Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 33
REYKJAVIK
G
Fimmtudagurinn 9. september 1993
PRESSAN 33
Þórir Gunnarsson, veitingamaður í Prag, færir út kvíarnar:
Kom heim í frí o$*
keypti veitingahús
■ :
mA
*■*
1'* 5 ] \ ^
V Á
ÞÓRIR GUNNARSSON OGINGIBJÖRG JÓNSDÓTT1R. Þegar fór að róast á Reykjavík í Prag komu þau heim og keyptu veitingastað við Laugaveginn.
Þórir Gunnarsson, veit-
ingamaður í Prag, er kominn
heim til íslands og búinn að
opna veitingastað við Lauga-
veg. Þórir og eiginkona hans,
Ingibjörg Jónsdóttir, hafa
þó ekki með öllu sagt skilið
við Tékkóslóvakíu, því þau
reka áfram veitingastaðinn
Reykjavík í Prag. Þau hjón
segjast reyndar hafi komið
hingað í frí, en „duttu“ þá of-
an á þennan veitingastað við
Laugaveginn og festu á hon-
um kaup um helgina. Þórir
og Ingibjörg hafa verið bú-
sett í Prag í tæp þrjú ár og
rekið þar veitingastaðinn
Reykjavík í tæp tvö ár. Þann
tíma hefur verið nóg að gera
og lítið um frístundir.
„Núna í sumar hefur verið
minna að gera en var fyrst.
Það er ekki lengur biðröð út
á götu frá því opnað er, enda
hefur ferðamannastraumur-
inn minnkað og sambærileg-
um veitingastöðum í borg-
inni fjölgað allverulega. Okk-
ur þótti því upplagt að koma
heim og hlaða batteríin,“
segir Þórir og Ingibjörg tekur
undir með honum.
En fríið stóð ekki lengi, því
hjónin fengu augastað á veit-
ingastaðnum Scala við
Laugaveg 126 eftir ör-
skamma dvöl á landinu og
hafa verið að gera það upp
við sig síðustu tvær vikurnar
hvort þau ættu að slá til og
kaupa. Á þeim tíma hefur
þeim tekist að gera heilmikl-
ar breytingar á staðnum inn-
an dyra. Það er búið að mála
og koma fyrir borðum, stól-
um og ýmsum gömlum
munum sem gefa staðnum
notalegan blæ. Andrúmsloft-
ið hentar matseðlinum, sem
er í senn heimilislegur og al-
þjóðlegur; í forrétt eru bæði
íslensk síld og franskir snigl-
ar.
Eti ekkert tékkneskt?
„Tékkneskur matur er
mjög þungur og matreiðslan
ólík því sem við eigum að
venjast," segir Þórir. Það er
auðheyrt að hann ædar ekki
Utan á Borgarleikhúsinu hefur verið komið fyrir ijósaskilti með augtýsingum um vaent-
anlegar sýningar Leikfélags Reykjavíkur. Gamla skiltið á homi Kringlumýrarbrautar og
Listabrautar er þó enn látið þjóna sínu hlutverki, eða því sem næst. Það er nefnilega
farið að láta verulega á sjá, illa ryðgað og flögnuð af þvi málningin. Frekar subbulegt.
að bjóða íslendingum upp á
tékkneskt gúllas eða annað
þvíumlíkt.
Þið eruð ekkert smeyk við
að hefja veitingarekstur í
Reykjavík og það á þessum
stað, sem skipt hefur alloft um
eigendur á undanförnum ár-
um?
„Okkur langaði til að gera
þetta og ákváðum því að slá
til þegar þessi staður kom svo
að segja upp í hendurnar á
okkur. Við erum heldur ekki
ókunnug veitingarekstri í
Reykjavík, höfum rekið staði
hér heima og vitum alveg að
hverju við göngum.
Þótt staðurinn hafi skipt
ört um eigendur undanfarið
teljum við ekki að það skipti
máli. Hann er reyndar dálítið
út af fyrir sig, en það er gott
að komast að honum og eig-
inlega er rólegra hérna en við
bjuggumst við,“ segja þau
sammála.
Þórir segist ekki vera þjak-
aður af áhyggjum af rekstri
staðarins í Prag á meðan
hann er í burtu, því hann
hafí gott samstarfsfólk til að
sjá um hann. Hvort það á
eftir að ganga að reka veit-
ingahús í tveimur löndum
segir hann að verði bara að
koma í ljós. „Við vorum ekki
alveg viss hvort við vildum
eyða tíma í þetta eða hvort
þetta væri hægt,“ játar Þórir,
sem fer aftur til Prag eftir jól.
„Við spilum þetta því af
fingrum fram eins og er.
Annaðhvort gengur þetta eða
ekki.“
BÓKMENNTIR
Engin kvenfélagskristni
„Það er ástœðulaust að skammastyfir
kveðskap Sveinbjörns Beinteinssonar, en
afurðir Steinars Vilhjálms og Eyvindar
hefðu mátt missa sín. Þcer eru þó hátíð
miðað við stefnuyfirlýsingu Bjarna H.
Þórarinssonar sjónháttafrœðings, sem er
vitaskuld hreint og klárt bull. “
NÍU NÆTUR - TÍMARIT UM
HEIÐINN SIÐ
ÁRSRIT ÁSATRÚARMANNA
★ ★
Níu nætur nefnist ársrit
ásatrúarmanna. Það er í
ffernur stóru broti og áttatíu
og íjórar blaðsíður. Þetta er
eíhismikið tímarit sem geym-
ir fræðigreinar, viðtöl, ljóð,
smásögur og myndasögu.
Tímaritið er ríkulega mynd-
skreytt.
Þorri Jóhannsson, ritstjóri
tímaritsins, skrifar langa og ít-
arlega grein sem nefhist Leit-
andi trú og einvaldstrú, en
þar leitast hann við að sýna
ffarn á að heiðinn siður hafi
flest sér til ágætis fram yfir
kristna trú. Eg á í nokkrum
erfiðleikum með að taka þá
grein alvarlega, í henni gætir
fullmikils einstefnuaksturs.
Þorri fer þó víða á kostum.
Hér eru dæmi:
„Hér hefúr ríkt kvenfélags-
kristni“ — „er það von að
fólk flýi kirkjumar er það skil-
ur guðsorðið“ — „Lyktar-
KOLBRÚN
skynið hefur minnkað er
menn hófu landbúnað og
þurffu að búa við fjósalykt.“
I tímaritinu er birtur fýrir-
lestur sem Matthías Viðar
Sæmundsson flutti á jólablóti
ásatrúarmanna og nefnist hér
Blótið og veruleiki goðsög-
unnar. Matthías Viðar er
fræðimaður sem skrifar
stundum líkt og innblásinn
spámaður (þetta á að vera
hrós). Þegar hann er í hvað
mestum ham finnst manni að
hann gæti auðveldlega sann-
fært heilu herdeildirnar.
í fyrirlestri sínum segir
Matthías Viðar kristindóm og
vísindalega rökhyggju vera
„tvíhöfða skrímsli sem hefur
gert heiminn næstum því
óbyggilegan“. Fleiri krassandi
setningar fá að fljóta með líkt
og þessi:
„Mennskan var saurug,
innlyksa í skítugu noldi undir
oki hins illa.“
Jón Thor Haraldsson skrif-
ar grein um Þorgerði Hörga-
brúði. Það er ein af betri
greinum tímaritsins, fræð-
andi og skemmtileg. Kímni
höfúndar er viðfelldin, stund-
um gáskafúll. Þetta er einnig
mjög vel skrifuð grein, sem
reyndar var upphaflega flutt
sem fyrirlestur.
Dagur Þorleifsson á sömu-
leiðis forvitnilega grein um
berserki, en að sögn munu
þeir hafa verið gangsterar síns
tíma.
Aldís Sigurðardóttir skrifar
grein um Þórsdýrkun á Is-
landi og Helgi Þorláksson
sagnfræðingur um trúarhug-
myndir tengdar örnum og
öxum. Báðar fræðilegar og at-
hyglisverðar.
I tímaritinu eru viðtöl við
Hilmar örn Hilmarsson,
galdrakarl með meiru, og Vil-
mund Hansen kennara, sem
kenndi goðafræði í Trékyllis-
vík á Ströndum. Báðir eru
ágætlega frjóir menn og
skemmtilegir og komast því
vel frá sínu.
Sá skáldskapur sem finnst í
tímaritinu er ekki sérlega til-
þrifamikill. Það er ástæðu-
laust að skammast yfir kveð-
skap Sveinbjörns Beinteins-
sonar, en afúrðir Steinars Vil-
hjálms og Eyvindar hefðu
mátt missa sín. Þær eru þó
hátíð miðað við stefnuyfirlýs-
ingu Bjarna H. Þórarinssonar
sjónháttafræðings, sem er
vitaskuld hreint og klárt bull.
Myndasaga Hauks Hall-
dórssonar segir frá lista-
manni, sem f teikningu líkist
Hauki Halldórssyni allnokk-
uð, er einungis yngri og fríð-
ari. Hann teiknar undurfagra
og vitaskuld nakta konu eftir
pöntun frá Óðni. Um nótt
stígur konan út úr málverk-
inu og á ólma ástarleiki með
listamanninum, hverfúr síðan
inn í málverkið aftur og skilur
men effir á náttborðinu. Þetta
er vægt, ofur vægt pornó,
með rómantísku ívafi, dálítið
banal blanda.
Níu nætur fer ágætlega af
stað. Eins og áður var sagt er
tímaritið efnjsmikið og hér
gafst ekki tóm til að telja allt
til. Ritstjóri segir að í ársritinu
sé ætlunin að hafa fræðilega,
almenna og listræna umfjöll-
un um heiðinn sið í dag og
fyrr á tímum. í þessu fyrsta
ársriti hefur það tekist nema
hvað hin listræna umfjöllun
lenti einhvers staðar úti í
móa. Fræðileg og almenn
umfjöllun er hins vegar í
besta lagi.
Og svo vonum við vita-
skuld að framhald verði á út-
gáfúnni.___________________
Kolbrún Bergþórsdóttir