Pressan - 09.09.1993, Síða 38

Pressan - 09.09.1993, Síða 38
JOLABÆKURNAR 38 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 Sitthvað af nýjum bókum sem koma út fyrír jólin. GYRÐIR ELÍASSON Sendir frá sér smásagnasafn. VALGEIR GUÐJÓNSSON Skrifar skáldsögu sem gerist í poppbransanum. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Skrífar ævisögu Jökuls Jakobssonar. ILLUGIJÖKULSSON Önnur skáldsaga, afar óvenjuleg. GUÐBERGUR BERGSSON Hann er með verðlaunalegan titil. ElNAR MÁR GUÐMUNDSSON Skáldsögu hans er beðið með effa'nræntingu. BRAGIÓLAFSSON býðir Glerborgina eftir Paul Auster. Það er ekld ýkja langt þar til jólabækur taka að streyma á markað. Útgáfustjórar forlag- anna eru þó misviljugir til að gefa upp nöfn væntanlegra bóka. Iðunn, Vaka-Helgafell og nokkur önnur forlög hafa ekki enn látið uppi hvað frá þeim er væntanlegt, en við höfum þó fyrir satt að Stein- unn Sigurðardóttir (Iðunnar- kona) sé með nýja skáldsögu. I>' Hér er birtur listi yfir það helsta sem Mál og menning, Forlagið, Bjartur og ffú Emil- ía, Almenna bókafélagið og Örn og Örlygur senda frá sér fyrir jól. Reynt verður að gera bókum annarra forlaga skil að örfáum vikum liðnum. Mál og mennlng Meðal íslenskra skáldverka sem Mál og menning senda ffá sér fyrir jól eru skáldsög- urnar Hvatt að rúnum eftir *s Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Ljósin blakta eftir Hannes Sig- fússon, en sú skáldsaga gerist á elliheimili. Guðlaugur Ara- son er með ffamhald af bestu skáldsögu sinni Pelastikk, en titill hefúr enn ekki fundist. Sá ágæti listffæðingur Bjöm Th. Bjömsson á einnig skáldsögu um þessi jól. Sú nefnist Falsar- inn og mun vera stór og mikil ættarsaga byggð á sannsögu- legum atburðum. Þar segir af íslenskum manni sem dæmd- ur var fyrir peningafals seint á 18. öld og sendur til Kaup- mannahafnar í tugthús. Stór hluti sögunnar gerist á 19. öld og segir þar af afkomendum þessa manns. Sigurður Guðmundsson listmálari og Valgeir Guð- jónsson poppari reyna fyrir sér á skáldskaparsviðinu. Bók Valgeirs er skemmtisaga, nefnist Tvcer grítnur og gerist í poppheiminum. Skáldsaga Sigurðar heitir Tabúlarasa og mun vera mjög óvenjuleg, höfundur mun þar meðal annars eiga spaklegar viðræð- ur við Sölku Völku og Tómas *"~Jónsson. Ragna Sigurðardóttir myndlistarkona, búsett í Hol- landi, sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína og nefhir hana Borg. Þeir, sem finnst að fasta landsliðsmenn vanti nú í jóla- sveit Máls og menningar, geta glaðst því Gyrðir Elíasson er enn inni og með nýtt smá- sagnasafn, Tregahomið. Pétur Gunnarsson lumar á skáldsögu en óvíst er hvort hún kemur út á þessu ári eða því næsta. Sama óvissa ríkir í kringum prósaverk eftir Thor Vilhjálmsson. Við vonum að þessir fagmenn bregði sér í leildnn, jólin verða daufari án þeirra. Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson verða öll með ljóðabækur um þessi jól. Þorsteinn Gylfason heim- spekiprófessor sendir frá sér ljóðaþýðingar. Fyrsta bindi íslenskrar bók- menntasögu vann til íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári. Annað bindið er væntanlegt fyrir jól. Ritstjóri þess er Vésteinn Ólason, en -auk hans eiga greinar í bók- inni þeir Torfi H. Túliníus, Sverrir Tómasson og Böðvar Guðmundsson. Verkið nær til ársins 1750. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökulsdóttir slógu í gegn á sínum tíma með ferða- bókinni Kjölfar Kríunnar. Framhald af þeirri vinsælu bók er væntanlegt í nóvember og nefnist Á Kríu um Kyrra- haf. Seinna bindið af þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á Ódysseifi James Joyce kemur út í vetur. Gargantúi og Pant- agrúll eftir Rabelais í þýðingu Erlings E. Halldórssonar er bók sem ekki má vanta í bókahilluna. Einnig er óhætt að mæla með skáldsögu Mil- ans Kundera, Bókin um hlátur og gleymsku, í þýðingu Frið- riks Rafnssonar. Bókin kom fyrst út í Frakldandi árið 1979 og þykir einna djörfust bóka hans að formi og innihaldi. Verkið vakti á sínum tíma mikla reiði tékkneskra yfir- valda sem sviptu höfundinn ríkisfangi sínu skömmu eftir útkomu þess. Með skemmtilegri skáld- sögum á markaðnum þessi jól verður Lttill heimur eftir Dav- id Lodge, gamansaga þar sem þessi ágæti bókmenntafræð- ingur gerir óspart gys að koll- egum sínum. Mál og menning sendir einnig frá sér smásögur eftir Nadine Gordimer í þýðingu Ólafar Eldjárn og Orðabók Lempriéres eftir Lawrence Norfolk í þýðingu Ingunnar Asdísardóttur. 1 hinni gullfallegu Syrtluút- gáfu koma smásögur eftir Ljúdmílu Petrúshevskaju og TonyLindgren. Aragrúi barnabóka kemur frá forlaginu að venju. Þar vekur helst forvitni fyrsta barnabók Einars Kárasonar, Ævintýrið um Diddu Dojojong ogDúa dúfnaskít. ForlagíO Forlagið státar líklega af þeirri skáldsögu íslenskri sem beðið mun með mestri óþreyju þessi jól. Hin kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson. Titillinn er að minnsta kosti verðlaunalegur. Birgir Sigurðsson leikrita- skáld sendir frá sér skáldsög- una Hengiflugið. Forlagið gef- ur einnig út smásagnasöfn eft- ir Rúnar Helga Vignisson, Sindra Freysson og Steinar Sigurjónsson. Og skáldið ágæta Sigurður Pálsson er með ljóðabókina Ljóðlínu- dans. Þýddar skáldsögur eru tvær. Bókasafn Nemós skipstjóra eft- ir Per Olav Enquist og Varið ykkur á úlfunum eftir Yann Queffelec, en eftir Queffelec kom út fyrir örfáum árum hin magnaða skáldsaga Blóðbrúð- kaup. Af barnabókum Forlagsins er sérstaklega vert að nefna Stafrófskver eftir systkinin Sig- rúnu og Þórarin Eldjárn, en samvinna þeirra hefur ætíð verið með miklum glæsibrag. Ólafur Gunnarsson, sem átti eitt best heppnaða skádverk síðasta árs (sumir segja síð- ustu ára), sendir nú frá sér barnabókina Snæljónin og það er Brian Pilldngton sem sér um myndskreytingar. Bjðflur og frð EmeJía Hið unga og metnaðarfuUa forlag Bjartur og frú Emelía er á fljúgandi ferð að venju. Titl- arnir eru að vísu ekld margir en allir hinir forvitnilegustu. Eldhús eftir Banana Yo- hismoto er fyrsta skáldsaga kornungrar japanskrar stúlku. Bókin olli miklu fjaðrafoki i Japan og sópaði til sín öllum þarlendum bókmenntaverð- launum. Bókin er að koma út í Evrópu og Bandaríkjunum um þessar mundir og hefur vakið feikilega athygli. Glerborgin er fyrsta bókin í svonefndri New York-trílógíu Paul Auster. Bækur þessa bandaríska höfundar þykja með því framsæknasta og frumlegasta í skáldsagnagerð samtímans. í Glerborginni notar hann frásagnartækni spennusögunnar og segir frá lífi ungs rithöfundar í New York. Það er Bragi Ólafson skáld sem þýðir verkið. Jón Hallur Stefánsson þýð- ir úrval smásagna eftir Julio Cortazar, einn virtasta höfúnd Suður-Ameríku. Smásagna- safnið nefnist Nóttin langa. Sigfús Bjartmarsson og Jón Thoroddsen þýða úrval ljóða eftir mexíkóslca Nóbels- verðlaunahafann Olctavio Paz og koma í eina bók. Blmenna bóhafélagið Nolckur spenna fylgir út- komu nýrrar skáldsögu effir Einar Má Guðmundsson. Einar Már hóf feril sinn með miklum glæsibrag en leiðin hefúr legið niður á við síðustu árin. Og nú er að duga. Fyrsta skáldsaga Illuga Jök- ulssonar var eldd næstum því jafnvonlaus og grimmustu gagnrýnendur létu í veðri vaka. Nú er Illugi með nýja slcáldsögu, Bamið mitt bamið, og kunnugir segja að þar sé á ferð mjög svo óvenjuleg bólc. Móðir Illuga, Jóhanna Kristjónsdóttir, á einnig bók hjá AB. Og sú er ævisaga Jök- uls Jakobssonar, vafalítið for- vitnileg. Og kollega Jóhönnu á Morgunblaðinu, Hjörtur Gíslason, skráir ævi SofFan- íasar Cecilssonar. Viðreisnarstjórnin er bók sem vafalítið á eftir að vekja athygli, en höfundur hennar er Gylfi Þ. Gíslason, fyrrver- andi menntamálaráðherra. Meðal annarra bóka má nefna Ijóðabók eftir Kristján Hrafnsson og barnabók eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Örn og Örlggur Þjóðlegur fróðleikur situr að vanda í öndvegi hjá Emi og Örlygi. Fyrst ber að nefna bókina Akureyri eftir Steindór Stein- dórsson, fyrrverandi skóla- meistara. Verldð er byggt upp á svipaðan hátt og hinn vin- sæli bókaflokkur Reykjavík — sögustaður við Sund. í bólcinni er lýst þróun byggðar og at- vinnuhátta og greint ffá lit- slcrúðugu mannlífi staðarins frá upphafi og ffarn á olckar daga. Sjósókn og sjávarhcettir við Suðurströndina er bók eftir Þórð Tómasson, safnvörð á Skógum. Bókina prýða hundmð ljósmynda. Aðrar bœkur Arnar og Ör- lygs eru Saga Stýrimannaskól- ans í Reykjavík eftir Einar S. Arnalds og Sjómannahand- bókin eftir Gunnar Ulseth og Tor Johansen. Sú seinni er þýdd og staðfærð fyrir íslensk- ar aðstæður og er fyrst og fremst hugsuð fyrir bátasjó- menn. Síðast en ekki síst er bókin ís- lensk orðatiltœki eftir Jón G. Friðjónsson dósent. Þetta er mitóð verk, allt að 1.000 blað- síðum. Þar er fjallað um meira en 6.000 ólík orðatiltætó. Ól- afur Pétursson teiknar hundruð mynda sem skýra enn frekar þær lfldngar sem liggja að bató orðatiltækjun- um.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.