Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 36

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 36
Þ RÓTT I R 36 PRESSAN Fimmtudagurínn 9. september 1993 Kapphlaup knattspyrnustórveldanna um unga leikmenn Farnir að gera tilboð í fimm ára börn TVÍBURARNIR ARNAR OG BJARKI. Nýliðanet Feyenoord er annálað. nýjan Marco van Basten, jafn- vel þótt hann sé aðeins átta ára. „Það sem hann getur gert á vellinum er ótrúlegt. Við er- um vissir um að hann er framtíðarstjarna,“ sagði Pronk. í Þýskalandi eru liðin SV Hamburg og Eintracht Frank- furt fræg fýrir að tæla til sín sjö ára drengi með vasapeningum og allskonar dóti. Þannig eru þeir fengnir til að mæta á æf- ingar og verða reglulegir liðs- menn. Ekki er allt gull sem glóir En það fylgir því mikil ábyrgð að leggja miklar vænt- ingar á ungar herðar. Það sjá þeir sem trúðu því að Spán- verjinn Patricio Rubio yrði stórstjarna. Hann er núna 21 árs og leikur með þriðja liði Barcelóna og flestir eru á því að hann verði aldrei stór- stjarna. Rubio var hins vegar bamastjama og gerði samning við Sevilla aðeins 11 ára. Þegar hann var 15 ára fór hann til Atletico Madríd, sem gerði hann að hæst launaða knatt- spyrnumanni heims á hans aldri. Rubio fékk sjö milljónir króna á ári í laun. Að lokum fengu þeir hjá Atletico sig fúll- sadda af Rubio, sögðu hann hrokafullan með „Marad- ona- veikina“ á háu stigi. Knattspyrnusambönd I víða um Evrópu eru nú I að reyna að setja sér | strangar reglur um [ hvernig lið megi nálgast I og meðhöndla barnunga I knattspymumenn. I flest- um löndum Evrópu er nú þegar bannað að gera fjár- Það vita allir að gæfa og gjörvileiki fara ekki alltaf sam- an og það á ekki síst við í fþróttum. Eigi að síður virðast knattspyrnulið telja nauðsyn- legt að festa sér sífellt yngri leikmenn til að viðhalda stjömuímynd sinni. Tvö nýleg dæmi hafa vakið spurningar um hvert stefni. Fyrir skömmu fékk fjölskylda Kanes Jackson tilboð upp á ríflega eina milljón króna (15.000 dollara) frá ensku úr- valsdeildarliði gegn tryggingu þess efnis að Kane skrifi undir hjá félaginu þegar hann nær 16 ára aldri. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema af því að Kane er fimm ára! Á sama 'tíma var ítalska liðið Napólí með sex ára gamlan son Die- gos Maradona til reynslu til að vega hann og meta með framtíðarsamning í huga. „Tilboð sem þetta er ólög- legt en ég játa það að við hugsuðum okkur aðeins um,“ sagði faðir Kanes og bætti við: „Það varð nið- urstaða okkar að hann væri allt of ungur til að láta binda sig svona.“ Forráðamenn knatt- liðinu Feyenoord. Við höfúm ekki efni á að kaupa bestu leik- mennina þegar þeir em orðnir 25 ára. Ef þeir geta eitthvað á þeim tíma þá fá þeir milljóna- tilboð frá liðum á Spáni og Ítalíu og jafnvel Frakklandi. Hagkvæmasta svarið er að reyna að framleiða okkar eigin stjörnur og til að það megi verða þurfum við að fylgjast með sex ára gömlum börn- um,“ sagði Jansen, en Feyeno- ord hefur ásamt öðrum hol- lenskum liðum verið sérlega duglegt við að þefa uppi efrii frá öðrum löndum, eins og við sáum með tvíburana Bjarka og Arnar Gunnlaugs- syni. Yfirnjósnari Ajax, Ton Pronk, segist vera búinn að sjá nýjan Marco van Basten — hann sé átta ára og leiki ffá- bærlega. Vegna ungs ald- urs vilja Ajax-menn ekki gefa upp nafh hans, meðal ann- ars til að forða honum frá sviðsljósi fjöl- miðla, sem án efa myndu vilja tala við spyrnusambandsins voru heldur ekki ánægðir með þetta tiltæki, enda sögðu þeir að enska liðið (sem enginn vildi nefha) hefði brotið allar regl- ur. Svar viö milljónatilboö- um stórliðanna Flestir eru á því að þarna séu knattspyrnuliðin komin í hreinar ógöngur. Þetta er meðal annars talið komið til af því að fátækari félagslið Norð- ur-Evrópu sjái sig knúin til að berjast við suður-evrópsku stórliðin með því að ná í stjömumar fyrst. „Þetta er eina svarið sem við höfum við ríkidæmi Suður- Evrópuliðanna," sagði Wim Jansen, tæknilegur fram- kvæmdastjóri hjá hollenska DlEGO ARMANDO MARADONA. Forráðamenn Napólígera ráð fyrir að snilli- gáfa erfist ogfengu sex ára gamlan son hans til reynslu. hagslega skuldbindandi samn- inga við böm undir lögaldri. Á Italíu hefur verið hert á þess- um lögum, meðal annars vegna endurtekinna tilfella þar sem lið frá Norður-Italíu lokka til sín unga leikmenn úr örbirgðinni á Suður-Italíu. Em mörg dæmi um gylliboð sem síðan standast ekki. I fýrra kom upp atvik þar sem tuttugu piltar frá Suður- Italíu höfðu hreiðrað um sig í búningsklefa félags sem lokk- aði þá til sín. þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. En er hægt að sjá hver verð- ur snillingur þegar á barns- aldri? Unglingaþjálfari Arsen- al, Terry Murphy, segist efast um það: „Við höfðum eitt sinn mjög ungan leikmann sem allir, og ég sjálfur þar meðtalinn, töldu að yrði snill- ingur á heimsvísu. Og hvar er hann nú? Jú, hann leikur með utandeildarliði sem á enga framtíð fýrir sér. Það em svo margir þættir sem stuðla að því að menn skara ffarn úr og það er ákaflega erfitt að sjá þá fýrir.“ Byggt á The European. Sljarna Romarios farin að skína hjó Barcelóna Oþoiandi snillingur Þrjú mörk brasilíska snill- ingsins Romarios de Souza Faria um síðustu helgi var ekki svo ónýt byijun hjá kata- lónska stórliðinu Barcelóna. Romario er þegar kominn í röð höfúðsnillinga hjá aðdá- endum liðsins, enda skoraði hann fjórtán mörk í ellefú æf- ingaleikjum með liðinu fýrir tímabilið. Markaskomn hefúr aldrei verið vandamál hjá Romario. Hann skoraði 141 mark í 134 leikjum með PSV Eindhoven í Hollandi en þar var hann markahæstur þtjú ár í röð, ár- in 1989, ’90 og ’91. Hann skoraði 118 mörk í 191 leik með brasilíska liðinu Vasco da Gama og þá hefur hann skorað tólf mörk í 28 lands- leikjum fyrir Brasilíu. Þrátt fýrir þetta markaregn er hann síður en svo fastur maður í liðum sínum. Ástæðuna má einfaldlega rekja til persónu- leika hans. Hann þykir fá- dæma eigingjam, latur og sér- hlífinn, auk þess sem hann hefúr sérstakt lag á að komast upp á kant við samherja og þjálfara. Cruyff telur sig ráða viö villinginn En af hverju var þá Johan Cruyff, þjálfari Barcelóna, að eyða 350 milljónum í þennan villing? Sérstaklega þegar ljóst er að einhver útlendinganna dýru hjá liðinu verður að vera á bekknum? Aðeins þrír út- lendingar mega leika í einu og fýrir voru þeir Ronald Koe- man, Hristo Stoichkov og Michael Laudrup. Það vakti því mikla fúrðu þegar Cruyff ákvað að bæta þessum vanda- málapakka í leikmannahóp sinn. „Hann eykur sóknar- möguleika okkar mikið auk þess sem koma hans setur þrýsting á hina erlendu leik- mennina," sagði Johan Crayff glottandi. Romario gerir lítið fýrir þau lið sem hann leikur með nema skora mörk. Auðvitað er það ekki svo lítill kostur, en hingað til hefur Barcelóna gert meiri kröfúr til miðherja sinna. Þá hefur Cruyff lagt upp það kerfi að skilja vítateig andstæðinganna eftir og sækja meira upp kantana og inn á auð svæði. Romario er hins vegar staðbundinn miðherji; hann vinnur sína vinnu á litlu svæði inni í vítateig andstæð- inganna með frábærri tækni sinni. Þvi er það hald manna að Romario verði „lúxusleik- maður“ sem fyrst og ffernst fái að spila á heimavelli Barce- lóna, Nou Camp. Þegar liðið þurfi hins vegar að berjast á útivelli verði hann skilinn eftír heima. iOMARIO. Enginn efast um hæfileika hans, en hann skapar yfirleitt fleiri vandamál en hann leysir. irum flutt í Faxafen 5 Erum flutt í Faxafen 5 ALSPORT s.688075

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.