Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 26
V I Ð T A L 26 PRBSSAN oJ Fimmtudagurinn 9. september 1993 Halldór Blöndal um auglýsingaleik Hagkaups, rangar kratatölur og vel þegið hrós frá Mogganum. í vor lá í loftinu að ríkis- stjórnin gæti fallið vegna ágreinings um landbúnaðar- mál, en Davíð Oddsson for- sætisráðherra sendi þingið heim áður en upp úr sauð. í sumar hefur verið veitzt að landbúnaðarkerfinu á ýmsum vígstöðvum og hafa kratar ekki sízt haft sig í frammi. Þetta hefur reynt á Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra, en hann er yfirleitt tal- inn hafa komið sterkur út úr þeim átökum, eins og ítrekað hefúr verið bent á í ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins. PRESSAN hefúr heimildir fyr- ir því að einhverjir þingmanna Sjálfstæðisflokksins af lands- byggðinni vilji nú gera Halldór að varaformanni Sjálfstæðis- flokksins í stað Friðriks Sop- hussonar á landsfúndi í haust. Afhverju hafa þessi átök um landbúnaðinn blossað upp síð- ustu vikur? „Þessi átök eru í samræmi við skýringar framkvæmda- stjóra Alþýðuflokksins. Hann hefur skrifað um það í Al- þýðublaðið að það sé freist- andi að nota framsóknar- manninn Halldór Blöndal til að gera Sjálfstæðisflokkinn tortryggilegan í fjölbýlinu. Mér sýnist sumar yfirlýsingar for- ystumanna Alþýðuflokksins bera keim af framkvæmda- stjóranum. Það fer mjög lítið fyrir efnislegri umræðu, það er ekki tekizt á um grundvallarat- riði, en á hinn bóginn ein- kennist þessi umræða af upp- þotum og tölum, sem að sumu leyti eru ósambærilegar og að sumu leyti rangar og þess vegna hættulegar. Stend- ur ekki í vísunni „Hálfsann- leikur oftast er/óhrekjandi iygi“?“ Hvað heldurðu að krötum gangi til? „Þeir hafa sjálfir skýrt það; ég hef enga ástæðu til að tor- tryggja það sem framkvæmda- stjórinn segir, að þetta sé til að auka flokknum fýlgi í kaup- stöðum.“ Hvaða áhrif hefur þetta haft _ á heilsu ríkisstjómarinnar? „Það er ekkert nýtt að deilt sé um landbúnaðarmál innan ríkisstjórnar. Mig minnir að Alþýðuflokkurinn hafi í kosn- ingunum 1967 brugðið á það ráð, til að styrkja stöðu sína, að skamma Sjálfstæðisflokkinn fýrir landbúnaðarmálin. Eru ekki komin kynslóðaskipti og tími til að sagan endurtaki sig? Við Jón Baldvin byrjuðum að rífast um pólitík þegar við vorum í matrósafötum, svo okkur bregður ekki við. Sig- hvatur er vaskur maður, tekur djúpt í árinni og vill hafa síð- asta orðið. Það hefúr ekki haft áhrif á okkar persónulegu samskipti.“ En það kraumar verulega undir einmitt í þessu máli á milli stjómarflokkanna. „í stjórnarsamstarfi geta ekki báðir flokkar fengið allt sitt fram. Á hinn bóginn er staðan í landbúnaðinum að því leyti skrýtin að ég er að framfýlgja stefnu í dilkakjöts- málunum sem Alþýðuflokk- urinn samdi um. Það má því segja að það hafi orðið hlut- verkaskipti. Ef þessi stefna er jafnvitlaus og ÁJþýðuflokkur- inn heldur fram, af hverju ■' gekk hann þá til samninga um hana? Auðvitað gengur ekki að ráðherrar séu opinberlega að karpa eða rífast. Við eigum að vera menn til að leysa okkar deilur innan fjögurra veggja og stjórnarflokkarnir verða að komast að niðurstöðu um hvemig verður staðið að land- búnaðarmálum á meðan þessi ríkisstjórn situr. Það er ótrú- verðugt og gengur ekki að hafa það allt í lausu lofti.“ Heldurðu að það gerist við þessa fjárlagagerð? „Það gerist á þessu hausti. Við höfum ekki meiri tíma. „Staðan í landbún- aðinum er að því leyti skrýtin að ég er að framfylgja stefnu í dilkakjöts- málunum sem Al- þýðuflokkurinn samdi um. “ Það er óhjákvæmilegt að hægt sé að halda áfram þeim um- bótum sem við erum að vinna að núna með bændunum í landinu. Það gengur ekki að tefja fýrir slíku með einhverju ístöðuleysi.“ Sýnist þér málflutningur krata með þeitn hœtti að áscett- anleg lendingfinnist? „Alþýðuflokkurinn hlýtur að vinna í samræmi við sam- þykktir ríkisstjórnarinnar og skuldbindingar. Hann hefur gert það þegar á hefur reynt, nema í vor. Ég efast ekki um að það muni finnast fullnægj- andi lausn.“ Kratatölurnar eru rang- ar Þú hefur sagt að forsendur búvörusamnings séu brostnar. Hvemig sérðu fyrir þér að kerfið breytist? Er þetta viðvarandi fyrirkomulag sem við búum við núna? „Samningurinn um núver- andi skipulag var gerður í tið síðustu ríkisstjórnar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum ekki í ályktunum okkar útfært stefnuna nákvæmlega svona, þannig að ég ber ekki pólitíska ábyrgð á búvörusamningnum eins og hann var hugsaður. Það gerir samstarfsflokkur minn hins vegar. Þessa dagana er verið að gera birgðakönnun í slátur- húsum og þá mun liggja fýrir hversu mikil sala hefúr orðið á árinu og greiðslumark fyrir næsta ár verður ákveðið eftir því. 1 samningnum er gert ráð fýrir að hann komi til endur- skoðunar effir tvö ár og það ætlum við að gera núna með bændasamtökunum. Ég geri mér vonir um að við séum sammála um að gera kerfið sveigjanlegra þannig að hægt sé að flýta fýrir hagræðingu. Það hefur engin atvinnu- grein unnið jafnmikið að hag- ræðingu og bændur á síðustu tveimur árum. Það sést bezt á því að opinber útgjöld í land- búnaðarráðuneytinu hafa dregizt saman um fjóra millj- arða á ári, en samt sem áður hefur verð á landbúnaðarvör- um frá bændum lækkað. Á hinn bóginn er athyglis- vert að það skuli vera pró- sentuálagning á matvöru. Það þýðir að meira er lagt á ísl- enzku vöruna ef hún er á annað borð dýrari í framleiðslu, en þá erlendu og verðmunurinn þannig færður upp í önnur og hærri veldi. Þó er erlenda varan staðgreidd, en innlenda varan oft í umboðs- sölu og hægt að skila því sem ekki selst. Áhættan og tilkostn- aðurinn er minni, en álagn- ingin meiri. Það er í full- komnu ósamræmi við allar prédikanir um frjálsa verzlun- arhætti og frjáls innkaup.“ Kerfið virðist þó hugsað með það í huga að bœndur, en ekki neytendur, verði fyrir sem minnstum skakkaföllum. „Þetta er algerlega rangt. Breytingin er sú að bændur bera sjálfir ábyrgð á fram- leiðslu sinni, gagnstætt því sem áður hefúr verið. Ef varan selst ekki er það á ábyrgð bænda og þeir bera hallann af því.“ En nú þegarsalan síðustu tvö ár hefur reynzt minni en reikn- að var með viltu taka samning- ana upp. Þá er þetta varla end- anlega á þeirra ábyrgð, ef hœgt er að taka upp reiknistokkinn aftur? „Það er þannig í öllum samningum, að ef niðurstaðan verður mjög ósanngjörn á annan veginn eða markmið- um má ná á annan hátt, þá er eðlilegt að taka málið upp að nýju. Þetta hefur t.d. gerzt í samningum okkar við Alusu- isse.“ Aðrar breyttar forsendur hljóta að vera skuldasöfnun ís- lenzka ríkisins. Hvaða áhrifhef- urhún? „Ég lagði á það áherzlu eftir stjórnarskiptin 1988 að stefna ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar hlyti að leiða til skuldasöfnunar ríkis og fýrir- tækja. Við þá drauga erum við að berjast núna. Ég er því fýlli- lega sammála að við þurfum að draga úr ríkisútgjöldum og við höfum sannarlega tekið til hendinni í landbúnaðinum. Ég hef hins vegar talið nauð- synlegt að taka til hendinni í öðrum málaflokkum, þótt ég ætli ekki að fara að ásaka sam- starfsflokk minn eins og ég sé að gert er í Alþýðublaðinu. Allir, sem vilja, vita hver stefna mín er í húsnæðismálum. Ég vil leggja niður Húsnæðis- stofnun ríkisins og leggja nið- „Hvernig stendur á því að Hagkaup œtlar að taka meirafyrir að selja íslenzkt svínakjöt en það danska?“ ur deildaskiptingu húsnæðis- lána sem framkallar þvílíkt óréttlæti að við það verður ekki unað til frambúðar. í staðinn verði vextir ffádráttar- bærir eins og áður tíðkaðist, en á hinn bóginn verði hið fé- lagslega kerfi rekið á ábyrgð sveitarfélaganna. Það yrði mikill spamaður og hreinsun að því. í tryggingar- og heil- brigðismálum eru mörg úrelt sjónarmið. Það dugir ekki að taka alltaf einn málaflokk út úr, eins og gert er við land- búnaðinn, og nota hann sem blóraböggul fýrir aðra hluti.“ En það eru háar upphæðir sem landbúnaðurinn tekur til stn og miklarað umfangi miðað við margt annað. „Hvað heldur þú að þær séu háar?“ Með öllum rtkisframlögum og markaðsvemd er talað um á milli 15 og 20 milljarða. „Þetta eru kratatölur. Þetta eru rangar tölur og sýnir erfið- leikana á að tala um þetta af einhverju viti. Við verðum að tala um hlutina eins og þeir eru og skilgreina hvað átt er við. Ef ég skil þig rétt ertu að tala um markaðsvemdina eins og hún er rædd í norrænu skýrslunni. Þær tölur em úr- eltar. Við höfum tölumar fýrir 1991, sem era 12,7 milljarðar króna, og tölumar hafa lækk- að síðan og halda áfram að lækka. Auðvitað eru hlutir dýrari hér en annars staðar, en þeir sem vilja ná niður vöraverði ættu að leggja vinnu í að kynna sér hvernig stendur á því að matvörumarkaðir taka meira fýrir að selja kjúklinginn hér í umboðssölu en hann kostar út úr búð í Bandaríkj- unum. Hvemig stendur á því að Hagkaup ætlaði sér að taka meira fyrir að selja íslenzkt svínakjöt en það danska? Get- ur verið að þetta sé svona í öðram greinum? Getur verið að innflutningsverzlunin í heild sinni hagi sér eins, að þeir séu með hærri álagningu og verri viðskiptakjör þegar þeir verzla við Islendinga en við erlendar þjóðir? Það er þetta siðferðisiega mat sem blað eins og PRESSAN hlýtur að leggja til grundvallar í um- fjöllun sinni, en ekki festa sig við bóndann einan.“ Af hverju œttu þeir smásölu- menn aðgera þetta? „Þú ættir að spyrja þá að því, en ég get nefnt skýringu. Þeir eiga innfluttu vörana og ef hún selst ekki sitja þeir uppi með skaðann. Ef þeir kaupa skinkuna hér innanlands og hún selst ekki, þá henda þeir henni aftur í svínabóndann.“ Hvaða áhrif hefur nýjasta skinkudeilan? „Hagkaup og skinkan skipta engu máli í sambandi við inn- flutning á landbúnaðarvörum. Þetta er öðrum þræði auglýs- ing fýrir þá og rekið þannig. Þótt Hagkaup og Bónus séu voldugir, þá ráða þeir ekki innflutningsmálum í landinu og eiga ekki að gera. En þeeei umræða hlýtur að valda því hlýtur að valda því að við reis- um skorður við þeirri hættu sem stafar af hringamyndun í verzlun hér á landi. Ólafur Björnsson prófessor skrifaði ágæta grein um þetta í Morg- unblaðið í síðustu viku. Hann hefúr alltaf verið minn gúrú.“ Þeir telja sig hafa lögin á bak við sigen hver ráðherrann upp af öðrum virðist ekki hafa á hreinu hvað lögin segja eða hvað þau þýða. „Það er enginn misskilning- ur — eða var ekki að minnsta kosti — á milli mín og Hag- kaups um hvernig fram- kvæmdin er í þessum málum. Þeir í Hagkaup eru vitanlega að vekja athygli á sjálfum sér og ég skil þá vel í því um leið og þeir era að þrýsta á meira frjálsræði í viðskiptum. Þeir í Hagkaup þekkja Súvörulögin. Þeir hafa snúið sér til landbún- aðarráðuneytisins og vita þetta alveg.“ Ogfengið þar þær upplýsing- ar að það sé bannað að flytja inn soðið kjöt? „Já, já. Þeir kunna þetta allt og það á ekki að koma þeim á óvart“ Hver verður afgreiðsla ráðuneytisins í málinu? „Eins og lög gera ráð fýrir verður sumsókn Hagkaups send Framleiðsluráði, sem síðan tekur sér hæfilegan frest til að svara því hvort nægilegt svínakjöt er til í landinu. Ég á von á að sú athugun leiði í ljós að innflutningur verði ekki leyfður.“ Þykir vænt um hrósið Morgunblaðið talar um þig sem ótvíræðan forystumann landsbyggðarinnar í Sjálfstæðis- flokknum. Hvemigfinnst þérsá titill? „Mér þykir alltaf vænt um það þegar mér er hrósað.“ Heldurðu að þetta hafi áhrif á landsfundinum í haust? „Það er alltaf betra þegar mönnum er lagt gott orð en illt. Annars hefur það verið upp og ofan með mig eins og aðra; stundum er maður í náðinni og stundum ekki.“ Áttu von á að skipt verði um varaformann íflokknum? „Eg hef ekki heyrt um það rætt“ Hefur það verið rætt óform- lega? „Ekki við mig. Ég veit ekki til þess að Friðrik Sophusson hafi látið í ljós ósk um að hætta. Þetta hefúr ekki borið á góma okkar á milli.“ En á milli þín og óbreyttra þingmanna? „Við tölum saman prívat og þú leiðir mig ekkert í því. Það þýðir ekki að spyrja mig þann- ig. Þó vil ég segja að það hefúr ekkert verið rætt um varafor- mannsskipti í þingflokknum svo ég viti.“ Þætti þér ástæða til að lands- byggðin eignaðist talsmann í hinni formlegu forystu flokks- ins? „Það er gamalt sjónarmið í Sjálfstæðisflokknum að það sé ekki óeðlilegt ef formaður er Reykvíkingur að þá sé varafor- maður utan af landi. Það hefur hins vegar ekki orðið ofan á. Ég hef enga trú á að flokkur- inn myndi velja varaformann á þeim forsendum og sjálfur hef ég aldrei léð því sjónarmiði lið. Reynslan sýnir að fýrrver- andi borgarstjórar Reykvík- inga — og þeir hafa margir orðið formenn í Sjálfstæðis- flokknum -— hafa haft skiln- ing á málefhum landsbyggðar- innar.“ Hvemig myndirðu taka þvi ef áþigyrði skorað? „Eg hef ekki haft í huga að gefa kost á mér sem varafor- maður Sjálfstæðisflokksins.“ Kari Th. Blrgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.