Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 14
\ bænda á fáum árum. Þó hefur ^nann ekki verið gínkur maður. Það t var siður í Borgarfirði, að minnsta kosti stundum, að eigi voru lögð á svo mikil útsvör, að nægja mætti til þess að sjá ómögum sveitarinn- ar farborða. Skakkinn var jafnað- ur með gjafatillögum, sem menn inntu af höndum af frjálsum vilja að meira eða minna leyti. Þessi til- lög hefur Árni sízt skorið við nögl, og horfðu þó löngum margir rauð- um augum á eftir þeim skilding- um, er til ómagaframfærslunnar runnu. Einnig tók Árni til sín ömmu sína, Snjófríði Jónsdóttur, og ól önn fyrir henni, þar til hún andaðist níræð eða meira árið 1833. Hafði Árni mannhylli af þessu og öðru, og þess sérstaklega getið, að hann kæmi sér vel í Borgarfirði. Aftur á móti var hann ekki betur að sér í bóklegum fræð- um en í meðallagi. Séra Benedikt Þórarinsson varð prestur á Desjarmýri vorið 1831. Fer hann orðum um það í sóknar- manntali sínu, hve Ánna búnaðist vel, og lætur þess getið, hversu góður aflamaður var hann og fram- kvæmdasamur dugnaðarmaður. Svipaðar einkunnir fékk hann hjá presti þeim, er var á Desjarmýri á undan séra Benedikt. Guðrún þótti einnig sóma sér vel — rækslusöm húsfreyja og vel að sér. Pétur Bjarnason, sem var vinnumaður þeirra hjóna á Jökulsá, virðist á hinn bóginn hafa verið heldur illa að sér, en iðjusamur var hann og efnaðist til nokkurra muna, þegar fram liðu stundir, þótt í annarra brauði væri. Þótt þeim hjónum vegnaði vel í Borgarfirði, hefur Guðrún trúlega verið ljúft að flytjast að Ketilsstöð- um, því að hugstæðar eru hverj- um sínar heimaslóðir. Frændgarð- ur hennar var á Úthéraði og Ketils- staðir næsti bær við Rauðholt, bennskuheimili hennar. Að vísu urðu þau að láta sér nægja hálf- lendu. En ekki verður annað séð en sambýl'ið hafi verið gott. Var mótbýlisfólk þeirra Jón nokkur Jónsson og Guðrún Þorvarðsdóttir frá Húsum í Fljótsdal og systir húsfreyju, sem Gróa hét, vinnu- kona á búi þeirra. Þetta fólk var dável efnað, og voru þeir Ketils- staðabændur báðir meðal beztu bú- þegna í sveitinni. Liðu svo tólf ár á Ketilsstöðum, að ekki bar á neinn þann skugga, sem nú er kunnugt um, er þeim Árna og Guðrúnu væri um megn umdir að búa. Að sönrnu munu þau hafa misst eitt- hvað af mörgum börnum, er þau eignuðust, en slíkt þótti þá ekki anniað en jafnan mátti við búast, og fimm börn áttu þau lífs, er þrettánda búsikaparár þeirra á Ket- ilsstöðum hófst. IV Nú víkur sögunni suðuí á land. í maímánuði þetta ár, 1846, bar svo til, að mislingar fluttust á land með dönsku kaupfari, sem kom í Hafnarfjörð- Fór veikin fljótt geyst, og l'agðist fólk í hrönnum, svo að sums staðar varð ekki sinnt búsmala né öðrum brýnustu störfum gegnt. í kjölfarið fór mik- ill manndauði, og lögðu misling- arnir suma í gröfina, en eftirköst ýms urðu öðrum að aldurtila. Um Hafnarfjörð og Álftanes dó um hundrað manns þetta sumar, og víða annars staðar varð manndauð- inn viðlíka. Var þess skammt að bíða, að sóttin bærist út um allt land með skólapiltum, vermönn- um og kaupafólki, og fór svo að lyktum, að þetta varð mesta mann- dauðaár, sem komið hafði á nítj- ándu öld. Og ekki bar öldin í skauti sínu nema tvö ár með jafn- mikl'u mannfalli og þetta. Austur á Fljótsdalshéraði bárust mislingarnir fyrir slátt en ekki tók fólk á Ketilsstöðum í Útmanna sveit að veikjast fyrr en komið var fram á haust. Ekki lagðist sótt- in mjög þungt á börnin, þótt þeim væri víða hætt, en Árni bóndi og Gróa, vinnukona mótbýlisfólks hans, veiktust hastarlega. Varð brátt ljóst, að hverju fór með þau, og er það í stuttu máli að segja, að þau önduðust bæði samdægurs, 23. október. Tveim dögum síðar voru þau jörðuð að Hjaltastað. Guðrún ísleifsdóttir stóð nú uppi ekkja með börn sín, öll ung. En sú var bót í máli, að efnahag- urinn var góður, vinnuhjú traust á heimilinu og heyfengur viðhlít- andi, því að spretta hafði verið all- góð um sumarið og heyskapartíð ekki sem verst á Austurlandi. Ná- grannarnir munu hafa hugsað sem svo, að ekki myndi vandfundinn maður, sem fús væri til þess að ganga í eina sæng með ekkjunni, fertugri manneskju Þannig hafði margur ungur maður komið undir sig fótum og hafizt fyrir bragðið í röð nefndarbænda. V Ljós og skuggar leikast á í mannheimi. Einn er borinn til graf-. ar, annar drekkur brúðkaup sitt. Svo fór í Útmannasveit, að skamrnt varð á milli erfisdrykkju og brúð- kaupsveizlu, þótt ekki væri það Guðrún ísleifsdóttir, sem skautið bar og brúðarbekkinn sat. Á þessum árum var séra Jón Guðmundsson prestur á Hjalta- stað. Hann var norðlenzkrar ætt- ar, sonur Guðmundar á Krýnastöð- um í Eyjafirði, Jónssonar prests í Vogum í Mývatnssveit. Voru þeir bræðrasynir, hann og séra Benedikt á Desjarmýri, sem mú var raunar kominn að Ási í Fellum, og skáldin Benedikt Gröndal eldri og séra Þórariinn í Múla föðuribræður hans. Kona séra Jóns var Margrét, dóttlr séra Stefáns Einarssonar í Sauðanesi, og hafði annar tveggja sona þeirra, Stefán að nafni, lokið námi í Bessastaðaskóla. Sama ár og séra Jón lauk stú- dentsprófi, árið 1810, lenti hann í foraðsveðri á Holtavörðuheiði að haustlagi og kól þá til þeirra ör- kumla að höggva varð af honum allar tær. Var hann því bagaður til muna, þótt léti hann það eigi á sig bíta framan af ævi, enda karl- memni að þreki og glaðvær að lundarfari. En þreyta sótti á hann með aldri, og tók hann því Stefán, son sinn, sér til aðstoðar við emb- ættisverkin, nokkrum árum eftir að hann hafði lokið námi. Hafði hann hlotið prestvígslu árið 1844. Gazt sóknarmönnum vel að þess- ari ráðstöfun, því að hann var góð- um gáfum gæddur og valmenni kallaður. Löngum þótti hlýða, að ungir menn, sem hlotið höfðu vígslu, leiddu hugann að kvonbænum og hefðu þar um ráð góðra manma. Það höfðu þeir Hjaltastaðarfeðgar einnig gert. Séra Stefán var heit- bundinn ungri stúlku úr byggðar- laginu, Guðríði Magnúsdóttur frá Sandbrekku, og dvaldist hún á Hjaltastað, er hér var komið. Misl- ingahaustið var brúðkaupið ráðið, og skyldi það standa á Hjaltastað 4. nóvem-ber. Var mörgu fólki boðið í veizluna, svo sem venja var. Meðal boðsgestanna var ekkj- an á Ketilsstöðum, Guðrún ísleifs- dóttir, er misst hafði mann sinn tíu dögum fyrr, og mágur hennar, Pétur Bjarnason, sem þá var vinnumaður á Fossvöllum í Hlíð hjá Björgu Halldórsdóttur frá 254 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.