Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Síða 6
um endanum, svo að loftið seig niður þeim megin og rúmið fór af stað með gamla manninn. Elías flýtti sér upp til þess að bjarga honum, en sagan sagði, að gamli maðurinn hefði ekki látið sér verða sérlega bilt við þessa atburði. Það gekk að minnsta kosti staflaust á Dalvík, að hann hefði sagt við Elías, þegar hann kiom æðandi upp: „Það verður dýrt að gera við þetta, Elías“. — Ekki var æðran þar. — Ég skal svo sem ekki á’byrgj- ast, að sagan sé dagsönn í öllum atriðum. En hitt er vist, að fólk æðraðist ekki. Og þegar jarð- Skjálftarnir voru liðnir hjá, var hafizt handa um að byggja á ný. Landsmemn hlupu myndarlega undir baggann með samskotum, og allir gerðust smiðir, sem gátu rekið nagla nokkurn veginn slysa- laust. Húsin þutu upp, þegar leið á sumarið- — Svo hefur þú lengi verið fornbókasali? — Já, síðan 1941, nema á fimm ára bili. Við keyptum fornbóka- verzlun Kristjáns Kristjánssonar í Hafnarstræti, við Árna Bjarnarson á Akureyri, en skiptum seinna með okkur, þegar við vorum bún- ír að stofna aðra búð á Akureyri. Hana fékk Árni í sinn hlut. Þetta var á þeim dögum, þegar gaman var að vera fornbókasali. Þá buð- ust góðar bækur, verulegt torgæti. Nú er þetta allt orðið fast í einka- söfnum, og áð ætla sér að tína saman gömul tímarit, hefti fyrir hefti, — það er ekki hægt leng- ur. Hver sér nú orðið hefti úr Kiaustu'rpóstinum eða Lærdóms- listafélagsritunum? —Hvaða bók hefur þú selt merkasta? — Ætli ég nefni ekki Guð- brandsbiblíu. Ég fékk hana úr dán arbúi hér í Reykjavík og seldi hana á átta hundruð og fimmtíu krón- ur. Okkur finmst þetta hlægilegt verð nú, þegar við hugsum um það. Hvíta hrafna eftir Þórberg Þórðarson seldi ég á hálfa fjórðu krónu. Fyrir það kemst maður ekki lengur hverfa á milli í stræt- isvagni. — Kristján Kristjánsson hefur verið enn á lífi, þegar þú tókst við verzluninni? — Já, hann lifði lengi eftir það. Hann var merkismaður, en ekki allira leika-— vinum sínum mesta tryggðatröll. Við urðum mátar, og ég bauð gamla manninum oft með mér á íþróttavöllinn á knatt- spynnmleiki, því að hann hafði ákaf lega mikið yndi af íþróttum — þekkti alla helztu knattspymu- mennina, alla stökkvara og hlaup- ara, sem sköruðu framúr, og mund afrek þeirra — svo aö ég tali nú ekki ium metin. Það var ekkert lát á íþróttaáhuganum, þó að hann væri orðinn gamall, blessaður karlinn. — Þú hefur erft marga gamla viðskiptavini hans? — Já, þeir héldu áfram að koina til mín í Hafnarstrætinu. Margt ágætir menn. En svo slæðist líka til manns fólk, sem ekki er eins þægilegt viðskiptis. Einu sinni man ég eftir því, að til mín kom frú — það var á stríðsárunum — og vildi selja mér Péturshugvekjur sem bæði var og er algeng bók og verð'lítil. Ég bauð henni þrjár krónur, en hún brást hin versta við og sagði, áð ekki væri ofsög- um sagt af kaupmennskunni forn- bókasalanna, sem keyptu allt á smánarverði, en seldu með okri. Svo nefndi hún eitthveirt verð, sem henni fannst sanngjarnt, fár- ánlega hátt. Ég sagði ekki orð, brá mér inn fyrir og kom með þrjú ientök af hugvekjunum. Ég slengdi þeim á borðið fyrir fram- an harna og sagði: „Þér gerið mér mesta greiða, frú mín góð, ef þér kaupið þessi eintök á eina og fimmtíu“. Þá fyrst slumaði í henni. — Nei, mér er illa við prútt, og ég slæ aldrei af bók, nema ég verði þess áskynja, að ég hafi sett á hana rangt verð eða fram komi einhver galli, sem ég vissi ekki um,' þegar ég verðlagði hana. — Nú er verið að leika Fiðlar- ann á þakinu 1 Þjóðleikhúsinu. Hann hefur þú þýtt og býsna marga söngleiki aðra, sem sýndir hafa verið í Þjóðleikhúsinu. — Já, þeir eru orðnir tíu. — Hvernig stóð á því, að. þú fórst að gefa þig að þessu? — Það átti talsverðan aðdrag- anda. Við sungum gaman glúnta hér á árunum, Jón Kjartansson og ég. Einar M. Jónsson hafði þýtt nokkra glúnta, og við fórum að syngja þessar þýðingar — vildum heldur syngja þetta á íslenzku. En svo vantaði okkur fleiri glúnta á íslenzku, og það varð til þess, að ég fór að þýða til viðbótar .Þessu lauk svo, að ég þýddi þá alla. Svo var þáð, að í Þjóðleikhúsinu átti að sýna barnaleik eftir Óskar Magnússon frá Tungunesi, og í honum var talsvert af söngvum. En sá ljóður þótti á, að lögin voru þunglamaleg, og þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkrans, bað mig að yrkja nýjar vísur undir lögum, sem væru við hæfi barna. Af þessu spratt svo, að Guðlaug- ur leitaði oftar til mín, og ég fór að þýða útlenda söngleiki, sem átti að sýna. Nú síðast var það Fiðlar- inn á þakinu. — Það er sjálfsagt ekki á allra Dalvík. Ljósmynd: Páli Jónsson. 246 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.