram í litlum leirskálum með Ijóstýru undir til að halda hita. A efri hæð eru tvær samliggjandi stofur fyrir hópa en einnig er þar hvíldarherbergi með notalegum sessum. Gesturinn getur ráðið styrkleika matarins sem hann pantar og því eru engin vandkvæði á að taka börnin með. Reyndar sást til tveggja stúlkubarna um daginn sem höfðu það af að klára matinn... og biðja um meira. Það eru ef til vill bestu meðmæli sem staður- inn getur fengið. Letty fynrlitur eigm- mann sinn og banar mannmum sem nauögar henm. Vmd urinn kemur upp um leyndarmál hennar. Hreyfimyndafélagið hefur hafið vetrarstarf sitt og er ýmislegt spennandi á dagskrá næstu mánuði. Mexí- kóskri kvikmyndahátíð er nýlokið og nú á þriðjudagskvöld verður ansi hreint sérstæð uppákoma í Háskóla- bíói. Þar verður á hvíta tjaldinu sýnd þögla kvikmyndin TheWind eftir Viclor Sjöslröm, sem gerð var árið 1928 og þykir ein merkasta kvikmynd þöglu áranna. Um leið munu um fjörutíu með- limir Sinfóníuhljóm- sveitar Islands flytja frumsamda tónlist Carls Da íis við myndina. Hann kemur sjálfur til lands- ins til að stjórna hljóm- sveitinni. Myndin fjallar um unga konu, Letty, sem reynir að afbera fábreytt líf í litlum landsbyggðar- bæ í Texas. Harðneskja umhverfisins og fólksins fær mikið á hana og smám saman fer hún að fýrirlíta eiginmann sinn, kúrekann. Að honum fjarstöddum kemur til hennar óvelkominn gestur sem nauðgar henni og í örvilnan sinni banar hún manninum. Hún reynir að leyna verknaðinum með því að grafa líkið í sandinn, en vindurinn feykir sandinum burt og Letty þarf að horfast í augu við sannleikann. Fleiri góðar myndir verða sýndar í Háskóla- bíói í vetur á vegum Hreyfimyndafélagsins, meðal annars; HeartS öf Dark- ness: A Filmmaker’s Apocalypse eftir FaxBahr, Apocalypse Now eftir Francis F. Coppola, Nashville eftir Robert Altman, NoEnd eftir Krzyszt oí Kieslowski að ógleymdriBo- man Polanski-hátfðinni, þar sem sýndar verða fimm kvik- myndir eftir kvikmynda- leikstjórann umdeilda. Þegar er orðið heyrinkunnugt að með haustinu fer í loftið hjá Ríkissjónvarpinu nýr dægurmálaþáttur sem hlotið hefur nafnið Dagsljðs. Umsjónarmönnum hans er ætlað að brydda á ýmsum nýiungum auk þess sem þeir þurfa að vera vakandi fyrir atburðum líðandi stundar. Nú er alltaf töluverð spenna um hvernig til tekst oq þau sem standa eiga undir vænting- um áhorfenda eru sjalfsaqt þegar komin á létta skjálftavakt. Annars virðist vel hafa tekist til með mannval að þessu sinni hjá RUV, því þarna er meint hæfileikafólk á ferðinni. Fyrst- an ber að nefna Þortinn Ömarsson, fráfarandi fréttamann á frétta- stofu Ríkisútvarpsins, sem er nvkominn heim frá París þar sem hann lauk eins árs námi í fjölmiðlafræðum. SgurðurG.¥algeirs- son hefur haft yfirumsjón me,ð skipulagi þáttarins en hann hefur starfað töluvert fyrir RUV i gegnum tiðina. FjalarSigurðarson fannst á dægurmáladeild Rásar 2 og þaðan kemur ÁslaugDðra Eyjólfsdðltir einnig. Auk þess að hafa starfað á Rás 2 í allmörg ár hefur Aslaug Dóra nýlokið mastersnámi í fjölmiðlafræS- um í Bandaríkjunum en áður hafði hún setið á skólabekk æðstu menntastofnunar Islands auk þess að vinna á DV. ÞORFINNUR ÓMARSSON, SlGURÐUR G. VALGEIRSSON, FJALAR SlGURÐARSON OG ÁSLAUG DÓRA EYJÓLFSDÓTTIR. Þau verða umsjónarmenn Dagsljóss. Að eilífu - kóka kóla Fræðimaðurinn Mark Pender- grasl hefur nú ritað 556 síðna bðk um kðka kðla-drykkinn og komist að því að þjóðfélags- saga og saga sljðmmála í Bandarikjunum snýst nær eingöngu um þenn- an sykurvökva. Á einni öld hefúr kókfyrirtækið þróast úr litlu fyrirtæki í Atlanta, sem fram- leiddi kðkaúibæll læknislyf, í risavaxið alþjóðatyrirlæki sem selur vökvann -4* fræga fyrir eina DÍjÖH milljdlöa ar- lega eða liubiisundtold tjáriög íslenska ríkisins. Ástæður velgengn- innar eru einkum tvær og þær eru nátengdar. I upphafi Sfðari heimsstyrjaldarinnar réð kókfýrirtæk- ið James Farley til að stjóma út- flutningi fyrirtækisins, en James þessi var kosningastjðri og einkavinur Franklins Roosevell. Hann náði þeim einstæða árangri að sannfæra stjórnvöld um að kðk- fyririækið skyldi undanþegið annars strangri skömmtun á sykri. Að auki náði einkavinur og kosn- ingastjóri torselans að tryggja kókfýrirtækinu leyfi til þess að ■* byggja kókverksmiðjur á hverjum einasta stað í heiminum þar sem hermenn Bandaríkjahers stóðu í ströngu. Og það sem meira er — Bandaríkja- stjórn borgaði uppsetningu verksmiðj- anna! Keppi- nauturinn, Pepsi, hefur aldrei náð sér eftir þetta ævintýralega forskot sem“"* forselinn Iryggði kók- inu. Forskot- inu hafa þeir síðan haldið með snilld- arlegri markaðs- sálfræði. Vöru- merkið er orðið svo brennimerkl í sálarlíf mannkynsins að bók Pender- grast breytir engu. Hann komst nefnilega í skjalasafn kókveldisins og birtir leyni- formúluna fyrir kókdrykk- inn. Kókstjórarnir hafa þó eklá áhyggjur, því þeir eru að selja lífsstíl, menningu og táknmynd en ekki kolsýru- bætt sykurvatn. Ameríski draumurinn á einnig stjóm- málum að þakka velgengni sína á íslandi. Utanþings- stjómin sem sat á styrjaldarár- unum var einmitt nefnd „kóka kóla- stjórnin“ því stofnendur kók á Islandi vom Bjöm Ólafsson fjármálaráð- herra og Vilhjálmur Þór utanríkis- og atvinnumála- ráðherra, en það var einmitt í viðskiptaferð á vegum ríkis- stjómarinnar sem Björn náði sér persónulega í einkaleyfi á framleiðslu kók hér á landi. m Með einstöleum samböndum náðu þeir að tryggja sér stöð- ugt streymi á sykri og flösk- um á þessum erfiðleika- og skömmtunartímum. Stjórn- málatengsl hafa alltaf verið aðalsmerki fyrirtækisins. Þannig var Albert Guð- mundsson stjórnmálafulltrúi Vífilfells til margra ára og meðal einkavina Kóks eru Geir Haarde, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, Kjartan Gunnarsson og Davíð Odds- son. Að eilífu, kóka kóla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.