Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Síða 15
Vogum í Mývatnssveit, er fyrr hafði átt Jón Rustikusson, en síð- ar Benjamín Þorgrímsson, er nú var einnig dáinn. Þrjú börn Guðrúnar fóru með henni til veizlunnar, og var eitt þeirra sex ára gömul telþa, sem bar nafn langömmu sinnar, Snjó- fríðar Pamfílsdóttur. Ekki er þess getið, hver hin börnin voru, en ekki er ólíklegt, að það hafi verið drengir tveir, sem voru á svipuðu reki og Snjófríður litla, en þó of- urlítið eldri. Þeim veitti ekki af dálítilli tilþreytingu, Ketilsstaða- börnunum, eftir föðurmissinn. Veðráttan var sérlega mild þetta haust, frostleysur oftast og kallað stunguþítt á Norðurlandi þar til fimm vikur af vetri. Nokkuð frysti þó á Héraði um það leyti, er brúð- kaupsveizlan var á Hjaltastað, eða litlu áður. Hefur því sigið úr vötn- um, ef þau hafa verið í vexti áður, og færi var eins og bezt varð á kosið. Ekki segir af mannfagnaði á Hjaltastað, en sennilega hefur veizlugleðin staðið' fram á nótt. Séra Jón, faðir brúðgumans, var söngmaður mikill og orti gátur og rímur — hafði meðal annars ort rímur af Valnytjaþjófi og fótaveik- um munki, sem hann hefur verið í færum að lýsa eftir fótsárin, er hanm sjáTfur hlaut á Holtavörðu- heiði í æsku. Glímumaður hafði hann einnig verið og skarst yfir- leitt sjaldan úr leik, þar sem til gle'ðskapar mátti stofna. Var hann þess vegna mauna bezt til þess fallinm að hafa fonsögn um margs konar skemmfcan, sem vi® hæfi var í brúðkaupsveizlu. Þó verður að ætla, að þorri veizlugesta, þeir sem ekki áttu þeira mun lengra heim til sín, hafi horfið brott einhvern tíma nætur. En Guðrún á Ketilsstöðum var með ung börn með sér, og þess vegna sjálígert, að hún tæki sér gistingu á prestsetrinu, og slíkt hið sarna gerði Pétur Bjarnason, sem átti yfir ferjuvötn að fara heim til sín að Fossvöllum. Daginn eftir, 5. nóvember, héldu þau af stað frá Hjaltastað fimm saman, Guðrún og börn hennar þrjú og Pétur, mágur hennar. Höfðu þau meðferðis einn hést, og ætlaði Pétur að fylgja mágkonu sinni heim i Ketilsstaði, rösklega klukkustundargang í góðu færi. Hver veit, nema það hafi jafn- vel flögrað að honum, sem lifað hafði einlífi alla ævi, að rétta ekkj- unni betur hönd, þegar úti var vist arárið á FossvölTum. Héldu þau sem leið lá að Rauðholti, sem er á ási þeim er ,verður austan lægð- arinnar, sem Selfljót rennur um. Ef til vill hefur Guðrún staldrað þar eitthvað við hjá skyldfólki sínu, þótt þess sé ekki getið. Frá Rauðholti lágu götur snið- hallt niður að Selfljóti að svonefndu Græfnavaði, þar sem tíðast var far- ið yfir það á þessum slóðum. Lík- ur hníga þó að því, að þau Pétur og Guðrún hafi haldið lengra upp með því að austan og ætlað sér yfir það mun ofar. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þau komu þar að fljótinu, er þeim sýndist haganlegt að íara yfir það. Reiddi Guðrún eitt barnanna, en Pétur viðhafði þá varúð að vaða með hestinum, þótt ekki tæki vatnið nema í kné. Kann hesturinn að hafa verið ótraustur, og líklega hefur hann verið flatjárnaður, en skarir sjálfsagt með löndum fram. Tvö barnanna biðu á eystri bakk- anum, og var Snjófríður litla ann- að þeirra. Þegar Guðrún var komin yfir fljótið með barn það, sem hún reiddi, sneri Pétur við til þess að sækja hin börnin. En með því að honum leiddist þetta vazl í frost- köldu vatninu, fór hann að skyggm ast eftir því, hvort hvergi væri mannheld ísspöng. Varð honum gengið að hyi einum, ekki ýkja- langt í burtu, og sýndist honum hanm svo lagður, að þar myndi fært, yfir. Tók hann Snjófríði litlu við hönd sér og fetaði sig út á ís- inn, en mun ekki hafa haft brodd- staf, er gagn væri að, til þess að kanna hann. Fyrst virtista lit ætla að ganga vel, þótt veik væri spöngin. Hann var komin langleiðina yfir, er ís- inn gaf sig skyndilega. í næstu andrá seig Pétur niður í fljótið með telpuna í örmum sér. Guðrún var skammt undan, því að hún hafði fylgzt með ferðum mágs síns hinu megin fljótsins, og kaTl- aði Pétur til hennar og sagði henni að koma fram á skörina og seilast tiT barnsins í vökinni. Guðrún hljóp þegar til, ef til vill flaum- ósa nokkuð andspænis háskanum, og ætlaði að grípa telpuna, þar sem hún hékk á Pétri við vakar- barminn. Varð henni fótaskortur á skörinni, sem kannski hefur verið blaut orðin og sleip og sigið und- an þunganum, og steyptist hún við það sjálf út í vökina. Dýpra mun hafa verið en svo, að þau Pétur botnuðu, og er skemmst af því að segja, að þau drukknuðu þarna öll þrjú í augsýn barnanna tveggja, sem á landi voru. Agn- dofa af skelfingu sáu þau móður sína, systur og frænda brjótast upp í vökinni, seilast upp á vota skörina, missa tökin og sökkva sið- an í bláan hylinn — annað stand- andi á eystri bakkanum, hitt á hinum vestri. Ekki verður fyllilega i það ráð- ið af frásögnum, hvar þessi atburð- ur gerðist, þótt svo segi í bréfum, að hann hafi orðið í námunda við Ketilsstaði, „þar rétt framan við bæinn“. • En til er örnefni, sem vafalítið hefur orðið til eftir þetta slys. Skammt frá landamerkjum Rauðholts og Hreimsstaða, sem eru austan Selfljóts, nálægt þeim stað, er lýkur fljótsbugnum við Ketilsstaði og áin tekur beina stefnu í norður, heitir Manndráps- hylur. Allt virðist hníga að því, að hann hafi fengið þetta nafn eftir drukknun Péturs Bjarnasonar og mæðgnanna frá Ketilsstöðum, enda var svo sagt um miðja nítj- ándu öld, að gagnkunnugir menn á Héraði vissu þess engin dæmi, að Selfljót hefði fyrr orðið fólki að aldurtila. Það hefði þá þó mátt gruna, ef hylurinn hefði svo heit- ið, áður en þetta slys varð. Þess getur hvergi, svo kunnugt sé, hvernig vitnaðist um slysið. En vel má fólk heima á Ketilsstöðum hafa séð ófarirnar eða heyrt neyð- arópin. Hugsanlegt er líka, að börnin, sem eftir lifðu, hafi hlaup- ið til bæja, annað hvort eða bæði, er allt var horfið í hylinn, og sagt tíðindin. Hefði það, sem komið var yfir fljótið, aðeins átt snertispöl heim að KetiTsstöðum. En fljótt mun hafa verið brugðið við að leita líkanna og engin vandkvæði á að finna þau, er hylurinn var kannaður. Þau lágu þar í lygnunni með blaktandi hár, sem líktist skúfum af vatnagróðri. Þau voru öll jörðuð að Hjaltastað fjórum dögum síðar. Það hafði dregizt úr hömlu að tjá sýslumanni héraðsins andlát Árna á Ketilsstöðum og Gróu vinnukonu. En nú höfðu þeir at- burðir gerzt, að ekki .mátti leng- ur láta undir höfuð leggjast að senda mann með hréf á fund hans. Kjartan Jónsson, hreppstjóri á T í M I N N — SUNNjJDAGSBLAÐ 255

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.