Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Síða 7
færi að þýða söngleiki — þar kem iur Ika til tómþekking? — Það þarf svona sína ögnina af 'hvoru. Þessir sönglei'kir eru sjaldnast þess eðlis, að mikið fari fyirir skáldskapnum. En það þarf dálitla miúsikþekkingu til' þess að leysa þýðinguna vel af höndum og brageyra og svolitla hagmælsku. Og svo verður maður að vita, hvernig umnið er í leikhúsum. Það er dálítið annað, hvað fer vel í mumni á sviði eða sómir sér á síðu í hók. Leikmál verður að vera við hæfi leiksviðsins. — Er ekki seinleg vinna að þýða söngleiki? — Það er ekkert áhlaupaysrkr Maður er bundinn þessum skoll- ans Titlu stri'kum og deplum, sem heita nótur, og þær hafa mismun- andi gildi — sumar eru langar og aðrar stuttar, og þetta eru áherzlu- nótur og áherzlulausar nótur. Þær eru ári ráðríkar, nóturnar, og sníða manni satt að segja þöngan stakk. Mögul'eikar kunna að vera marg- ir, líkt og þegar skák er tefld, en skerin eru lífca mörg, sem sneiða Verður hjá Héma þarf öflug orð, þungt á metunum, og þarna verð- ur a® koma ósköp lítið og venju legt orð. Einu sinni var ég að þýða söngleik, sem hét Kysstu mig, Kata. Þar kom fýrir stutt setning, mig minnir fimm orð, sem átti að end- urtaka í einum sex vísum, sem annars voru ólikar að efni. Allt varð þetta að ríma, og allt varð þetta að falla að nótunum. Ég var búinn að hugsa um þetta lengi, sat yfir þessu fram á nótt, þar til konan sagði, að ég skyldi fara að sofa — ég leysti þrautina aldrei þetta kvöldið. Og ég fór að sofa. Morguinmn eftir var ég á leið í bæinn í strætisvagini, og þá skaut þvi allt í einu upp, hvernig þessi setning átti að vera. Ég er viss um, að undirmeðvitund hefur verið bú- in að glima við þetta alla nóttina. í Betlistúdentinum og Sígauna- baróninum, sem ég þýddi hér á árunum, eru dúettar og kvartett- ar og sextett að auki í öðru verk- inu. Við sextettinn þurfti ég að semja sex texta, efnislega sam- hljóða, en með ólíkum ta'kti. Það var hreinasta krossgáta. — Þetta hlýtur að vera vel borgað? — Nei. Þetta er svo tímiafrekt, að ég fæ oft ekki tímakaup verka- manna í dagvinnu. Þó þyrfti ég í rauninni oft lengri tíma en mér er skammtaður — það eru yfir- leitt svona þrír mánuðir til stefnu, þegar ég fæ verkefnið í hendur. — Hvernig hagar þú annars störfum þínum, þegar þú ert að þýða þessa söngleiki? — Fyrst les ég vitaskuid leifcrit ið á frummálinu, og það tefcur auð vitað sinn tíma. Ég er ekki sérlega mikill málamaðuT, Mér þykir goti að fá verkið á einfeyerju öðru máli, þvi að það léttir oöt og auðveldar. Síðan gerí ég mér grein fyrir per- sónum, eðli þeirra og eiginduim. Næsta sfcrefið er að kynna sér lög- in, og þau fæ ég oft bæði á plöt- um og nótum. Þegar ég hef lært þau að meira eða minna leyti, get ég byrjað að þýða. Gott þykir mér þó að vita, hvernig skipta á hlut- verkum, því að orðiin fara ekki eins í munni allra. Tökum til dæm- is svo fræga barýtonsöngvara, Kristinn Hallsson og Guðmund Jónsson, sem ég þekki báða vel. Þeir eru ólíkir menn, og ég hugsa til þess, að öðrum léti betur að hafa þetta svona, þótt það færi ef til vill betur öðru vísi í munni hins. — Svo verður að halda blæ og anda verksins? — Já. Sjálf'ir söngvamir í þýzku ástaleikj'uinum eru nú ósköp inni- haldslausir — skáldskaparandin-n flýgur nú ekki hátt í þeim. Og sumt er væmið í þeim. Fiðlarinn á þakinu ér a’f allt annarri gerð. Þar er allt fjarskalega mannlegt, hvorki skrum né íburður — þetta er svona eins og fátækt sveitafólk. Vísurnar eiga að vera í samræmi við það. En undir húsbóndavald nótnannia verða þær að beygja sig, því að annars væru þær ekki dygg ir þjónar. ★ Sabbatsbænin — atriði úr fyrsta þætti söngleiksins Fiðlarinn á þakinu. Talið frá vinstri: KSíEðskerinn, Þúrhallur Sigurðs- son — stúdentlnn, Jón Gunnarsson — miólkurpósturinn, Róbert Arnfinnsson — kona hans, Guðmunda Elíasdóttir — dæt- ur þeirra, Kristbjörg Kjeld, Sigriður Þorvaldsdóttir, Vala Kr istjánsson, Margrét Arnijótsdóttir og HSc'.ga Bernhard. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 247

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.