Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 5
S K I L A BOÐ Fimmtudagurinn 9. september 1993 PRESSAN 5 flthugasemd frá landBúnaðarkerfinu Greinarhöfundur PRESS- UNNAR, Pálmi Jónasson, gerir sér í síðasta tbl. PRESS- UNNAR mat úr því að „landbúnaðarkerfið" svo- nefnda líti á greiðslumark bænda sem persónulegar upplýsingar. Ég skil nú satt best að segja ekki svona vinnubrögð og þætti vænt um að Pálmi útskýrði mál sitt nánar! 1 fýrsta lagi er það tölvu- nefnd svokölluð en ekki „landbúnaðarkerfið“ (ógur- lega?) sem úrskurðar hvað flokkist undir persónulegar upplýsingar og hvað undir opinberar upplýsingar. Greinarhöfundur kýs að orða þessa einföldu staðreynd þannig að „landbúnaðarkerf- ið“ hafi „fulltingi tölvunefnd- ar í þessu máli“. Fulltingi, spyr ég nú bara. Það vill nú svo til að m.a.s. sjálft „land- búnaðarkerfið“ þarf að biðja tölvunefnd leyfis til að birta upplýsingar úr greiðslu- marksskrá og ég get bent greinarhöfundi á að því hefur tölvunefnd staðfastlega synj- að. Landbúnaðarmafian situr því við sama borð og Pálmi í „þessu máli“. Hafi greinar- höfundur ætlað sér að gera „- þetta mál“ tortryggilegt í aug- um lesenda hefur honum tekist ætlunarverk sitt, en mér þætti gaman að vita hvað tölvunefnd segir við því að hafa verið gerð að vilja- lausu verkfæri landbúnað- armafíunnar með svo aug- ljósum hætti. 1 öðru lagi leggur greinar- höfundur kvótakerfi í sjávar- útvegi og greiðslumark í landbúnaði að jöfnu. Þessi tvö kerfi eiga það eitt sameig- inlegt að vera stýritæki stjórnvalda; annars vegar til að stýra veiðum og hins veg- ar framleiðslu á kindakjöti og mjólk. Að öðru leyti eiga þau ekkert skylt hvort við annað, hvorki eigindarlega né meg- indarlega. Það lýsir sér best í því að tölvunefnd flokkar greiðslumark hvers greiðslu- markshafa undir einkamál en kvóta hverrar útgerðar undir opinberar upplýsingar. Á hinn bóginn flokkast sjálfar beingreiðslurnar undir opinberar upplýsingar. Mjólkurffamleiðandi fær kr. 24,77 fýrir hvern framleiddan mjólkurlítra innan greiðslu- marks og sauðfjárbóndi kr. 205,18 fyrir hvert framleitt kíló kindakjöts innan greiðslumarks. Þessar greiðsl- ur fá framleiðendur fyrir helming afurðaverðsins. Hinn helminginn fá fram- leiðendur greiddan af afúrða- stöðvunum (mjólkurbúum og sláturhúsum). Menn geta síðan rifist um hvort bein- greiðslurnar séu of háar, of lágar eða hvort þessar greiðsl- ur, sem eru til lækkunar á vöruverði, eigi að renna til af- urðastöðvanna eins og þær gerðu til skamms tíma. En eins og Pálmi mælti svo spaklega við mig þá vill fólkið miklu frekar lesa um hvað hver einstakur bóndi fær. Helga Guðrún Jónasdótt- ir, Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Frá blaðamanni Það er ekki rétt að blaða- maður sitji við sama borð og „landbúnaðarmafían" hvað varðar upplýsingar um kvóta einstakra lögbýla, því Fram- leiðsluráð landbúnaðarins heldur utan um kvótaskrána hættulegu en ekki blaðamað- ur. 1 öðru lagi segir „upplýs- ingafulltrúinn“ að kvótar bænda og sjómanna séu ekki sambærilegir þótt stjórnvöld úthluti þessum kvótum til ákveðinna lögaðila í landinu. Talsmenn landbúnaðarins hafa að undanfömu látið hátt í fjölmiðlum og sagt að tölur um beingreiðslur eigi ekki við rök að styðjast því þær miðist við lögbýli en ekki ein- staka bændur. Nú snúast rökin við og ekki má segja ffá kvóta hvers lögbýlis af því að það sé einkamál hvers bónda. Blaðamaður sagði skilmerki- lega í öllum dæmum að þau ættu við lögbýli en ekki ein- staka bændur. Því er tilvitn- un „upplýsingafulltrúans" í undirritaðan röng. Ég sagðist vera að leita eftir upplýsing- um um kvóta hvers lögbýlis en ekki einhverjum mat- reiddum meðaltalsútreikn- ingum frá Framleiðsluráð- inu.___________________ PálmiJónasson 0g frá Davíð Scheving Hr. ritstjóri! I blaði yðar, dagsettu 2. september sl., er kveðja til mín frá einhverjum „ffammámanni (-mönnum) í fjármála- og viðskiptalífi, sem ekki vill (vilja) láta nafhs getið“. Þætti mér vænt um, ef þér vilduð birta eftirfarandi leið- réttingu í blaði yðar. Stofnsamningur EFTA var undirritaður árið 1960, en þar var ákveðið að smjörlíki teldist landbúnaðarvara. Að ég hafi haft einhver áhrif á gerð þess samnings sem verðandi formaður Fé- lags íslenskra iðnrekenda, sem ég varð fjórtán árum síð- ar, er út í hött. Þá er og látið að því liggja á baksíðu sama tölublaðs að framlög samkeppnisaðila Smjörlíkis/Sólar til Iðnlána- sjóðs rými vegna hugsanlegra afskrifta Iðnlánasjóðs vegna Smjörlíkis hf. Leyfist mér að minna á að Smjörlíki hf. og undanfarar þess hafa greitt iðnlánasjóðs- gjald síðan Iðnlánasjóður var stofúaður árið 1935 og nema þau ffamlög mun hærri upp- hæð en hugsanleg afskrift Iðnlánasjóðs vegna Smjörlík- ishf. Virðingarfýllst, Davíð Sch. Thorsteinsson. I 1 .c, - tgwte fiSwSá ■ ■-• Wm >*r. Flesiir íslenskra jeppakaupenda á þessu ári velja Jeep Cherokee og Jeep Grand Cherokee *, einfaldlega vegna þess aö þeir bera af öðrum jeppum. Cherokee hefur löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Grand Cherokee, sem valinn var Jeppi ársins í Bandaríkjunum" hlýtur nú einróma lof og aðdáun fyrir snilídarhönnun og einstaka akstureiginleika. Jeep línan státar m.a. af aflmestu vélunum (190-220 hö.), og ríkulegum staðalbúnaði s.s. Selec-Trac eða Quadra- Trac drifkerfí, hemlalæsivörn og loftpúða (Grand Cherokee), svo fátt eitt sé talið. . ™ am ■■ Samkeppnin á ekkert svar við hreint fr Jeep. Þessir vönduðu amerísku jeppar -ýáiýý-í'iiíijýr ájafn hagstæðu verði. Gerðu ...~ .... betii ieppakaup ! Tegund j’ Qóldi né.kraninpi jeep Cberokcc/Grand Qierokce 58 Jeep Cherokee I arPfln koStW ltT. Jecp Wranglcr m m m <-v- ' . 1 8." M 3@| I II m llilSii - - ■ . :•••• ág**NUsan Pathfindcr/T«*riano/Patrol -1^Mitstibishi Pajero -Toyota 4Runner/Í4indcruiser V\lsu7u Troopcr . íFord Explorer fc iChcvroIet Bla/er Range Rover ■■■"■■ É.. v'; Jeep Cherokee s Mest seldi jeppinn á Islandi 1993! , •

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.