Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 09.09.1993, Blaðsíða 12
F R E TT I R Fimmtudagurinn 9. september 1993 12 PRESSAN Fjármálaumsvif verkalýðsfélaganna Sýna hærra hagnaðarhlutfall en stærstu fyrlrtækl landsins Fjármálaumsvif verkalýðs- félaganna aukast ár frá ári og sjóðir þeirra, einkanlega sjúkrasjóðurinn, skiluðu tug- milljóna króna hagnaði á ár- unum 1986-1991. Velta sjóð- anna hefur einnig aukist á þessu tímabili en kostnaður við rekstur þeirra hækkað að sama skapi. Þessar upplýsing- ar koma fram í lokaritgerð Stefáns G. Thors við hag- íræðideild Háskóla íslands. Sé hagnaður af veltu sjóða verka- lýðsfélaganna borinn saman við sambærilegar tölur úr at- vinnulífinu kemur í ljós að sjóðirnir geta státað af marg- falt hærra hagnaðarhlutfalli veltuíjár en tíu stærstu fyrir- tæki landsins, að Áfengis-og tóbaksverslun ríkisins undan- skilinni, en hagnaðartölur sem prósenta af veltu auð- velda samanburð og geta sýnt þróun á milli ára. Ársreikn- ingar átján verkalýðsfélaga með rúma 26 þúsund félags- menn liggja til grundvallar niðurstöðum ritgerðarinnar. Það eru einkum sjúkrasjóð- irnir sem standa vel að vígi og sýna þeir á síðasta ári 42 pró- senta hagnaðarhlutfaU af veltu á árinu 1991. Orlofssjóðirnir sýna 36 prósent og félagssjóð- irnir 19,5 prósent. Þetta eru margfalt hærri tölur en árs- reikningar stærstu og best reknu íýrirtækja landsins sýna fýrir sama tímabil, en eins og sjá má á línuritinu hér til hlið- ar er Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, SH, aðeins með 1,3 prósenta hagnaðarhlutfall af veltu, enda þótt það sé stærsta fýrirtæki landsins árið 1991 samkvæmt úrtaki Frjálsrar verslunar. Landsbanki íslands sýnir aðeins 0,8 prósent, fs- lenskar sjávarafurðir 0,6 pró- sent, Sölusamband íslenskra fiskffamleiðenda, SÍF, 1,2 pró- sent, Flugleiðir hf. 1,9 prósent, Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, 0,7 prósent, íslandsbanki hf. 0,6 prósent, Olíufélagið 3,0 prósent og Póstur og sími 4,2 prósent. Aðeins Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sýnir ffam á hærri hlutfallstölur en sjóðir verkalýðsfélaganna, 56,6 prósent, enda ríkisrekið einokunarfýrirtæki sem setur eigin reglur í trássi við lögmál markaðarins. Ársreikningar verkalýðsfé- laganna sýna, svo ekki verður um villst, að um mjög trausta sjóði er að ræða, svo trausta að margan undrar sjálfsagt af hverju þau liggja á svo mikl- um fjármunum. Helstu tekjur sjúkrasjóðanna eru samnings- bundin gjöld atvinnurekenda, um 1 prósent af samnings- bundnum heildarlaunum vinnuafls, og vaxtatekjur. Heildarvelta sjúkrasjóða á ár- inu 1991 var röskar 370 millj- ónir króna. Heildarvelta fé- lagssjóðanna var tæpar 280 milljónir sama ár en heildar- velta orlofssjóðanna rúmar 90 milljónir. Velta félaganna hef- ur aukist ár ffá ári, einkum hjá þeim stærstu, en kostnaður við reksturinn hefur að sama skapi þanist út. Þrátt fýrir það hækkar hrein eign sjóðanna nokkuð á milli ára. Helsta skýring á mismunandi hagn- aði sjóðanna er sú, samkvæmt niðurstöðum Stefáns, að út- gjaldahlið félagssjóðanna er hlutfallslega meiri en sjúkra- sjóðanna og liggur helst í launakostnaði og kostnaði við fundi og útgáfu. Þótt margan undri ef til vill mikil fjármálaumsvif félag- anna í samanburði við stærstu fýrirtæki landsins ber réttilega að benda á að rekstrarum- hverfi er nokkuð frábrugðið. Þannig reyna íslensk fýrirtæki að koma sér undan skattlagn- ingu með því að sýna ffam á sem minnstan hagnað og fjár- festa eða nýta sér ívilnanir skattakerfisins. Sjóðir verka- lýðsfélaganna eru með öllu undanþegnir skatti, að frá- skildum skatti sem þeir greiða til landssambandanna, og þurfa þvi ekki að fela hagnað- inn líkt og rekstraraðilar sjálf- stæðra atvinnufýrirtækja. Telma L. Tómasson Sýslumaðurinn ó Eskifirði segir af sér Fjárreiöur embættisins voru dl rannsðknar Sigurður Eiríksson, sýslumaður á Eskifirði, baðst lausnar ffá störf- um síðastliðinn föstudag að eigin ósk og fékk lausn dómsmálaráðu- neytisins samdægurs. Sigurður tilgreindi ekki ástæður uppsagnar sinnar en leiða má líkum að því að umfangsmikil rannsókn á fjár- reiðum sýslumannsembættisins á Eskifirði á síðasta ári tengist upp- sögn hans. Það var Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins, sem fór við annan mann austur á Eskifjörð í nóvem- ber á síðasta ári til að taka út embætti Sigurðar Eiríkssonar sýslumanns. Frá þessu var greint í PRESSUNNI í maímánuði. f kjölfar þess fór fram rannsókn á fjárreiðum embættisins á vegum ríkisendurskoðunar. Til rann- sóknar voru ýmis útgjöld sýslu- mannsins vegna rökstudds gruns um að hann hefði ruglað saman persónulegum fjárreiðum og fjár- reiðum embættisins. Var meðal annars skoðaður dagpeninga- og biffeiðakostnaður hans, en sýslu- maðurinn átti að hafa skilað inn reikningum vegna ferða innan umdæmisins, sem brýtur í bága við reglur um dagpeninga. Einnig voru viðskipti með stór- an leðursófa til skoðunar, en í ársbyrjun 1991 mun Sigurður hafa keypt hann til embættisins á tæpar 200 þúsund krónur. Effir skamma viðdvöl á skrifstofu sýslumanns var sófinn sendur á heimili hans og stóð hann þar þegar rannsóknin hófst í nóvem- ber á síðasta ári, en nokkru síðar var hann sendur lögreglunni á Fáskrúðsfirði. Þá hafði sýslumað- ur fengið munnlega heim- ild upp á 500 þúsund krónur frá fyrrverandi yfirmanni í dómsmála- ráðuneytinu til að gera nauðsynlegar endurbætur á sýslumannsbústaðnum. Kostnaðurinn endaði hins vegar í um einni og hálffi milljón króna og hafði sýslumaður meðal annars látið smíða sólpall fyrir röskar 700 þúsund krónur auk þess sem hann greiddi eiginkonu sinni og syni laun fýrir málningarvinnu. I ljós kom einnig við rannsókn að til gjaldkera embættisins höfðu komið reikningar frá teppaversl- un í Reykjavík vegna kaupa á persneskum tepp- um. Aldrei höfðu þessi teppi sést hjá embættinu heldur farið beint á heimili sýslumanns. Þá voru bif- reiðareikningar Sigurðar teknir til skoðunar sem og notkun hans á ómerktri bifreið sem rannsóknar- lögreglan á Eskifirði hefur til umráða, en sýslumaður tók til handargagns. Ríkisendurskoðun skil- aði ffá sér skýrslu um mál- ið til dómsmálaráðuneyt- isins, sem tók hana til meðferðar. Eftir afsögn Sigurðar hefur Bjarni Stef- ánsson, sýslumaður í Nes- kaupstað, verið settur til að gegna embættinu til mánaðamóta. mn emb- imgt Ham ur hetmM , „***«*!* .„ilH? ..... .. i > ..._______«>■« ÍKSSON, sýslumaður á Eskifirði, hefur fengið lausn frá starfi. 50 [Sjúkrasjóðir Orlofssjóðir Félagssjóðir % 40 30 20 10 0 _ » •B E C Qí «■■3,3 —P* ;; ' : C IfO S "S _ . 52 ■■■ of, fSL. 3 OX) nm mmm , mm > ^ ■ «3 a Cgþ Mwn VBM €0 ^ L U-±S< ± i % ÍMp jjjj JS sC c "Ö (Q ‘SJj i2 *0> ..mm i * ■*■:?: o W) o Wb 1 £ 5 % Guðmundur Árni Stefáns- SON heilbrigðisráðherra. Ætl- ar að innheimta rúmlega 400 milljónir í ríkissjóð með sjúk- lingakortinu. Hllögur heilbrigðisráðherra um sjúkratrygginga rgja Id Landsmenn sextán ára 09 eldri þurfa að kaupa kort Á ríkisstjórnarfundi 2. september síðastliðinn lagði Guðmundur Árni Stefáns- son heilbrigðisráðherra ffam minnisblað um útfærslu heil- brigðisráðuneytisins á sjúkra- trygsinsarsialdi- Eftir því sem komist verð- ur næst felst útfærslan í því að gefa út sérstakt sjúklinga- kort til allra landsmanna sex- tán ára og eldri. Á minnisblaðinu er rætt um að sjúklingakortið taki gildi 1. janúar 1994. Öllum landsmönnum sextán ára og eldri verður sent kortið ásamt greiðsluseðli fyrir áramót. Gert er ráð fyrir að greiða þurfi ffá 2.100 til 2.500 krón- ur fyrir kortið en nánari ákvörðun bíður ríkisstjómar- innar. Hingað til hefur vcrið gert ráð fýrir að gjaldið verði tekjutengt, en þessar verð- hugmyndir miðast að nokkru við meðallaun. Ef þetta geng- ur eftir er ljóst að lítill munur verður á því hvað menn greiða fyrir kortið að teknu tilliti til tekna. Ef kortið kemur til með að kosta 2.100 krónur færir það ríkissjóði 420 milljónir, en ef það kostar 2.500 krónur færir það 500 milljónir. 10.000 króna gjald viö komu á sjúkrahús Um er að ræða kort sem veitir rétt á læknisaðstoð, lyfj- um á útsöluverði eins og er í dag, hverskonar sérfræðiað- stoð og sjúkrahúsvist. Verður verð fyrir allt þetta óbreytt rniðað við núverandi niður- greiðslu ef viðkomandi hefur kort. Heimsókn til sérfræðings kostar 1.200 iil L300 krónur nú en hækkar ef viðkomandi hefúr ekki kort. Er gert ráð fyrir því á minnisblaðinu að sjúklingar greiði sérfræðings- heimsóknir fúllu verði ef þeir hafa ekki kort. Sérstaklega var tekið frarn að ef sjúklingar kæmu á sjúkrahús og hefðu ekki sjúk- lingakort þyrftu þeir að greiða 10.000 krónur í innrit- unargjald. Á minnisblaðinu er gert ráð fýrir að um 200.000 Is- lendingar séu sextán ára og eldri og kortið myndi því færa ríkissjóði rúmlega 400 milljónir í aðra hönd. Með þessu gerir heUbrigð- isráðherra ekki ráð fýrir að verð fýrir heilsugæslu hækki í sjálfú sér. Þama sé hins vegar tækifæri til að innheimta nokkurs konar nefskatt af landsmönnum, því mat ráðuneytisins er að ákaflega fáir treysti sér til að lifa án kortsins. Heilbrigðisráðherra dvelst nú erlendis en talsmenn hans í ráðuneytinu vildu ekki tjá sig um minnisblaðið þegar eftir var leitað.__________ Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.