Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 17
S KOÐA N I R Fimmtudagurinn 9. september 1993 PRESSAN 17 DAS KAPITAL STJORNMAL Afsakið Hauktir Skyndibitinn stendur í Benedikt Sú saga er sögð af heiðurs- manni, að kurteisi hans hafi nálgast dónaskap. Hann var sífellt að biðjast afsökunar, án þess þó að nokkur vissi hvað verið væri að afsaka. Nú krefst flokkur sérhags- munamanna þess að orðhvat- ur ráðherra biðjist afsökunar á skoðunum sínum. Einhver kynni að halda að þetta væri kafli í vísindaskáldsögu, þar sem hugsunarlögreglur eru sögupersónur. Svo er þó ekki. Hér eru aðeins stjómarmenn Stéttarsambands bænda að tala til viðskiptaráðherra. Það er merkilegt, að í Lýð- veldinu íslandi þurfa menn að spyrja hvort þeir megi hafa til- teknar skoðanir. Ef ekki er um að ræða viðteknar skoðanir, þá verðskulda menn böl og hannfæringu. Það var aldrei ætlunin að ræða málefni landbúnaðarins í pistlum um íjármagnið, en þegar hugsunarlögregla fer af stað, þá telja höfundar Das Kapital rétt að lýsa skoðunum sínum, því vera má að síðar verði það bannað. En Sighvat- ur heíur ekkert að afsaka. Landbúnaður er merkileg atvinnugrein. Atvinnugrein- inni má skipta í tvo flokka, hefðbundnar greinar, þ.e. sauðfjárbúskap/kúabúskap og kartöflurækt, og óhefðbundn- ar, þ.e kjúklingarækt, svína- rækt o.fl. Þeir sem stunda hin- ar óhefðbundnu greinar eru landráðamenn að áliti hinna hefðbundnu. Afurðamestu bændur í hefðbundnum búskap ná að framleiða 15 tonn af kjöti á ári en stærstu kjúklingabændur ffamleiða yfir 200 tonn af kjöti á ári. Á hinar óhefð- bundnu greinar landbúnaðar- ins er lagður fóðurbætisskatt- ur til að gera greinarnar verr samkeppnisfærar við hinar hefðbundnu. En til viðbótar fóðurbætis- skatti eru lögð ýmis gjöld á greinina til að færa á milli greina. Er þar um að ræða flókið net, sem atvinnugreinin getur hæglega hengt sig í. í sjóðaflórunni er sjóður, sem heitir Framleiðnisjóður landbúnaðarins. Heiti sjóðsins er göfugt en starfsemi hans þolir ekki dagsljósið. Ekki hef- ur neitt komið fram, sem bendir til að sjóðurinn hafi náð fram framleiðni í grein- Það var aldrei œtl- unin að rœða mál- efni landbúnaðar- ins ípistlum um fjármagnið, en þeg- ar hugsunarlög- reglafer afstað, þá telja höfundar Das Kapital rétt að lýsa skoðunum sínum, því vera má að síð- ar verði það bann- að. inni og ekki er fýlgst með því að úthlutanir úr Framleiðni- sjóði gangi til hins yfirlýsta markmiðs sjóðsins. En markaðsstarfsemi land- búnaðarins væri efni í kennslubók. íslenskar land- búnaðarafúrðir hafa sérstöðu á markaði. Þær eru einu vör- umar í þessum heimi, þar sem verð ákvarðast af kostnaði. Verð allra annarra vara ákvarðast af eftirspurn á markaði. Það skiptir ekki máli hvert mat neytandans er á vörunni, greiðandinn er Rík- issjóður Islands með bein- greiðslum til bænda. Hugsið ykkur ef húsgagnaframleið- endur byggju við beingreiðsl- ur. En umræða um atvinnu- greinina getur aldrei farið ffam á vitrænum nótum. Það stafar af því að varnarvið- brögð bændaforystunnar eru svipuð þeim sem vímuefna- neytendur beita á meðferðar- stofnunum en óráð raunveru- leikans er bara alls ekki mnnið af stjórnarmönnum Stéttar- sambands bænda. í sambandi við umræður um aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæði og samninga um Almennt samkomulag um tolla og viðskipti (GATT) hafa verið gerðar athuganir á stöðu landbúnaðar og opin- bemm stuðningi við atvinnu- greinina. Bændur krefjast verndaraðgerða en vemdarað- gerðir munu miðast við nú- verandi stuðningsaðgerðir. Af ummælum bænda hefur komið sú þversögn að þeir þurfi litlar stuðningsaðgerðir vegna lítils stuðnings, sem þeir þykjast njóta í dag. En bændur hafa fýrr haldið uppi einangrunarstefnu í þessu landi. Er þess skemmst að minnast að Búnaðarsam- band Kjalarnesþings taldi að innganga íslands í EFTA væri varhugaverð og gæti stuðlað að þéttbýlismyndun í þessu landi. Það er þó í þéttbýli, sem landbúnaðarafurða er neytt og hagsmunir sveitanna eru sterkt þéttbýli. En neytendur finna fýrir stuðningnum. Það er alveg sama á hvern hátt ffamfærslu- kostnaður í þessu landi er reiknaður í hring eftir hring, alltaf verður niðurstaðan sú, að verð á landbúnaðarafurð- um heldur uppi verðlagi í þessu landi og veldur því lág- um kaupmætti launa. Það ætti að vera forgangs- verkefni verkalýðshreyfingar- innar að berjast fýrir lægra verði á matvælum. Því hefur ekki verið að heilsa því verka- lýðsrekendur og bændaforysta hafa hingað til verið í faðm- lögum. En sorglegast er til þess að vita að í flokki ffelsis og fram- taks, Sjálfstæðisflokknum, er að finna hatrammasta land- búnaðarafturhald þessa lands. Það afturhald leggst á eitt til að halda íslenskri bændastétt í helsi og fjötrum sjóðakerfis og kemur í veg fyrir að bændur njóti þess ffelsis, sem Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir bændum til handa. Höfundar Das Kapital eru frammá- menn i fjármála- og viðskiptalífi, en vilja ekki láta nafns getið. Þeir félagar Makkdónald og Dómínó hafa tekið upp fasta búsetu á íslandi. Dómínó var tekið með kostum og kynjum og sölumet slegið strax á fyrsta degi. Makkdónald á eflaust álíka móttökur í vændum, enda landinn orðinn langeyg- ur eftir afúrðum hans. Hama- gangurinn í kringum hingað- komu þeirra frænda er grát- broslegur fýrir margra hluta sakir. Hann sannar enn á ný að nýjungagirni íslendinga á engan sinn líka (þótt ham- borgarar og pítsur hafi að sjálfsögðu fengist hér langa hríð). Nýjar umbúðir boða betra bragð og ætla að slá í gegn —- rétt eins og nýju fötin keisarans! Skyndibitinn virðist góður bisniss á Islandi og eng- in ástæða til að sýta það. Fulltrúar verkalýðsins í ASÍ eru allt annað en hressir með ffamferði Makkdónalds ham- borgarasala. Makkdónald ætl- ar nefnilega ekki að skylda starfsmenn sína til þess að vera í verkalýðsfélagi. Starfs- mönnum er hins vegar frjálst að ganga í verkalýðsfélag, en þá verða þeir sjálfir að sjá um að greiða tilskilin félagsgjöld mánaðarlega. Þetta telur for- ystusveit verkalýðsins brot á landslögum og sakar Makk- dónald jafnvel um fjárdrátt! Viðbrögð forystusveitarinn- ar eru skiljanleg, en samúð mína á hún ekki. Þetta fólk virðist hafa meiri áhyggjur af félagsgjöldunum sem verka- lýðshreyfingin missir af en launakjörum starfsmanna hamborgarastaðarins. Hví skyldi starfsfólk veitingahúsa vilja borga félagsgjöld til verkalýðsfélaga sem hvað eftir annað semja um sultarlaunin sem tíðkast í þeim bransa? Hvers vegna á fólk endalaust að púkka upp á verkalýðsfor- ystu sem hugsar um það helst að skara eld að eigin köku? Hvað eiga framreiðslustúlka hjá Makkdónaldi og Benedikt Davíðsson sameiginlegt? Á milli skilja hundruð þúsunda í launum. Forystusveit verka- lýðsins er jafnótrúverðug og hún er firrt. Mönnum sem greiða sjálfum sér 3-4 hundr- uð þúsund krónur í laun á mánuði lætur illa að tala máli láglaunafólksins — taxtaþræl- anna á íslandi. Þótt Makkdónald kallinn hafi sparkað í rassinn á far- lama íslenskri verkalýðshreyf- ingu er lítil von til þess að hún gangi í endurnýjun lífdaga. Flest bendir til þess að enn um sinn muni forysta verkalýðs- hreyfingarinnar standa vörð um launamuninn í íslensku þjóðfélagi hvað sem líður fag- urgalanum um bætt kjör þeirra lægst launuðu. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á Dómínó pítsusala. Mér skilst að hann hafi sam- viskusamlega skráð starfsfólk sitt í stéttarfélag, enda ekki heyrst múkk í ASl um kaup og kjör á þeim bænum. Á það hefur hins vegar verið bent, m.a. á síðum PRESSUNNAR, að Dómínó kallinn hefúr ver- ið að vasast í ýmsu því í heimalandi sínu sem lítið hef- ur með pítsur að gera. Hann hefúr til dæmis kostað „Oper- ation Rescue“, sem er hópur öfgafullra andstæðinga fóstur- eyðinga. Sá hópur hefúr m.a. unnið sér það til frægðar að sprengja upp heilsugæslustöð, þar sem hægt var að fá fóstur- eyðingu, og sent bréfsprengjur til lækna og hjúkrunarfólks sem taka að sér að fram- kvæma slíkar aðgerðir. Þessi sjálfskipaða björgunarsveit hefði að öllum líkindum ekki tíma til að húka með mót- mælaspjöld fýrir utan heilsu- gæslustöðvar og hreyta fúk- yrðum í konur, sem þangað þurfa að koma, ef einhverjir greiddu ekki fyrir ómakið. Dómínó er einn af þeim sem reitt hafa af hendi fé til „björg- unaraðgerðanna11. Næst þegar mig langar í pítsu veit ég hvert ég ætla EKKI að fara. Höfundur er stjómmálafræðingur. „Hví skyldi starfsfólk veitingahúsa vilja borgafélagsgjöld til verkalýðsfélaga sem hvað eftir annað semja um sultarlaunin sem tíðkast í þeim bransa? Hvað eiga framreiðslustúlka hjá Makkdónaldi og Benedikt Davíðsson sameiginlegt?“ FJOLMIÐLAR Bútarnir hennar Beru „Listamenn eru nefnilega ekki vanirþví að íslenzkir jjölmiðlar fjalli um Menn- inguna þeirra án þess að signa sig í leið- inni. Og slík umfjöllun finnstþeim góð. “ Ég hætti seint að kætast yfir viðbrögðum listamanna við menningarumfjöllun sem þeim fellur ekld. PRESSAN birti í síðustu viku litla frétt um listaverk sem Listasafn Is- lands keypti undir forystu Beru Nordal. Listaverkið sam- anstóð af nokkrum rörbútum með skrúfgangi, sem kallamir nefndu „fittings“ á lagemum í Landssmiðjunni hér áður. Saman mynduðu rörbútamir bókstafinn E. En þetta var haganlega gert E, höfundur- inn að öðru leyti hugmynda- ríkur listamaður og Listasafn Islands borgaði hálfa milljón fýrir verkið. Yfirskrift fféttar- innar var „Þættir úr sögu skattgreiðenda" og tónninn sá að á þessum síðustu og verstu tímum hefði kannske mátt finna þessari hálfu milljón skynsamlegri lendingarstað. Viðbrögðin voru almennt góð, nema náttúrlega hjá þeim par hundruðum fólks sem rnyndar myndlistargeir- ann á íslandi. Ágæt vinkona mín úr þeim kreðsum hellti sér yfir mig með skömmum um hvursu vúlgar og lágkúm- leg við værum hér á blaðinu. Silkihúfur menningarelítunn- ar urðu heldur ekki beint kát- ar og létu það í ljósi víðs vegar um bæinn; þarna væri okkur rétt lýst, ekkert nema ple- beisminn og uppskrúfaðir fordómamir. Sjónarmiðið er þekkt og skiljanlegt, en ég tek ekki und- ir það. Listamenn eru nefni- lega ekki vanir því að íslenzkir fjölmiðlar fjalii um Menning- una þeirra án þess að signa sig í leiðinni. Og slík umfjöllun finnst þeim góð. Þetta er svip- að og afstaða Þjóðkirkjunnar virðist vera tií kristninnar; hún verður ekki marktæk og fólk ber ekki virðingu fyrir henni nema hún sé gerð leið- inleg og óendanlega óintress- ant venjulegu fólki. Undantekning ffá þessu er í bókmenntum, sem eru trú- lega of mikil almenningseign til þess að blöðin komist upp með að fjalla um þær öðruvísi en fyrir almenna lesendur. I fljótu bragði kemur ekki í hugann nema einn gagnrýn- andi sem gerir eitthvað svipað í leiklistinni, Súsanna Svavars- dóttir. DV er nýfarið að birta myndlistargagnrýni eftir Úlfar Þormóðsson, en myndlistar- menn eru hættir að nenna að kippa sér upp við það sem hann skrifar. Áð öðru leyti er menningarumfjöllun blað- anna í samræmi við testa- mentið. Samkvæmt sjónarmiði listamanna hefði fféttin líklega átt að vera um það, eftir hvaða straumum og stefnum E-rör- bútarnir snerust. Það er þeirra raunveruleiki. I staðinn var hún um í hvað Listasafnið eyddi hálffi milljón af skattfé launafólks. Það er raunveru- leiki sem kallarnir á lagernum í Landssmiðjunni hefðu skilið og sannarlega ekki versti skilningur sem hægt er að leggja í „fittings“-bútana hennar Beru. Amen.__________ Kari Th. Birgisson A UPPLEIÐ f wm I Á NIÐURLEIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON DÓMSAAÁIARÁÐHERRA Það er auðvelt að þykjast vera að spara með fækkun sýslumanna þegar maður veit að þeir eru að hætta hvort eð er hver af öðrum vegna smygls og fjármála- óreiðu. STEINGRÍMUR HERMANNSSON EFNAHAGSSÉRFRÆÐINGUR Þá eru laxamir úr fiskeld- inu hans farnir að éta ffá okkur þorskinn. Setjiði manninn á eftirlaun áður en hann byrjar aftur. INGIBJÖRN ALBERTSSON AIÞINGISMAÐUR Þá er búið að ákveða hvaða þyrlu á að kaupa og hans hlutverki í pólitík væntanlega þar með lokið. BENEDIKT DAVÍÐSSON FORSETI ASÍ Lítur á það sem sigur ef stéttarfélögin fá iðgjöldin sín ffá McDonald’s, þótt starfsmennirnir fái sömu lágu launin og áður. Svona eiga verkalýðsrekendur að FJÁRLAGAHALLINN OG SKATTARN- IROKKAR Fjárlögin sem nú er verið að setja saman eru þau fýrstu sem áttu að vera hallalaus. JÓHANNES GUNNARSSON FORAAAÐUR NEYTENDASAMTAK- ANNA Það leið ekki nema mán- uður ffá því Framtiðarferðir fóru á hausinn þangað til Neytendasamtökin fóru að vara fólk við þjónustu þeirra. vera.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.