Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 34

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 34
GEIMVERUR OG PÚKAR 34 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 NAIN KYNNI ... Forviða er orðiö. Orðiö sem ég hef leitað að í allt sumar. Og nú er komið haust! Fyrr í sumar notuöu allir oröið ýkt! Hvort sem þaö var Smekkleysa eða Písdust son of a Brúmm yfir fjárlagahallann. Eða einhverjir reifarar í left að stanslausri sælu. Eða einsog skáldið sagði: „...nú sumariö er liöið í aldanna skaut, og hvað stendur eftir?“ Ekki rassgat! Það sagði ég við vin minn skáldið. Það var nú hann sem spurði, ekki nenni ég að velta mér uppúr einhverjum tilvistarkreppuspurningum sem virðast brenna svo djúpt inní sinni þessara meðvit- uðu blaða- og fjölmiðlamanna. Þessir sömu sem álitu að minn vin Bógí væri „inn“, kynlíf laxa í Norðurá spennandi og að jakkaföt væru „át“. Aö vísu var það prédíkað í þessum pappír að þessi föt væru „át“. Æ fyrirgefum þeim því þau vita ekki hvað þau gjöra. Hafiði ekki séö nýja júníformið hjá Makkdónaldi, hreöjaveitingastaðnum sem ætlar að byrja að selja okkur það sem okkur hefur alltaf vantað: hormóna beint í æð? Æ ég má ekki segja þetta. Þaö er sennilega bara betra að smygla þessu inn og bera því við ef tekinn, aö maður þurfi að stækka rassinn, mýkj’ann upp því sætin séu svo helvíti hörð á þessum nýju skyndibitastöðum. Það sé ekkert auövelt að melta þetta sag á hörðum sætum, minnir sjálfsagt of mikið á að sitja á settinu og reyna aö skíta þessum raspi. ■ ' • ; ' ' ' • ' 1 A Nema hvaö að skáldi vinur minn var ógnvænlega þungur á sér. Líkt og pizzasendill hefði keyrt hann niður meö sextán tommu og fullt af pepperóní. Þetta var ekki Ifkt honum. Hann var búinn aö þýða smásögu úr ensku og hafði keyrt heim á leiö framhjá Makkdónaldi. Hann er ekki mjög veraldarvanur, heldur að Makkdón- aldur sé skoskur skyndibitastaöur og skilur ekki hvað þeir eru aö gera með hamborgara, ættu þeir ekki að vera að selja haggis? Ég nennti nú ekki að útskýra fyrir honum hvurslags var. Hann heldur ennþá að Dómínó sé þjónusta fyrir þá eldri sem vilja taka léttan dómínóleik heima hjá sér ef ekki gengur að sofna. Það sem velktist fyrir mínu mæta skáldi og særði tiÞ finningavitund hans var þetta Makkdónaldsskilti, sem var einsog sveppur, því neðst á því stóð „DRIVE THRU“. Þrátt fyrir mikla engilsaxneska kunnáttu var eitthvað sem stakk hann í augun. Ég sá strax hvað það var. Ég sagöi: „Elskan, þetta er ritað á amerísku. Kan- inn vill stytta allt og skrifa eftir framburði. Þetta þýðir einfaldlega að þú getir keyrt í gegn og hirt upp fæðið og komiö þér í burtu hiö snarasta. Þetta er gert svo að þú þurfir ekki að þekkjast, hvað þá að þú borðir þennan sora.“ Kannski fullfast að oröi kveöið en skáldi var enn forviöa og spurði hvort ekki væri nær að hafa þetta á ís- lensku, eða þá með íslenskum framburði? Skiljum við það ekki betur: „DRÆF ÞRÚ“? Nú var ég forviöa yfir speki skálda. Þetta hafði ég ekki hugsað útí. Auðvitað væri nær að hafa götuvísa af þessari tegund: LAUJAVEJR, KEBBLAWÍK, LÆGJA- DORK, BREYDOLT, GOBBAVOGR og AGUREIRI. Enginn myndi týnast, allra síst úddlendíngar. Djísús hvað Lax- ness og Dagur voru framsýnir, þeir voru alltaf aö skrifa fyrir vramdíðinnna. Ekkisens hálfviti get ég verið. Búinn að vera að agnúast útí mat framtíðarinnar. Hamborgari og pizza! Og hvortveggja kringlótt, óræk sönnun þess að þetta er matur framtíöarinnar. Eina sem ég gat sagt skálda var að hann ætti nú ekki aö hafa neinar áhyggj- ur. íslenskunefndin myndi nú skikka þá til að hafa skilt- ið með íslenskri stafsetningu, í það minnsta. Já forviða er orðið. Fyrir haustið. Og sumaríð. Ekki fyrr var ég bú- inn að losna við skálda og hans áhyggjur af þessum hamborgarastað en mér bárust til eyrna þær fréttir að þaö biði hálft tonn af hamborgarhryggjum á bakkanum. Ég get ekki lagt þaö á mig einu sinni að reyna að út- skýra fyrír skálda að þessir hryggir komi Makkdónaldi ekkert við._________________________________________ Einar Ben. Rauff, svarf, hvltt Lágmulanuni TVIFARAR Okkur þykir afar ólík- legt að þeir séu skyldir, Woody Allen og Bergþór Er- lingsson, um- dæmisstjóri Flugleiða á Akureyri. Þó er sterk- Við Lágmúlann stendur hús eitt sem þegar er orðið þekkt jafn- vel þótt það standi enn autt. Það er einkum byggingarlag húss- ins og litanotkun á útveggjum sem vekur athygli og ýmsir hafa vafalaust velt því fyrir sér hver hafi staðið aö hönnun þess og hverjir koma til með að nota það. PRESSAN fór á stúfana og fann það út að arkitektarnir Guðni Pálsson og Dagný Helga- dóttir teiknuðu húsið, en rangur orörómur hefur verið uppi um að Tryggvi Tryggvason ætti heiðurinn af því vegna þess hversu því svipartil Listhússins í Laugardalnum, sem hann teiknaði. En húsið kemur ekki til með að standa lengi ónotað, því um næstu helgi hyggst ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn opna þar sölu- skrifstofur sínar með miklu húllumhæi. Fyrirtækið hefur um nokkurt skeið veriö til húsa í Mjóddinni í Breiðholti en það er trú forráðamanna fyrirtækisins að hjartað slái hraðar í Lágmúl- anum og þeir þjóni hagsmunum neytandans betur með þess- ari staðsetningu. Feröaskrifstofan leigir húsið af byggingaraöila en starfsmenn Arkitekta hf. hafa séð um innanhússhönnun. Hún mun ekki vera stður glæsileg en húsið sjálft en engum sögum fer af kostnaði viö breytingamar, sem gera má ráö fyrir að sé töluverður. ur svipur með þeim sem erfitt er að útskýra á annan hátt; þunnar var- irnar og sterk- legt nefið undir eins gleraugum og hár- ið illmeðfærilegt að sjá. Bergþór hefur þann augljósa kost fram yfir Woody að vera snyrti- legur, enda bindis- hnýttur skrifstofumað- ur, en ekki fráflakandi kvikmyndaleikstjóri. skrattihn hve djöfsi er Á VEGGNUM "diyndarlegui aönedan!lríafnhrifnir af Þv' Óösmynd/Gísli djartarsoi DÚETTINN SÚKKAT. Þelr félagarnir veröa meö annan fótinn á Hótel Búöum fram i nóvember og skemmta gestum meö Kúknum í lauginni og fleiri hugljúfum lógum. Hver veit nema þeir eldi svo ofan í geimverurnar! Kölski veldur usla á ísafirði Er eitthvað meira hægt að gera á Búðum en að horfa á ástmög sinti? „Ég býst við að áfram verði hægt að fara á hestbak í grenndinni og hægt verður að fara á jökulinn þegar vel viðrar. Svo má fara í endalausar gönguferðir og bíl- túra um svæðið. Það er stutt í allt og ekki nema tveggja og hálfs tíma akstur frá borginni. Þeir sem taka Bogguna eru svo ekki nema rúmlega klukkustund að Búðurn ffá Akranesi. Það er fremur óvenjulegt, úti á hinni afskekktu landsbyggð, að hótel séu opin miklu lengur en ffam í ágústíok. Hótel Búðir á Snæfellsnesi, sem Rúnar Marvins- son blés lífi í svo urn munaði hér um árið, ætlar að breyta þeim takti. „Við ætlum að halda lífinu í hótelinu framyfir geimverur, til 5. nóvember, og slá þónokkuð af gistiverðinu,“ segir Sigríður Gísladóttir, hótelstýra á Búðum. Ur því sem komið er finnst þeim ekki stætt á öðru en hafa Búðir í fullum skrúða vegna alls geim- veruumstangsins. Að sögn Sigríðar er reyndar mikið pantað í september fyrir hópa ýmiskonar. „Sssól ætlar að hreiðra um sig hér 16. sépt- ember, dúettinn Súkkat verður svo hér með uppákomur ann- að slagið og upplestur úr bókum verður framinn af leikur- um.“ En verður maður ekki að hafa lopapeysuna meðferðis? „Jú, ég mæli með því þótt hér séu mjög góð veður og miklar stillur ffameffir öllu. Reyndar er hér endalaus rómantík og svo er orðið hægt að tendra kertaljósin. Ekkert er rómantískara en að liggja úti í grasi og horfa á stjörnurnar og norðurljósin. Og hver veit nema það verði eitthvað fleira á ferðinni í háloftun- um.“ Þessa óvenjulegu mynd af skrattanum og púkum hans er að finna utan á bílskúr einum á ísafirði í eigu Hjalta Guðröðarsonar, sem er betur þekktur fyrir vestan undir nalfiinu Hjalti kálfúr. Myndin, sem er eftir Ómar Smára Kristinsson listmálara, hefúr vakið mikla athygli og eru menn eld<i á eitt sáttir um ágæti hennar. bannig er að kölski, fyrir miðri mynd, er allvel vaxinn niður og hefur það farið fyrir brjóstið á ýmsum siðavöndum ísfirðingum sem átt hafa leið hjá. Blaðamenn Vestfirska fréttablaðsins em aftur á móti ekki eins viðkvæmir og hafa leitt að því getum að myndefnið sé jafnvel sótt til bæjarstjómar ísafjarðar. Sá í miðjunni sé því ef til vill bæjarstjórinn á ísafirði og hinir áramir kollegar hans úr pólitíkinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.