Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 14
F R É T T I R c 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 íslensk hjón lenda í fangelsi í Virginíu Hotuðu að hringja í íslenska sendiráöið Blaðamaður við bandarískt dagblað sagði frá ruddaskap lögreglunnar gagnvart íslenskum hjónum á ferðalagi í Norfolk. Tveimur dögum síðar var fréttin dregin til baka, þegar í Ijós kom að hjónin voru ekki eins saklaus og þau vildu vera láta. Hjartnæm frásögn birtist í bandaríska blaðinu The Virg- inian-Pilot/The Ledger-Star fyrir tveimur vikum, þar sem sagt var frá því að fyrrum ungfrú ísland, Erla Trausta- dóttir, og eiginmaður hennar, Robert Minnich, hefðu sára- saklaus lent í klóm lögregl- unnar í Norfolk og verið stungið í fangelsi fyrir meinta ölvun á almannafæri. Höf- undur greinarinnar sýndi mikla samúð með ferðalöng- unum frá íslandi og gerði lítið úr lögreglunni og ffamgöngu hennar í málinu. Tveimur dögum síðar birtist önnur grein frá sama blaðamanni þar sem kvað við annan tón. Blaðamaðurinn hafði komist að því að hjónin höfðu skömmu fyrir atburðinn stofnað til mikilla vandræða vegna drykkju á gistihúsi einu í borginni og lauk greininni með nokkurs konar afsökun- arbeiðni til handa lögreglu- manninum sem tók af skarið og handtók þau. Blaðamaðurinn, Earl Swift, er ómyrkur í máli í fyrri grein sinni um ferðalangana ffá ís- landi og þær hremmingar sem þau lentu í. Lesendum til ffóðleiks er sagt ffá því að Erla sé fyrrum ungfrú fsland og vinni við ritstörf og eiginmað- ur hennar, Robert, sé upp- gjafahermaður úr bandaríska flughernum og starfi nú sem verkffæðingur á fslandi. Frá- sögn blaðsins er í grófum dráttum þessi: „Hjónin voru á leið til Azor- eyja og áttu nokkurra daga viðdvöl í Norfolk á meðan þau biðu eftir fari þangað með herflugvél. Eftir að hafa bókað sig inn á mótel keyptu þau sér snarl og nokkrar bjórdósir og settust niður í Sarah Constans Shrine- almenningsgarðinum til að njóta veðurblíðunnar.“ Samkvæmt frásögn Erlu var ekki liðin nema um klukku- LÍKAMSÞJÁLFUN ER FYRIR IMÆTTI ALLA .. óháb kyni, aldri, hœb, þyngd eba getu! Okkar hópar eru m.a.: ALMENN ÞJALFUN Almenn líkamsþjálfun í tækjum og leikfimi. HJARTAÞJÁLFUNARHÓPUR Fyrir þá sem eru í áhættuhópum og í 3. stigs endurhæfingu, hjartasjúklinga. GRUNNNÁMSKEIÐ Fyrir þá sem eru ab byrja eftir "langt hlé". Mat á heilbrigbi - ráögjöf - mælingar - nám- skeið og líkamsþjálfun. HEILSULYKILL Fyrir þá sem vilja breyta lífsvenjum sínum. Mat á þjálfunarástandi - mælingar - ráðgjöf og þjálfun. KJÖRÞYNGDARNÁMSKEIÐ Athugun á matarvenjum - mælingar - fyrir- lestrar - þjálfun - abhald. STUÐNINGSTÍMAR Fyrir þá sem þurfa á sérstakri abstoð að halda. Viö skipuleggjum þjálfunina eftir getu hvers og eins. SSSVEGNA FAXAFENI 14SÍMI 689915 ERLA TRAUSTADÓTTIR OG ROBERT MlNNICH. Tvær útgáfur birtust af frétt um útistöður þeirra við lögregluna í Norfolk. stund þegar afskiptasaman lögreglumann bar að. „Hann hafði séð bjórdósimar og til- kynnti okkur að við hefðum gerst brotleg við lög með því m hafa áfengi um hönd í al- mennningsgarði og vera drukkin á almannafæri. Við sögðum honum að sú væri ekki raunin en hann skeytti því engu og handjámaði okk- ur umsvifalaust. Okkur var síðan stungið í fangelsi þar sem við máttum dúsa heila nótt, og við sem höfðum ekki drukkið nema einn og hálfan bjór hvort.“ Hjónin vom færð hvort í sinn klefann, sem vom yfirfullir af föngum, og er lýs- ing þeirra á aðstæðum ekki mjög glæsileg. „Ég fékk ekkert rúm heldur varð að sofa á köldu gólfinu," segir Robert og Erla bætir við: „Salernið var svo ógeðslegt að ég gat ekki hugsað mér að nota það. Á fslandi væri slíkt fangelsi ekki samþykkt af heilbrigðis- yfirvöldum.“ Morguninn eftir voru þau hjónin leidd fýrir dómara. Sá var vingjarnlegri en starfs- menn lögreglunnar og hristi höfúðið þegar honum var sagt hvað hefði gerst. „Hann sagð- ist harma þessi mistök og kvaðst vona að við héldum ekki að allir í Norfolk væru slíkir ruddar,“ segir Erla. At- vikið varð til þess að þau hjónin misstu af flugvélinni til Ázoreyja og þegar blaðamað- ur hitti þau að máli voru þau að hans sögn „kyrrsett í Nor- folk, neydd til að eyða pening- um sem átti að nota á Azor- eyjum“. Frásögninni lýkur á lýsingu á ömurlegri aðstöðu hjónanna og er sérstaklega til þess tekið að Erla hafi snúið sig á ökkla í átökunum við lögreglu og geti varla stigið í fótinn. Frásögnin dregin til baka Tveimur dögum eftir að ffá- sögnin birtist mátti lesa aðra grein eftir Swift í sama blaði, þar sem hann skýrði lesend- um sínum skömmustulegur ffá því, að hjónin ffá íslandi væru ekki eins saklaus og þau hefðu viljað vera láta. Blaða- maðurinn kvaðst hafa komist að því að nokkrum dögum fýrir handtökuna hefðu hjón- in verið með drykkjulæti á einu gistihúsa borgarinnar og brúkað munn við starfsfólkið. „Lesendur góðir, sagan er ekki öll sögð,“ segir Swift í grein- inni. „Hjónin höfðu áður bókað sig inn á gistihús og á meðan Robert fýllti út pappíra sat Erla í anddyrinu, saup af Chivas Regal- viskíflösku og hafði hátt. Starfsmaður gisti- hússins bað Erlu vinsamlegast að flytja sig upp á herbergi sitt en hún svaraði því með skæt- ingi og sagðist mundu blanda íslenska sendiráðinu í Wash- ington í málið ef hann léti sig ekki í ffiði.“ Og blaðamaðurinn heldur áffam. „Hjónin voru ítrekað vinsamlegast beðin um að yfirgefa salinn. Þau svöruðu því með svívirðingum en gáfú sig þó undir lokin og héldu upp á herbergi sitt. Kukkan níu morguninn eftir, þegar starfsmenn mættu til vinnu, var Erla aftur mætt í anddyrið, í þetta sinn dreypandi á bjór. Henni var þá góðfúslega bent á að drekka annars staðar og þau hjónin beðin að yfirgefa gistihúsið. Starfsfólkið fékk síðan þau fyrirmæli frá eig- andanum, að ef hjónin frá Is- landi kæmu aftur ætti að segja þeim að gistihúsið væri full- bókað.“ Swiff segist í lok greinarinnar hafa hringt í hjónin þegar honum varð ljóst að þau hefðu ekki hreinan skjöld, og spurt hvers vegna þau hefðu ekki sagt sér frá útistöðum þeirra á gistihúsinu nokkrum dögum áður. „Þau sögðust hafa haldið að það skipti ekki máli. Vitanlega skiptir það þó máli. Svo miklu, að ég efast nú stórlega um að ffásögn þeirra hafi verið sannleikanum sam- kvæmt og að þau hafi verið ódrukkin þegar þau voru handtekin, eins og þau hafa haldið fram. Ég fæ því ekki betur séð en að ég skuldi lög- reglumanninum sem handtók þau, og var ranglega sakaður um ruddaskap, afsökunar- beiðni.“ Bergljót Fríðríksdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.