Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 4
V I ÐT A L 4 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. september 1993 Hamskipti í Ráðhús- inu „Sumir stjómmálamenn eru eins og rjúpur; skipta um ham eftir þvi hvernig vindar blása... I umræðu í borgar- stjórn nýverið óskaði undir- ritaður formlega eftir lýsingu Guðrúnar á því hvað hún og vinstri meirihlutinn hefðu gert á þessum fjórum árum til að stórefla almennings- samgöngur í Reykjavíkur- borg. í ræðu sinni kvaðst Guðrún ekki hafa tíma til að greina frá því, en nefndi það helst að þá hefðu starfsmenn fengið áheyrnarfulltrúa í stjórn. Ég vil nú ítreka ósk mína hér og nú, þó að ég eigi ekki von á miklum svörum. Guðrún er nefnilega eins og rjúpa í sumarfjöðrum að vetrarlagi, auðvelt skotmark fyrir glögga kjósendur.“ Sveinn Andri Sveinsson í Morgunblaðinu. Sendlar í kröggum „Fjórtán pizza-sendlar hafa verið sektaðir fyrir umferðar- lagabrot síðan á föstudag. Bílar ff á tveimur pizza- gerð- um hafa lent í árekstmm undanfarna daga... Lögregl- an í Reykjavík sendi í gær út tilmæli til stjórnenda pizza- gerða þar sem þeir eru beðn- ir að skapa ekki óhóflega tímapressu á sendlana. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hafa stjómendur margra fyrirtækjanna brýnt fyrir sendlum sínum að brjóta ekki umferðarlög en engu að síður virðast þeir undir miklu álagi." Frétt í Morgunblaðinu. Bjami Þór Þórhallsson, rekstrarstjóri Domino’s Pizza: „Við eigum ekki í neinum vandræðum með að koma pizzum á áfangastað á tilsett- um tíma og því eiga tilmæli Málglaður þingmaður „Þrátt fyrir að forseta þings- ins sé heimilt að skerða ræðutíma við ákveðnar að- stæður hefur þeirri heimild nánast aldrei verið beitt. Þar sem umræður hafa hins veg- ar oft verið óþarflega langar um smávægileg mál hefur forsætisnefhdin sest niður til að ræða breytingar á þing- sköpum með styttingu ræðutímans í huga... Það verður sjálfsagt erfitt fyrir Steingrím J. Sigfússon að sætta sig við styttingu á ræðutíma Alþingis, en hann er þekktur fyrir að tala oft og óþarflega lengi að margra mati.“ Frétt í Alþýðublaðinu. Guðrún Ágústsdóttir, vara- borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins: „Sveinn Andri er fullkomlega óheiðarlegur í þessari grein. Hann vissi að ég gat ekki svarað, því samkvæmt fúnd- arsköpum má hver ræðu- maður aðeins taka til máls tvisvar og gera svo stutta at- hugasemd. Þær 90 sekúndur sem ég hafði til að gera at- hugasemd dugðu mér ekki til að tíunda affek vinstri meiri- hluta í strætómálum ’78-’82. Þó nefndi ég eitt atriði, að starfsmenn fengu fulltrúa í stjórn SVR, því við í Alþýðu- bandalaginu aðhyllumst at- vinnulýðræði. Það hyggst Sveinn Andri nú afnema um leið og hann eyðileggur SVR. Til hvers? Til að hafa betri stöðu í prófkjörinu hjá íhald- inu. Fyrir það eiga farþegar SVR og starfsmenn að líða.“ fær Slafur RaQnar Grímsson, formödur RlþpöubandalðQSins. fyrir að nota Pétur H. Blöndul til að stríða krötinn. lögreglunnar ekki erindi til okkar. Aðeins einu sinni hef- ur sendill á okkar vegum lent í því að vera stöðvaður fyrir of hraðan akstur og einn bíl- stjóri hefur lent í árekstri. Heimsendingarþjónusta fyr- irtækisins nær eingöngu til Austurbæjar og Miðbæjar að Lækjargötu. Aksturstíminn er um sjö mínútur svo það er augljóst mál að þijátíu mín- útur duga vel tiL“ Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðu- bandalagsins: „Ég vil byrja á að þakka vin- um mínum á Alþýðublaðinu umhyggjuna, þeir eru samir við sig. Eg verð þó að hryggja þá með því að ég hef engar sérstakar áhyggjur af því ef ræðutími okkar þingmanna verðitr styttur. Vissulega er það rétt að ég get talað lengi á þingi ef ég sé sérstaka ástæðu til, en ég get líka talað stutt. Ef gott samkomulag tekst um hugsanlegar breyt- ingar á ræðutíma mun ég að sjálfsögðu starfa innan þing- skapa, hér efdr sem hingað til.“ Það er stór stund í lífi hvers barns að byrja í skóla; eignast skólatösku, litskrúðugt penna- Jflf"............................ Mt veski, skemmtílega stundatöflu oa fullt af nýjum vinum. Kristjón Sigurðsson settíst í fyrsta sinn ó skólabekk í Varmórskóla í Mosfellsbæ nú í vikunni og er þegar búinn að finna sér nýja uppóba dsiðju. Skemmtilegast í frímínútum Varstu orðinn spenntur að byrja í skólanum? „Já, ég var soldið spenntur," segir hann og ekur sér í sófan- um. Þú hefur auðvitað verið pínutítið feiminn? „Nehei, ég var ekkert feim- inn. Ég þekkti Hjört Hann er vinur minn.“ Er bekkurinn þinn skemmti- legur? „Já. Strálcarnir. Mér finnst stelpurnar ekkert voðalega skemmtilegar.“ Hvemig var fyrsti skóladag- urinn? „Skemmtilegur. Við vorum bara að tala saman. Berglind kennari sagði að þeir sem væru óþekkir færu í smíða- krókinn. Ég held að það sé ekkert leiðinlegt, maður getur bara farið að smíða. Þeir sem eru ennþá meira óþekkir fara til skólastjórans. Ég veit ekki hvort mig langar til þess. Úti í ffímínútum tóku stóru strák- amir boltann af okkur. Ég fór og sótti hann, en þeirióku hann bara aftur. Svo fóm þeir með boltann inn í skólastofú. Við sögðum Berglindi frá því, en við getum ekki fundið boltann því við vitum ekki hvar skólastofan þeirra er. Maður á ekki að taka boltann af öðrum.“ Hvað er skemmtilegast í skólanum? „Frímínútumar. Mér finnst líka gaman í tónmennt. Við vomm látin syngja og Berg- lind spilaði á gítar. Ég held að mig langi mest að læra á trommur." Er gaman að eiga skóla- tösku? „Jahá. Amma og afi á Sunnó gáfu mér svo fína tösku, sjáðu. Ég á líka tvö pennaveski. Hinir krakkarnir í skólanum eru bara með eitt pennavesld. Ég er með tvö af því að ég er með svo mikið dót. Viltu sjá stílabókina mína?“ Hvað langar þig til að verða þegar þú ert orðinn stór? „Lögga.“ Finnst þér einkennisbúning- urinn vera fínn? „Nei, mótorhjólið. Berglind sagði að bráðum kæmi lögga í heimsókn til okkar í skólann. Ég hlakka til að hitta lögg- una,“ segir hann uppveðrað- ur, nýr saman höndum og ek- ur sér fram og aftur í sófan- um. Heldurðu nokkuð að þú sért með njálg? Þögn. Þú ert kannski bara með hann héma heima hjá þér? „Ég er ekkert með njálg í skólanum.“ Ertu búinn að missa tönn? „Nei. Ég er að bíða eftir að sex ára jaxlinn komi.“ Hvað er það allra skemmti- legasta sem þú gerir? „Vera i skólanum.“_______ Bergljót Friðriksdóttir Magnús Skarphéðinsson „Magnús er hjartahlýr og má ekkert aumt sjá, hug- myndaríkur og fer sínar eigin leiðir. Finnur alltaf nýja umræðufleti og er mjög þakklátur allri velvild í sinn garð,“ segir Gísli Gunnarsson, fyrrum kennari Magn- úsar í sagnfræði í Háskólanum. „í þessum þrönga hópi sem ég hef hitt hann í birtist hann sem skemmti- legur, greindur og afar einlxgur maður. Hann virðir og hefur samúð með öllu sem lifir og finnur til. Með þetta að leiðarljósi berst hann gegn helstefnu og þorir að halda fram skoðunum sem ganga þvert á hefðir og skoðanir fjöldans,“ segir Helga Bima Gunnarsdóttir, formaður þroskaþjálfarafélagsins og samstarfsmað- ur Magnúsar í mannræktarmálum. „Það merkilegasta við Magnús er þessi alhliða heimssýn — ætti ég að segja alheimssýn — sem hann hefúr og sá lífsstíll sem hann hefur tileinkað sér t samræmi við hana. Magnús er enginn hvalavinur þannig séð, hvaiirnir eru bara brotabrot í miklu stærri mynd, allt dýraríkið er honum jaínheilagL Samband við hulduheima, aðra Jmetti og geimvcrur eru líka partur af þessari sýn sem myndar órofa heild frá frumstæðasta lífsformi til hinnar æðstu veru,“ segir Ámi Hjartarson, jarðfræðingur og sam- starfsmaður Magnúsar í Tilraunafélaginu og Sam- tökum herstöðvaandstæðinga. „Magnús Skarphéð- insson er meinleysisgrey með undarlegar skoðanir, sennilega er hann geimvera,11 segir Magnús Guð- mundsson, fjandvinur og höfundur Lífsbjargar 1 Norðurhöfum. „Hann er dagfarsprúður, hógvær, lítil- látur, grcindur og mikill sósíalmaður,“ scgir Magnús Skarphéðinsson glaðhlakkalegur um sjálfan sig. Meinleysisleg geimvera — eða þrjóskur og einsýnn? Magnús Skarphédinsson er dýraverndarsinni í húd og hár og helstl hvalfriðunarsinni lands- ins. Á dögunum hengdu hatursmenn dauðan svan á hurðina hans daginn eftir að hann hélt fyrlrlestur um gelmverur. „Magnús dreifir kröftum sínum í of margar átt- ir, þannig að árangur verkanna verður gjaman miklu minni en ella. Getur verið þrjóskur og ein- sýnn um of og getur ýkt raunverulega eða meinta óvild í sinn garð,“ segir Gísli Gunnarsson, sagnffæðingur með meiru. ,JJann fer óvarlega í ákafa sinum og gefúr þannig höggstað á sér og setur sjálfan sig, og um leið það sem hann stend- ur fyrir, í hættu,“ segir Helga Bima Gunnarsdótt- ir, fomtaður þ roskaþj ál fara félags Islands, meðlim- ur Árufélagsins og samstarfsmaður Magnúsar í mannræktarmálum. „Gallinn við Magnús er sá að þessi landsffægi þrasari og kynlegi kvistur reynist við nánari kynni bara vera stefiiufastur gaur og eldd par skrítnari eða öfgafýllri en ég og þú. Þar veldur hann vonbrigðum,“ segir Arni Hjartarson, jarðfræðingur og samstarfsmaður Magnúsar í „Draugavinafélaginu" og Samtökum herstöðvaandstæðinga. „Það versta við Magnús er sérkennilega hrokafull afstaða hans þegar hann er á háflugi,“ segir Magnús Guðmundsson, kvikmyndaffamleiðandi og fjandvinur nafna síns Skarphéðinssonar. „Hann er stundum fljótfær og stundum aðeins of dómharður. Ég man nú ekki eftir meiru,“ segir Magnús Skarphéðinsson um sjálfan sig og hlær.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.