Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.03.1969, Blaðsíða 16
-jT „Er skemmst af því aS segja, aS þar drukknuSu þau öll þrjú í augsýn barnanna tveggja". Sandbrekku, skrifaði bréfið þegar daginn eftir slysið: „Hér með kunngerist herra sýsluma-nninum, eftir bón hlutað- ei-gandi, dauðsföll fimm eftirskrif- aðra persóna: 1. Bóndans Árna Bjarnasonar á Ketilsstöðum. 2. Konu hans, Guðrúnar ísleifs- dóttu-r. 3. Barns þeirra sex ára, Snjó- fríðar. 4. Vinnumanns Péturs Bjarna- sonar, er til heimilis var á Foss- völlum í Hlíðarhreppi, en drulckn- aði hér í hreppnum með fyrr- nef-n-d-ri kon-u. 5. Vinnukonu GróU Þorvarðs- dóttur, sem deyði einnig á fyrr- ne-fndum bæ, Ketilsstöðum". Bréfið var stutt, orðin gátu varla verið færri. En það sagði langdrægt þá sögu, sem því var ætlað að segja. VI. Nokkur-n veginn réttum sex vik- um áður en Selfljótsslysið va-rð, hafði Lagarfljót tekið sitt iðgjald. Um haustréttir kom húsbóndinn ungi á Hallf-reðarstöðum, Halldór Sigfússon, nýskipaður prestur að Hofteigi á Jökuldal, að Lagarfljóti geg-nt Kirkjubæ. Hann k-eyrði hest á sund fyrir neðan Lagarfoss og fórst þar. Sá þótti harður, er á eft- ir rak, því að á sama stað hafði faðir hans, séra Sigfús Árnason, drukknað með sama hætti um svipað leyti árs tuttugu og fjórum árum fyrr. Hinn ríkmannlegi bær á Hallf-reðarstöðum varð hljóður og snauður, er helfregnin var bor- in í hann „Tárin banna mér að nefna hann meira“, sagði ekkjan í bréfi til bróður síns, skrifarans á Stapa: En fólkið, sem álen-gdar stóð, brynjaðist forl'a-gatrú sin-ni andspænis beiskum duttlungum til verunna-r: Enginn má sköpum renna. Eftirköst brúðkaupsveizlunnar á Hjaltastað voru líka váleg, þótt þar brysti ekki meginstoð sveitar eða héraðs. Að líkindum hafa tár- in bannað einhverjum mikla mælgi um þann atburð, að minnsta kosti börnunum munaða-rlausu, sem nú fóru á tvist og bast. Og með ólíkindum þótti, hve slyslega gat tekizt til, þar sem allt sýndist Óhult. Þar blasti enn við, hve mátt- ug voru hin huldu rök, sem stýrðu för manna í lífi og dauða: Ekki verður feigum forðað. Um sann- gitdi þe-ss efuðust f-áir í -sveitu-num við fljótin þrjú hin dimmu haust- kvöld árið 1846. (Helztu heimildir: Reykjavíkur- pósturinn, bréfasafn Norður- Múlasýslu, hreppsbækur Borg- arfjarðarhrepps og Hjaltastaðar- hrepps, Lbs. 302 fol., Lbs. 2415 4to., prestþjónust-u-bækur og sóknarmanntöl Hjaltastaðar, prestsþjónustubækur Klypps- staða-r, manntöl, Ættir Austfirð- inga, fslenzkar ævisk-rár, Árbæk- ur Reykjavíkur, íslenzkar þjóð- sögur og sagnir eftir Sigfús Sig- fússon, Fólk og saga eftir Bene- dikt Gíslason frá Hoffcei-gi, stað- háttalýsingar Þorvalds kennara Sigurðssonar og Halldórs Péturg sonar). 256 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.